M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

Færslur: 2014 Janúar

31.01.2014 17:28

Kvartmíludagurinn okkar næstkomandi sumar.

Á síðasta aðalfundi var ákveðið að taka einn kvartmíludag á brautinni í Kapelluhrauni, þá höfðum við hugsað okkur að Drullusokkar og Gaflarar myndu taka brautina á leigu og leika sér þennan dag.
Ég og Sigurjón Drullusokkur, Gaflari og stjórnarmaður kvartmíluklúbbsins ræddum þetta aðeins í vikunni og kom Sigurjón með flotta hugmynd (að mínu mati).
Sniglarnir fagna 30 ára afmæli sínu árið 2014 og ætla í tilefni af því að halda (ásamt kvartmíluklúbbnum) hjólamílu. Eins og nafnið gefur til kynna þá verða eingöngu mótorhjól á brautinni þann daginn. Þannig að núna eru pælingar með að við Drullusokkar myndum mæta þá helgina á brautina. Það myndi án efa myndast frábær stemming ef hjólafólk myndi fjölmenna á þennan viðburð og fá tíma á hjólin sín, hvort sem menn eru á hippum, race græjum, klassískum hjólum eða einhverju öðru, þá er gaman að sjá hvað maður getur.

Hvernig líst fólki á. Verið ófeimin við að tjá ykkur.


Gaman væri að bera gamla tímann.........

við nýja tímann, og sjá muninn.


30.01.2014 22:31

BMW Rnine T


BMW: Ræðum þetta þekkta nafn með tilkomu hins nýja R90= R nineT afmælishjóls. En fyrsta boxer mótorhjólið frá BMW var kynnt til sögunnar árið 1923 með R 32 hjólinu.

Það muna allir eftir hinu þekkta R90S BMW hjóli sem var í framleiðslu frá árinu 1973 til ársins 1976. Ef þú mannst ekki eftir því hjóli, þá hefur þú ekki verið fæddur/fædd eða bara of ungur, eða þá bara lítinn áhuga á mótorhjólum almennt (já já ég veit allir voru að horfa á CB 750 Hondur) !! Jú ég veit að það eru ekki allir hrifnir af boxer mótorum, segja að þeir eigi bara heima í Honduvængjum, VW eða Subaru. En þessi boxer mótor er fyrir svo löngu búin að sanna sig. Og nú sjáum við frábæra Cafe Racer útgáfu endurfædda í hinu nýja  R nineT, en gleymum því ekki að eflaust voru BMW verksmiðjurnar fyrstar til að koma með á markaðinn verksmiðjuframleiddan Cafe Racer árið 1973 með R90S hjólinu og endilega skoðið það hjól á netinu í þessum flotta "orange" lit. En snúum okkur að nýja hjólinu sem var kynnt til sögunnar fyrir ekki svo löngu. En bökkum samt aðeins því hinn þekkti mótorhjóla-hönnuður Roland Sands kom með svona "Concept" "prótótýpu" af R90 hjólinu árið 2013, í tilefni af 40 ára afmæli R90S hjólsins, þessi hugmyndasmíði Rolands er með þeim flottari sem ég hef séð og flestir held ég vonuðu að BMW firmað myndi nota hugmynd Rolands að mestu leit, en þið bara skoðið þetta á netinu eins og áður sagt og metið niðurstöðuna. En allavega BMW fagnar 90 ára afmæli sínu með meðal annars þessu stórglæsilega hjóli (shit hvað mig langar í þetta hjól, en konan mín skilur mig ekki !!!)

                                                                    R90S

Nýja hjólið er með hinum hefðbundna tveggja strokka boxer mótor, sem er loft og olíukældur, er 1170 cc. Þeir ná heilum 110 hestum útúr græjunni við 7550 rpm og togið er 119 nm/88 lb-ft við 6000 rpm. Það er nú nokkuð gott, já virkilega flott að ná heilum 110 hestum útúr loftkældum tveggja strokka mótor (skoðist af Harley). Mótorinn er með tveimur yfirliggjandi knastásum sem drifnir eru af keðju. Gírkassi er 6 gíra og að sjálfsögðu er drifskaft á hjólinu. Mótorinn er festur í túbugrind úr stáli og mótor telst eflaust partur af grind ef segja má svo. Framendi er tekin frá S1000RR hjóinu og er "upside-down, að aftan er einfaldur afturgaffall (þ.e. bara öðru megin) og gormur/dempari er fyrir miðju, fjöðrun er stillanleg. Hjólið er með teinafelgum teinar eru riðfríir, en felgurnar sjálfar eru svartar úr áli, kantlausar, eru 17" og hjólbarðar eru 120/70 Zr að framan og að aftan 180/55 ZR. Bremsur eru tveir diskar að framan sem eru fljótandi og eru 320mm að stærð. Bremsudælur  (monoblock) eru með fjórum stimplum að aftan er einn diskur að vanda sem er 265mm og bremsudæla er tveggja stimpla og svo er að sjálfsögðu ABS. Bensíntankur er 18 lítra Annað tæknilegt er hægt að lesa betur um á netinu eða bara spyrja Eyþór í RMC eða Njál nokkurn, einnig hugsanlega einn sem stundum er kallaður BíBí.

BMW hefur semsagt svipt hulunni af þessu nýja R nineT, þessi nýi Roadster (kaffi hús rakki) er eins og áður sagt settur á götuna til að fagna 90 ára afmæli BMW og 40 ára afmæli gamla R90S hjólsins og gera það með stæl. Þetta hjól er hugsað og smíðað fyrir þá sem vilja nakið mótorhjól þar sem allt sést, nóg af hestöflum, góðir aksturseiginlegar og já rétta "lúkkið". Áseta er þægileg en samt sportleg, en leggur engar ofurkvaðir eða álag á ökumann við hefðbundin akstur. Erlendir blaðamenn halda varla vatni og segja: Einfaldleikinn- Tilfinningar- Ekta-Alvöru og fleira í þeim dúr. Já gamli skólinn/stíllinn virkar hérna alveg, en með allri nýjustu tækni. En BMW halda sér við gamla boxermótorinn, því þeir hafa sannað sig aftur og aftur.

                                                Roland Sands design (concept)

Þetta nýja hjól er líka hugsað fyrir þá sem vilja gera hjólið sitt öðruvísi, þ.e.a.s. breyta því (uss segja orginal old fartarnir !!) því nú þegar er hægt að kaupa slatta af aukahlutum til að "lagfæra" útlit og það beint frá sjálfum BMW. Hægt er t.d. að fjarlægja farþegasætið og þá eru menn að horfa til gömlu Cafe Racer hjólanna. Pústkerfið er á vinstri hlið  og fer úr tveimur í einn og í tvo hljóðkúta, auðvitað skipta þessu strax út og þar eru nú þegar ýmsir möguleikar t.d. hljóðkút frá Akrapovic sem nú þegar selur kút úr Titanium. Áseta er mjög góð og sætishæð er um 30.9 tommur, þannig að hjólið ætti að henta nær öllum, háum sem lágum, sætið er frekar mjótt en sagt með fullnægjandi mýkt. Nær allir blaðamenn mótorhjólablaða ofl. hafa allir hælt akstureiginleikum hjólsins og eru líka yfir sig ánægðir með aflið í þessum tveggja strokka boxer. Hvað er hægt að biðja um meira útlit-afl-akstureiginleika og jú gott verð fyrir nær alla er það ekki !! En er hægt að verðleggja ofangreint, nei held ekki. Hver vill ekki vera á mótorhjóli sem allsstaðar er horft á og stendur undir nafni. (uss eftir allt þetta hól fæ ég afslátt hjá Eyþór!!)

Sumir segja að það sé alltaf verið að horfa til fortíðarinnar, en hvers vegna ekki, það þarf ekki að finna hjólið upp oft, nýi R nineT inn nær því, en á sama tíma er þetta alveg nútímahjól í útliti, afli og eiginleikum. Allur frágangur er til fyrirmyndar eins og nær alltaf hjá BMW, já og markaðurinn krefst þess af þessari verksmiðju.  Allur rafmagnsbúnaður hjólsins hefur verið endurhannaður frá fyrri hjólum, en svona okkar á milli í trúnaði hafa rafmagnsbilanir verið til ama hjá BMW, lesa má betur um þessa endurhönnun rafmagnsbúnaðar á netinu. Eins og mikið er um í dag er tölva í hjólinu sem segir þér nánast allt, eflaust líka hvort maturinn sé tilbúin heima. Mælar eru svona nokkuð old stæl, þ.e.a.s. stakur hraða og snúningshraðamælir, á milli þeirra er svona hefðbundið mælaborð. Þið ættuð að skoða ljósmyndir af hjólinu og þá helst sem flestar því það eru svo mörg smáatriði en þó mikilvæg sem sjá má með berum augum, sem of langt mál er að telja upp hér. Svo nú bíður maður bara spenntur eftir komu fyrsta hjólsins og heyrst hefur að það komi jafnvel snemma á þessu ári og Gróa á Leiti hefur sagt mér í trúnaði að búið sé að panta eitt nú þegar. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir, ein af gamla R90S græjunni, síðan hönnun Roland Sands og svo nýja græjan.


Óli bruni

Stolið og stílfært af netinu.


28.01.2014 19:35

Bílskúrsútsala.



Næskomandi laugardag þann 1 febrúar ætlar Sandra Hauksdóttir sem er Dóttir hans Hauks heitins Richardssonar vinar okkar að halda bílskúrsölu á verkfærum og mótorhjólahlutum sem voru í eigu föður hennar en hún þarf að ríma skúrinn fljótlega svo opið verður á Nönnustíg 12 í Hafnarfirði frá kl 13,00 til 15,00 og vonum við að sjá sem flesta mótorhjólamenn og konur á staðnum. Taka smá spjall og minnast látins félaga í leiðini.



Hér er Haukur heitinn með vinum sínum Hilmari Lút og Bigga Jóns.



Hér með Darra formanni M/C Drullusokka.



Og hér með æskufélaganum Óla Magg, og Sæþóri síðustjóra okkar sokka. endilega látið sjá ykkur ef þið mögulega hafið tök á því.


27.01.2014 22:23

Jay Leno´s garage.

Hér er maðurinn með hökuna á spjalli við annan mann með minni höku,, ágætis klippa, sumir hafa gaman að þessu.

26.01.2014 12:11

750 Hondan hans Adda Steina.



Hér eru þrjár myndir af Honduni sem Addi Steini átti hér um 1980. Hjólið var samblandað úr tveimur hjólum Hondu F2 árg 1978 og K6 árg 1976. Útkoman var þetta hjól áður áttu það Ari Vilhjálms sveppur í Rvk og hingað til eyja verslaði það Laugi Friðþórs og svo Addi Steini.



Hér er Addi á leið í skoðun með þennan líka svaka Drullusokkinn á aftan.



Það eru komin mörg ár siðan hjólið var rifið en ekki veit ég hvað varð um hlutina úr því en það var mikið og gott grams þarna meðal annars hedd með stærri ventlum alvöru bremsur og margt annað en liðin eru 30 ár síðan og allt tínt og tröllum gefið.

23.01.2014 19:42

Smá úr "Nöðrukoti" í gær.




Hér er nýjasta veggskrautið í kotinu Honda CB 72 árg 1961 hjólið er 250 cc og elsta Honda á Islandi.



Matchlessinn liggur þarna undir henni blessaðari.



Með smá slefbakka undir sér enda gamall Breti og eðlilegt að gamli sé með smá þvagleka.



Það fer töluvert af kaffi á góðum degi enda oft margt um manninn.



Þarna eru Hondur út um allt að sjálfsögðu.

21.01.2014 20:02

Jæja þá er hún María litla klár í slaginn.




Hér er sá rauði að leggja lokahönd á græjuna sína sem er orðin ofsa sæt.





Hér er hún blessunin klár fyrir gangsettningu eftir uppgerslu.



Og hér er búið að gangsetja hana og allt í gúddí enda Janus ánægður með hana Maríu sína enda er hún búinn að fara vel ofan í veskið hans og láta hann einig stjana við sig í rúmma tvo mánuði. En hvað segir Sigga við þessu er hún abbó eða fegin að fá smá frið frá Janusi sínum ?

19.01.2014 14:40

Benelli 250 part #2



Og þá er það Steinelli part #2
Bennelli bræður misstu keppnis delluna algerlega við þetta. Þeir höfðu ekki og vildu ekki neinn í staðinn fyrir Ambrosio, voru komnir á miðjan aldur og voru á fullu að byggja upp verksmiðuna með peyjunum sínum, byggja upp gæði og stækka sig á  ameríku markaði. Guiseppe, elsti bror fór í fýlu við hina og stofnaði sína eigin verksmiðju, Motobi 1953 og kom ekki heim aftur fyrr en '61 og sættist við fjölskylduna. Um 1960 var salan sem aldrei fyrr um allann heim.

  Synir bræðranna sex voru nú orðnir slag krafturinn í stjórn fabrikkunnar, ungir og graðir og vildu hnusa af kappakstri eins og pabbarnir höfðu gert á  sínum haldarakrækju árum. Þeir settu verkfræðing, Savelli í að hanna 250 mótor innan þáverandi regluverks FIM og studdist hann við 20 ára kjallara og steypu mót Blower fjarkans fræga.


 Fyrsta útgáfa þessa mótors sem var DOHC loftkældur fjarki var tilbúin í keppni 1962, bor og slag var 44x40,6  og var rúm 40hö á 13.000rpm.

 Silvio Grisetti var sendur í lands keppnir til að byrja með og seinna í GP meðan þróun hélt afram. Þrem árum seinna var græjan orðin 7 gíra, 52hö, á 16.000rpm , náði 230km hraða á beinu köflunum og alvöru keyrari, Tarquino Provini steig um borð og eitthvað fór að gerast. Monza var ein hraðasta braut þess tíma ( er reyndar enn ) og '65 saltaði Provini japanska 4ra og 6 cylindra dótið þar í GP og varð Ítalíumeistari það árið..

 Árið eftir hálf drap karlinn sig í afingum fyrir TT á Mön og keyrði ekki meir.

  Ungur strákur, Renzo Pasolini tók við nöðrunni '67 var strax í verðlaunasætum um alla evrópu og greinilegt að hjólið var heit græja. Fyrir ´68 seasonið bættu


 


 þeir áttunda gírnum við og boruðu út í 50mm ( Það datt fleirum þetta sama í hug frændi ) og höfðu þannig 322cc til að keppa í 350 flokknum.

 Pasolini rassskelti Agostini á MV Augusta í 4 af 5 keppnum í Ítalska mótinu '69  í 350 og varð meistari í 250 flokknum líka.

  Kel Carruthers vann 250 TT á .I.O.M og varð heimsmeistari sama ár.

  Þetta var síðasti titill ever á fjórgengis hjóli í GP 250.

Í millitíðinni, meðan allt var í blóma þ.e. 1967 hafði fjölskyldan komið á fót byssu verksmiðju sem gekk ágætlega en undir 1970 þegar Nipparnir voru að hirða mótorhjólamarkaðinn, seldu þeir Beretta hlutabréfin í byssunum smám saman til að styðja við hjólaframleiðsluna sem fjaraði út á stuttum tíma.

 Verksmiðjan sem taldi 550 manns á sjöunda áratugnum var eins og sprungin blaðra uppúr '70 og var tekin yfir 1973 ásamt Moto Guzzi af Argentínskum buissiness karli, Alejandro De Tomaso.

 

 


 


 Sá var algerlega viss um yfirburði evrópskrar framleiðslu, mokaði helling af seðlum í dæmið og setti frægustu nöðru Benelli á markað '74 sem var 750 Sei. Þetta var fimm árum áður en nokkur heyrði um CBX!

 4 cyl. Hjólin voru 350-500 og 654 Quattro og síðan afsprengi mótorsins góða, minnsta fjöldaframleidda multi hjólið: Benelli 250 Quattro. Rándýrt í samkeppninni, var ekki nema 27hö og 137kg en var samt í sölu í fjögur ár eða svo og var líka selt sem Moto Guzzi 254.


Benelli hætti framleiðslu 1988. Þá tóku við tvær tilraunir til endurreisnar sem snerust aðallega um 900 Tornado og vespu framleiðlu undir forystu Andrea Merloni, en svo var það 1995 að stærsta mótorhjólaverksmiðja Kína "Qianjiang" kom inn í dæmið. Í sameiningu komu þeir m.a. TNT 1130 á markað og eru með talsverða pælingavinnu í gangi. Verksmiðjan í Pesaro gengur fínt og er nokkuð stór á hálf kínverska vespumarkaðnum auk þess að framleiða stell fyrir flesta evrópska hjólaframleiðendur og er alfarið í eigu Kínverja í dag. 

 


 


Takk kærlega fyrir flotta grein Steini.

 


19.01.2014 14:03

Benelli 250 part #1.

Hér að neðan er flott grein frá Steina Tótu, þeir sem hafa alvöru mótorhjóladellu ættu að njóta þess að fá þetta sögubrot á móðurmálinu.

Hér er partur # 1.


Benelli 250 Mótorinn.


 

 

 


  Her er úrdráttur úr sögu Benelli, einum af 10 stóru framleiðendum mótorhjóla í evrópu á síðustu öld.  Rangfærslur og haugalygi eru alfarið höfundar sökum leti í net-fletti.

Steini Tótu

 

 Sagan er nokkuð gömul, að verða 103 ára þegar þetta byrtist á mótorhjólasíðu Íslands. Það var 1911 sem Mama Benelli sat uppi með dauðann karl og sex peyja í Pesaro, Adriahafs megin á Ítalíu.

 Fer engum sögum af dauða karlsins, enda dóu menn þá sem nú, af því bara. Flestir sukkuðu sig í hel með mismunandi áherslum. Duttu í ána á eftir stóra silungnum, fyrir lestina eða bara fundust hjá hinni konunni, dópaðir í slef. Ekkert nýtt í því.

 Strákarnir voru: Guiseppe, Giovanni, Franscisco, Fhilippe, Domenico og Antonio yngstur, kallaður "Tonino".

  Benelli Nuttar segja að Teresa Benelli, hafi ekki verið " Gúdderuð" í familíunni vegna ættleysis og Papa hafi riðið niður fyrir sig. Þetta bull var sérstaklega vinsælt á þessum tíma og entist langt fram eftir öldinni, út í Eyjar m.a.s. Í uppeldi minnar kynslóðar.

Gamla hafði þó ekki riðið út til einskis því Signore Benelli var landeigandi og þess tíma "upper class" Dude með hlut af landi og höll familiunnar með tilheyrandi rekstri.

 Mama var borguð út og startaði vélaverkstæði í bænum fyrir aurinn, til að koma upp vinnu og innkomu fyrir sig og sína, auk þess að senda elstu  tvo peyjana í mekka nám til Sviss.

 Kerlingin sparkaði verkstæðinu áfram með strákana sveitta í viðgerðum og smíðum á reihjólum og farartækjum þess tíma og var nógu hagsýn til að framleiða varahluti " In house" í dót dagsins. Þegar eldri strákarnir komu heim úr námi var gamla komin með grunn fyrir framleiðslu. Þá voru sex verkamenn í vinnu auk fimm Benellia, Tonino var enn púki.

  Peyjanir, Jósep og Jóhann, vélaverkfræðingar þess tíma smíðuðu 75cc 2T mótor á verkstæðinu sem gekk OK. Fyrsta markaðssetningin var hins vegar djók. Klúður dauðans. Þeir settu mótorinn á bómu aftan við afturfelgu reiðhjóls og enginn veit enn hvað þeir voru að pæla. Menntaðir mennirnir!

 Fyrra stríðið brast á, þá varð nóg að gera og strákarnir notuðu fengna reynslu og stríðspeninga til að þróa mótorinn í 98cc og fyrsta eiginlega Benelli mótorhjólið fór á markað. Mótorinn í miðju hjóli og alles. Verksmiðjan komin á fætur.

 Uppúr 1920 er allt að gerast í fabrikkunni, og strákarnir líta í kringum sig eftir stærri markaði og sjá að fjórgengis er að jarða 2T í öllum keppnum og sölutölum evrópu, eins og gerðist hálfri öld seinna, alveg upp á nýtt, svo þeir smíða 175cc OHC mótor.


 

 

 Tonino Benelli, enn bara peyji, hjólaði 24/7 öll unglings árin og sást enginn hraðari í Pesaro eða á austur ströndinni ef út í það var farið og 98cc naddan sem hann keppti á var orðin fræg um alla Ítalíu.  Pressan skírði strákinn "Terrible Tonino"

 175 var sér race flokkur þá, gríðar fjölmennur og allir helstu framleiðendu

voru með topp menn og nöðrur í flokknum.



 

                                        Tonino og bræður með liðinu.

 

 Familían sendi peyjann á 175 græjunni í Ítölsku lands keppnina og endaði púkinn ferfaldur meistari: 1927-28-30 og 31 á nýjum DOCH mótor. 1932 krassaði Tonino illilega og keppti ekki meir. Benelli bræður misstu rece áhugann um tíma við þetta, en bransinn er nú einu sinni þannig að annað hvort ertu með eða ekki. Strákarnir sáu ( eins og framleiðendur í dag ) að kappakstur með árangri, var ódýrari auglýsing en nokkuð annað, ef þeir ætluðu að vera á heims markaði á annað borð.





 Skattar og gjöld stjórnvalda þess tíma drápu 175 og 250 varð næsta stopp almúga evrópu sem farartæki o.þ.a.l. Bitbein framleiðenda í söluhæsta flokki mótorhjóla.  Aðall hjá Benelli eftir að Tonino slasaðist var Dario Ambrosini, sem

gekk vel og vann fullt af keppnum á DOHC nöddunni í evrópu.

Tonino dó svo 1937 í slysi sem opinberlega er sagt vera "Silly road accident" Margar mismunandi sögur fara af því slysi en væri gaman væri ef einhver, einhverstaðar vissi meir en ég.

  Bræðurnir Benelli voru komnir með framleiðslugetu og vinsældir með flotta línu af hjólum sem þóttu bæði öflug og sportleg, með 500 manns í verksmiðjunni. Þeir voru til í að ráðast á heiminn og Tourist Trophy á Isle of Man var "The" Keppnin sem menn þurftu að vinna til að fá fría heims athygli. Ted Mellors, sem vann 350 TT og evrópu titilinn '38 á KTT Velocette var á Monza það ár og sá hann Benelli rúlla upp 250 flokknum og Francisci Bruni var með hærri meðalhraða en Ted sem vann 350!


 

   Benelli bræður vantaði mann sem kynni á Mön og Ted leist vel á græjuna, svo þetta hitti vel saman. Þeir sköffuðu hjólið og hann fengi feitann tékka ef hann kæmi 250 græjunni á pall!

 Þetta var 1939 og allt að verða klikkað í evrópu. Hitler fleygði peningum í allar áttir. DKW, NSU og Meybach höfðu peninga til að hanna alls konar dót með vatnskælingu, blowerum og settu alls konar heimsmet á þessum árum.


 Ted rataði brautina á Mön, og það dugði móti Moto Guzzi thumper og DKW two stroke með blásurum. 250 DOCH naddan, eftir 10 ára þróun var á enda. Sigur!

 Benelli varð International yfir nótt.

   Ted Mellors varð ekki gamall. Hann dó '46 úr púst gufum heima í skúr, í bílaviðgerðum, 39 ára.

 Strákarnir Benelli sáu að lengra yrði varla komist á eins sylinders normally aspirated mótor þar sem samkeppnin á þessum tíma var öll á græjum með allskonar aukabúnaði.

 Þeir höfðu um nokkurn tíma verið að dunda sér í myrkrakompum verksmiðjunnar við mótorsmíð og útkoman þetta sama sumar var DOHC 250 four, vatnskæling og blower! Bor og slag var "Under square" 42x45mm með 12.0:1 þjöppu og skilaði í fyrstu testum 52,5hö á 10.000rpm. Sem kom nöddunni í 235kmh.

 Stríðið kom og keppnishald fór til vítis eins og flest annað og nýja naddan keppti aldrei af alvöru í þessari útgáfu.

 Þegar sprengjum tók að rigna í Pesaro og helvíti flæddi suður eftir Ítalíu reyndu bræðurnir að bjarga verðmætum eftir bestu getu eins og margir framleiðendur  þess tíma sem áttu spennandi dót. Mótorinn góði var geymdur í þurrum brunni út í sveit og stellið í heystakk.

 Eftir stríð var verksmiðjan í rúst og mikið af vélbúnaði fannst síðar í þýskalandi og austurríki og voru Benelli bræður og synir þeirra lengi á fætur aftur.



 Blower fjarkinn fékk aldrei að njóta sín í keppni þar sem eftirstríðs reglur FIM miðuðust við bensínsull, skamtanir og sparnað.  Stríðið gerði miklu meira en  tefja þróun keppnistækja um nokkur ár. Það seinkaði og eyðilagði spennandi vélaþróun um áratugi!

 47-8 drógu menn svo fram gömlu thumperana með minni þjöppu en fyrr og fóru að keppa aftur.

  Race dúddi Benelli þessa tíma var ennþá Dario Ambrosini og var aftur kominn á Thumperinn frá því fyrir stríð. Þeir voru að kreista út úr þessu allt að 35hö.  Á 9000rpm. Það gekk fínt og 1950 vann hann 250 GP titilinn og Benelli titil framleiðenda. 1951 fór vel af stað með sigrum og héldu menn að annar titill kæmi í kjölfarið en örlögin gripu í taumana eins og oft áður hjá familíunni og dó Dario í æfingum fyrir GP á Albi brautinni í France.



15.01.2014 21:42

Triumph

Jæja, það kom að því að ég vaknaði. Hér að neðan er smá grein um flottan retro Trumpa frá brunakarlinum okkar. Steini Tótu er líka búinn að senda mér metnaðarfulla samantekt um 250 Benelli sem að mun birtast mjög fljótlega hér á síðunni.

Ekki Hondugrein !! Nei smá lesning um mjög skemmtilegt hjól Triumph Thruxton 2014.

 

Hverjum langar ekki til að líta út eins og t.d. Steve Mcqueen þ.e.a.s. akandi mótorhjóli ? Hugsanlega muna ekki allir eftir þessum ofurtöffara og hörku mótorhjólamanni, en það er svipað og segja að maður viti ekki hver Timerinn er (Snigill nr. 1). En Steve heitinn keppti  á og átti Triumph mótorhjól. En snúum okkur að Thruxton 2014 hjólinu sem er með flottari Café Racer hjólum heimsins þ.e. nýjum og þar sem nær allir á suðureyjunni sem og örfáir á norðureyjunni eru með dellu fyrir Café Racerum þá er rétt að byrja árið á grein um einn kaffi húsa rakka. Það hefur verið hresst uppá nýja Thruxtonin á nokkurn máta en grunnurinn er í raun sá sami þ.e.a.s. sami motor 865cc loft og olíukældur tveggja strokka mótor. Hann heldur þessu flotta "retro" útliti. En hljóðkútum hefur verið breytt í svona "peashooter" og þeir "lúkka" miklu betur en þeir gömlu og hljóma líka betur. Það er komin svona smá vindhlíf fyrir ofan framljósið, sætiskúpa þannig að hjólið lítur út einsmanns (var hægt að kaupa áður sem aukahlut), ný málning, chrome hlíf yfir keðju og kæliraufar á strokkhúsi hafa verið slípaðar (er svartur) þannig að það gefur svona betra "lúkk", lagnir að olíukæli eru svartar. Ekki miklar breytingar en eru til mikils batnaðar.


Thruxtoninn er í raun sama hjólið og Bonneville og Scrambler hjólin aðeins útliti er breytt, þ.e.a.s. stýri, fjöðrun, o.s.frv. Nýja stýrið, ja nokkuð nýlegt, á Thruxton er ofan á "jókinu" (triple clamps) svo þægilegra er að hjóla allavega fyrir eldri borgara. Áseta er góð og alls ekki of þvinguð jafnvel fyrir menn í stærðarflokki, já eins og Tr.Honda og Si-Súkka. (skrifað bæði fyrir Sokka og Gaflara). Hjólið "trakkar" virkilega vel og taka má vel á því í beygjum. En gleymið ekki að hjólið vigtar um 500 pund og hestöflin eru aðeins 68, svo þetta verður aldrei nein GXSR1000 súkka, en það eru ekki allir á leiðinni á ¼ míluna, hjólið er með virkilega gott tog og skilar öllu því sem af því er ætlast og sölutölur gegnum árin segja sitt. Þetta er svona öruggt og þægilegt hjól segja blaðamenn, það mun aldrei stríða þér. Toppur hestafla kemur inn við 7400 snúninga en útsláttur er við 8500 snúninga. Tog er 51 ft/lbs við 5800 snúninga. Togið er það gott að miklar gírskiptingar eru ekki nauðsynlegar. Halli á framgaffli er um 27 gráður og lengd milli hjóla um 58.6 tommur. Eins og áður sagt ef þú að leita af ofursporthjóli þá er betra að skoða eitthvað annað, en á móti kemur að allflestir geta verið í botni í gegnum margar beygjur, nema kannski þær þrengstu, hjólið fyrirgefur jafnvel nýliðum, ef hressilega er tekið á því. Einn prufuökumaður sagðist hafa lent með framdekkið á sæmilegum stein í aflíðandi beygju, en hjólið hélt sínu sinni stefnu án vandkvæða, ökumaður sagðist ekki hafa fundist eins og hjólið væri að taka aðra stefnu en ætlað var nei hélt bara áfram. Þannig að hjólið gefur manni þá tilfinningu að maður sé bara nokkuð öruggur við flestar aðstæður.


Hjólið kemur með Metzeler Lasertec hjólbörðum og þau eru talin endast vel og henta hjólinu virkilega vel, virka líka vel í bleytu.  Eins og áður sagt áseta er góð og stýri liggur vel fyrir ökumanni og er alls ekki þreytandi að aka eins langt og bensíntankur gefur manni. En samt er áseta svona smá "race" og reynir dulítið á úlnliði til lengdar og þá sérstaklega ef mikið er ekið í borgum og bæjum, þannig að það tekur aðeins á að vera "cool" innanbæjar, en hvað gera men ekki fyrir rétt "lúkk". En hjólið er bara flott með þessari smá vindhlíf og racing röndinni á tank, sem og eins manns sætið. Eins og undanfarin ár er beina innspýtingin falin svona með því að láta þetta líta út eins og blöndungar (sumir sakna þessa og vilja jafnvel fá að dæla inná eins og á gömlu Amal). Frambremsa er góð, þó diskur sé bara einn og er hann 320mm, bremsudæla er fjögurra stimpla frá Nissin. Hjólið fær góða dóma hjá þeim mótorhjólablaðamönnum sem hafa prufað þetta hjól sem og fyrri árgerðir, eins og áður þá vita það að sjálfsögðu allir alvöru mótorhjólmenn að BRESKT ER BEST !!! Sjá nánar allar meðfylgjandi tækniupplýsingar.

Keihin made in _ _ _ _ _ .

 

Óli bruni

 stolið og stílfært af netinu.

 

SPECIFICATIONS - 2014 Triumph Thruxton
Engine and Transmission

Type.Air-cooled, DOHC, parallel-twin, 360-degree firing interval
Capacity.865cc
Bore/Stroke.90 x 68mm
Fuel System.Multipoint sequential electronic fuel injection with SAI
Exhaust.Stainless steel headers, twin chromed upswept mufflers
Final Drive.X ring chain
Clutch.Wet, multi-plate
Gearbox.5-speed
Oil Capacity.4.5 liters (1.2 US gals)
Chassis, Running Gear and Displays
Frame.Tubular steel cradle
Swingarm.Twin-sided, tubular steel
Wheels
Front.36-spoke 18 x 2.5in, aluminum rim
Rear.40-spoke 17 x 3.5in, aluminum rim
Tires
Front.100/90×18 Metzeler Lasertec
Rear.130/80×18 Metzeler Lasertec
Suspension
Front.KYB 41mm forks with adjustable preload, 120mm travel
Rear.KYB chromed spring twin shocks with adjustable preload, 106mm rear wheel travel
Brakes
Front.Single 320mm floating disc, Nissin 4-piston floating caliper
Rear.Single 255mm disc, Nissin 4-piston floating caliper
Instrument Display/Functions.Analog speedometer and tachometer with odometer and trip information
Dimensions and Capacities
Length.2150mm (84.6in)
Width (handlebars).830mm (32.7in)
Height without mirrors.1095mm (43.1in)
Seat Height.820mm (32.3in)
Wheelbase.1490mm (58.6in)
Rake/Trail.27º/97mm
Fuel Tank Capacity / Efficiency.16 liters (4.2 US gals)
Wet Weight (ready to ride).230 kg (506 lbs)
Performance (measured at crankshaft to 95/1/EC)
Maximum Power.69PS / 68 hp / 51 kW @ 7400rpm
Maximum Torque.69Nm / 51 ft.lbs @ 5800rpm
Estimated Fuel Efficiency.43 mpg City / 57 mpg Highway


12.01.2014 11:34

Síðasta Bretahælið á Reykjavíkursvæðinu.


Fór í smá bílskúra ráp og fann þá eitt síðasta athvarf breskra hjóla á höfuðborgarsvæðinu. En Óli bruni leynir nokkrum gömlum bretum í skúrnum hjá sér.



Til að fá að sjá inn urðum við að flagga þessum fána frá gamla heimsveldinu.



Þarna inni eru margir glæsigripir sem Óli á þar á meðal þessi Triton sem er blanda úr Triumph og Norton. Glæsilegt hjól hjá kallinum.



Og þessi líka flotti Norton þarna á bekknum.



Vélarrúmmið í Nortoninum.



Þarna er líka 1974 módelið af 900 Kawasaki. Eitthvað man ég eftir svona litasamsettningu.Þarna er kvikindið með Óla og DR Súkku.



Hér eru Sigurjón og DR Bjössi að virða gripinn fyrir sér.



Og hér eru kapparnir.

08.01.2014 10:47

Kíkt í nýjan skúr hjá Darra,

 
 Formaður okkar Drullusokka  hann Darri var að versla sér nýjan skúr við Strandveginn og er svona að koma sér fyrir á nýja staðnum. Þetta er glæsileg aðstaða sem kallinn hefur í nýju húsi þar sem áður stóð austurslippurinn.








Hér eru nöðrurnar festar upp á vegg til að fá aukið pláss á gólfinu.





Gamli Wængurinn hún Valdís er nýjasta viðbótin í safnið.




Svo gamall er gripurinn að hann er búin neyðarstartsveif eins og Austin 8 sem var þarna líka á árum áður.



Svo er það stóra brettamálið en gamla brettið hvarf og annað komið í staðinn og engin veit neitt. En Boggi kúlusmiður er sterklega grunaður um verknaðinn, en maðurinn er vist saklaus uns sekt er sönnuð.

04.01.2014 21:45

Enn er það María litla.


Set hér inn nokkrar af Maríu sem ég tók i dag, hægt en örugglega er hún að skríða saman blessunin.



Nú fer að styttast í gangsettningu aðeins eftir að vinna í kúplingu tórum og rafkerfi þá ætti að vera hægt að sparka henni í gang.





Hér lúra stóru systur hennar og fylgjast með fegrunaraðgerðini á Maríu litlu.




Honda og aftur Honda út í eitt í Nöðrukoti þessa dagana.
  • 1
Flettingar í dag: 180
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 557
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 1227430
Samtals gestir: 78204
Tölur uppfærðar: 12.9.2024 02:15:29