M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

Færslur: 2011 Janúar

31.01.2011 18:19

Pæling tveggja gamlingja.


Sælir Sokkar er svo enginn áhugi fyrir Færeyjaferðini þegar til kemur ? að visu eru tveir búnir að melda sig en hvað svo eigum við bara að panta gistingu út í loftið ? fyrir kanski 10 , 20 eða jafnvel 30 manns, en eftir viðbrögðunum að dæma að þá er bara best að hver sjái um sig og panti sína ferð og gistingu sjálfir. Við þessir fjórir getum svo séð um okkur. Það hefur oftast brunnið við að einum til tveimur dögum áður en farið er að þá hrúgast inn pantanir en þá er það bara orðið of seint, fólk verður bara að skilja það.  

27.01.2011 15:30

Færeyjar 2011

 
Kæru félagar! Nú hefur dagsetning fyrirhugaðrar Færeyjaferðar verið ákveðin. Niðurstaðan var sú að fara út með Nörrænu fimmtudaginn 23 júní og heim aftur fimmtudaginn 30 júní. Ástæða fyrir þessari dagsetningu er sú að eftir þessa dagsetningu fer háannatími í hönd með hærri verðum á ferð og gistingu. Áætlað verð er fyrir mann og mótorhjól í fjögurra mann klefa báðar leiðir er kr. 69.000- . Síðan er möguleiki á afslætti ef fleiri en 20 fara í ferðina. Nauðsynlegt er að vita fjölda þeirra sem ætla að fara sem fyrst svo hægt sé að fara að vinna í að finna gistingu. Menn geta tjáð sig hér á síðunni eða haft samband við Tryggva í síma 896 3429 eða Hermann í síma 892 0420 sem allra fyrst!!!



Á góðum degi í Færeyjum 2007



Undirbúningur ferðarinnar er  greinilega í góðum höndum!



Það er fallegt í Færeyjum



Frá Gjógv ef myndavélini væri beint aðeins til vinstri að þá sægist það sem er á næstu mynd hér að neðan



Það er nefnilega fleira í Gjógv heldur en þessi fagra vík.



Vöffluhúsið sem er líka í Gjógv



Lentir í Þórshöfn



Það er fullt af stelpum í Færeyjum!

25.01.2011 11:31

Í slökun




Hér má sjá hve Sigurjón Sigurðsson er afsappaður Hondu 750 eigandi engar áhyggjur bara tóm hamingja myndin er tekin sumarið 1972  inn í Herjólfsdal.



Þarna er gæjinn ungur og flottur á nýju hjóli sem við guttarnir slefuðum yfir.



Sigurjón mynnti oft á Peter Fonda sem var aðal gæjinn í myndini Easy Rider

21.01.2011 18:39

Afmæliskveðja

Tryggvi Sigurðsson #1 fv. formaður Drullusokka er 54 ára í dag karlinn eldist betur en Hondurnar, hann er óuppgerður að því að best er vitað....til hamingju með daginn

Kvikindið fylgist með úr brúarglugganum..  :)

19.01.2011 03:11

Mynd

Komið þið sælir félagar, ég er með fyrir spurn, ég sá mynd á Heimaslóð .is af hjóli með hliðarvegi er þetta hjól úr eyjum það stendur ekki við myndina.
Svo biðja þeir á Heimaslóð um upplýsingar um myndina einnig.(nýlegar myndir á heimaslóð)
 
með fyrir fram þökk Vignir 92.


17.01.2011 02:56

Ný færsla, ekki um gamlar Hondur!

Það er nú komin tími á færslu sem er ekki um Hondu

Nýjir félagar voru að bætast í hópinn hjá okkur.

FiddiPalli fékk númerið #70 sem er fæðingarárið hans

Fiddi ekur um á Kawasaki

Ómar Haralds fékk númerið #41

Ómar á bæði Jawa 650 Classic árg.2005 og Suzuki Katana 650 árg.1982

Bjóðum nýja félaga velkomna!

p.s. Hjalti Hávarðar og Siggi Sig sem sótt hafa um inngöngu eru beðnir að senda mail á [email protected] með upplýsingum um sig

14.01.2011 22:28

Enn í fortíðini kanski fastur þar ?




Þær voru fallegar þessar gömlu Hondur það má nú segja hér eru tvær 160 cubika af árgerð 1966



Það má nú aldeilis segja líka um Kawasaki z1 900 af árgerð 1973 en þessa mynd fékk ég í gosinu 1973 og sníkti hana út hjá Sverri Þóroddsyni sem þá var með umboðið fyrir Kawasaki á Íslandi þessi mynd hefur fylgt mér allar götur síðan en hún er merkt framleiðandanum á bakhliðini,Þetta voru sko aldeilis græjur þegar þær komu hingað en það komu 5 svona hjól ný 3 gul og græn og 2 svona eins og þessi á myndini.

09.01.2011 13:35

Byrjað á litlu endað á Mótorhjóli.




Hér má sjá Hilmar Lútherson sokk # 0 þegar hann náði að sjúga út leifar af Triumph Tropy 650 af árg 1968 en það var eina svona hjólið sem kom nýtt til landsins á sínum tíma Gylfi Úraníasson hafði átt þetta í mörg ár kallinn er landsfræg suga og náði þessu út úr Gylfa og var áhveðinn í að gera úr þessu gramsi hjól þó lítið væri að byggja á í upphafi, en sá gamli er seigur og endurbyggingin hófst fljótlega.og varð þessi naglasúpa bara  bragðgóð í lokin



Hér er svo Triumph Trophy hjólið eftir að kallinn var búinn að fara um það höndum og kaupa 80 % hjól í bútum frá Bretlandi og er ekki hægt að segja annað en að þeim gamla hafi tekist vel til og gaman að sjá hvað hægt er að gera ef vilji tími aurar og kunnátta eru til staðar og greinilegt að sá gamli hafði það allt til staðar.

06.01.2011 10:28

Síðasta jólakveðjan

Þetta er síðasta jólakveðjan hún barst frá Óla Sveins..Capt. BSA

Rúdolf...SS 50

05.01.2011 18:23

Félagatal 2011 breitingar


Jæja kæru félagar þá er komið að því sem samþykkt var á síðasta aðalfundi það er að strika út félaga sem aldrei hafa borgað 3000 kr félagsgjaldið frá upphafi,við setjum inn númerin sem til heyra þeim félögum sem til stendur að strika út. Ef þið hafið eitthvað um þetta að segja að þá getið þið haft samband við Tryggva í síma 896-3429 og rætt málin og verður viðkomandi þá tekin af listanum.

Þau númer sem um ræðir eru eftirtalin.

# 17, #18, # 28, # 41, # 44, # 54, # 57. # 58, # 70, # 72, # 76, # 82, # 83, # 88, # 104, # 115, # 118, # 121, #130, # 152, # 154, # 166.

Þetta eru þeir sem aldrei hafa greitt félagsgjöld allt frá stofnun flestir hverjir og verða strikaðir út næsta laugardag

02.01.2011 21:20

Kíkt í skúrinn hjá Idda á Selfossi.


Hér eru nokkrar myndir sem teknar eru í skúrnum hjá Isleifi betur þekktum sem Idda allavega hér í Eyjum.



Iddi er að gera upp Suzuki GS 750 árg 1977









Hér er svo Honda Gold Wing 1000 cc hjólið hans en það er elsti Gold Wing landsins og er skráður árg 1977



Hér er svo sófinn sem frúinn hans á en það er Honda Gold Wing 1200cc árg 1982 fleiri myndir eru í albúmi merktu Afi Honda.
  • 1
Flettingar í dag: 17
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 1558
Gestir í gær: 98
Samtals flettingar: 1395886
Samtals gestir: 85518
Tölur uppfærðar: 12.11.2024 00:12:05