Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]
10.06.2012 22:00
Binni Ben Erzberg-fari.
Hér eru Binni og Hermann að sýna hið klassíska kúkaprjón
Binni Ben lét heldur betur drauminn rætast. Hann skráði sig í vetur í enduro keppni í Austurríki nánar tiltekið Erzberg-rodeo ,þessi keppni er talin erfiðasta enduro keppni heims og ef keppanda listinn er skoðaður sjást þó nokkur heimsþekkt nöfn s.s David Knight, Dougi Lampkin, Graham Jarvis, Xavi Galindo, Paul Bolton og Binni Ben.Á svæðinu eru svo á milli 45-50.000 manns.
Keppnin er í fjóra daga og kláraðist í dag.
Binni sendi hjólið sitt sem er af gerðinni GasGas 300 (og hefur hlotið nafnið Hermann) út með Eimskip og flaug sjálfur ásamt Jóni Högna liðsstjóra og viðgerðarmanni til Þýskalands þar sem tekinn var sendibíll á leigu, hjólið pikkað upp og brunað til Austurríkis þar sem keppnin hófst á fimmtudaginn með brekkuklifri, þrjár illfærar brekkur voru þrautir dagsins þar sem Vestannaeyjingurinn þaut upp þær allar og endaði nr ca. 250 af 500 keppendum. Á föstu-og laugardaginn fóru fram tímatökur þar sem 1500 manns keppast um að ná sem bestum tímum því að aðeins 500 manns komast svo í lokakeppnina á sunnudeginum, keyrður var þá 13 km kafli og þar náði Binni markmiði sínu þ.e.a.s. að komast í lokakeppnina, hann var nr. 499 af 1500 en eins og áður sagði þá komust fyrstu 500 í lokakeppnina sem haldin var í dag.
Hermann klár í ferðalagið (mynd tekin af http://erzberg.blogspot.com/2012_05_01_archive.html)
Sú keppni er keyrð í 4 klst. og reyna menn að komast á leiðarenda á þeim tíma sem er alls ekki sjálfsagður hlutur, þess má geta að aðeins 9 manns kláruðu brautina í fyrra. Keppnin var reyndar flautuð af þegar að um 25 mín. voru eftir af henni í dag vegna veðurskilrða.En Binni kláraði í 371. sæti sem verður bara að teljast frábær árangur. Þetta gekk nú ekki alveg áfallalaust fyrir sig þar sem hjólinu var stolið á föstudagskvöldinu, en eftir dágóða leit með hjálp öryggisvarða og lögreglu fannst Hermann greyjið nánast óskemmdur og þjófurinn handtekinn. En Binni náði ekki nema 4.tíma svefni þá nóttina.
Við Drullusokkar óskum Binna til hamingju með drulluflottan árangur í drullumallarakeppninni.
Hér er svo samantektarvideo frá keppninni í fyrra.
Skrifað af Sæþór
10.06.2012 21:28
Upp í Grímsnesi um daginn.
Hér eru tvær myndir teknar upp í Hraunborgum í síðustu viku þarna er félagi Símon Þór Wagfjörð # 34 í heimsókn á Triumph Rocket hjóli sínu en það komu fleiri sem ég kem með seinna.
Hann er góður Rocketinn enda 2300 cc mótor um borð.
Skrifað af Tryggvi
09.06.2012 11:06
Nýja og gamla lúkkið á Gold Wingnum
Hér eru bæði settin á gamla það er nú mun líflegra yfir honum með bláa litinn en kíkjum aðeins á þetta.
Hér í gamla svarta lúkkinu.
Og svo hér í nýja litnum, þetta er flott unnið hjá Sæþóri í Bragganum enda er hann löngu orðin profesional málari.
Sennilega er ekkert mótorhjól á landinu sem gegur undir fleirri nöfnum en þetta. Tökum smá dæmi með það. Fyrir norðan er það Svampurinn, hér í eyjum er það stóri Daxinn. Sumir segja Óld Winginn, og svo kórónar bókabúðin það því hún kallar það alltaf Góldfingerinn. En hvað um það þá er gamli flottur og frábær ferðafélagi.
Skrifað af Tryggvi
09.06.2012 00:28
Siggi Kollþrykktur á Eyrarbakka
Hér er Sigurður Kristinnsson (Kidda í bílabragganum) betur þekktur sem Kollþrykktur við 750 Katana Súkku sem hann er að sprauta upp ásamt uppgerslu. Siggi er flottur fír og stutt í sprellið hjá honum og fer hann geyst hvar sem hann er á ferðini.
Viljiði sjá bringuhárin líka strákar ?
Það er stutt í púkann í honum Þrykkt.
08.06.2012 09:07
Sum hjól eru óheppin með eiganda.
Árið 1982 voru flutt inn til landsins tvö Suzuki Katana 1100 hjól sem bæði áttu sögu hér í Eyjum. Adólf Adólfsson (Dolla Pípara) átti eitt og Gummi Rikka í Ási átti eitt um tíma. Þessar Súkkur voru tímamótahjól hvað útlit varðaði og sitt síndst hverjum um útlitið á þeim, en þetta voru samt ein alöflugustu hjól landsins á sínum tíma.
Ég rakst á annað af þessum 1100 Katana hjólum niður á Eyrabakka um daginn og segja myndirnar allt sem segja þarf.
Hér eru tvær myndir af Suzuki Katana 1100 árg 1982 eða eins og hjólin litu út í upphafi.
Hér standa Gunni og Kollþrykktur við Katana Súkkuna sem sanarlega má muna fífil sinn fegri
Já veðurbarin er hún blesunnin.
Það má koma fram hér að hin Katana Súkkan er í fínu standi boruð út í tólfhundruð og eitthvað og lítur bara þokkalega út.
07.06.2012 11:18
Hjólaferð á Snæfellsnes
Búið er að bóka hús á Grundafirði sem við verðum með til umráða. Það geta allt að 20 manns gist þar og verðið fer eftir fjölda, en verður frá ca.3000 kr.ef 20 mæta, en hækkar eitthvað ef færri mæta. Ef menn vilja sængurver þá bætist 700 kall við.
Gott væri að þeir sem hafa hugsað sér að koma með láti vita hér á síðunni.
Skrifað af HH
06.06.2012 19:22
Frá hittingnum eftir útförina hans Hauks.
Hér er Óli Bruni á glæsilegu Kawasaki z1 900 af árg 1974.
Torfi Hjálmars á Triumph Trident 75 árg 1975.
Þröstur Víðisson fyrrum leiðtogi Gamlingja á BMW hjóli sínu.
Hér eru feðgarnir Hjörtur og Haukur.
Hér er Sigga mótorcycle mama.
Kristján stórgaflari mætti að sjálfsögðu og malaði vel (Hondan hans)
380 Súkkan hans Smára er flott græja og vel uppgerð,í bakgruninn sést CB 250 Hondan hans.
Og DR Bjössi á 550 Súkkuni en hún er líka flott Bjössi minn.
Og núverandi leiðtogi Gamlingja að girða sig í blíðuni sem einkendi þennan dag.
06.06.2012 18:34
Ný-sokkar
Hér eru nýsokkarnir Sæþór á Yamaha R6 og Ingvar á Suzuki GSX-R 600
Sæþór hefur sótt um númerið #9, en Ingvar er enn að reyna að finna sér númer sem hentar honum fullkomlega.
Skrifað af Sæþór
05.06.2012 19:05
Nokkrar myndir frá síðastliðnum föstudegi.
Kem með meira af þessu seinna en þetta er bras að koma inn myndum þar sem sokkur # 1 er í Grímsnesi
Skrifað af Tryggvi
04.06.2012 12:56
Ferðir í sumar
Búið er að ákveða tvær ferðir í sumar. Fyrri ferðin er áætluð á Snæfellsnes laugardaginn 23 júní. Farið verður úr bænum um hádegi og gist á Grundarfirði laugardagsnóttina.
Seinni ferðin er á hjóladaga á Akureyri dagana 19-22 júlí. Fyrirkomulag hennar verður ákveðið betur seinna.
Seinni ferðin er á hjóladaga á Akureyri dagana 19-22 júlí. Fyrirkomulag hennar verður ákveðið betur seinna.
Skrifað af HH
04.06.2012 12:10
Á Stokkseyri nú áðan.
Kíkti við á Stokkseyri nú í hádeginu á frænda eða bara onkel. kallinn er bara þrælseigur enn þótt kominn sé á sextugsaldurinn eins og reyndar ég líka. Gunnar er enn graður á gjöfinni eins og hann á reyndar kyn til hér eru svo nokkrar myndir af kappanum.
Já honum bregst ekki bogalystin honum Gunnari en hann er búinn að eiga Honda CBX lengst allra á Islandi en árin á CBX eru orðin 31 en árið 1981 varð Gunnar einn þryggja CBX eigenda á Islandi.
Skrifað af Tryggvi
03.06.2012 10:05
Meira af gullmolum úr Eyjum
Já góður er hann 900 Kawinn hans Darra sem hér er með 750 Honduni bláu sem er þarna að vísu í gula sparidressinu sínu.
Nú styttist í að þetta hjól verði 40 ára gamalt en það er af árgerð 1973 ára og er bara betri áferð á því nú heldur en fyrir 39 árum síðan.
Skrifað af Tryggvi
01.06.2012 08:30
Minning.
Kæri vinur,
Manstu þegar við komum heim til okkar varla eldri en fjögurra eða fimm ára gamlir hundblautir eftir að hafa verið að leika okkur í fjörunni við Skúlagötuna eins og hún var þá báðir búnir að týna nýju gúmmískónum okkar eftir að hafa sjósett þá, ekki voru foreldrar okkar par ánægðir með þetta. Haukur það var nú ekki leiðinlegt að leika sér á Hverfisgötunni þar sem þú bjóst en ég á Laugaveginum. Gamlir kunningjarnir koma upp í hugann t.d., Einar Axel, Enni Gúst, Kidda, Binni og Sæbbi ofl. Við að fara í bíó, þú áttir alltaf flottustu hasarblöðin sem skipst var á við Austurbæjarbíó. Að skoða "kataloga" frá frænku þinni í USA og láta okkur dreyma. Mér leiddist þegar þú hélst í sveitina á hverju sumri að Smyrlabjörgum í Suðursveit en gat ekki beðið að þú kæmir til baka að segja mér hvað hafði gerst hjá þér yfir sumarið. Segi það satt Haukur að ég þekkti orðið hvern hól í sveitinni þinni þó ég hefði aldrei komið þarna fyrr en löngu síðar. Þú í vegavinnu í sveitinni og sagðir mér sögur af því. Við að stríða eldri systur þinni henni Camillu, sem algóður guð tók til sín fyrir ekki löngu, blessuð sé minning hennar. Við varla eldri en tólf ára þegar við héldum á "eyrina" og stóðum okkur vel sagði Jói verkstjóri Togaraafgreiðslunnar. Þú smitast lítillega af berklum og fórst á Vífilsstaði. Ekki þótti mér leiðinlegt að heimsækja þig þangað, þarna var fullt af skemmtilegu fólki, sýndar bíómyndir og selt "amerískt" nammi, mér fannst þú hafa það flott, sem varla hefur nú verið. Haukur við saman í Miðbæjarskólanum þar bætast tveir vinir í hópinn, þeir Jón Guðmundss og aðeins síðar Baldvin Jónsson, en þeir eru látnir, blessuð sé minnig þeirra, manstu kjallarann hjá Badda að hlusta á Zeppelin, Stones, Cat Stevens, já við sáum Zeppelin í Laugardalshöllinni. Haukur við í siglingu kringum Ísland með MS. Esju og sáum Surtsey rísa úr sæ. Við saman í Gaggó verknáms. Þá hefst tímabil í lífi okkar sem enn er ekki lokið skrifað með stórum stöfum MÓTORHJÓl. Haukur við í vinnu við að raka saman öllum steinum Klambratúns til að geta keypt okkur fyrstu hjólin okkar sem voru bláar Hondur 50, árgerð 1966. Við vorum sko flottir, Vír hanskar, gallabuxur voru okkar hlífðarfatnaður. Við í Eldingu mótorhjólklúbb þar voru nokkrir sem ég man eftir Gústi, Einar Axel, Baddi. Haukur þá sem síðar var allt úthugsað hjá þér vegna hjóla. Þú áskrifandi að Cycle World, við að lesa um hjólamenn eins og Mike Hailwood ofl. Haukur þú selur Honduna og kaupir þér fyrsta stóra hjólið þitt af Gústa G. BSA 650 A10. Manstu þegar þú "saltaðir" gæja á nýjum BSA Spitfire í spyrnu á Skúlagötunni. Þú í Vélskólanum með Nonna og Badda. Þú á netavertíð suður með sjó, sem vélstjóri, sem á þeim tíma var varla nema fyrir algjöra nagla. Kaupir nýjan Triumph Tiger sem mágur þinn og vinur hann Hjörtur Jónass. á í dag. Þú í hringferð á Tiger ásamt Badda á BSA, Nonna á BSA og Sigga á Hondu. Ekki mikið um malbik og svoleiðis, aðeins möl og meiri möl og ryk. Við í Glaumbæ og hlustað á Trúbrot ofl. Þú í vinnu hjá Bandag sólningu og vannst í nokkur ár sem verkstjóri. Þú í Tollgæslunni þar sem þú verður yfirtollvörður og yfirmaður svokallaðs Svarta gengis. Æskuástin þín hún Solla sem þú átt með tvær dætur þær Söndru og Tinnu þú ert verulega stoltur af þeim. Þá hefst síðara tímabíl mótohjóladellu þinnar , þú kaupir þér Triumph Trident T-160, sem var fyrsta hjólið sinnar gerðar á Íslandi. Þú gerir það upp eins og nýtt. Gömul hjól voru á þessum tíma var allt sem gaf lífinu lit, þökk sé einum félaga vorum Hilmari Lútherssyni. Haukur þú ásamt Þresti Víðiss., Torfa Hjálmarss. og mér stofnuðum Vélhjólafjelag Gamlingja, en fleiri komu við sögu t.d. Pétur Andersen. Við í hringferð á gömlum mótorhjólum þú og Torfi á Triumph, ég á Norton, Pétur á BSA og Þröstur á BMW , mig grunar að þáverandi fjármálaráðherra hafi hugsað til okkar með hlýhug. Við heimsækjum síðan England ásamt Torfa, allir á Triumph Trident, Haukur við áttum saman tvær frábærar vikur í einstöku veðri. Þú kynnist síðari eiginkonu þinni henni Kollu og ég er þinn besti maður í giftingu þinni í Fríkirkjunni. Mikið fjör á þessum árum, margar mótorhjólaferðir ofl. Þú kveður tollgæsluna eftir að hafa unnið enfremur í stuttan tíma hjá Tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli og vinnur hjá Ikea í nokkur ár síðan skamman tíma hjá Mest og síðan hjá Skeljungi. Haukur verð að segja þér það að allir segja það sama um þig sem starfsmann og vinnufélaga: Heiðarlegur, vinnusamur , stundvís og frábær vinnufélagi. Ein utanlandsferð fyrir ekki mörgum árum og þá til Stafford á Englandi ásamt Hirti mági þínum, Hilmari og Berg Sandholt. Sumir segja að þú hafir náð auknum þroska þegar þú sagðir skilið við bresk mótorhjól og tókst upp nýja trú "Kawasaki", í dag Haukur átt þú tvö glæsilegustu Kawasaki landsins annað gamalt snyrt af þér til hins betra og hitt nýlegt, sem þú keyptir nýtt, en algjörlega endursmíðað af þér, en við mótorbreytingar Rexsins aðstoðaði mágur þinn sem og þinn vinur hann Hjörtur, en Haukur ég verð að segja það að Hjörtur og Ágústa systir þín hafa verið þér einstakir vinir og þá er á engan hallað tel ég. Þú ert ríkur maður Haukur að eiga stóra fjölskyldu, dætur þínar hana Söndru og Tinnu, Ernu móður þína, Richard föður þinn, systkini þín hana Camillu, Huldu, Bjarney, Ágústu, Petru og Arnar. Ætla ekki að hafa þetta lengra kæri vinur við sjáumst síðar, kveð þig með þinni kveðju: Annars allt gott, sjáumst hressir.
Þinn vinur Óli.
Ég og fjölskylda mín votta allri fjölskyldu Hauks okkar dýpstu samúð , minning um góðan vin lifir með okkur.
Ólafur R. Magnússon, Ása Gíslason og fjölskylda.
Við félagar og vinir Hauks Richardssonar í hér Vestmannaeyjum viljum þakka fyrir góð kynni vinskap og tryggð við félag okkar mótorhjólastráka hér í eyjum. Satt að segja þá smell passaði Haukur inn í þennan heim okkar varðandi sýn á mótorhjól pælingarnar og sportið allt í kringum það, hann Haukur var sérstaklega natin við hjólin sín og var það reyndar alltaf enda alvöru mótorhjólamaður hér á ferð. Hans verður sárt saknað í þessu litla samfélagi sem við lifum og hrærumst í.
Að endingu viljum við votta öllum aðstandendum Hauks Richardssonar samúðar okkar og víst er að hans verður sárt saknað.
Fyrir hönd Mótorhjólaklúbbsins Drullusokka Vestmannaeyjum
Tryggvi Sigurðsson.
Skrifað af Tryggvi
31.05.2012 21:27
Bryggjuhittingurinn
Það voru nokkrir sokkar sem létu sjá sig í kvöld og skrúfuðu saman 14 vagna á bryggjunni. Það var mikið líf þarna niðurfrá og veðrið frábært. Bæjarbúar duglegir að hjálpa til, fyrirtæki, klúbbar og einstaklingar, því var tilvalið að drullusokkarnir tæku að sér eitt verkefni. Mætingin hjá okkur hefði alveg mátt vera betri en þeir sem mættu stóðu sig hrikalega vel. Við skiptum hópnum í tvö lið og svo var keppni hvort liðið myndi klára fleiri vagna.
Sigurliðið var skipað Darra, Guðna Ingvari, Kása, Óla Vestman, Magga á Drangavík og mér, en tapliðið bað um að nöfn keppanda yrðu ekki byrt. En staðan eftir puðið var að ég held 12-2.
Takk fyrir kvöldið drengir.
Sigurliðið var skipað Darra, Guðna Ingvari, Kása, Óla Vestman, Magga á Drangavík og mér, en tapliðið bað um að nöfn keppanda yrðu ekki byrt. En staðan eftir puðið var að ég held 12-2.
Takk fyrir kvöldið drengir.
Skrifað af Sæþór
31.05.2012 15:03
Fundurinn í kvöld.
Ég heyrði í Frosta Gísla núna rétt í þessu. Og planið er þá að hittast í Gullborgarhúsinu kl.19:30 með rafmagnsborvélar, við þurfum einnig 4 & 5 mm. bora og torx bita 25. Þá erum við klárir í slaginn. Við keyrum svo saman inná bryggju og skrúfum saman nokkra vagna, og á bryggjunni bíður tökulið og við verðum bullandi frægir í sjónvarpsþætti á rúv ef heppnin er með okkur.
Vona að sem flestir geti tekið þátt í verkinu, það er nú bara gaman að þessu.
Vona að sem flestir geti tekið þátt í verkinu, það er nú bara gaman að þessu.
Skrifað af Sæþór
Eldra efni
- 2024
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar