M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

Saga GPz900r í stuttu máli

                                                   Kawaski GPz 900R

                                                                   (1984-1996)

                     

                              Kawasaki GPz900R (eða ZX900R Ninja eins og það hét á USA markað) árg. 1984

   Mér hefur lengi langað til að setja saman smá grein á íslensku um eitt sögufrægasta mótorhjól seinni tíma, Kawasaki GPz900R.

"The godfather of superbikes"

    Ég á sjálfur eitt slíkt hjól, árg. 1986 A3 model og er það í miklu uppáhaldi hjá mér. Enn þann dag í dag 27 árum eftir að 900 GPz-an kom fyrst á markað er þræl fínt að keyra það, þægileg áseta, ágætis kraftur og fínustu aksturseiginleikar þó svo að það haldi ekki í við nýju hjólin.

  Í desember 1983, rúmlega áratug eftir að Kawasaki kynnti Z1 900 og tveimur árum eftir að þeir komu fyrst með GPz línuna á markað, kynntu þeir nýasta vopnið sitt fyrir mótorhjólaheiminum á Laguna seca kappakstursbrautinni í Bandaríkjunum, GPz900R fyrsta "NINJA-an".

  Hjólið skilaði 115 hestöflum við 9500 sn/min(ca. 0,5 hö/kg), endahraða um 260 km/klst, og kvartmílutíma uppá 10:55 sek á 200 km/klst. Með þessu hjóli breyttist þýðing orðsins sportmótorhjól, hjólið kom svo á markað fyrir almenning í apríl 1984.


Tom Cruise við 1985 Gpz sem notuð var í TopGun myndinni.

  Þetta var fyrsta "superbike-ið" með vatnskælda 4.cylendra línuvél með fjórum ventlum á cylinder.Tímakeðjunni var komið fyrir á vinstri hlið vélarinnar og alternatorinn settur aftan við vélina , til þess að gera vélina fyrirferðaminni og auðveldari til viðhalds. Vélin er svo burðarhluti af stellinu. 

  Þetta sama ár sannaði hjólið sig í Isle of Man TT kappakstrinum þar sem að þrjú lið notuðu 900 GPz-una í flokki óbreittra hjóla (TT 1984 Production 751-1500cc) og enduðu þau í sætum : 1, 2 & 5.


  Hér er mynd af hjólinu sem vann á Mön 1984,myndin var tekin 2009, hjólið var aðeins notað í eina keppni og svo varðveitt ,ökumaðurinn var Geoff Johnson meðalhraði hans í keppninni var 105,28 mílur (169,43 km/klst)

Hjólið var framleitt sem A1-A6 frá 1984-1989 með smávægilegum breytingum á milli ára, A7 modelið kom svo 1990, þá var búið að gera töluverðar breytingar á hjólinu og þá helst var önnur framfjöðrun, 17" framfelga (í stað 16"), betri frambremsur og smávægileg breyting á blöndungum. A8 modelið kom svo 1991-1996, þó ætlaði Kawasaki að hætta með hjólið 1994, en vegna mikilla eftirspurna framleiddu þeir hjólið einnig 1995 og 1996 áfram sem A8 model.

 

               Hér er verið að prófa það á kvartmílu í des. "83 áður en það kom á markað

Kawasaki tók ákvörðun um að koma með nýtt hjól á markað í September 1980. Fyrsta prótótýpan var klár ári seinna. Loftkælt 6 cylendra hjól með tvöföldum yfirliggjandi kambásum (doch) og tveimur ventlum á cylinder, sem að uppfyllti þróunarmarkmiðið um öflugt en samt mjúkt hjól. Þó svo að hjólið hafi skilað 100 hestöflum þótti Kawasaki mönnum það of mjúkt og fyrirsjáanlegt, þannig að þeir hættu við þessa vél og snéru sér að því að þróa 4 cylendra línuvél með tvöföldum yfirliggjandi kambásum og fjórum ventlum á cylinder sem að hafði ekki verið reynt áður á sporthjólamarkaðnum. Þannig var prótótýpa nr.2 útbúin. Þetta hjól átti við hitavandamál að stríða, vélin var orðin of öflug til þess að vera loftkæld. Í lok ársins 1982 áratug eftir að Z1 900 kom á markað varð fyrsta vatnskælda prótótýpan að veruleika, 4.cyl. doch, 4 ventlar á cyl. Tímakeðjan var færð frá því að vera í miðjunni á milli cylenders 2 & 3 yfir í að vera á vinstri hlið vélarinnar, svo að vélin yrði minni um sig, þar að leiðandi léttari og gaf meira pláss fyri kælikerfið. Með þessari breytingu og það að alternatorinn var færður aftan við vélina (hann var upphaflega inní vinstri vélarhlíf vélarinnar líkt og í Z1) og að vatnskælingu var komið fyrir var langþráðum draumi um að smíða litla, létta og öfluga vél náð.

Nýja vélin var 5.kg.léttari (með vatnskassa og olíukæli)  og u.þ.b. 30 hestöflum öflugri en Z1 vélin.


  Á þessum tíma þótti stellið mjög nýstárlegt, þá sérstaklega vegna þess að aftara stellið (subframe-ið)var úr léttmálmi. Annað sem þótti merkilegt var að nota 16" framgjörð (svo að hjólið svaraði betur og hraðar í beygjum) einnig var AVDS kerfið á framdempurunum nýjung og afturfjöðrunin var svo kölluð UniTrak fjöðrun sem hafði reyndar verið þróuð á GPz750 og 1100 hjólunum. Svo var útlitshönnunin  merkileg að því leiti að þetta er fyrsta "plasthjólið" sem kom á markað . Markmiðið var að hanna töff hjól sem á sama tíma tæki á sig lítinn vind.

Sú þróunarvinna tók langan tíma og tók hjólið miklum breytingum frá fyrstu hugmyndinni, en úr varð vel útlítandi græja sem að kom mjög vel útúr vindgangaprófunum. Markmiðinu var svo loks náð, mótorhjól sem var létt eins og 750cc og með kraft eins og 1100cc hjól.


  Fyrstu árin var hjólið kraftmikið sporthjól sem að var öflugt og þægilegt jafnt á braut sem og á þjóðveginum, en þegar að árin liðu og framleiðendur héldu þróunarvinnunni áfram færðist 900Gpz-an í sportferðahjólaflokkinn.

  Ég ætla að enda þessa stuttu samantekt mína á þessu merkilega hjóli á töflu sem að sínir hvernig hjólið breyttist á milli ára.

1984. ZX900A1 júní; hitamælirinn endurbættur, ágúst; afturbretti endurbætt(til að koma í veg fyrir að drulla safnaðist fyrir í loftsíuboxinu) blöndungar uppfærðir(til að auka bensíngjafarsvörunina á lágum snúning)

1985. ZX900A2 apríl; 6 af 10 cylendersheddboltum voru stækkaðir úr 10mm í 11mm

1986. ZX900A3 apríl; flauturnar endurbættar(plastið á þeim átti það til að bráðna) júní; efri boltinn í afturdemparanum var stækkaður úr 10mm í 12mm. ágúst; olíulagnir uppí heddið endurbættar(til að auka olíflæðið til rokkerarmanna) Nýju lagnirnar komu standart frá og með vélarnúmeri ZX900AE045399

1987. ZX900A4 júní; tímakeðjustrekkjari og sleði endurbættur.

1988. ZX900A5 óbreitt

1989. ZX900A6 júní; kælingu komið fyrir í gegnum blöndungana, og A1-A5 hjólin innkölluð út af þessari breytingu.

1990. ZX900A7 ; AVDS dempararnir hurfu,nýjir 41mm demparar settir í staðinn, nyjar felgur 120/70-17 að framan(var 120/80-16) og 150/70-18 að aftan(var 130/80-18),

fljótandi bremsudiskar að framan með tveggja stimpla dælum(í stað eins stimpils dælna),

stillanleg kúplings- og bremsuhandföng, einnig öðruvísi loftsíubox, krafturinn minnkaði úr 115hö. Í 110hö.

1991-1996. ZX900A8 óbreytt.

         

 


Flettingar í dag: 148
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 557
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 1227398
Samtals gestir: 78204
Tölur uppfærðar: 12.9.2024 01:54:03