M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

05.03.2014 19:21

BSA Sloper árg 1928.


Úti í Englandi í byrjun febrúar endurnýjaði ég kynnin við 500 cc BSA Sloper af árg 1928 en svoleiðis mótorhjól átti pabbi minn og áður afi gamli og fékk ég oft að sitja á hjá pabba og man það vel svo gaman var að sjá nákvæmlega eins hjól hálfri öld síðar.



Hér situr pabbi á BSA Slopernum inni í Herjólfsdal árið mun vera 1944.



Og hér er BSA hjólið á safni Sammy Miller.



Þetta hjól var með gírskiptinguna á bensíntankanum og tvö útblástursgöt þótt 1 cylindra væri.



Og orginal með Fish tail hljóðkútum.



Mikið væri maður nú til í að eignast eitt svona hjól svona til að pússa.



Ég fékk góðfúslega leyfi til að setjast aðeins á gömlu Bísuna.



Eigum við ekki bara að segja BSA sama sem Betra Seint en Aldrei.


03.03.2014 00:33

Alvöru Goldfinger


Eigandinn af þessum stóra DAX er maður sem þorir. Búið að taka búðinginn og hressa hann við, þ.e.a.s. láta hann líta út eins og mótorhjól, ekki hálfgerðann hjólastól fyrir eldri borgara......hehehe


03.03.2014 00:29

2014


Honda CB1100EX 2014

 

Þar sem það hefur heyrst frá sumum (íbúar suðureyjunnar) að alltof lítið sé fjallað um Hondur yfirleitt á heimasíðum mótorhjólaklúbba þá svona örstutt grein til að gleðja Hondu aðdáendur. Það var mikið gaman að sjá að Hondu verksmiðjurnar tækju sig til og lagfærðu frábært hjól CB1100 sem kom nú reyndar á markaðinn sums staðar árið 2009, en var sýnt okkur hinum árið 2013. Ég eins og margir aðrir fannst 2013 hjólið bara virkilega flott, en samt það vantaði eitthvað, af hverju að smíða "retró" hjól og ganga ekki alla leið. T.d. af hverju pústkerfi fjórir í einn ? Af hverju bitafelgur og ekki teinafelgur ? Af hverju ekki sex gíra gírkassa ? Hondu verksmiðjurnar hlusta á markaðinn öfugt við marga aðra framleiðendur (uss maður verður að passa sig að hæla þeim ekki um of=Tryggvasindrom).

 

Og nú er komið í sölu CB1100 EX sem skilar þessu öllu og nú ættu "retró" aðdáendur að gleðjast, því þessi nýja útgáfa nærri því uppfyllir allt í því hvernig "retró" hjól ætti að líta út, jú lengi má bæta t.d. pústkerfi fjórir í fjóra, en það er til eftirmarkaðs þannig pústkerfi. Nýja fjórir í tvo pústkerfi er aðeins styttra en það gamla fjórir í einn. Svo eru það auðvitað þessar nýju teinafelgur bara flottar þó sumir segi að teinafelgur eigi bara heima á reiðhjólum og gamla Ford. Sætið er líka breytt á EXinu sem og hliðarhlífar. Uppgefin þyngd er um 573 pund og er EXinn um 27 pundum þyngri en sá gamli sem er einnig framleiddur áfram. Nýi EXinn kemur með sex gír gírkassa og ABS bremsum, bensíntankur er einnig stærri um þrem lítrum stærri. Síðan eru smá breytingar á framljósi, mælaborð segir þér hvaða gír þú ert í (gott fyrir eldri borgara). Nú er bara að sjá hvenær Honda Íslands fær fyrsta EXinn og hver verður fyrstur til að kaupa, mig grunar að það verði einhver á suðureyjunni. En allavega flott hjól og lesa má betur um eldri gerðina á netinu sem og nýja hjólið, en fann ekki alvöru Roadtest vegna nýja EXins.

Stolið og stílfær af netinu

Óli bruni.

 Svona til gamans, þá er eitt svona hjól á leiðinni til landsins í gegnum Bernhard ehf.

Virkilega flott hjól.....

 

02.03.2014 23:56

Flott klippa

Dolli sendi mér töff klippu úr myndinni Hátíð eftir Pál Steingrímsson, tekið á þjóðhátíð 1980 (held ég) og þarna eru nokkur kunnuleg andlit, já og hjól. Þar á meðal Steini Tótu í sama jakkanum og á sama hjólinu og síðastliðið sumar, Einar Sigþórs þegar hann var Hondu-peyji, Dolli á z1 900 1973 sem að Darri á í dag, þarna sést líka í old-wing (þann eina sem er með kick start sveif á klakanum), Nr.1 á z1 900 1973, Björgvin Björgvins á GPz1100, rauður Z1R (hugsanlega Biggi Jóns) og margt fleira skemmtilegt. Gaman væri að fá athugasemdir frá eldri borgurunum sem voru viðstaddir þessar tökur og endilega leiðrétta mig ef ég er að bulla.

28.02.2014 18:47

trailgræjur frá Bretanum.




BSA Victor 500 cc eitt nýtt kom svona hingað til Eyja árið 1972 og átti það þá Sigurjón Sigga á Freyjuni. En hjólið er enn til hér og hefur verið í bútum í ein 30 ár.



Hér er önnur mynd af 500 Victornum.



Það hefði verið nær að flytja inn nokkur svona Triumph Trophy Trail 500cc tveggja strokka græju sem hefði sómt sér vel ásamt SL 350 Hondunum sem voru alsráðandi upp úr 1971. En ekkert svona hjól var flutt inn á klakann.

26.02.2014 20:46

Gæjalegar græjur.




Flottur sendibíll þetta hjá Bretanum.



Hér eru Torfi gull og sonur að spá í sendaran enda góður fyrir kóngafólk.



Flottur Panther þarna með hliðarvagni að sjálfsögðu.



Það væri ekki amalegt fyrir Bigga að láta skutla sér á ball fullum í hliðarvagninum.





600 cc vélin í Panthernum 1 cylindra með tveimur útblastursgreinum skilaði honum og hliðarvagninum vel áfram enda mikið notað af venjulegu fólki í Englandi sem fór t,d út að versla Fish and Chips.

25.02.2014 21:47

Gamli enn að.


Enn er sá gamli að paufast við afturhjólið á CB 750 þótt komin sé fast að sextugu. Mig minnir að hér áður fyrr taldi maður gamla menn á þessum aldri alveg búna á því.



Þessar myndir eru frá því á sunnudaginn síðasta og eru hjólið og ökumaðurinn samtals 97 ára að aldri.



Gamli er í skýjunum yfir aflinu í Æskuástini og hlakkar mikið til að fara í sex cylindra Honduna hans Adda Steina en verður það ekki vonbrygði fyrir alla 50 CBX eigendurna á Islandi ef gamall kall á gamalli 750 Hondu tekur Náttröllið í alvöru spynu ? En þetta er ekki búið enn svo við sjáum bara hvernig til tekst, samt hef ég fulla trú á þeirri litlu.


23.02.2014 19:24

Honda Monkey 50 cc




Honda cz 100. 50 cc monkey bike sem gaman var að sjá á safni Sammy Miller í Englandi. Eitt svona tæki kom til landsins á sínum tíma og kom það nýtt til Eyja árið 1967.



Gaman væri að fá söguna hjá Steina Tótu þegar hann stal græjuni 12 ára gamall og eigandinn náði að hlaupa hann uppi úti í hrauni en ég held að Steini hafi náð að komist undan á hlaupum en eigandinn Lilli Guffa endurheimti græjuna sína.

21.02.2014 21:42

Notað grams í Bristol


Tók nokkrar myndir af skransölum sem ávalt fylgja svona sýningum eins og í Bristol. Jú það sem er kanski drasl fyrir sumum getur verið gull fyrir öðrumog margt þarna sem hægt er að versla en skoðum bara myndirnar sém ég tók.



Hér er gamall Matchless árg 1948 til sölu.



Og eitt Triumph T 110 til uppgerðar.



Nóg var af Nöðruleifum þarna.







Harley tankar í kippum.



Harley mótor sem skorinn hafði verið úr grindini.



Hlífasett á Hondu Gold Wing 1000.





Þessi var með helling af Triumph, BSA og Norton mótorum til sölu svona einskonar Jói mara þeirra Englendinga. En þarna virðast þessir sem sennilega eru feðgar að rífa í sig skyndibitann svo þeir rífa meira en bara mótorhjól blessaðir.

20.02.2014 19:49

Hmmmm


20.02.2014 19:39

Tryggvi við komuna heim....

Þessi mynd náðist af #1. við komuna heim á suðureyjuna.

Úff dýr bensínbarkinn sem ég fékk í Honduna,,,, en það er gott að vera kominn heim.

Myndin er hér í seríunni frá Bristol, en var það alger misskilingur í mér að hún væri tekin í Bretlandi, því þetta er á Herjólfsbryggjunni eins og allir sjá.

En svona rétt í lokin, þá er smá getraun.

Hvað kostaði bensínbarkinn í heildina ?

Sá sem er næst réttu svari fær happaþrennu og hamborgarasósu frá Tryggva.


18.02.2014 23:11

Færeyjaferð..........



Nú eru nokkrir Drullusokkar að plana Færeyjaferð, planið er að fara frá Seyðisfirði þann 10.júlí. Bergur Guðna # 136 og Maggi á Drangavík #154 eru búnir að vera að plana túrinn og greinilegt er að Maggi ætlar ekki að lenda í sama veseni og Huginn á Huginn VE lenti í í bensínstoppi í Færeyjum því að hann ætlar að taka vélstjórann sinn með sér, þ.e.a.s. Gunna Jóns #178. En ef fólk hefur áhuga á að fljóta með þá er bara að heyra í þessum eðalgaurum.

18.02.2014 18:31

Meira frá Bristol




Hér er Royal Enfield 750 Interceptor græja en það voru síðustu alvöru hjólin sem Royal framleiddi í Bretlandi en verksmiðjan lokaði árið 1971.





Hér er annar Royal Enfield Inteceptor 750 cc


16.02.2014 22:13

Ferðasagan.



Jólasveinar einn og átta (uss jólin löngu liðin)= Ferðalag Drullusokka, Gaflara sem og Þverhausar til Bestalands = Englands !!!

 

Fyrir ekki alllöngu héldu á stað til Englands níu "jólasveinar" frá ýmsu stöðum á Íslandi t.d. Selfossi, Vestmannaeyjum, Garðabæ, Hafnarfirði og Reykjavík, margir þeirra meðlimir í Drullusokkum, Göflurum og að sjálfsögðu Þverhausum. Ferðin hófst um miðja nótt á föstudegi og þar sem þessir snillingar búa á hinum ýmsu stöðum var farið á nokkrum bifreiðum til Keflavíkurflugvallar, já aðallega að tryggja að nóg pláss væri við heimkomu, því sumir ætluðu að kaupa sko heilan helling. En byrjum á upphafi sögunnar af hverju England um miðjan vetur og allt að rigna í kaf !! Jú einn öflugasti bretaáhugamaður Íslands (Hjörtur) sagði mér (Óli Bruni) frá mótorhjóla og sölusýningu í Bristol sem hann hafði heimsótt áður. Síðan bætast við tæmerinn (Hilmar) sem reyndar komst ekki, Speedie (Torfi gull), maður nokkur sem kenndur er við Bacon (Tryggvi).

Reyndar var reynt við tvo aðra suðureyjabúa, þá Bigga Breta og Darra, en hvorugur fékk leyfi frá ektamaka, ja reyndar annar, hinn ætlaði sér að bræða loðnu í tonnavís !! Gullsmiðurinn (blikksmiður) sá fljótlega að það myndi aldrei ganga að mega bara vera með eina ferðatösku undir varahluti !! Svo hann bauð syni sínum Frey, reiknaði meira og sá að það myndi ekki duga að bæta við einni tösku, svo nú upphófst leit  að fleirum. Næsta fann gull/blikkarinn tvo öðlinga sem og hrausta menn til að bera þeir eru Heimir yfirdrullumallri Íslands og eigandi að gasverksmiðju (hugsanlega útskýrt síðar) og Ölgerðarbóndi einn að nafni Októ (átti einu sinni Harley sælla minninga!!). Eitthvað vantaði í hópinn svo undirritaður fór að huga að málum með það í huga að gott væri að blanda bílahuga í þennan hóp og hver er númer eitt í því á landinu jú Sigurjón Kvartmílumaður Íslands, maður (já bara til ein tegund af bílum) og einnig Gaflararáðamaður númer eitt. Svo er það sá síðasti sem bættist við hann keypti farmiða með ódýrara flugfélagi, tíu mínútum fyrir brottför, hann Smári sem þekktur er fyrir að pólera og pússa.

Ferðin gekk áfallalaust fyrir sig til Bestalands. Síðan tók við smá ferðalag að bílaleigu, eftir smá bið eftir Smára, því hann þurfti að ferðast með lest frá ódýra flugfélaginu til okkar og já lestin hans bilaði. Á bílaleigunni voru teknir tveir FIAT átta manna bílar, því þá svona stóra bíla myndi einhver spyrja !!?? Jú allavega þurfti mikið pláss fyrir varning í annarri bifreiðinni= Gull/blikk. Fiat af hverju Fiat ?? jú Fiat á allt sem heitir Mopar (svipuð gæði!!) og þessu réði Mopar maður nr. 1. Skipt var niður í bifreiðar eftir þroska, aldri, gáfum og magni hárs á höfði og dæmi nú hver fyrir sig. En skipting var eftirfarandi: Hjörtur, Tryggvi, Sigurjón og Óli í einni, Októ, Smári, Heimir, Torfi og Freyr í hinni. Fyrsti viðkomustaður var ACE café í London, þar sem hittum fyrir eiganda staðarins Mark Wilsmore og allir vildu mynd með honum, sumir fengu aðrir ekki, held að það hafi snúist um hvaða mótorhjól menn áttu !! Þessi staður er að sjálfsögðu sá staður sem allir mótorhjólamenn (konur) eiga að heimsækja, því saga þessa staðar er mjög löng en kannski ekki mjög löng á þessum stað. En ég ætla ekki að ræða um matinn (ala shit hamborgarar) !!! Hann hafði þau áhrif að í annarri bifreiðinni var mjög mjög mikið um vissa gasframleiðslu. Nú var tekin stefnan í tvær áttir þ.e.a.s. í þeirri bifreið sem ætlaði sér ekkert að versla var stefnan tekin á Bristol, en í innkaupabifreiðinni var stefnan tekin á Ace Classic's, en þar ætlaði Gull/blikkarinn að ná sér í: bensíntank, grind, mótor, bretti, felgur, púst og eitthvað smávegis annað !! Áður en lengra er haldið þá verður að koma því einu að Hr. Bacon var búin að skýra hópinn í innkaupabifreiðinni og nú skildi hann heita Coneheads sem síðar var breytt í Dickheads þar sem Kónar voru ekki ánægðir með nafngiftina. En þeir skýrðu minn hóp Hringvöðvana. Allavega við Vöðvarnir vorum ekki búnir að aka lengi frá Ace Café þegar neyðarkall barst frá Dickheads, leiðsögutækið (GPS tæki sem bruni lánaði þeim án ábyrgðar) virkaði ekki lengur og þeir væru strandaglópar og við yrðum að snúa við til að bjarga þeim. Var þeim bent á að þeir væru með ca. 4-6 snjallsíma í Dick bílnum sem allir væru með leiðsögu "appi". Ekki heyrðist meira frá þeim, en þeir komust að því að leiðsögutækið var í lagi en FIAT (Mopar) var bilaður og því þurfti að fá nýjan FIAT og allt tók þetta tíma þannig að aumingja Gull/blikkarinn komst ekki til Ace Classic´s þann daginn. Vöðvarnir mættu snemma á hótelið í Bristol, fengu sér smá lúr (aldur) fyrir matinn, Dickarnir komu ekki fyrr miklu miklu seinna á hótelið.

Dagurinn var tekin snemma næsta dag (dagur 2) þó aðeins þyrfti að bíða eftir Gull/blikkara, er bara þannig að sumir þurfa að sofa meira en aðrir. Vöðvarnir voru mættir fyrstir að venju á sýningarsvæðið en sýning þessi er kölluð The Carol Nash motorcycle show, en þarna eru sýnd alvöru mótorhjól (bresk) af eldri gerðinni sem og að seldir eru hinir ýmsu hlutir fyrir mótorhjólamenn, bæði nýtt og notað. Þarna vorum við í raun komnir til himnaríkis, ja allavega þeir sem eiga alvöru mótorhjól!!! Reyndar reyndust þarna innanum nokkrir hrísgrjónabrennarar, en nær ekkert til sölu í þá og Hr. Bacon var hálf daufur yfir þessu, en það rjáltaði af honum því hann er gamall breta aðdáandi sem og eigandi, en hann heyrðist samt segja mjög mjög mjög oft David Silver, sem er mótorhjóla "shjoppa" á austurströnd Englands (en meir um það síðar) sem selur alla hluti í eina hjólið á suðureyjunni: HONDU. Lítið sá maður af Gull/blikkaranum því hann fór hratt yfir og hlóð í poka eins og engin væri morgundagurinn (aumingja Freyr), maður hefur ekki séð svona, jú kannski þegar stóðhest er hleypt inní gerði með merum í látum. Við hinir ALLIR skoðuðum bara mótorhjól í rólegheitum. Í lok dags grátbað póleraður Dickari okkur Vöðvana um leyfi til að fara með okkur frá sýningarsvæðinu því það væri ekki lengur pláss í Dickara bílnum=varahlutir frá margnefndum Gullsmið. Naut hann ferðarinnar frá sýningu að hóteli með viðkomu á "pöbb" og sagði að það væri miklu betra andrúmsloft í Vöðva bílnum (Heimir).

Hópurinn allur fór svo saman út að borða á svokölluðum Ítölskum stað og það var hraustlega tekið til matar síns og við fengum óvænta heimsókn frá enskum hjólamanni honum Ian, en hann er vinur Brunans í Englandi. Ian þessi hafði ekið alla leið frá London (2 ½ klst) til að færa Brunanum eitt stk. stýri, semsagt a.m.k. fimm klst. akstur fyrir eitt stýri !! Bruninn er jafn ruglaður og Gullsmiðurinn !! Góður matur ja spurning hvernig á það er litið en sumir þurftu að fá sýna steik eldaða tvisvar. Svo kepptust allir um að fá að borga fyrir hópinn svo að peningar flæddu um allt.


Sunnudagur og seinni dagur sýningar runnin upp og hver er mættur fyrstur í morgunmat, jú innkaupastjóri ferðarinnar. Mættir á sýninguna á skynsamlegum tíma og tekin góður hringur og hjól skoðuð betur, en sumir héldu áfram innkaupum með fjóra aðstoðarmenn í humátt á eftir= BBB sem er: Borga Bera Bíða !! Vöðvarnir sáu fljótlega að það yrði að ná meira útúr þessari ferð heldur en einni sýningu, svo þeir héldu sem leið lá í átt að sýningarhöll Sammy Miller, en Sammy er einn frægasti mótorhjóla ökumaður Englands og þá bæði í drullumalli og á götumhjólum. Mig minnir að hann hafi unnið a.m.k. 1200 drullumallarakeppnir og nokkur hundruð götuhjólakeppnir. Dickurunum var boðið með, en þeir sögðust ekki getað yfirgefið innkaupastjórann, hann gæti aldrei borið þetta allt einn og væri rétt að komast í stuð um hádegisbilið. Hvern hittum við inngang sýningarinnar jú sjálfan Hr. Miller, mig grunar að Hjörtur hafi hringt í hann því þeir hafa tekið tal saman áður á annarri sýningu. Nú upphófst mikil myndataka með Sammy og kynningu hópsins og það kom fljótlega í ljós að hann þekkti þessa Íslendinga alla, yes Mr. Bacon yes I know him he is in love við Honda, Oh mister Mopar yes he drives a Roadrunnar, yes Mr. Bruni he makes good bikes bad, and of course Mr. Hjörtur he is the best mecanic in all of Icealnd. Síðan voru Vöðvarnir leiddir undir einkaleiðsögn um allt sýninguna sem samanstendur af 400 hjólum og öll gangfær nema 7 (eitt af þeim eru úr tré). Við fengum að fara inní það allra heilagasta, þar sem var verið að gera upp hjól sem og hjól sem biðu uppgerðar, já svo fengum við áritaða bók um æfi Sammy, já erfitt að toppa þennan dag. Degi lauk með sameiginlegum mat þar sem rætt var um viðburði dagsins sem og innkaup sumra.


Síðasti dagurinn í Bestalandi og nú var Hr. Bacon mættur fyrstur í morgunmat og sagði bara tvö orð aftur og aftur og aftur: Davið Silver-David Siler !! Og til að komast sem fyrst til Hr. Silver sem selur HONDA HONDA HONDA ákvað Hr. Bacon að taka lestina þessa löngu leið frá vesturströndinni að austurströndinni. Taldi að þessi Fiat (mopar) drusla myndi aldrei komast á áfangastað nógu tímanlega, nei hann ætlaði sko með hraðlest til David Silver og ekkert röfl. Þannig að við kvöddum Hrr. Bacon með tár í augum á lestarstöðinni í Bristol, en hann brosandi útað eyrum með glampa í augum því nú skildi sko versla einn bensínbarka í CB750. Fer ekki sögum af þessu ferðalagi Tryggva fyrr en síðar. Dickarnir tóku stefnuna á London en innkaupastjórinn ætlaði sko að fara til Ace Classic´s sama hvað gengi á, þar biðu hans mikið magn varahluta. Vöðvarnir héldu í sömu átt með það í huga að fara í eina elstu mótorhjólabúð Englands Reg Allen en hana hefur Bill Crosby rekið í yfir fimmtíu ár á sama stað. Það var meira en fróðlegt að hlusta á hann og Hjört tala saman, í búðinn hjá Bill var eitt stk. Triumph sem er eina sinnar tegundar í heiminum. Bill sagði okkur frá mótorhjólasafni London Motorcycle Museum sem hann á stóran hlut í og þangað var haldið og þar voru til staðar mörg einstök mótorhjól t.d. fyrsti Triumph Tridentinn kallað P 1 og eitt BSA Rocket Three með yfirliggjandi knastás, já og mikið af öðrum hjólum, en engin japani.

Dickarnir fóru eins og áður er sagt til feðgana sem reka Ace Classic´s og fengu góðar móttökur, reyndar ekki furða því heyrst hefur að þeir séu að halda í heimsreisu með öllum fjölskyldumeðlimum, eftir heimsókn innkaupastjórans. Dickunum var meira segja boðið í mat, sem eins og menn vita sem reka fyrirtæki að það er bara skrifað á kostnað !!! (öfund Vöðva). Svona okkar á milli þá fór sonurinn á Ace Classic´s alla leið heim til sín til að ná í bensíntank fyrir innkaupastjórann, tankur þessi er sérstakrar gerðar og mjög fágætur og þeir búnir að eiga hann í mörg ár, en hvað gera menn ekki fyrir extra extra góða kúnna !!!

En hvað varð um Mr. Tryggva Þverhaus (já líka Drullusokkur og Gaflari), hringt var í hann reglulega og spurt um ferðalag hans til að kaupa bensínbarkann, en svona til gamans þá hefði ferðalag þetta á bíl tekið um 8-9 klst. þ.e.a.s. frá Bristol til David Silver og aftur til baka á Heathrow flugvöllinn ef ekkert væri stoppað. En svona alvöru þverhausar og Honduaðdáendu telja svona smá ferðalög ekkert eftir sér. Tryggvi sagði okkur reglulega að ferðin gengi vel og hann væri í góðum félagsskap (ekki með okkur Vöðvum). Síðan fréttist af honum á leið til baka með bensínbarkann og hann nálgaðist London hratt sem og flugvöll. Leifarnar af Vöðvagenginu mætti tímanlega á flugvöllinn, farið var um fríhafnarsvæðið og smá innkaup og síðan borðað, en engin Tryggvi. Nokkru áður en farið var í átt að landgangi sjáum við í verslun einni, þ.e.a.s.  þessir þrír Vöðvar, svona leikfangadýr sem hangir í bandi og flýgur í hringi, dýr þetta er aldrei með vængi en þykir óvenjugott verkað í morgunmat (Bacon), en þetta dýr var með vængi og við sáum að það væri alveg óhugsandi að kaupa ekki dýrið og færa Tryggva það að gjöf, svona til að gleðja hann eftir langt og strangt ferðalag þvert yfir England og til baka. Eftir kaupin á dýrinu þá ákváðum við að það yrði skilyrði að dýrið yrði hengt upp í Honduheimum á suðureyjunni. Við allir bæði Dickarnir og Vöðvar fórum um borð í flugvélina, en engin Tryggvi enn, smá séns því hurð hafði ekki verið lokað, en svo fór að flugvélin hélt heim á leið til Íslands án Tryggva og við vorum allir sammála því að hann hefði verið handtekinn í vopnaleitinni vegna bensínbarka. En það eru bara hetjur og þverhausar sem leggja svona ferðalag á sig til að ná í einn bensínbarka. Heyrst hefur að Tryggvi sé komin til síns heima (tapaði reyndar af Herjólfi líka) og bókabúðin hleypir honum örugglega aldrei aftur til útlanda og nú bíðum við allir/öll spennt eftir ferðasögu ala Bacon.

Ég vil þakka öllum ferðafélögum fyrir frábæra ferð og væri til í að fara með þeim öllum aftur á morgun.

Mr. Senior, Ace borgara dúddinn og Roadrunnerinn.



Bacon-píparinn greinilega ánægpur með bikið í Bretlandi.



Jæja Óli fann þá alvöru mótorhjól,, ég gruna að það sé saga á bakvið tækið, kannski fáum við smá umsögn í athugasemdum.



Já einmitt wtf.. kannski að við fáum smá comment um þetta tæki líka hér að neðan.



Triumph Trophy Trail,,,, töff.



Aðeins preppaður Rocket sýnist mér...........



Glæsilegur Henderson.


Kv. Óli bruni það fylgja nokkrar myndir frá mér, sem og netföng hjá nokkrum aðilum.


 aceclassics.co.uk                  sammymiller.co.uk

               BillCrosby museum




16.02.2014 20:31

Frá Bristol.




Hér er Andersen við draumahjólið sitt og nóg pláss fyrir gömlu aftan á.



Óli og Grjóni með flott merki þótt hjólin séu kanski ekki eins góð.



Glæsileg 350 Súkka tutaktari og 2 cylindra kanski að DR fái sér eina svona.



Þarna má sjá Vinsent Black Prince græju sem bretinn framleiddi fyrir jakkafatagæjana.



Og önnur jakkagræja.
Flettingar í dag: 705
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 445
Gestir í gær: 49
Samtals flettingar: 1266970
Samtals gestir: 80259
Tölur uppfærðar: 5.10.2024 20:53:41