M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

03.09.2012 09:56

Brúðarvöndur Bókabúðarinar.




Hér er hinn mjög svo glæsilegi brúðarvöndur Bókabúðarinar. Höfundurinn sokkur #1 er búinn að sækja um einkaleyfi á hönnuninni, en hún sýnir vel aðdáun hans á drullusokkum.

03.09.2012 07:07

Drullusokkasumar 2012

Myndasýningin sem gerð var fyrir aðalfundinn.

02.09.2012 19:46

Óger á litla Daxinum.


Eins og komið hefur frám áður að þá var haldinn aðalfundur okkar Drullusokka fyrir árið 2012, Þetta var gert með stæl og var byrjað á hópkeyrslu um bæinn. Það mættu nokkrir félagar ofan af Norðurey hjólausir og var farið í að redda nokkrum þeirra hjólum í hópaksturinn. Einn þessara ágætu manna var sjálfur Timer eða Óger eins og Tótusteini kallar kappann yfirleitt. Óger var sjúkur í að fá að aka litla Daxinum þótt sá stóri stæði honum vissulega til boða. Þarna fann kallinn sig algjörlega og smælaði út að eyrum enda vel öflug græja undir hin gamla en þreytta botnn.



Sjáið hvað kallinn er grobbinn að vera á alvöru græju en á eftir honum fygldi 30 hjóla strolla um bæinn.



Hér spítir svo kvikindið í svo við sem á eftir komum áttum fullt í fangi með að halda í kallinn.



Það er alveg sama hvað maður setur inn margar myndir af Óger á Daxinum alltaf er hann með límt Sólheimaglott á smettinu.



Þetta er alveg snilli litli Daxinn virkar stærri en stóri Daxinn undir kallinum. En haft var á orði að þeir Hilmar og Daxinn smell pössuðu saman svona rétt  eins og Pulsa og Kók.

02.09.2012 14:32

Aðalfundurinn í gær........

Jæja, þá er aðalfundurinn afstaðinn og fór bara nokkuð vel fram. Við hittumst um kl.13 í Skýlinu á hjólunum og keyrðum nokkra hringi saman, Hilmar "tæmer" kom hjóllaus en því var reddað í einum grænum, karlinn var settur á litla Daxinn og tók sig ljómandi vel út á honum, svo rættist bara ágætlega úr veðrinu þó svo að útlitið hafi ekki verið spes um morguninn. Svo kl.16 hófst fundurinn í Gullborgarhúsinu þar mættu 38 manns og þónokkrir af norðureyjunni, þar voru hin ýmsu mál rædd. Lítil breyting verður á stjórninni utan við að Dr-inn dettur út (heyrst hefur að ástæðan sé að hann missti út úr sér að Honda CB750 væru ljót hjól) Jens hinn rauði kemur inn í staðinn og hefur hann fengið titilinn "Meðhjálpari Drullusokka". En annars er stjórnin skipuð þessum ágætis mönnum hér :
  • Formaður - Tryggvi
  • Varaformaður - Darri
  • Yfirumsjón Drullusokka á Norðureyju - Hermann Haralds
  • Gjaldkeri - Siggi Óli
  • Vefsíðustjóri - Sæþór
  • Meðhjálpari - Jenni

Einnig voru teknir inn þónokkrir nýsokkar sem eru búnir að fá úthlutuð númer sem verða svo byrt hér á síðunni fljótlega. Ársgjaldið verður óbreytt -5000kr. Við tókum eftir því bæði í hópakstrinum og á fundinum að formaðurinn var e-ð órólegur og þegar að hann var farinn að reka á eftir mönnum þá sá maður að eitthvað mikið var í gangi. Svo kl.19 var mæting á Conero þar sem var borðaður var þessi flotti matur (villisveppasúpa í forrétt og lambasteik með öllu tilheyrandi í aðalrétt) þar sem starfsfólkið hjá Stebba með Marius fremstan í flokki sá vel um okkur Drullusokka. Þar mætti formaðurinn enn stressaðari en fyrr um daginn og í jakkafötum, sumir höfðu orð á því að þetta væri eins og að sjá apa í jakkafötum, (Og aðrir veltu því fyrir sér hvort hann væri bara ekki api í jakkafötum.) En fljótlega sáum við hvað var í gangi, Tryggvi og Erla notuðu tækifærið og giftu sig bara á staðnum, flott athöfn það, óhefðbundin en flott athöfn. Svo var spjallað og sprellað fram eftir kvöldi, takk fyrir komuna og daginn Drullusokkar og þá sérstaklega vil ég þakka þeim sem komu af fasta landinu til þess að vera með okkur þennan dag.

Tryggvi og Erla til hamingju.

Hjalti í pittstoppi

Tæmerinn fékk sínar hefðbundnu móttökur

Við heilsuðum uppá félaga okkar hann Gylfa Úr.

Spjall eftir fund

Hér er svo séra Guðmundur Örn með brúðhjónunum herra og frú Bókabúð.

31.08.2012 21:41

Skuggalega töff video

Einn hringur með Casey Stoner á Sepang brautinni 2012.


30.08.2012 15:45

Frá aðalfundi 2011

Nú er komið að aðalfundi okkar Drullusokka sem verður eins og áður segir á laugardaginn, er þá ekki tilvalið að rifja upp síðasta aðalfund.

Frá hópkeyrslunni.

Bryndís og Daddi.

Flottir........

Veðrið var flott þennan dag, við vonum að það rætist úr spánni um helgina, það spáir skúrum.




29.08.2012 10:37

Aðalfundurinn 2012.


Aðalfundur M/C  Drullusokka fyrir árið 2012.

Kæru félagar þá er komið að aðalfundi okkar sem haldin verður næstkomandi laugardag 1 september .kl.16,00. Ef veður leyfir var hugmyndin að hittast inn við skýli í Friðarhöfn kl 13,00 og fara niður að Herjólfi og taka á móti félögum sem koma með skipinu, síðan að taka smá rúnt um eyjuna okkar fögru. Það er svo ætlunin að halda fundin í Gullborgarkró eins og áður sagði kl 16,00. Þar verður farið yfir árið og  ný stjórn kosin til næsta árs einig hvað gera eigi á næsta ári svona í stórum dráttum. Þá er svo mæting aftur á Conero kl 19,00 en þar verður svo borðað saman en boðið verður upp á lambalæri og þrumu góða villisveppasúpu. það verður svo vonandi bara haft gaman fram eftir kvöldi með ýmsum uppákomum.
Ef veður verður slæmt á laugardag þá sleppum við hjólarúntinum og mætum niður í Gullborgarkró fyrir kl 16.00. Við vonum bara að sem flestir félagsmenn sjái sér fært að mæta og hafi bara gaman af þessu með okkur.

Stjórn Drullusokka.

29.08.2012 10:22

Úti í Blackpool 1943.





Hér er hin myndin sem tekin var úti í Blackpool  ca 1943 en þarna eru heiðurshjónin María  Pétursdóttir og Sveinn Matthíasson á sama hjóli og myndin hér að neðan

28.08.2012 20:52

???

Jenni #7 sendi vefnum þessa mynd.

Og meira veit ég ekki, ef einhver getur frætt okkur um myndina væri það vel þegið.

28.08.2012 00:10

Enn eru það félagar úr sokkunum




Hér er Agnar Helgason # 152 á Kawasaki 1500 hjóli sínu.



Og Helgi Helgason # 153 á Harley Davidson Streed Road hjóli sínu.



Hilmar Adólfsson # 150 á Suzuki Intruder 1500.



Bergur Guðnason # 136 á Suzuki Bulivard 1800.



Sigurjón Andersen # 172 og Yfirgaflari á Suzuki Bandit 1200cc.

27.08.2012 10:26

Nokkrir félagar í Sokkunum.




Hér er Valdimar Guðnason # 157 á Harley Davidson Nigthster 1200 hjóli sínu en Valli er úr toppárgangi 1957.



Hér er Arnar Sigurðsson # 220 á Honda hjóli sínu.



Knútur Kjartansson # 84 á 1100 cc Hondu sinni



Og hér er Halldór Bjarnason # 93 á gömlum Shadow 700cc.



Og Einar Sigþórsson # 3 á Kawasaki 1400 cc


25.08.2012 23:30

Smá af Samförini í dag.


Set hér nokkrar myndir frá í dag en þetta var að vanda frábær ferð í alla staði og ekki dropi úr lofti farnir voru rúmmir 500 km hjá þeim sem lengst fóru. Vil nota tækifærið og þakka öllum fyrir frábæran dag.



Hér er allur hópurinn saman sem taldi 20 manns og skiptist þetta nokkuð jafnt niður á milli klúbba.



Við Ferstikklu í Hvalfirði







Fundum tvo traktora við Hvanneyri í Borgarfirði. En nánar af ferðini síðar


24.08.2012 16:29

Síðasta ferð sokka 2012


Jæja þá er komið að síðustu skipulögðu ferð okkar Drullusokka fyrir árið 2012, en það er samförin okkar með vinaklúbbnum Göflurum. Áhveðið hefur verið að hittast við Select bensinstöðina við vesturlandsveg kl, 11,00 í fyrramálið og taka góðan rúnt upp í Hvalfjörð og áfram upp í Borgarfjörð og fara svo heim í gegnum Þingvöll og niður skeiðin og enda svo með síðustu ferð á morgun með Herjólfi en spáin er ekki góð fyrir sunnudaginn svo gott verður að vera bara komin heim áður. Við höfum einig áhveðið að stilla ferðarhraðann vel niður og vera svo gott sem á löglegum hraða enda löghlíðnir menn með afbrigðum (í báðum klúbbum ) Ég og Siggi Óli ætlum á eftir með Hejólfi og hittumst bara kátir og hressir við Select enda fer haustið að ganga í garð og verður lítið um hópferðir í kuldabola og vosbúð, svo nú er lag fyrir haustið.

Stjórnin.

23.08.2012 18:48

Ein gömul 1000 Kawasaki mynd




Hér er ein gömul úr smiðju Óla Péturs Sveinssonar og eru hér tveir af fimm 1000 Köwunum sem komu nýjir til landsins árið 1978. Á myndini sínist mér vera Gauji Gunnsteins ekki viss á hvaða Kawa hann situr og svo Benni Guðna með Arnar Sigurðsson aftan á, þið leiðréttið mig bara ef ég er að bulla eitthvað.

23.08.2012 05:26

Sugan á ferð......


Hér er yfirsuga Drullusokkanna að sjúga hliðarhlíf á Goldfingererinn sinn af Stebba Hondumanni nr 1. fyrir norðan, mögnuð sjón....

Flottir fírar.
Flettingar í dag: 356
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 772
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 1467007
Samtals gestir: 88382
Tölur uppfærðar: 12.12.2024 04:25:34