M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

17.09.2012 20:37

Finnskur ofurhugi

Gömul klippa af finnskum ofurhuga í hollenskum tréklossum á japanskri Scaniu... Athyglisvert........

16.09.2012 20:22

Dagstúr 18.08.12

Við Jón Steinar og okkar betri helmingar fórum í dagstúr (ekki daxtúr) 18.08  Við brunuðum um suðurlandið í fínasta veðri þennan dag og höfðum gaman af.
Fyrsti áfangastaður var Flúðir þar sem að Darri (pabbi) og Slímon hittu okkur.

Þaðan var farið á Laugarvatn þar sem við hittum mann sem að sýndi hjólunum okkar áhuga. Hann sagði okkur að hann hafi átt Blackbomber Hondu hér á árum áður, hann sagði að það hafi verið svo mikil mótorhjólamenning í eyjum þar sem hann bjó á þeim tíma, og þá kom í ljós að þetta var enginn annar en Einar í Stakkholti og jafnframt rifjuðust upp ýmsar sögur af karlinum frá hans Vestmannaeyja-tíma.

Svo var farið á Þingvelli og þaðan inní Mosfellsbæ, svo keyrðum við fram hjá Rauðavatni og Nesjavallaleið til baka.

Matarstopp á bensínstöðinni í Norðlingaholti.

Við stoppuðum aftur á Þingvöllum þar sem farþegarnir voru ekki alveg eins sprækir og í stoppinu fyrr um daginn. Næst keyrðum við inní Grímsnes þar sem að Darri og Slímon komu sér aftur í sumarbústaðinn.

Við keyrðum svo í gegnum Reykholt og í Sandeyjahöfnina.
Þetta var bara hressandi dagur þar sem við rúlluðum upp c.a. 450km.

Myndaalbúm.

16.09.2012 20:12

Þá eru það nokkrir stórir Daxar.




Hér eru nokkrir breittir Gold Wingar Svampar eða Goldfingerar eins og bókabúðin kallar þá gjarnan. Þessir eru af fyrstu kynslóðini.








Það má greinilega föndra við þessa gömlu 1000 cc Gold Wing Hondur

16.09.2012 20:00

GoPro


15.09.2012 21:52

Dax Dax og aftur Dax.


Nú eru það racing Daxar.



Þessi er útúrpreppaður og klár í race



Það er búið að moka vel af aurum í hann þennan



Ekki er þessi síðri og búið að ausa vel í ann.


 
En þessi myndi nú smell passa undir rassinn á Pál Óskar.

14.09.2012 21:39

Tommi í Höfn á Z1 900.




Hér eru þrjár myndir teknar árið 1987 af Tomma í Höfn en Tommi átti þennan 900 Kawa í nokkuð mörg ár þetta er eitt hjólana sem kom nýtt til landsins árið 1973 og átti það upphaflega Biddi Ring á Akureyri.



Hér er Tommi á leið austur fyrir fjall og alsæll á græjuni



Í dag á þennan 900 Kawa Gummi Rikka hér í bæ.

14.09.2012 09:12

Ein gömul frá 1979




Hér er ein tekin af Óla Pétri heitnum og eru þarna á ferðini fremstur er Benni Guðna á 1000 Kawanum sínum aftan á hjá honum mun vera Gaui Gísla Vals, í miðjuni er Binni Gísla á 650 Kawa og sínist sá aftasti vera Addi Steini bróðir á 550 Súkkuni sinni

13.09.2012 12:44

Var Daddi að flytja inn Dax frá Mexico ?




Hér er einn sem vel er grænn nú er það spurningin getur verið að Daddi hafi flutt þennan spes inn frá Mexico og ef rétt er þá verður gaman að sjá hann trukka honum um götur bæjarins næsta sumar, en flott sæti.



Fegurð er þjáning sagði Gunni Klútur hér um árið og á það vel við um sætið á græjuni.

13.09.2012 09:46

Forjappa á Daxinn.




Það eru uppi á borðinu ýmsar breitingar hjá formanninum varðandi nöðru race og nú er verið að setja upp forþjöppu eða keflablásara á Daxinn svo aflið verði það mikið að þegar Hilmar tæmer tekur næst í að þá ætti kallinn að kyngja fölsku tönnunum þegar sparkið kemur inn.

12.09.2012 20:28

DAX

Þar sem að menn eru orðnir fastir í DAX pælingum er hér ein klippa af gaurum sem fóru alla leið í vitleysunni.

12.09.2012 12:07

Triumph Bonneville 2006

Bretarnir verða nú að fá að vera með á síðunnui okkar svona öðru hverju.

Þessi Trumpi er bara svona léttpimpaður
.

Það eru ekkert stórvægilegar breytingar á hjólinu, það gæti í rauninni litið svona út frá framleiðenda, en það er búið að breyta flestum hlutum svona aðeins.

Felgurnar eru breiðari, framdempararnir og frambrettið af öðru hjóli, alvöru Brembó frambremsur, það er búið að jetta torana og hjólið snýst 1000rpm meira en stock hjól.

Það sem ég er búinn að telja upp af breytingarlistanum er bara brot af því sem búið er að gera, en hjólið kemur allavega snyrtilega út.


12.09.2012 08:38

Helgi Fagri pimpaður upp.




Já svei mér þá ef þetta er ekki hann Helgi Fagri á Daxfelgum hann er vel pimpaður svona. Það væri nú ekki vitlaust fyrir gæjana með skeggið á Chopperonum í Rvk að fá sér einn svona enda lúkkar hann vel.

11.09.2012 19:59

Isle of Man TT 2012

Skuggalega flott video frá kappakstrinum á Mön síðastliðið sumar, þessir gaurar hafa sko stáltaugar. Það væri ekki leiðinlegt að gera sér ferð á kappaksturinn, eins og þónokkrir Vestmannaeyjingar gerðu fyrir nokkrum árum (áratugum).

11.09.2012 18:31

Daxinn klár hjá Jenna # 7


Undanfarin ár er Jenni Rauði búinn að vera að gera upp Honda Dax 50 cc af árg 1971 Jenni er búinn að eyða nokkrum tugum 100 þúsund kalla í gripinn sem er bókstaflega eins og nýr hjá Janusi. Í gær var svo stóra stundin runnin upp og gripurinn gangsettur og farinn prufurúntur í kjölfarið, hjólið virkar bara vel og er bara eftir að klára að koma ljósunum á en það ætti nú að vera minnsta málið. Segi bara til hamingju Jenni minn Daxinn er flottur ekki spurning.



Hann er glæsilegur Daxinn hans Jenna.



Það held ég að Jóhannes sonur Jenna hugsi sér gott til glóðarinar og á sá litli Rauður eftir að spretta úr spori á Daxinum hvort sem sá gamli veit af því eða ekki.



Beygjan tekin í botni, þótt aflið sé gríðarlegt í Yellow Dax.



Hér er svo stóri rauður á fullri ferð, bíðið bara þangað til litli rauður fer á fullt, en sá verður nú skammaður þegar fyrsta rispan kemur je dúdda mía.

11.09.2012 11:14

Litli Bísi og litli Beikon


Hér að neðan eru þrjár myndir sem ég hef tekið á síðasliðnum árum og er munurinn á fyrstu mynd og þeirri síðustu rétt tæp 20 ár. Á tímabili urðu guttarnir pirraðir þegar ég sagði jæja strákar er ekki komin tími á aðra mynd ? Myndefnið er sótt í nöfn feðrana Bísi og Beikon, en hvað um það þá er bara gaman að sjá breitinguna á peyjunum á milli ára. Báðir hafa þessir strákar verið virkir í Drullusokkunum í gegnum árin og er Siggi Árni með # 6 og Hörður Snær # 8. Það var brasað við að setja upp hillu og sömu dagatölin fyrir myndatökurnar til að bakgrunnurinn yrði eins en myndirnar eru samt ekki teknar á sama staðnum.



Hér kemur sú fyrsta en þessi er tekin árið 1994 og guttarnir því 10 ára gamlir.



Og hér er sú næsta en þessi er tekin árið 2003 og því 19 ára gamlir.



Og hér er sú síðasta tekin nú árið 2012 og guttarnir orðnir 28 ára gamlir, þeir Siggi Árni og Hörður Snær voru samála þegar þeir sögðu ohh einu sinni enn djöfull er kallinn nú ruglaður, en það er bara gaman af þessu eða það finnst mér allavega.
Flettingar í dag: 615
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 851
Gestir í gær: 89
Samtals flettingar: 831458
Samtals gestir: 58308
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 07:59:55