Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]
Færslur: 2010 Nóvember
30.11.2010 16:09
Sagði þá vera drullusokka!
"Á fundi félags- og tryggingamálanefndar Alþingis í gærmorgun gagnrýndi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður nefndarinnar, bankana harðlega og sagði m.a. að þeir hefðu afskrifað milljarða á milljarða ofan hjá "drullusokkum" eins og Halldóri Ásgrímssyni og Jakobi Valgeiri Flosasyni, en þeir vildu lítið gera til þess að koma til móts við skuldsett heimili þessa lands.
Sigríður Ingibjörg sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að skoða yrði í hvaða samhengi þessi orð hefðu verið látin falla í hita leiksins, en nánar er fjallað um þetta mál í blaðinu í dag."
Ég hafði samband við þessa fínu frú Sigríði og benti henni á að lesa inntökuskilyrði drullusokka, en það er sjálfsagt mál að taka þá Halldór og Jakob inn ef þeir standast þessi skilyrði, sem ég efast þó um.
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/11/26/sagdi_tha_vera_drullusokka/
3.gr. Félagsaðild
Til að gerast
félagi þarf maður/kona SANNARLEGA að hafa átt heima í Vestmannaeyjum og
búið þar og einnig að vera skráður eigandi bifhjóls. Sótt er um aðild að
félaginu til stjórnar.
29.11.2010 00:26
Flottir mótorar
BSA A10 Super Rocket
BSA 650 Thunderbolt
BSA Rocket 3
Ducati GT750
Matchless 1953-54 G9 engine
Matchless G12 engine
Suzuki GT550 "76 RAM AIR SYSTEM
Velocette engine
Ríga R4 49 cc árg 1971
23.11.2010 23:52
Hafnarfjarðar 750 Hondan rifin.
Nú er allt að gerast í Hondu 750 árg 1976 sem Gulli Gaflari á búin að rífa allt sem á að rífa nema vélina í sundur sem er næst á dagskrá búinn að teina báðar gjarðir annars getur hvaða vitleysingur sem er rifið allt í tættlur ekkert mál það er svo annað hvort ég komi þessu nokkurn tíman saman aftur það er svo annað og mun meira mál.
21.11.2010 23:09
Gamli byrjaður að græja Gold Winginn fyrir Færeyjar 2011
.
Nú er unnið að því hörðum höndum að græja Gold Winginn fyrir Færeyjarferð Drullusokka 2011 það er vel við hæfi að ferðast um á gömlu hjóli til að allt verði nú í stíl
Svo liggur kvikindið á ebay og pantar hluti eins og þarf til að allt smelli nú saman
19.11.2010 09:33
Fyrsta súperhjólið frá Japan
Islenskir mótorhjóla guttar gátu bara notið þessa hjóls á myndum fyrstu árin og láti sig dreyma, enn árið 1971 flutti Hondaumboðið Gunnar Bernhard inn þrjár Hondur 750 tvær rauðar sem báðar voru seldar í Reykjavík og svo eina Græna og kom hún hingað til eyja ný í janúar árið 1972 og vakti mikla athygli ekki komu fleiri svona hjól til landsins fyrr en árið 1976 en þá komu fjórar til viðbótar margt hafði breist á þessum árum frá komu fyrstu Hondu 750 hjólana. og svona til glöggvunar að þá náði malbikið aðeins upp í miðja Ártúnsbrekkuna annars var bara möl og aftur möl hvert sem farið var.
Þessar Hondur náðu 200 km hámarkshraða og var nóg að gera að halda hjólunum á veginum dansandi út um allt.
Það var ekki fyr en Kawasaki kom með H2 750 árið 1972 þriggja cylindra tvígengis hjólið sem var mun sneggra upp og fengu viðurnefnið vidow meiker en hér á Islandi voru þau oftast kölluð tegjubyssurnar því upptakið var eins og að vera skotið úr öflugri tegjubyssu en h2 hjólið hafði samt ekki meiri hámarkshraða en Hondan hafði en með komu 900 z1 frá Kawasaki árið 1973 að það komu öflugri hjól frá Jöppunum enda voru þau 82 hestafla og voru gefin upp með hámakshraða um 220 km en það komu fimm svoleiðis Kawasaki til landsins árið 1973, ég kem kanski með eitthvað um þau síðar
Nú 40 árum síðar eru allar þessar þrjár fyrstu 750 Hondur enn til í landinu og hafa gert það gott en nú á síðustu árum hefur verið flutt töluvert af þessum hjólum inn og eru í dag sennilega 15 talsins.
Hér að neðan eru nokkrar myndir af Vestmannaeyja 750 Honduni sem frændi minn Ragnar Jónsson tók af hjólinu í gosinu árið 1973 en þá átti hjólið Guðmundur Adólfsson betur þekkur sem Gummi Dolla en hann var annar eigandi hjólsins, en nýtt átti það Sigurjón Sigurðsson en hann var harður að flytja ínn hjól hingað til eyja á árum áður.
Þessi mótorhjól voru nú ekki gerð fyrir malarvegi en við höfðum bara ekki annað úr að moða Sigurjón sem átti hjólið nýtt lék sér að því að koma þessari Hondu í 160 km hraða upp Skólaveginn sem var ein af fáum götum Vestmannaeyjabæjar sem voru malbikaðar pæliði í því Skólavegurinn með öll sín gatnamót að vísu stundaði hann þessa vafasömu iðju á kvöldin.
18.11.2010 22:20
Ótitlað
og málningu, það voru líka ýmsir orðnir spenntir að sjá hana...er það ekki Tryggvi
12.11.2010 10:33
BSA Ligthning árg 1968
Nú nýverið lauk uppgerslu á gömlu eyjahjóli sem er eina eintakið sem kom til landsins en það var Fálkinn sem flutti hjólið inn árið 1968 en um er að ræða BSA Ligthning 650 cc í eigu Hjartar Jónassonar sokks # 119 en Hjörtur er búinn að vera að gera hjólið upp nú undanfarin ár og var gripurinn gerður bókstaflega eins og nýr ef ekki betri og hvert einasta smáatriði tekið fyrir.Hér í eyjum áttu BSA hjólið á sínum tíma Biggi Jóns Gylfi Úra og svo undirritaður.ég man vel þegar Biggi eignaðist hjólið á Norfirði um haustið 1980 en við vorum þá samskipa á Danska Pétri VE á reknetum þarna keypti Biggi Bísuna og ég Matchless 500 árg 1946. Ég seldi BSA hjólið upp á land um miðjan tíunda áratuginn, en nó af mali myndirnar tala sínu máli og erfitt að ímynda sér að þetta sé tæplega 43 ára gamalt hjól sem á myndunum er, Hjörtur kann vel til verka það má nú segja.
Hér er ein gömul mynd af hjólinu en bæði hjólið og konan eru löngu farin annað en kvikindið er enn á sama stað það er að segja í eyjum
Hér er svo mynd af flota Hjartar allt Bretar nema konan og er Hjörtur farinn að berjast við Bigga Jóns um titilinn Bretakonungur
08.11.2010 20:35
Gömul eyja Honda cb 450
Þessa 450 Hondu rakst ég á síðasliðið sumar í Borgarnesi á sýningu Rafta mótorhjólaklúbbs þeirra Borgnesinga. Ég þekkti strax hjólið en það áttu á sínum tíma nokkrir eyjamenn fyrst Siggi Frímann heitin Reynisson þá var hjólið herbergisskraut í mörg ár hjá Ómari Sveinssyni en hann átti það á eftir Sigga síðan átti það Gauji Egils bróðir Sigurjörns Egils sokks # 99 en Gauji seldi hjólið upp á land um miðjan áttunda áratugin við vissum adrei hvað varð um hjólið eftir það þar til nú og í þessu fína standi í ofanálag
Hondan cb 450 er af árgerð 1974
Þessar myndir fékk ég sendar frá núverandi eigenda og kann ég honum bestu þakkir fyrir
Bæti hér einni mynd af frumgerð Honda 450 K0 af árgerð 1966 en það má segja að þetta sé fyrsta stóra hjólið sem Honda framleiddi þegar hún kom ný að þá fékk hún strax nafnið Honda Black Bomber sem hefur loðað við hana allar götur síðan en þarna hófu Japanarnir sóknina inn á hjólamakaðinn í hópi stórra mótorhjóla. Við hér í Vestmannaeyjum höfum allar götur þótt stórtækir í mótorhjóla eign á þessari annars litlu eyju okkar og komu tvær svona 450 Hondur nýjar hingað árið 1966.
04.11.2010 21:48
Ótitlað
Þetta er bara snilld ekkert að sjóbúa í Herjólfi....
Svo bara nagladekk á græjuna Tryggvi og þá bíttar engu Þorlákshöfn eða Bakkafjara
Þetta er topp græja 189 cc og svínvirkar örugglega
03.11.2010 12:22
DR Bjössi og leindarmálið hans
Eins og flestir sokkar vita að þá er DR Bjössi öflugur við að gera upp gömul mótorhjól með frábærum árangri en það vita færri að kallinn á við vandamál að stríða en hann er gjörsamlega búinn að missa sig í söfnunini eins og þessar myndir hér að neðan sína.Við verðum að koma kalli í meðferð við petalagræjum en Hilmar snígill 1 og sokkur 0 féll í þessa gryfju líka og það er hægara sagt en gert að ná þeim upp úr þessu en ég hef heyrt að þegar myrkur er skollið á að þá læðist doktorinn í Ríguna sína og má engin vita um þessa fíkn kallsins. en myndirnar hér að neðan sína hve langt leiddur hann er.
Hér má sjá hvað hann er ánægður með tækið sem framleitt var austantjalds á sjöunda áratugnum og var talið öflugt á sínum tíma en það hvíslaði nágranni Bjössa að mér og hafði eftir honum
Þarna er Doktorinn að fara að losa bensínstíflu í græjuni og auðvitað er notaður Drullusokkur við verkið
Hér er vélasalurinn en Rígan er búin 2 gírum og skilar að minsta kosti 1 hestafli undir fullu álagi það verður gaman að hitta DR Bjössa í Norrænu næsta sumar þegar Rígan verður klár í slaginn
02.11.2010 14:40
Haffi Óla aka "ghost rider"
01.11.2010 23:12
DrBjössi tætir í sundur gamalt Eyjahjól
Suzuki GS750E árg 1978
Það var alveg kominn tími til að kíkja á gripinn
Það verður gaman að bruna á því næsta sumar
Jafnvel til Færeyja....eða lengra
- 1
Eldra efni
- 2024
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2008
- Desember
- Nóvember