M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

Færslur: 2010 September

22.09.2010 21:50

Suzuki GS1000S 1980

Fengum þetta sent um daginn

Sæll/sæl

Sá þetta gamla Vestmannaeyja hjól ( hann átti það hann Guðlaugur sundmaður í gamla daga) í skúrnum hjá vini mínum fyrir ekki löngu síðan, þetta er Suzuki 1000 1980 árgerð held ég og er í orginal ástandi þ.e það hefur aldrei verið gert upp. Það er nánast eins og nýtt. Það sem ég sé að þetta eru mest hjól úr eyjum á þessari síðu þá ákvað ég að senda ykkur þessar myndir.

kv

Kristinn










Set svo nokkrar myndir til viðbótar í myndaalbúm...

18.09.2010 12:50

Aðalfundur 2010

Aðalfundurinn fór vel fram, flottur matur, góðir drykkir, og glæsileg skemmtiatriði!
Ungu sokkarnir fóru snemma heim, en af gömlu sokkunum fréttist á dansgólfi hallarinnar langt fram eftir morgni.
Skipt var um stjórn, þar sem synir tóku við af feðrum, ungir tóku við af öldnum, grannir tóku við af gildum o.s.frv.
Myndir frá hópkeyrslunni um daginn og fundi og mat um kvöldið eru komnar í myndasíðuna okkar

Grimmur sokkur, glaður sokkur og....

graður sokkur???

elskum kviðinn og strjúkum friðinn...

Myndasíðan okkar

Nokkrar myndir frá deginum á myndasíðu Sæþórs.

10.09.2010 18:35

Hópkeyrsla

Kæru félagar, á morgun laugardaginn 11.09.2010. verður hópkeyrsla eins og venja er á aðalfundardegi Drullusokka. Hittingur hefur verið undanfarin ár miðað við áætlun Herjólfs en vert er að taka fram að dallurinn kemur um 14.00 á morgun þannig að ætlunin er að hittast á morgun kl. 13.30 - 13.59 við Friðarhafnarskýli.

Um matinn: Þeir sem eiga pantað í mat á morgun (33 talsins) ganga fyrir því það er aðeins pantað fyrir 40 manns.
 

07.09.2010 15:46

Aðalfundur 2010


Aðalfundur Drullusokka 2010 verður haldinn á Conero kl. 17.00 næstkomandi laugardag 11.09.2010.
Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf ásamt kosningu á nýrri stjórn og umræðu um væntanlega Færeyjaferð næsta sumar. Í kjölfar fundarins er ætlunin að snæða lambalæri með öllu tilheyrandi og verður verðinu stillt í hóf, kr 2500 matur, stór bjór af krana kr 650 og skot fyrir þá sem þess þurfa kr 500. Elsku dúllurnar okkar, vinsamlegast látið vita (í gestabók) um þátttöku svo Stebbi Óla (kokkur) geti pantað viðeigandi magn af aðföngum. Að lokum eru hér nokkrar myndir frá síðasta aðalfundi. Kveðja, stjórnin.











  • 1
Flettingar í dag: 356
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 772
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 1467007
Samtals gestir: 88382
Tölur uppfærðar: 12.12.2024 04:25:34