Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]
Færslur: 2011 Nóvember
30.11.2011 18:32
Meira frá Færeyjum 2011
Hörður Snær á þónokkuð af fínum myndum frá Færeyjarferð Drullusokkanna 2011.
Hann kom þessum myndum til mín nú á dögunum og hér fyrir neðan koma nokkrar fínar.
Landslagið hjá frændum okkar í Færeyjum er glæsilegt.
Kawinn hans Gústa, MV Augustan hans Harðar og Hornet-ið hennar Bryndísar.
Hermann, Daddi og Gústi.
Sama hvert drengurinn fer þá veður hann í kvennfólki...
Hann kom þessum myndum til mín nú á dögunum og hér fyrir neðan koma nokkrar fínar.
Landslagið hjá frændum okkar í Færeyjum er glæsilegt.
Kawinn hans Gústa, MV Augustan hans Harðar og Hornet-ið hennar Bryndísar.
Hermann, Daddi og Gústi.
Sama hvert drengurinn fer þá veður hann í kvennfólki...
Skrifað af Sæþór
29.11.2011 12:34
Ein frá 1976
Hér er ein mynd frá árinu 1976 en þarna er pabbi heitinn að sína mér eitthvað sem ég man ekki hvað var enda 35 ár síðan en þarna erum við Steini Tótu farnir að undirbúa Akureyrarferðina okkar. Það má sjá margt á myndini göturnar bara mölin eins sést þarna munurinn á ljósabúnaðinum á 750 Honduni hans Steina og svo á minni en bæði voru þessi hjól af árg 1971 bara fyrir sitt hvorn markaðinn.
Skrifað af Tryggvi
28.11.2011 21:17
Suzuki GS750 Oddgeir/Dr.Bjössi
Dr.Bjössi á gamla eyjasúkku, GS750 árg. 1978.
Oddgeir Úra var einn þeirra sem átti hjólið um tíma meðan að það var í eyjum.
Gylfi #14 á þessar myndir af hjólinu.
Hér er GS-inn ásamt 900 Kawanum sem Sigurjón Sigurðs átti og lenti í slysi á úti í Bretlandi, hjólið var illa skverað eftir tjónið og kom svona útlítandi til Íslands þarna átti Darri hjólið.
Tryggvi gerði flotta samantektargrein um Kawann í mars 2011.
Oddgeir Úra var einn þeirra sem átti hjólið um tíma meðan að það var í eyjum.
Gylfi #14 á þessar myndir af hjólinu.
Hér er GS-inn ásamt 900 Kawanum sem Sigurjón Sigurðs átti og lenti í slysi á úti í Bretlandi, hjólið var illa skverað eftir tjónið og kom svona útlítandi til Íslands þarna átti Darri hjólið.
Tryggvi gerði flotta samantektargrein um Kawann í mars 2011.
Skrifað af Sæþór
26.11.2011 14:57
Draumur skellinöðrupeyjans fyrir 40 árum síðan
Þetta var draumurinn okkar sem komnir eru vel á sextugsaldurinn í dag Honda 50 í preppaðari útgáfu 65 cc græja af árg 1968. Maður hefði selt Gunnari Bernhard sálu sína fyrir svona kraftmikla Hondu 6,2 hestafla en maður átti barasta ekki aur og það var það sem maður varð að reiða fram annars engin Honda frá Gunnari svo maður varð bara að láta sig dreyma áfram
Skrifað af Tryggvi
25.11.2011 22:00
Ómar Sveins á Leu
Hér sjáum við hinn eina og sanna Ómar Sveinsson á Honda CB 450 árg 1974 þetta hjól hefur lengi verið kallað Lea og heldur það því. En til gamans að þá er Darri að byrja á að gera þennan grip upp svo það verður gaman að sjá hjólið eftir að Darri er búinn að fara um það höndum.
24.11.2011 12:54
Merktar vörur
Sérmerktu vörurnar komnar í hús!
Merktir stuttermabolir með Drullusokkamerki að framan og áletruninni "Ég er Drullusokkur" á bakinu.
Stór bjórglös og kaffikönnur með Drullusokkalógó.
Verð á bolunum er kr. 2.500-
Verð á glösum er kr. 1.200-
Verð á kaffikönnum er kr. 1.300-
Hægt að nálgast þetta í Reykjavík hjá Hermann í síma 892 0420.
Vörurnar verða fáanlegar í eyjum næstu daga í Bragganum og verður það tilkynnt nánar.
23.11.2011 22:49
Vel slakur Hondu 750 eigandi
Já hann er vel slakur þarna hann Sigurjón Sigurðsson ( Sigga á Freyjuni ) sem átti þessa Hondu 750 four en myndin er frá árinu 1972 eða rétt um 40 árum síðan pæliði í því.
Skrifað af Tryggvi
22.11.2011 21:11
Stone the movie
Hér höfum við klippu úr ástralskri mótorhjólabíómynd frá árinu 1974.
Myndin er ekkert afbragð, en sum hjólaatriðin úr henni eru þræl flott.
Þeir nota mikið af Kawasaki Z1 í myndinni, en aðalsögupersónan undercover löggan Stone ekur um á Norton Commando í myndinni.
Í þessari klippu sjáum við þetta fína stand up prjón á Kawasaki Z1, skyldi mótorinn í Kawanum vera custom breyttur til þess að þola almennileg prjón. hmmmm
Myndin er ekkert afbragð, en sum hjólaatriðin úr henni eru þræl flott.
Þeir nota mikið af Kawasaki Z1 í myndinni, en aðalsögupersónan undercover löggan Stone ekur um á Norton Commando í myndinni.
Í þessari klippu sjáum við þetta fína stand up prjón á Kawasaki Z1, skyldi mótorinn í Kawanum vera custom breyttur til þess að þola almennileg prjón. hmmmm
Skrifað af Sæþór
21.11.2011 20:46
CB750 K1 í smá breytingum
Darri fann loksins eitthvað að gera í 750 Hondunni sinni. Hann verslaði evrópu-stýri á hjólið, en það er töluvert lægra en ameríkustýrið sem var á hjólinu.
Ég tók nokkrar myndir af hjólinu með nýja stýrið og hér eru fyrir og eftir myndirnar.
Fyrir
Eftir.
Stýrið er töluvert lægra og finnst mér hjólið koma mikið betur út með nýja stýrinu, ég þarf að græja betri myndir þegar það viðrar betur.
Ég tók nokkrar myndir af hjólinu með nýja stýrið og hér eru fyrir og eftir myndirnar.
Fyrir
Eftir.
Stýrið er töluvert lægra og finnst mér hjólið koma mikið betur út með nýja stýrinu, ég þarf að græja betri myndir þegar það viðrar betur.
Skrifað af Sæþór
20.11.2011 13:17
Myndir frá Mön
Gylfi Úr. lánaði mér tvö gömul myndaalbúm frá sér, og í þeim er að finna margar sögulegar og flottar myndir. Ég er búinn að skanna nokkrar myndir frá Mön, þær eru teknar einhverstaðar á bilinu 1980-1983 (ég er ekki alveg með það á hreinu).
Hér koma myndirnar...
albúmið
2 stroke Yammi
Hér er e-r reisbretakokteill, en ég er ánægður með rauða Civicinn fyrir aftan, alveg eins og minn.
Oddgeir að máta CB750
Það er hrikalega gaman að komast í svona gamlar myndir, þetta eru líka bara góðar heimildir um mótorhjólasögu okkar eyjamanna og um að gera að halda sem flestum gömlum myndum hér á síðunni.
Það koma fleiri seinna.
Hér koma myndirnar...
albúmið
2 stroke Yammi
Hér er e-r reisbretakokteill, en ég er ánægður með rauða Civicinn fyrir aftan, alveg eins og minn.
Oddgeir að máta CB750
Það er hrikalega gaman að komast í svona gamlar myndir, þetta eru líka bara góðar heimildir um mótorhjólasögu okkar eyjamanna og um að gera að halda sem flestum gömlum myndum hér á síðunni.
Það koma fleiri seinna.
Skrifað af Sæþór
19.11.2011 18:50
Smá brot af sögu Honda Gold Wing
Árið 1975 kynnti Honda nýtt hjól til sögunar sem jaframt var fyrsta Japanska hjólið sem búið var boxer mótor og var hann vatnskældur og einnig með drifskafti, ekki féll þetta hjól vel í kramið hjá ungum hjólamönnum en varð strax geisivinsælt sem ferðahjól og er það reyndar framleitt enn þann dag í dag að visu mikið breitt frá upphaflega Gold Wing hjólinu, en kíkjum aðeins á þetta
Hér er fyrsta gerð Honda GL 1000 árg 1975 en það kom eitt nýtt svona hjól til landsins á sínum tíma.
Árið 1976 var hægt að fá GL 1000 hjólið í LTD útgáfu og var það með gullituðum felguhringjum
Árið 1978 var fyrsta breitingin á GL 1000 hjólinu en það var framleitt bæði 1978 og 1979 svona með fyrstu gerð af álfelgum og mælaborði á tankanum ásamt ýmsum smábreitingum. En samt að þá er þetta GL 1000 cc hjól það síðasta sem ég flokka sem alvöru mótorhjól því næsta gerð flokka ég undir Limma eða bara teppi allavega farið að fjarlægjast venjulegt mótorhjól mikið.
Hér er svo farið að breita Gold Wingnum í þá átt sem hann átti svo út eftir að líta út í og árið 1980 var hann orðin 1100 cc.
Hér er 1100cc hjólið árg árg 1982.
Hér er hjólið af árg 1985 en þarna er það 1200cc 4 cylindra síðasta gerðin af fjögura strokka mótornum
Hér er Gold Winginn af árg 1993 þarna er hann orðin 6 cylindra og búinn 1500 cc mótor.
Hér er hann orðinn 1800cc en þessi Gold Wing er af árg 2008
Skrifað af Tryggvi
19.11.2011 12:51
Nöðrurnar mínar...:)
Husqvarna Novolett '53
Riga 4 '69
Yamaha MR 50 '74
Kawasaki AR 50 '80
Jawa '85 (Ath! mynd af samskonar hjóli)
Það ætti alla vega að vera hægt að taka kúkaprjónið á þessum petalagræjum...:)
Skrifað af DR
17.11.2011 08:52
Einn sem flokka mátti sem Mótorhjólavilling í den
Já það var ekki bara hér í Eyjum sem strákar voru kaldir í hjólamenskuni hér á árum áður einn er sá gutti í Reykjavík sem gékk lengra og kanski mun lengra en margir aðrir í að taka alskonar sénsa ( Og komst upp með það ) en það er Viggó Guðmundsson sem átt hefur mörg hjólin í gegnum tíðina og á reyndar enn þann dag í dag mörg mótorhjól. Ýmislegt reyndi Viggó sem aðrir strákar létu sér ekki einu sinni detta í hug að reyna. Hér eru þrjár myndir af Viggó á bernsku árum Japönsku hjólana á Islandi.
Hér er Viggó á fyrstu gerð Honda 50 sem var af árg 1963 og hétu C 110. Þarna er Viggó ungur strákur en strax farinn að prjóna í flokki 1 það er svokallað kúkaprjón vegna þess að ökumaður er með lappirnar niðri á jörðini. Nú er það stóra spurningin ættli þetta sé ekki eitt af allra fyrstu prjónunum á Islandi ? Jú ekki gátu þeir prjónað á KK og NSU af neinu viti með petalana í löppunum.
Hér er kallinn orðin eldri og kominn á Hondu C 77 sem voru 305 cc já það mátti bjóða þessum Hondum ýmislegt eins og sjá má á þessari mynd græjan bókstaflega á kafi en sullast þetta samt áfram.
Hér er svo Viggó kominn á enn stærri græju og er hér í háloftunum á 1967 árgerðini af Hondu CB 450 Black Bomber græju sem þarna voru stærðstu mótorhjólin sem Honda framleiddi
Skrifað af Tryggvi
15.11.2011 19:54
MV Augusta Brutale 1090RR
MV Augusta hefur nú kynnt sitt nýjasta hjól, og jafnframt næsta hjól sem fer í skúrinn hjá Herði Snæ.
Hjólið heitir Brutale 1090RR, og er þrusuvel útbúin græja. Hjólið er 156,2bhp við 11900 sn./min. Vélin er sú sama og í Brutale 1090R en með smá aukagotteríi, þar af öðrum kambási, og stærra throttle boddýi úr F4 hjólinu. Einnig er búið að uppfæra "engine mapping" (sprengihreyfils-forritunina) og hjólið hefur 8 þrepa traction control. Brutale hjólið verður til í 4. útfærslum; 675, 920, 1090R og 1090RR sem er hrikalega vel útbúin græja.
Hjólið heitir Brutale 1090RR, og er þrusuvel útbúin græja. Hjólið er 156,2bhp við 11900 sn./min. Vélin er sú sama og í Brutale 1090R en með smá aukagotteríi, þar af öðrum kambási, og stærra throttle boddýi úr F4 hjólinu. Einnig er búið að uppfæra "engine mapping" (sprengihreyfils-forritunina) og hjólið hefur 8 þrepa traction control. Brutale hjólið verður til í 4. útfærslum; 675, 920, 1090R og 1090RR sem er hrikalega vel útbúin græja.
Skrifað af Sæþór
14.11.2011 21:38
Kawasaki ZX-12R (stórt hjól Daddi)
Svona auglýstu Kawasaki menn tólfuna á sínum tíma.
Skrifað af Sæþór
Eldra efni
- 2024
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2008
- Desember
- Nóvember
- Október