M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

11.02.2013 19:52

The race is on......

Sú saga gengur um Vestmannaeyjabæ að félagarnir séu farnir að gera hjólin klár og eigi í raun bara eftir að finna dagssetningu !!!!!!

CB750 Superman-style

Vs.

850 Commando
 (Biggi segir að 850 tákni ekki lengur kúpikatöluna heldur hestaflafjöldann)


11.02.2013 08:34

Z 1, 900 x 4Hér eru myndir frá árnu 1988 og má sjá þarna fjóra
af 900 Köwunum sem komu til landsins fyrir fjörtíu árum síðan eða bara árið 1973Það er nú nokkuð gott að öll skuli þau vera enn til og það í fínasta lagi.


10.02.2013 14:58

08.02.2013 12:07

Fyrir áhugasama........

Komdu út að hjóla.........

Færeyjar, Danmörk, Þýskaland, Holland, Spánn, Noregur, Svíþjóð.....

VIltu hjóla um fallegu Færeyjar eða halda áfram til Danmerkur? Þaðan má síðan aka vítt og breitt um Evrópu. Njóttu ferðarinnar á þínum hraða!


Verðdæmi:

miðað við að 2 fullorðnir ferðist saman fram og tilbaka. Gist um borð í 2ja manna klefa án glugga. 2 mótorhjól með í för.

FÆREYJAR frá kr. 39.950 á mannDANMÖRK frá kr. 54.500 á mann

Bókaðu snemma til að missa ekki af þessum frábæru tilboðum.
570 8600 / 472 1111 www.smyrilline.is


06.02.2013 19:34

Kíkt í skúrinn hjá Tæmer.


Við DR Bjössi kíktum við á Selfossi hjá Hilmari gamla Tæmer. Kallinn er alltaf að brasa í gömlum hjólum og þá meina ég gömlum hjólum helst 60 til 70 ára gömlum en tók þessa syrpu fyrir 2 vikum síðan.Hér er Doctor Bjössi að kíkja á gamalt Royjal Enfield hjól frá 1945 en sá gamli er að búa það til úr nánast engu sá hér og smá þar og svo sjúa smá og kaupa líka gamli frá Englandi en mótorinn kemur frá Frakklandi svo á endanum verður þetta flott fornhjól og ekki það fyrsta sem kall gerir upp.DR og Tæmer saman sem sugu teimi þá er voðinn vís.Það hefur alltaf verið kært á milli okkar Hilmars enda kallinn bara frábær hann kenndi mér sugufræðin og ég kenndi honum að bulla í staðinn.

Vélarsalurinn í Enfieldinum sem ku vera 350 cc.Hér er svo næsta verkefni hjá Tæmsa en þetta er BSA 500 af árgerð 1952. Enda situr sá gamli sjaldan og slappar af, það er bara ekki hans stíll.

06.02.2013 15:17

Nýtt KTM 1290 superduke R

KTM er komið með prototypu af nýju hjóli sem nefnist Superduke R. Þetta hjól sem fer væntanlega í verksmiðjuframleiðslu í lok árs 2013 er vægast sagt magnað. Lúkkið er ótrúlega töff og aflið verður nálægt 200 hö. Þyngdinni er haldið niðri með notkun koltrefja og er áætlað að hjólið vegi aðeins tæplega 200kg með bensíni. Mótorinn er tveggja strokka byggður á RC8R mótornum þeirra.  Það verður spennandi að sjá hjólið þegar það kemur á markaðinn.Hérna er kynningarmyndband fyrir hjólið:

http://youtu.be/Rr4CZUJqCuo

05.02.2013 23:14

Menn með stáltaugar

Hér er klippa frá götureisi á Írlandi í fyrrasumar, Ulster Gp 2012.   
Shiiiit

05.02.2013 20:11

CB750

Gaui Engilberts sendi okkur þessa mynd.

Hér eru loksins komin not fyrir 750 Hondurnar, ekkert stofumublufjör eða cafe-racer pælingar, bara sidecar-racegræja á ís og með alvöru frambretti og allt.

03.02.2013 22:15

StuntHér er verið að taka upp auglýsingu, Chris Walker er á Kawanum og Paul Swift á bílnum. Alfa Romeo er að koma með WorldSuperbike útgáfu af bíl í tilefni af því að þeir eru styrktaraðilar WSB championship 2013.

03.02.2013 10:13

Gauji Gísla sokkur # 46


Hér eru myndir af Gauja Gísla Vals á Björgini, en Gauji var að versla þennan Harley Davidsson Streed Road fyrir um mánuði síðan og farinn að hjóla á fullu, Gauji var hér á árum áður mikið á mótorhjólum og átti þau nokkur. Við Drullusokkar bjóðum hann velkominn í hópinn.

01.02.2013 20:39

Gamli kominn með dótakassa.


Það er nú svo að þegar hjólin eru orðin mörg þá er bara tvent í stöðuni, annað hvort fækka hjólum eða versla sér dótakassa undir leikföngin sín. Ég verslaði gamalt hús á Strandveginum hér í bæ sem langafi minn átti hér á árum áður. Það er búið að vera mikið að gera við að innrétta húsnæðið og koma í gott lag að innan til að byrja með og búið að vera margt um manninn og félagarnir verið duglegir að hjálpa til svo það fer að styttast í að hjólunum verði rennt þarna inn ásamt fylgihlutum. En ég tók þessar myndir í gær.Þeir læddu sér inn með hjólin bæði Jenni og Hjalti svona til að verða fyrstir en Addi bro var samt búin að læða sér inn á undan á mallaranum sínum.

Hér verður svo varahlutalagerinn þar sem slitjárnið var geymt á eikarbátana í den.Hér eru þeir Jenni, Hjalti og Hörður snær í spjalli.Á efri hæðini stendur svo til að innrétta klámbúllu með súlum og mun Ögmundur Jónasson veita henni forstöðu eftir að hann fellur út af þingi í vor.Ömmi lini li..r sér mikil tækifæri í þessum klámbransa eftir að Landeyjahöfn komst í gagnið og ferðirnar hingað til Eyja urðu 5 á dag. Nei annars Hejólfur siglir í Þorlákshöfn alla daga fram á vor sorrý var búin að gleyma því.

31.01.2013 00:01

Græna 750 Hondan hans Gumma Dolla.
Hér eru myndir teknar af Ragga Jóns af Honduni 750 sem Gummi Dolla átti þarna en myndirnar voru teknar í Rauhólunum í Rvk árið 1973, Og Gummi númerið fer ekki á milli mála V 2013 var það.
30.01.2013 21:18

Repsol Honda 2013


Dani Pedrosa og Marc Marquez ökumenn Team Repsol Honda í MotoGP á 2013 græjunum.30.01.2013 07:48

Nortoninn hans Óla bruna.


Hér eru tvær myndir sem Óli Bruni sendi okkur af Norton hjólinu sem hann er búinn að vera að gera upp í vetur en við hér á Suðureyjuni ættum að kannast við gripinn en þetta er Gamli Nortoninn hans Gilla heitins Úraníusarsonar.Þetta er þrælfott há kallinum og verur gaman að sjá gripinn á götuni í vor.Svo er bara að sjá hvað þeir félagar Biggi og Óli gera í sumar varðandi 750 Honduna en hún er búin að halda reis titlinum í ein 3 ár svo nú er bara að sjá hvað gömlu mennirnir á gömlu Bretunum gera og gaman ef þeir ná að troða snuðinu upp í gamla á Honduni. En hvað um það þetta hefur heppnast vel hjá Óla enda ekki fyrsta hjólið sem hann tekur í gegn.

29.01.2013 20:00

CB-550 aðeins breitt.

Cafe Racer útfærsla af 1974 CB550.

M&M customs í Kentucky smíðuðu þetta hjól. Mike heitir dúddinn sem græjaði hjólið, og hann gaf hjólinu nafnið " El Dora". Hann keypti hjólið af ungum manni sem hafði notað það í fornhjóla motocross. Mike byrjaði á að rífa hjólið í spað og hófst svo handa. Hann gerir allt sjálfur, allt frá niðurrifi og uppí málningarvinnu.

Keihin CR torar, Dyna kveikjukerfi og heimasmíðaðar pústgreinar. Subframeið var skorið af stellinu og nýtt smíðað, sætið og afturhlutinn kemur frá Dime city cycles.

Flettingar í dag: 2400
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 1498
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 1074424
Samtals gestir: 73924
Tölur uppfærðar: 15.7.2024 15:50:28