M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

15.06.2013 19:18

Náttfarar í heimsókn í Eyjum.


Í dag komu í heinsókn til okkar sjö félagar í Náttfara bifjólaklúbbi þeirra Húsvíkinga. Þeir komu með Hrejólfi kl, 16,30 og tóku nokkrir drullusokkar á móti þeim og sýndu þeim eyjuna svona í stórum dráttum. Náttfaramenn eru virkilega heppnir með veður hér en þetta er annar dagurinn sem er góður það sem af er sumri og vonandi að framhald verði á því hjá okkur. Hér eru nokkrar myndir sem ég tók af þeim félögunum í dag.







Hér eru þjár teknar út á útsýnispalli.



Og ein hér fyrir utan Nöðrukot. En gamli ætlar að fara að klína á kofann svo hann verði nú fínn fyrir 40 ára goslokaafmælið í byrjun júlí. Með þeim á myndini er brottflutti Húsvíkingurinn Viðar Breiðförð sem Húsvíkingarnir losuðu sig við fyrir fjölda árum síðan og við sitjum víst uppi með og ekki einu sinni spurðir hvort við vildum.

13.06.2013 09:46

Grétar og reppinn

Eins og flestir Drullusokkar vita þá er Grétar Már þekktur fyrir að redda sér, t.d. er hann nýlega búinn að smíða svalir á hjólhýsið hjá sér sem að karlinn fór létt með, svo er reppinn strappaður á svalirnar og fær því að fara með í fríið, tær snilld.
En Grétari fannst hjólið orðið of villt fyrir sinn smekk, Daddi segir að það sé sennilega útaf því að Grétar er nú enn að stækka, reyndar aðallega um mittið.

Þannig að þeir félagar græjuðu bara mildari mótor í reppann.
CBR1800 FireWing........

12.06.2013 19:25

Kit car með firebladevél

Kitcar með mótorhjólavél, þessi virðist virka flott og djöf... er töff hljóðið í honum.

11.06.2013 08:05

Náttfaramenn frá Húsavík.

Hjólamenn hafa verið duglegir að heimsækja okkur þetta sumarið og verður næsta helgi engin undantekning, okkur barst póstur frá Náttfaramönnum frá Húsavík.

Sælir félagar.

7 mans úr Náttfara frá Húsavík

Við ætlum að heimsækja Vestmannaeyjar (7 menn) laugardaginn 15.júní tökum ferjuna kl.16.00.
það væri gaman ef einhverjir gætu tekið á móti okkur og og farið með okkur rúnt um eyjuna
og jafnvel kíkt í einhverja skúra og skoða hvað menn eru að bardúsa.

Von um gott veður þá verða allir í góðu skapi.

Kveðja frá Húsavík Kristján #44 8408889.

Við vonum svo sannarlega að það viðri þokkalega á okkur á laugardaginn, kominn tími til.

06.06.2013 23:42

Heimsókn um helgina.

Næstkomandi Laugardag ætla 13 manns úr klúbbnum motOR að heimsækja okkur. Þeir taka skipið kl 13:00. Ég hvet þá sem hafa tök á því að taka á móti þeim að mæta á bryggjuna. Þeir eru búnir að óska eftir því að fá túr um eyjuna fögru í fylgd með Drullusokkum, einnig hafa þeir mikinn áhuga á að kíkja í nokkra skúra til að skoða græjur og fá smá bull. Þeir eiga svo bókað í Ribsafari kl 17:30 og ætla að snæða á 900 Grillhúsi um kvöldið, svo töluðu þeir orkuveitumenn um að það væri vel þegið ef einhver tæki þá að sér á smá pöbbarölt enn seinna um kvöldið.

06.06.2013 19:18

Rocket

Biggi og Símon eru víst búnir að vera í fjarnámi hjá Kevin Carmichael í vetur, það verður gaman að sjá útkomuna.

05.06.2013 09:54

Viggi #124

Viggi sendi okkur mynd af hjóli sem hann var að versla sér.
Kawasaki Zephyr 750 árg.1997.
Hjólið er afmælisútgáfa af 1973 Z1 900 Kawanum og er litasamsetningin í anda gamla ketilsins. Flott hjól og til hamingju með það Viggi.

04.06.2013 10:55

Formans og Meðhjálpara bílarnir eftir skoðunardaginn.


Á fimtudaginn síðasliðin var skoðunardagur mótorhjóla hér í eyjum og voru skoðuð hátt í 100 mótorhjól þótt veður hafi ekki verið okkur hagstætt. Formaðurinn og Meðhjálparinn mættu á bílum sínum og fengu báðir leiðindar miða á númmerin. Það lá grunur  á áhveðinn mann sem skellti miðunum á og glottu margir af uppátækinu.



Hér er bíllinn hans Jenna Rauða með þessum líka flotta miðan á númmerinu. Það var fundið út á Brembó bremsudælurnar á bílnum sem kunnu vera úr einhverjum gerfiefnum og sögðu sumir að plast hafi komið eitthvað þar við sögu.



Hér er svo bíll formanssins og sá Siggi Óli # 69 um að skoða hann og Jenna greyinu kennt um allt. Ykkur var nær að mæta á bílum á mótorhjóladaginn.

03.06.2013 10:39

Boggi kúlusmiður.




Hér er Boggi okkar kúlusmiður sokkur # 80 á Susuki Intruder 1400 cc hjóli sínu. Boggi sá um smíði á Kúluhúsinu hér á sínum tíma og eftir það er hann bara þekktur undir því nafni.



Boggi er einn af þeim félögum sem mæta reglulega á fimtudagsfundi Drullusokka í Gullborgarkrónni.

01.06.2013 23:51

Afastrákurinn minn að máta Daxinn




Hér er afa strákurinn minn Tryggvi litli klár á Daxinn enda sumarið rétt að byrja



Það verður tilhlökkunarefni hjá afa gamla að skreppa með guttanum út í gamla hraun og leifa honum að spreyta sig á Daxinum sem kominn er á 12 tommu felgur í stað 10 tommu sem voru undir hjólinu orginal.

01.06.2013 23:37

Crasy Frog á Matchless 500, árg 1946




Tók þessar um daginn þegar Crasy Frog prófaði Mathlessinn.


31.05.2013 21:58

Einn góður jútjúbari fyrir svefninn.

Ég vil líka hvetja menn til þess að taka á móti hjólavinum og valkyrjum á morgun, það eru yfir 30 hjól væntanleg í fyrramálið, bara gaman af því.

Gleðilega sjómannadagshelgi.


29.05.2013 19:55

Nokkur töff Gp skot


Stoner e-ð að dudda í hjólinu.

Valentino Rossi á Ducati dögum sínum.

Jorge Lorenzo

Hér er svo minn maður, Dani Pedrosa ......

28.05.2013 19:41

Við fáum heimsókn á Laugardaginn

Á Laugardaginn kl.10:00 ætla nokkrir meðlimir úr Hjólavinum og Valkyrjum að kíkja á okkur klettahobbitana í Eyjum, það væri gaman ef vel viðrar að hittast á Herjólfsbryggjunni um 10:30 og taka á móti liðinu.
Flettingar í dag: 681
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 445
Gestir í gær: 49
Samtals flettingar: 1266946
Samtals gestir: 80259
Tölur uppfærðar: 5.10.2024 20:08:28