M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

01.01.2013 20:46

Í Vestmannaeyjum árið 1942.




Er ekki upplagt að koma með eina gamla og glerflotta héðan úr eyjum síðan á stríðsárunum síðari svona sem fyrstu mynd ársins 2013. Myndin gæti alveg eins verið utan úr heimi en ekki úr sjávarþorpi á Islandi árið 1942, takið eftir að Strandvegurinn er steyptur á þessum árum. En aftur að myndini til vinstri er Guðmundur í Sjávargötu á Velocette 350 cc af árg 1935 en Guðmundur vann lengst af í áhaldahúsinu hér, og til vinstri eru Toni á Haukabergi á Triumph 500 hjóli sínu og aftan á hjá honum er Lalli á Sæfaxa ungur maður eins og þeir eru reyndar allir.

31.12.2012 15:51

2013


Gleðilegt nýtt ár DRULLUSOKKAR, takk fyrir árið sem er að líða.
Árið 2013 verður ljómandi gott hjólaár.

27.12.2012 20:04

Almanakið komið í hús

Almanak Drullusokka 2013 er komið úr prentun.
Það er í stærðinni A4 og er til sýnis og sölu í Bragganum.
Verðið er 1000kr.
Þeir sem eru á Norðureyju og vilja eignast eintak senda mail á [email protected]



26.12.2012 19:45

Jólagjöfin mín


Þennan skemmtilega límmiða fékk ég frá systkinum mínum, ég er búinn að finna fínan stað í eldhúsinu fyrir miðann, þá er bara eftir að sansa konuna.

25.12.2012 16:58

Enn var Machlessinn notaður sem jólatré




Hér er ein tekin í gærkvöldi og sést Hreggsterinn súper glaður við að opna pakka frá móður sinni Bókabúðini. Í bakgrunnin sést Matchless Jólatréið.

23.12.2012 23:13

Gleðileg jól félagar (og ekki félagar)


Stjórn Drullusokka óskar ykkur gleðilegra jóla og vonum að þið hafið það sem allra best yfir hátíðarnar.



er ekki komin hefð fyrir þessum gæja....

22.12.2012 21:06

Jóla..........

Í tilefni af árstímanum þá setjum við Ragga Bjarna á fóninn.




Hver fílar ekki Ragga Bjarna.

19.12.2012 20:27

Gramsað í gömlum albúmum


#5

Oddgeir Úra á CBX-inum sem hann átti um árið.
#0

#1 og Jóhanna Andersen

18.12.2012 20:22

fótbolti vs. motocross

 Ég verð nú að viðurkenna að ég er frekar hugmyndasnauður svona rétt fyrir jólin.
En hér er smá pæling, væri ekki ráð að þessir fótboltapeyjar myndu nota meiri hlífðarfatnað, það þarf svo djöfull lítið til þess að þeir stórslasi sig í þessum boltaleik. Hér að neðan eru nokkur dæmi.

17.12.2012 20:41

Supermoto

LUC1 Supermotoliðið var að gefa út þetta kynningarvideó, þar sem sponsorarnir eru kynntir á skemmtilegan hátt. Mér finnst þetta drullutöff videó og ég gruna að Hörður Snær sé á sama máli, en ég veit ekki með ykkur hina slúbbana....

16.12.2012 10:05

Meira af 1937 Triumpnum




Hér situr Triumph hjólið eigandinn Anton Grímsson frá Haukabergi en myndin er tekin á strandveginum um 1942.



Set þessa hér aftur en myndin er óvenju skýr.



Hér eru svo myndir af sama hjóli eins og það lítur út í dag, en hjólið er sínt svona á byggðasafninu á Hornafirði.



Það hefði nú mátt skvera þennan grip upp og gera eins og hann leit út í upphafi. því svona útlítandi er hjólið hálfgert kuml.
Flettingar í dag: 122
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 557
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 1227372
Samtals gestir: 78202
Tölur uppfærðar: 12.9.2024 01:32:58