M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

Færslur: 2014 Mars

30.03.2014 12:21

Gauji Engilberts.






Hér eru tvær myndir af Guðjóni Engilbertssyni teknar um daginn en Gauji hefur verið manna duglegastur að flytja inn 750 Hondur frá henni Ameríku. Hér situr hann á Honduni sinni sem hann á í dag en þetta er fjórða 750 hjólið sem hann hefur flutt inn og að auki kom hann henni Maríu litlu til hans Jenna en þar tókust á ástir strax við fyrstu kynni.

28.03.2014 18:57

CBX innnnnn.




Hér er Addi Steini á CBX hjólinu sínu en kallin hefur verið duglegur að hjóla undanfarið það er þegar færi gefst.

25.03.2014 19:06

Kawasaki sæti.


Þetta er alvöru sæti, ekki þetta harða orginal drasl,,,
ætli það sé hægt að fá svona á ZX10R ?

25.03.2014 19:03

Ótitlað


Þessi er alveg með´idda

22.03.2014 20:19

Brettaránið upplýst.


Okkur voru að berast ný gögn varðandi brettahvarfið ógurlega. Athugull lesandi síðunar sá mótorhjól sem var eitthvað skrítið að framan og datt í hug að þarna væri komið fram brettið horfna en brettisins hefur verið saknað undanfarna 2 mánuði.



Það leikur sterkur grunur á að þarna sé brettið komið í leitirnar. En hvaða vitleysingur setur afturbretti af Gold Wing 1000 árg 1977 sem Frambretti á Intruder 1400cc ég spyr ?



Ekki fer þetta trúdernum vel en jú það gerir sitt gagn því verður ekki neitað.



Til að loka málinu þá verðum við bara að finna út hver eigandinn af þessu hjóli er. Heimildarmaður fréttarinar vildi ekki leifa okkur að mynda sig og vildi koma fram þar sem hann væri óþekkjalegur sama hvað vælt var í honum þá sagði hann bara Neiiii engar myndir takk. Samt náðum við einni  þegar hann hvarf á braut.

Sökum fjölda áskorana var myndin með þessu mjög svo ófagra afturhluta fjarlægt af síðuni og kemur ekki aftur enda mikil sjónmengun, svo slæmt var þetta fyrir augun að sumir vildu jafna þessu við Tjernóbil mengunina.

19.03.2014 21:57

Yamaha R1 2014

Er ekki kominn tími á einn yamma-bruna pistil ?



Yamaha YZF-R1 árgerð 2014, súperbæk fyrir þá sem þora !!

 

Yamaha R1 hjólið er búið að vera á markaðnum nokkuð lengi, en það var kynnt til sögunar árið 1998 og þá talið með betri súperbækum heimsins, þó svona smá fæðingargallar hefðu komið fram í fyrstu framleiðslunni þ.e.a.s. smá vesen með kúplingu. Ekki er mikil breyting frá 2012 hjólinu og þó það séu alltaf gerðar breytingar til batnaðar og nefna má tölvustýrt átaks- kerfi, þ.e.a.s stýring á átaki mótors í afturdekk en þessi búnaður er nú orðin mjög algengur í alvöru súperbækum.

 

Útliti hefur einnig verið breytt, þá framenda á "feringu" og efri hluta "yokes", hljóðkút einnig breytt í útliti allavega, lengri afturfjöðrun sem og mýkri, á standpedulum er betra gúmmí. Blaðamenn segja að þrátt fyrir þessar breytingar eigið hjólið aðeins í land að ná hjólum eins og t.d. Kawasaki ZX-10R og Aprilla RSV4, þ.e.a.s. á braut, en Yamminn er sagður miklu betra hjól til daglegrar notkunar fyrir hinn venjulega hjólamann. Hjólið er með fjögurra strokka vatnskældum línumótor, námkvæmlega 998cc, tveimur yfirliggjandi knastásum, 16 ventla og inntaksventlar eru úr Titanium, með beina innspýtingu YCC-T og YCC-I, þjappa er 12.7:1. Gírkassi er sex gíra og kúpling með "slipper clutch" þ.e.a.s. hægt að skipta niður úr efsta gír í fyrsta án þess að læsa afturdekki.

 

Eins og flest súperbæk í þessum flokk þá hefur þróun hjólsins komið mikið frá Moto GP kappakstrinum t.d. áðurnefndi sjö þrepa tölvustýrði átaksbúnaðurinn (traction control). Þetta hjálpar öllum hvort sem um er að ræða keppnisökumann eða hinn venjulega hjólamann að nota afl hjólsins sem best við nær allar aðstæður. Þetta t.d. hjálpar við að minnka dekkjaslit,  þar sem menn eru ekki í stöðugu spóli útúr beygjum t.d. Inngjöf er einnig tölvustýrð og allt vinnur þetta saman til að gera R1 hjólið að skemmtilegu ökutæki. Grind hjólsins er úr áli og hönnuð með stífleika í huga, fjöðrun að framan er YHSJ sem kemur í raun beint frá MotoGP hjólunum, þannig að vinstri dempari sér um "compression" fjöðrunina, en sá hægri sér um "rebound" hlutann (læt aðra um að íslenska þessi orð svo vel fari). Afturfjöðrun er stillanleg eins og framfjöðrun og er talin mjög góð. Hjólið "höndlar" mjög vel og er mjög meðfærilegt jafnvel í höndum leikmannsins, áseta er góð og miðað við sporthjól þá fer það vel með ökumann.

 

 

 

 

 

 

Hljóð mótors er dulítið öðruvísi, þ.e.a.s. hljóð frá pústkerfi, meira svona "röff" heldur en í öðrum súperbækum í þessum stærðarflokk. Þetta er að hluta því að kenna að sveifarás og þar með kveikjutími á hvern strokk er öðruvísi en á öðrum fjögurra strokka hjólum, því hefðbundið er að tveir ytri fari upp og niður saman og tveir innri fara upp og niður saman, en á R1 græjunni er þetta í þessari gráðuröð ef segja má svo: 270*-180*-90*-180*, sagt er að þetta auki tog verulega og minnki titring, sem og betra afl við snögga inngjöf. Ekki má gleyma að nýtt litaval er í boði fyrir árið 2013. Hjólið fær allstaðar góða dóma og saga R1 hjólsins heldur áfram og sumir blaðamenn segja frá brautinni á götuna þá er R1inn sannanlega nr. 1. Hægt er að lesa miklu meira um tæknilegar útfærslur á netinu, hvað hjólið er lengi í 100km, hvað það fer ¼ míluna á o.s.frv. En flott hjól að sjá og lesa um.

Stolið og stílfært af netinu:

Óli bruni.


Þetta er tuddatæki og fín samantekt hjá brunakarlinum.


19.03.2014 21:44

Úr því að brettið er horfið þá......


Vefnum var að berast þessi mynd. Afturbrettishvarf á Oldwing er víst ekki eingöngu séríslenkst fyrirbæri, en úti í Ameríku hafa menn oftar en ekki farið útí cafe racer lúkk eftir að brettin hafa horfið.......

19.03.2014 19:56

Stóra brettamálið framhald.


Stóra brettamálið

Okkur voru að berast ný gögn frá Googúl jörð þar náðu þeir að þefa upp brettið sem hvarf fyrir 2 mánuðum siðan og ekkert hafði spurst til að neinu viti fyr en nú. Það leikur grunur að áhveðin kúlusmiður eigi þarna heima en þó ekki víst þar leitum við til ykkar með aðstoð svo upplýsa megi þetta dularfulla hvarf en þessar myndir voru sendar okkur í gegnum gerfihnött eftir að þeir hjá gúggúl þefuðu upp verksmiðjunúmerið sem stimplað er í brettið. En skoðum hvað kom út úr þessu hjá þeim.





Kannast nokkur við umhverfið ?



Getur það verið að brettið sé notað til hagræðingar fyrir póstinn sem þarf að koma bréfum til skila inn um lúguna á myndini ?



Hér er nafnið á götuni sem gúgglararnir fundu út.



Og húsnúmerið, kannast einhver við það ? Þetta er allt hið dularfyllsta mál og vonandi að þetta leisist áður en interpól kemst í málið.

17.03.2014 10:34

Leiðindarmál

Eins og eflaust allir vita þá hefur staðið yfir rannsóknarvinna á þjófnaði sem átti sér stað í Bragganum seint á síðasta ári. Þá átti sér stað brettisstuldur eða brettishvarf af gömlum old wing með kickstart sveif. Nokkrir hafa verið grunaðir, þar á meðal Borgþór Yngvason, en hann hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu í málinu. Hann fékk aðgang að myndasafni ríkislögreglustjóra í rannsóknarskyni en engar upplýsingar með myndunum. En hann sendi vefnum þessar myndir hér að neðan af ljótu bretti sem gæti hugsanlega verið sama bretti og málið snýst um.




Ef einhver kannast við bílinn, umhverfið og/eða brettið, vinsamlegast hafið samband við Kúlusmiðinn.

14.03.2014 20:35

Smá frá safni Sammy Miller.




Hér eru frá vinstri Hjörtur, Óli, Sigurjón og Sammy frægur mótorhjóladúd sem á heilu veggina af verðlaunagripum.



Þarna fékk maður mynd af sér með kappanum.



Og Óli að tala við konuna sína.



Það eru margar flottar græjur á safninu hjá gamla en þarna eru yfir 400 hjól og aðeins 7 þeirra ógangfær. Flottu mótor í þessari græju frá 1912.


 
Gamall Indían frá 1916.



Ariel fjögura cylindra 1000cc eins og Bigga hjól bara með fjórum púströrum.



Gamall Flatheddari af Norton stríðsára græju.



Brough Superior rándýr græja og altaf talað um þessi hjól sem Rolls Royce mótorhjólana.



Flottur framgaffall þarna Bretinn prufaði margt í den.



Vinsent Black Shadow árg 1946. 1000 cc græja sem komst í 200 km hraða gott það árið 1946 meðan Morris og Austin komust aðeins í 60 km hraða.





09.03.2014 22:46

Aðeins meira af 2014 Blade-inu



 

2014 Honda CBR1000RR SP -  Smá lesning um alvöru Hondu og prufuökumaður er sjálfur Miguel Duhamel.

Sagt er að Duhamel sé maður sem sjaldan er orðvant og eigi til að skreyta sögur og kannski skiljanlegt því hann er fransk/kanadískur að uppruna, svona okkar á milli þá er sagt að Duhamel eigi náfrænda á Íslandi og sá er stundum kenndur við vissa matartegund sem er vinsæl t.d. í morgunmat. En snúum okkur aftur að okkar manni þ.e. Duhamel, en hann  hætti að keppa fyrir ca. sex árum og mikil eftirsjá í honum og þó aðallega sögum hans og skemmti- legri framkomu. Duhamel var og er elskaður af blaðamönnum. Duhamel hefur unnið örfáar !! mótorhjólakeppnir!!, ja t.d. 86 AMA í öllum flokkum, komist á pall fimm sinnum í Daytona 200 og hluti af þeim keppnum var hann svo illa meiddur eftir byltur að hann þurfti aðstoð við að setjast á keppnishjólið= Nagli.

Töffarinn sjálfur---Duhamel.

 

Því ákvað Honda að fá Duhamel til að prufa nýja CBR1000SP 2014 hjólið, því þarna var allt til staðar, ekki bara málglaður sögumaður, heldur líka hörku hjólari. Því var hann boðaður á Buttonwillow brautina í Californiu USA og nú átti að taka allt útúr þessu nýja súperbæki. Þrátt fyrir að Duhamel hafi kept á Suzuki, Kawasaki, Yamaha og jafnvel Harley þá hefur hann alltaf verið talinn Hondumaður, áður en lengra er haldið þá bið ég að afsaka allar þessar Hondugreinar en þetta er bara svona HONDA er best spyrjið bara Tryggva, já og Sæþór. En Duhamel vann fullt af keppnum á t.d. VFR750R, RC30, RC51 og CBR1000RR Hondum.

 

En hvað er þessi nýja SP græja, jú þetta er ekkert í liking við t.d. RC30 eða RC45 keppnis-hjólin. En samt þetta er hjól með topp Öhlins fjöðrun, Brembo bremsum ofl. góðgæti. Hjólið verður notað í superbæke keppnum. En SP hjólið er þó nokkrum skrefum framar í flestu heldur en standard 1000RR hjólið. En Duhamel tók nokkra hringi á báðum hjólunum til að byrja með og eftir að hafa prufað báðar græjurnar var hann spurður um hvort það væri mikill munur ? Það er nokkuð mikill munur á þessum hjólum og þá aðallega í gegnum beygjur, standard hjólið er gott en það á ekki mikinn "séns" í SP hjólið og þá sérstaklega þegar hraðinn er orðin mikill, SP græjan "höndlar" bara miklu betur, fjaðrar betur, betri bremsur og maður þarf miklu minna að hafa fyrir hlutunum þegar vel er tekið á því. En Duhamel er sérfræðingur að setja hjól upp fyrir hverja braut, já sagður í raun galdramaður í því.

 

 

En af hverju svona mikill munur, hjólin eru eins í raun, sama lengd, þyngd o.s.frv. Jú auðvitað fjöðrunin Öhlins TTX að aftan og 43mm NIX30 demparar  að framan svo Brembo bremsur. SP hjólið fer í gegnum beygjur eins og það sé á teinum eða eins og einbeitt kona að versla á útsölu og gleymum því ekki að standard hjólið fær allsstaðar góða dóma og þá líka í samanburði við önnur "súperbæke". Eins og áður sagt þá er SP hjólið með Brembo monoblock bremsur and diskar eru eins og á standard hjólinu og þegar góðir hlutir eru settir aukalega í hjól þá verður útkoman yfirleitt góð. Mótor hefur verið "uppfærður" á báðum CBR1000RR hjólunum þ.e.a.s. heddið þar sem bæði inntak og útblástur hefur verið uppfærður sem og ventlasæti. Að auki er SP mótorinn "blueprintaður"=ballenseraður sérstaklega, handvaldir stimplar og stimpilstangir. Þó SP hjólið sé ekki með eitthvað tölvudót til að stilla átak í afturhjól, þá er grip mjög gott og tekur vel á móti inngjöf útúr beygjum. Nýja SP hjólið er bara allt miklu svona "faglegra" sagði Duhamel og fínlegra ef hægt er að segja svo. SP hjólið er gefið upp 152.2.hestar og togið er 78.4 á móti 147.2 hestar og togið 75.8 í afturhjól á standard græjunni. Jú standard hjólið vill prjóna meira=smá Tryggvi í því.

 

Mælingar sýndu að Duhamel náði að fara hringinn á Buttonwillows á svipuðum hraða á báðum hjólum, en þá bara örfáa hringi í einu á standard græjunni því átökin voru svo miklu meiri að úthaldið þraut. Skiptir þetta máli fyrir okkur þessa venjulegu veraldlegu hjólmenn og konur ?? Svari hver fyrir sig og eflaust mun pyngjan spila þar inní. En hvað segir sjálfur Duhamel: Það er ekki bara SP merkið og öðruvísi málning það er bara hellings munur á þessum hjólum og stærra bros má kosta sitt !! Það munar reyndar aðeins $ 2700 á hjólunum og hvað er það fyrir SP græjuna, nær ekkert (ja smá tollar og gjöld að auki) því á SP verður þú alltaf á Spes græju og þrátt fyrir hærra verð SP hjólsins þá er verðið mjög samkeppnisfært við önnur súperbæke. Annað tæknilegt fylgir með eftir þörfum en lesa má betur um þetta allt á netinu.


Þess má geta að Bernhard bræður pöntuðu eina svona græju hingað til lands sem og eina af CB1100 special edition hjólinu. Það verður gaman að sjá þessar græjur........

Stolið og stílfært af netinu:

 Óli bruni.

 

 


07.03.2014 20:57

Fjögura cylindra Matchless frá 1931.


Hver segir að Bretinn hafi ekki verið fremstur í framleiðslu mótorhjóla fyrir seinni heimstyrjöldina. En hér að neðan er smá umfjöllun um Matchless Silver Hawk árg 1931, 4 cylindra græju en hjólið var einig búið yfirliggjandi knastás og hafði 600 cc mótor,



Knastásinn var drifinn með skafti frá sveifarás upp í heddið sem þarna var eiginlega langt á undan sinni samtíð eða svona ca 40 árum eða svo.



Þarna má vel sjá drifið upp fyrir kambásinn.







Mikið rosalega var nú gaman að sjá svona flotta græju enda hef ég verið mikill Matchless maður síðasliðin 35 ár en þá eignaðst ég Massan minn sem ég á enn í fínu standi þótt hann sé nú bara 1 cylindra.



Látum eina mynd fljóta hér með af cylindernum í Matchless Silver Hawk.

05.03.2014 19:21

BSA Sloper árg 1928.


Úti í Englandi í byrjun febrúar endurnýjaði ég kynnin við 500 cc BSA Sloper af árg 1928 en svoleiðis mótorhjól átti pabbi minn og áður afi gamli og fékk ég oft að sitja á hjá pabba og man það vel svo gaman var að sjá nákvæmlega eins hjól hálfri öld síðar.



Hér situr pabbi á BSA Slopernum inni í Herjólfsdal árið mun vera 1944.



Og hér er BSA hjólið á safni Sammy Miller.



Þetta hjól var með gírskiptinguna á bensíntankanum og tvö útblástursgöt þótt 1 cylindra væri.



Og orginal með Fish tail hljóðkútum.



Mikið væri maður nú til í að eignast eitt svona hjól svona til að pússa.



Ég fékk góðfúslega leyfi til að setjast aðeins á gömlu Bísuna.



Eigum við ekki bara að segja BSA sama sem Betra Seint en Aldrei.


03.03.2014 00:33

Alvöru Goldfinger


Eigandinn af þessum stóra DAX er maður sem þorir. Búið að taka búðinginn og hressa hann við, þ.e.a.s. láta hann líta út eins og mótorhjól, ekki hálfgerðann hjólastól fyrir eldri borgara......hehehe


Flettingar í dag: 41
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 1558
Gestir í gær: 98
Samtals flettingar: 1395910
Samtals gestir: 85519
Tölur uppfærðar: 12.11.2024 00:33:16