M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

16.09.2012 20:22

Dagstúr 18.08.12

Við Jón Steinar og okkar betri helmingar fórum í dagstúr (ekki daxtúr) 18.08  Við brunuðum um suðurlandið í fínasta veðri þennan dag og höfðum gaman af.
Fyrsti áfangastaður var Flúðir þar sem að Darri (pabbi) og Slímon hittu okkur.

Þaðan var farið á Laugarvatn þar sem við hittum mann sem að sýndi hjólunum okkar áhuga. Hann sagði okkur að hann hafi átt Blackbomber Hondu hér á árum áður, hann sagði að það hafi verið svo mikil mótorhjólamenning í eyjum þar sem hann bjó á þeim tíma, og þá kom í ljós að þetta var enginn annar en Einar í Stakkholti og jafnframt rifjuðust upp ýmsar sögur af karlinum frá hans Vestmannaeyja-tíma.

Svo var farið á Þingvelli og þaðan inní Mosfellsbæ, svo keyrðum við fram hjá Rauðavatni og Nesjavallaleið til baka.

Matarstopp á bensínstöðinni í Norðlingaholti.

Við stoppuðum aftur á Þingvöllum þar sem farþegarnir voru ekki alveg eins sprækir og í stoppinu fyrr um daginn. Næst keyrðum við inní Grímsnes þar sem að Darri og Slímon komu sér aftur í sumarbústaðinn.

Við keyrðum svo í gegnum Reykholt og í Sandeyjahöfnina.
Þetta var bara hressandi dagur þar sem við rúlluðum upp c.a. 450km.

Myndaalbúm.
Flettingar í dag: 197
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 760
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 830189
Samtals gestir: 58188
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 03:44:56