Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]
23.07.2013 19:05
Til sölu
Til sölu HondaCBX 79 model ansi fínu ásigkomulagi.
23.07.2013 09:03
Æskuástir.
Hér er Steini Tótu á 750 Honduni sinni þeirri sömu og hann fór á norður árið 1976 svo það eru komin heil þrjátíu og sjö ár síðan hann fór fyrst á hana. En það merkilega við Gúra er að þótt liðin séu 37 ár síðan þá hefur hann ekkert elst nema svona um ca korter eða svo að innan.
Hér er Biggi við sína æskuást Triumph Bonneville hjólið sem hann eignaðist 16 ára gamall og kúlurnar rétt að smella niður í pokann.
Hér er gamli á Æskuástini sinni sem hann fór á norður. Þótt gamli hafi verið smá stirður eftir ferðina þá blés æskuástin ekki úr nös og heimtaði bara meira eins og alvöru stóðmeri.
Biddi Ring á Akureyri átti fund með sinni æskuást en hann eignaðist svona 900 Kawasaki nýtt árið 1973 og var ekki laust við glampa í augunum þegar hann hitti beibuna aftur.
Freyr Atla hitti einig ástina sína en hún var orðin lúin blessuð eftir að hafa farið frá honum út á tún og ekki verið strokið lengi hann hefur greinilega sinnt henni lítið undanfarna áratugi.
22.07.2013 11:29
Vel heppnuð ferð.
Það var vel heppnuð ferðin okkar til Akureyris um liðna helgi og voru menn þarna bara í sól og sumaril (Eitthvað sem við þekkjum ekki hér sunnanlands þetta sumarið ) Set hér nokkrar myndir inn frá heimsókn okkar að Ystafelli þar sem margir okkar fundu æskuástir sínar, en nánar að ferðini síðar.
Hér er hluti hópsins saman kominn við gamlan Chevrolet vörubíl.
Ekki voru nú margar konur með að Ystafelli en jú Bryndís var þarna ekki spurning.
Þessi hét Ingólfur í bankanum í þessari ferð enda ferðaðist hann innan dyra á bíl með hjólið á pallinum enda drengurinn kulvís með eindæmum. meira að segja númmerið passar við Ingólf blessaðan V 114.
Meira að segja Dr Bjössi komst á smá séns á Ystafelli, þetta var fín ferð.
Eitthvað sást Ingólfur nú utandyra hér á rúntinum á Akureyris.
Hér á Ráðhústorginu á Akureyri en nánar af ferðini síðar.
18.07.2013 22:20
drullusokkar Akureyris á morgun.
Jæja þá er það Drullusokkaferð 2013 og verður haldið norður á Akureyri á morgun Föstudag 19 júlí þar sem árlegir hjóladagar verða haldnir. Veðurspáin er flott fyrir helgina og spáir bara hita fyrir norðan en ekki rigningu eitthvað sem mönnum er farið að þyrsta verulega í ( Það er hita ekki rigningu takk ).
Við hér í Eyjum tökum fyrstu ferð með Herjólfi í fyrramálið og ætlum að hittast við Select við vesturlandsveg kl 11,00 og leggja í ann fljótlega upp úr því.
Nú er bara að njóta þess að vera til og rúlla norður taka með sér góða skapið og ekki skemmir að hafa líka smá bull með.
Með ferðakveðju stjórn Drullusokka
18.07.2013 11:22
Hjóladagar 2013
Dagskrá 2013
Fimmtudagur 18.07.13:
hópakstur og endað á Safninu í vöfflum
Við ætlum að hittast á Ráðhústorgi upp úr klukkan 19, hópakstur fer af stað klukkan 20.00 og endar á mótorhjólasafni Íslands í vöfflukaffi. 1000kr aðgangeyrir að safninu og vöfflur og kaffi.
Föstudagur 19.07.13:
Grillferð safnast verður saman á Ráðhústorgi klukkan 16.00, lagt verður af stað í grillferð til Hauganess klukkan 16.30
Laugardagur 20.07.13:
Markaðstorg á ráðhústorgi, swap-meet, þrautabraut, pylsuátskeppni á milli 13:00 og 17:00
Keppni í pylsuáti hefst klukkan 14, keppni í þrautabraut hefst klukkan 14.45
tónleikarnir á Græna Hattinum, Andrea Gylfa ásamt hljómsveit 50 ára afmælistónleikar. Tónleikarnir hefjast klukkan 22.00
Hægt verður að nálgast miða í forsölu hjá Tíunni, við verðum með míða í hópkeyrslunni á fimmtudeginum, grillferðinni á föstudeginum og á markaðstorginu á á laugardeginum.
En engin hjólaspyrna !
17.07.2013 17:55
Herra Bacon & Frú Bókabúð
Hér eru Baconið og Bókabúðin með tattúin sem þau gáfu hvort í brúðkaupsgjöf.
(spurning samt hvort þeirra er með rautt skegg á myndinni.)
17.07.2013 15:25
Nammi fyrir gamlar elskur.
Hér er ein gömul eins og mín og væri nú gaman að gefa henni smá pakka bara svona af því að hún fer nú að verða fertug blessunin hún er nú komin af léttasta skeiði og til að hressa hana svolítið við væri upplagt að versla svona pakka eins og er á myndini hér að neðan.
Hún yrði nú glöð við að fá svona bláar pillur í kjallarann og myndi hreinlega öskra eins og ljónynja ef hún sæi gamlan kall nei ég meina Norton og myndi þá bara gera út af við hann á fyrstu sekúndunum og hann lægi bara alveg flatur á eftir og sennilega bara með súrefnisgrímu á heddinu. En gamla myndi bara skipta um ham og halda áfram alveg óð enda soltin í eitthvað stærra meira og öflugra heldur en hann gamli Norton ræfillinn sem liggur alveg flatur eftir beibuna. En svona gæti þá gamla litið út eftir hamskiptin og alveg trítilóð.
Hér er hún svo komin eftir að Kalli Berntsen er búin að meika hana svolítið til þannig að hún getur mætt út á lífið og hakkað í sig gamla breska aðalsmenn í tugatali.
17.07.2013 15:20
Flottar breitingar......
Hér er ein flott hugmynd fyrir þá sem eru óánægðir með útlitið á hjólinu sínu. Af hverju að vera eins og allir hinir bara breita og breita þá væri hægt að enda með svona flotta græju í höndunum.
16.07.2013 16:51
Leyni tattú Óla bruna ?
Fengum þessa mynd senda og fygldi texti með að þarna sé um að ræða annar handleggurinn á Óla okkar bruna og sagt að hann hafi fengið sér þetta tattú á laun. En flott þetta og til hamingju Óli minn.
15.07.2013 14:43
Smá pæling....
Skoðum þetta aðeins.....
Hér er Kawasaki Z1 900 1974 nokkurn veginn alveg orginal. Hjólið gífurlega klassískt og flott.
Hér er svo upphaf cafe racerana á Íslandi, æðið byrjaði í Vestmannaeyjum fljótlega uppúr 1980 og fyrsta hjólið sem fékk svona yfirhalningu var Kawasaki Z1 900 1973, en á þessum árum voru svona breytt hjól yfirleitt kölluð Bacon racer-ar.
Svona byrjaði þessi menning en hefur reyndar þróast töluvert á síðustu 30 árum.
14.07.2013 10:48
Akureyri um næstu helgi.
Nú er stefna okkar drullusokka að sækja Akureyri heim um næstu helgi og eru flestir okkar á því að fara á föstudags morgun héðan frá Eyjum. Nokkrir ætla að draga fram gamlar græjur og fara norður á þeim svona til að breita aðeins til. Við vonum bara að þessar eilífu rigningar sem legið hafa yfir okkur í allt sumar hvíli sig aðeins um þessa helgi jú nóg er vist komið og spurning hvað mikið er til af þessu þarna uppi og er vonin sú að vaskafötin fari nú að tæmast þarna hjá veðurguðunum. Svo er bara að taka með sér bullið búsið bækið og ekki gleyma beikonið með á Akureyri.
Einhverjir ætla að fara austur fyrir land á miðvikudeginum næstkomandi en við sem erum á sjó komumst ekki fyrr en á föstudag. Spáinn er góð fyrir helgina á norðurlandi.
En nú er stóra spurningin er einhver þarna úti sem vantar gistingu á Akureyri. Bryndís Gísla er búin að redda gistingu í tvær nætur fyrir sex manns. Það er skiljanlega erfitt að leigja Íbúð sem kanski engin þarf að nota og kosnaðurinn því mikill ef ekki er tekin þáttur í þessu með henni svo PLÍS látið þið nú okkur vita ef áhugi er fyrir þessu og því fyrr því betra. Ef áhuginn er enginn verðum við jafnvel að kansela þessari gistingu.
14.07.2013 10:31
Kollþrykktur hinn eini sanni
Hér eru nokkrar af Kollþrykkt sem er fæddur og uppalinn Vestmannaeyjingur en á vissum tímapunkti sendum við hann upp á Norðurey svona til að jafna út greindavísitöluna sem hækkaði helling á báðum stöðum við þennan snildar gjörning okkar skerbúa.
En þrykktur er flottur og alltaf til í bullið. Einig getur hann átt það til að spteyta sig á eðal munnræpu og það sem hann tekur sér fyrir hendur blessaður drengurinn það gerir hann vel það má hann eiga.
Hér er kallinn á náttbrókum við Súkku eina sem hann er búinn að lakka alveg í tættlur og sagði hann mér að gripurinn hafi þyngst töluvert við gjörninginn eða um fleirri kg.
13.07.2013 09:02
Honda 50 árg 1968
Hér er eitt af mínum fyrstu hjólum Honda 50 cc árg 1968 þarna búinn að mixa í það mótor úr gamalli 1963 árg Hondu sem var með undir liggjandi knastás og þetta líka svaka copper stýri 12 tommu hátt og var það fengið af gömlu Matchless hjóli sem hér var. Já ekki getur hann Óli minn nú kallað þetta orginal hjól og greinilegt að drengurinn sem átti þetta hjól hefur bara þroskast töluvert í gegnum áratugina og látið af þessum bull breitingum sem sumir eru barasta fastir í. Svo þegar upp er staðið þá er orginalinn altaf bestur Ekki satt Óli ?
13.07.2013 08:56
Það var oft fjör fyrir utan hjá afa gamla.
Hér er ein sem tekin er um þjóðhátið árið 1981. það var oft margt um manninn þarna á Strembugötu 2 en þar hafði ég árum saman bækistöðvar fyrir mótorhjólabröltið sem átti hugan allan. Afi gamli brosti bara af þessu og nuddaði saman hönunum og sagði " Nöðruklúbburinn mættur "
11.07.2013 20:17
CB750
Smá saga um orginal Hondu: (alveg sönn).
Einu sinni spurði Sæþór mann einn er heitir Rufaló hvað ætlar þú að græja/taka í gegn næst Rufaló, jú ég ætla að kaupa CB-750 Hondu helst frá suðureyjunni og ætla að hafa hana alveg orginal. En ég veit að til að verða ánægður þá þarf ég alveg örugglega að skipta um felgur og teina, setja ný bretti, nýtt sæti, sprauta tank og hliðarhlifar eða skipta um, setja nýja mæla, nýtt stýri, mála grind, setja nýtt "orginal púst t.d. frá CMS, skipta um rafkerfi, láta króma allt sem krómað er, allt nýtt gúmmí, síðan þarf ég að gera upp mótor og stækka hann í leiðinni t.d. með kitti frá Wiseco eða Robinson, gera upp gírkassa, ofl ofl. Eins og þú veist Sæþór sagði Rufaló, þá er eflaust lítið til orginal af þessu dóti svo ég verð að kaupa þetta frá hinum ýmsu aðilum eins og þú þekkir, en ég tek það skýrt fram að ég ætla að hafa hjólið algjörlega orginal, það er bara spurning hvað hjólið ætti að heita eftir alla þessa endurnýjun ??!! T.d. WisHonRob
Hmmmmm!!!!!
Eldra efni
- 2024
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2008
- Desember
- Nóvember