M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

09.11.2013 10:35

Gunnar Hreins á CBX inum sínum.




Hér er Gunnar Hreinsson á CBX Hondu sinni einu af 3 sem komu ný til landsins. Þetta hjól átti nýtt Óskar á Skagaströnd. Hjólið er búið að vera í kössum í ein 20 ár og verður sennilega áfram og er ekki falt Myndirnar eu teknar árið 1982.



Hér er Gunnar á afturdekkinu



Og hérna líka. Eftir því sem ég best veit býr Gunnar í Noregi í dag en þíð leiðréttið mig eg ég er að fara með rangt mál varðandi það.

08.11.2013 09:00

Félagi Stebbi Súper sokkur # 11




Hér er það sjálfur Stebbi Súper á 1000 Kawasaki af árg 1978 en þetta hjól átti Heiddi heitin Jóhannsson á Akureyri nýtt.

07.11.2013 10:41

Gunni og fyrri CBX innnn.




Svei mér þá er þetta ekki Roger Daltrey söngvari úr The Who ? Nei annars þetta er Gunni Graði eða bara Onkel Horný frá Stokkseyri. Þarna með fyrri CBX Hondu sína á kvartmílubrautini. Þessi Honda kom ný til landsins árið 1979 og átti hana þá Guðsteinn Eyjólfsson ( Gussi ) En í dag á hjólið Baddi Ring á Akureyri ef rétt er munað hjá mér. Þarna má einig sjá Adólf Adólfsson á nýrri Katana 1100 súkku sinni. En Adólf vann þarna góðan sigur.

06.11.2013 10:06

Egill og Fanney á 650 Kawa.




Hér eru Egill Sveinbjörns og Fanney Gísla ofurskutla á Kawasaki KZ 650 hjóli Egils. Myndin gæti verið frá árinu 1981 eða 1982.

04.11.2013 11:12

12 cylindra Kawasaki 2300 cc


Það er mikið kvartað yfir Hondufærslum hér út í eitt þótt það séu hjól hjólana. En hér kemur einn Kawi smá breittur að vísu.



Hér er rokkurinn V 12 ekkert minna en mótorinn ku vera 2300 cc. Maður hefði nú haldið að hann ætti að vera 2600 cc en svo er ekki



Hjólið hefur upphaflega verið 1300cc Kawasaki með sex strokka vél.



Þeir eru komnir með alvöru vatnskassa þarna á græjuna.



Og hér á fullu. Mikið myndi nú Óskar á Skagaströnd taka sig vel út á þessum það þýddi ekkert að vera í kögurjakka þarna um borð því kögrið myndi bara rifna af og jakkinn yrði þá bara venjulegur jakki.

02.11.2013 22:02

Óla pistill um Ducati


Diavel krafta krúser frá já sjálfum Ducati



Hver hefði trúað því að Ducati ætti eftir að koma með krúser mótorhjól á markaðinn, því Ducati er þekkt fyrir allt annað en eitthvað sem virðist hugsað fyrir að bara sitja á og já bóna.
 En Ducati er eins og önnur fyrirtæki í mótorhjólabransanum, þeir vilja ná til sem flestra og það er öruggt að þeir sem hafa efni á og langar í alvöru krúser þeir munu kaupa sér Diavel, eða réttara sagt djöfulinn, nei Diavel þýðir ekki djöfull á Ítölsku, sumir segja að þetta sé í raun fyrirfram ákveðin prentvilla !!! Þessi súperkrúser hugmynd er svo sem ekkert ný af nálinni, við sjáum fyrir okkur t.d. V-Maxinn (Diavel er reyndar nær 100kg léttari en Maxinn) og V-Rod o.fl. græjur.



 Ducati myndi eflaust aldrei láta frá sér mótorhjól öðruvísi en fullhannað og með góða alhliða eiginleika, (ræðum ekki um frágang á rafmagni). En hvernig þeir hafa náð Dúkka með 240mm afturdekki í hóp mótorhjóla sem sögð eru "höndla" virkilega vel, ja það sýnir hvað þessi verksmiðja getur.
 Diavel hjólið kom á götuna 2011 og blaðamenn mótor-hjólablaða sögðu að þetta væri mest "ögrandi" hjól frá upphafi frá Ducati og slái algjörlega við síðasta "nýja" hjóli Ducati sem var Multistrada 1200S hjólið.
 Hvað er svona nýtt ? jú nær allt útlit, áseta, afl, akturseiginleikar  og hljóð. Þó ótrúlegt sé þá er, köllum græjuna bara djöfulinn hér eftir og þó !, þá er hann með sömu grind og Multistrada hjólið og með sama 90 gráður V 2 1200cc mótor. Diavel hjólið kallar bara á athygli hvar sem það sést, þetta er svona alvöru krafta græja, eins og flottur vaxtarræktarmaður sagði ein blaðakonan og bætti við ja kannski líkara amerískum rugby leikmanni tilbúnum að taka af stað í fullum herklæðum, allt sampakkað en um leið og hann fer af stað já passið ykkur bara.



Framdemparar eru 50mm frá Marzocchi og eru sagðir stillanlegir. Eins og áður sagt þá er mótor sá sami og í Multiströdunni, en Dúkkamenn ná miklu meira útúr mótornum, hestöfl eru gefin upp 162 við 9500 snúninga og togið er 94 fet pund á 8000 snúningum, miðað við 150 hestöfl og 87,5 hjá Strödunni.
 Þessari aukningu ná þeir með öðru pústkerfi og inntaki á beinu innspýtinguna o.fl. Gírkassi er sex gíra og er sagður hefðbundin Dúkki.



 Mótor er tengdur gírkassa með Slipper kúpplingur, ekki dónalegt það, hægt að gíra niður hressilega. Bensíntankur tekur um 17 lítra og er vel falinn ef segja má svo. Öll ljós á hjólinu eru LED ljós. Sætishæð er sögð 30.3 tommur og sæti sagt þægilegt.
 Hjólið er með nokkuð hefðbundnum Dúkka afturgaffli þ.e. á einum armi, þannig að önnur hlið afturfelgu sést vel. Þyngdardreifin milli fram og afturhjóls er í hlutföllunum 50.8/49.2, en breytist að sjálfsögðu ef farþegi er með.
Prufuökumenn segja að hjólið sé frábært í akstri  og "höndli" virkilega vel sem er ótrúlegt miðað við stærð aftur-hjólbarða 240/45/17 frá Pirelli, jafnvel í þröngum beygjum.  Pirelli framleiddi þennan hjólbarða sérstaklega fyrir Ducati með þetta hjól í huga.



 Allt kemur þetta skemmtilega á óvart miðað við útlit hjólsins, þetta er ekki bara krúser heldur hörku sporthjól.
 Hægt er að halla hjólinu í beygjum um 41 gráður áður en fótpedalar rekast niður. Hjólið kemur í nokkrum útgáfum og þá er Carbon hjólið sérstaklega flott.
Þrátt fyrir beina innspýtingu er hægagangur í kringum 1000 snúninga og hefðbundið kúpplings Dúkka skrölt heyrist ekki, en hið þekkta Dúkka hljóð er enn á sínum stað.
 Eitt af því fáa sem prufuökumenn kvörtuðu yfir var afturfjöðrun og þá sérstaklega þegar tekið var hressilega á hjólinu útúr beygjum, þá vildi slá saman, en afturfjöðrun er frá Sachs. Að framan eru tveir fljótandi bremsudiskar og bremsudælur eru frá Brembo (Monobloc) og eru bremsur sagðar með því betra á markaðinum. Hjólið er svo sem engin léttavara en samt með léttari "krúserum" vigtar 463.5 pund.
 Og hverjum myndi ekki langa í einn Diavel, allavega væri ég sko ekki á móti því að eiga einn sérstaklega eftir að hafa sest á einn í Þýskalandi 2011, já reyndar á þrjá í umboði einu.
 Er ekki komin tími á einn svona, það eru þó nokkrir Dúkka aðdáendur sem og eigendur á Íslandi, hver þeirra verður fyrstur ??!!
Stolið og stílfært af netinu.
Óli bruni

ps, Djöfull öfunda ég nú Óla að hafa 3 klof og geta prufað 3 Dúkka en svona að alvöru " Flottur pistill þetta að vanda hjá þér Óli minn.


02.11.2013 09:51

Gretar Jóns sokkur # 98




Hér er Gretar Jóns í Leisertækni á nýrri CB 900 Hondu af árgerð 1982 enda myndin tekin það ár.



Hér prjónar Gretar svo í hina áttna svo hann er þarna búin að prjóna par af sokkum, enda erum við jú allir Drullusokkar


31.10.2013 20:15

Leynivopnið mikla opinberassað





Sælir félagar,

Það á auðvitað ekki að leka svona upplýsingum, en svona er þetta bara, en hér meðfylgjandi er ljósmynd af nýjasta leynivopni NR. 1 og segir sagan
að þessi græja hafi verið í smíði í NÖÐRUKOTI frá opnun þess í lokuðu herbergi, ennfremur að þessi súper HONDA hafi verið smíðuð sérstaklega
fyrir næstu keppni aldarinnar milli NR. 1 og Bigga Breta á Norton, og að Tryggvi hafi viljað jafna leikinn á milli þeirra. Nú bíður maður spenntur.

Með kveðju Óli bruni


31.10.2013 08:55

Gauji Gunnsteins Sokkur # 211




Þá er það Gauji Gunnsteins á 1100 Kawasaki hjóli sínu af árgerð 1982. Já það hefur alla tíð verið mikil prjóndella hér í eyjum og þóttu guttarnir ekki menn með mönnum nema getað hjólað út í eitt á afturhjólinu. Sá fyrsti sem hóf þetta hér í Eyjum var Sigurjón Sigurðsson ( Sigga á Freyjuni ) og má rekja upphafið rúm 40 ár aftur í tímann eða til ársins 1970.



Eins var ótrúlegt hvað menn voru duglegr að spóla þótt dekkjahallari hafi verið í landinu bæði bras að fá dekk og svo kostuðu þau augun úr en samt var spólað út í eitt. Þetta var líka bara svo gaman. Myndirnar eru teknar árið 1982.

30.10.2013 08:26

Jón Trausti Haralds á 1100 Kawa.




Hér er Jón Trausti heitin á GPZ 1100 Kawasaki hjóli sínu af árg 1981. Jón Trausti lést langt fyrir aldur fram árið 2010.

29.10.2013 09:30

Einar Sigþórs á Einu dekki..


Okkur voru að berast töluverður fjöldi mynda frá Gumma Gísla síðan 1981 til 1983. Flestar eru myndirnar prjón myndir af bryggjuni í den en þar lét löggan okkur í friði, svo framarlega að menn höguðu sér eins og menn upp í bæ. En hér eru fyrstu myndirnar frá Gumma.



Hér er Einar Sigþórs á CBX og með Lóu litlu systur aftan á og það á afturdekkinu. Etli hún Lóa amma hafi vitað af þessu það er spurning.



Hér hefur kallinn náð að væla út að fá að fara einn á hjólinu en það var mjög svo (rear) eða bara sjaldgæft enda var systir hörð aftan á og hreinlega eins og akkeri aftan á CBX inum svo notuð séu orðin hans frænda ( Steina Tótu)

27.10.2013 21:00

Loksins Hondupistill frá Óla bruna.



Honda CBX sex strokka ofurhjól.









Hvenær hefst sagan jú eflaust þegar Benelli Sei sex strokka 750cc kom fyrst á markaðinn og gat sagt við vorum fyrstir já langt á undan ykkur !!! þ.e. frá kynningu Sei árið 1972/73, en Sei hjólið var í framleiðslu allt til ársins 1989, fyrst eins og áður sagt 750cc og síðan 1979 þá kom 900cc hjólið. Reyndar verður að bæta því við, þó við ætlum ekki að fjalla um Sei hjólið þá er grunnhugmynd mótor þess hjóls stolið frá Honda og þá í grunninn á CB500 fjögurra strokka. En í dag eru til svo ég viti tvö Sei hjól á Íslandi í eigu sama mannsins. En aftur að CBXinum sem var fyrst kynntur til sögunnar á árinu 1978 og er frábær grein í  febrúar hefti Cycle Magazine, en þar hittir Hr. Tadashi Kume aðal hönnuður Honda blaðamenn og segir eitthvað á þá leið: Við erum búnir að vera með CB 750 frá 1969 og nær ekkert breytt því og 550 er líka það sama og það var 1971. Við getum ekki setið á hliðarlínunni og horft á önnur ofurhjól koma á markaðinn þ.e. frá öðrum framleiðendum og við sitjum eftir (já hreinlega). En nú sagði Hr. Kume erum við komnir með hjól sem allur heimurinn á eftir að taka eftir og það hressilega (nefnir ekkert Benelli). Svo var það fallegan mánudagsmorgun að CBXinn er kynntur til sögunnar við Willow Springs kappaktursbrautina. Blaðamenn vita ekkert og þeir segja við heyrðum í græjunni löngu áður en við sáum hana og hljóð minnti á Porche á fullum snúning, en þarna voru fjórir Hondu mekkar að hita upp Sexuna. Þarna var græjan sex strokka alls 1047cc með fjórum yfirliggjandi knastásum og 24 ventlum og Honda hafði sett stefnuna á að fjöldaframleiða hraðskreiðasta mótorhjól heimsins. Ekki má gleyma öðrum hönnuði mótor hjólsins en það var Shoichiro Irimajiri. Reyndar voru hannaðir tveir mótorar einn sex strokka og einn fjögurra, báðir 1000cc og mjög litlu munaði í mældu afli við sveifarás sexan var mæld 103 hestar en fjarkinn 98 hestar. En sexann varð ofaná því Hondumenn töldu hann eiga meiri framtíð fyrir sér og væri að auki miklu þýðgengari og ýmislegt annað tæknilegt sem engin nennir að lesa um (nema einn á Akureyri). Það var sama hver sá þennan mótor innan Hondu firmans allir urðu þeir ástfangnir ef segja má svo. Að sjálfsögðu komu upp ýmiss vandamál eins og alltaf þegar nýtt hjól er hannað frá grunni. T.d. áseta og pláss fyrir ökumann, þ.e. hné/fótleggi og því var mótor látinn halla einar 33 gráður í grindinni. Svo að koma fyrir startara og alternator, því ekki mátti mótor verða of breiður, en sexan er aðeins tveimur tommum breiðari en CB 750 mótorinn, eða 23.4 tommur. Við fyrstu kynni sögðu blaðamenn að hjólið virkaði virkilega stórt, en um leið og farið var af stað gleymdist þetta allt. Sætið er þægilegt og stýrið sem er dulítið sérstakt liggur vel fyrir ökumanni. Mælar eru vel staðsettir og vel læsilegir ásamt idjótaljósunum. Síðan er tekið af stað með hljóði sem gleymist aldrei, já síðan Hailwood var á sexunni sinni að keppa. Prufuökumenn segja að Willow Springs brautin sé draumur flestra ökumanna, sérstaklega fyrir þá sem þekkja til. Fyrst var farið varlega til að kynnast græjunni. Síðan var farið að taka á því og frá 6500 snúningum að rauða strikinu sem er í kringum 9500 snúninga er mótor alltaf jafn þýður þannig að ökumanni finnst hann aldrei vera á of miklum snúning. Hvernig höndlar hjólið jú er svona viðkvæmt og þá sérstaklega útúr beygjum á fullri gjöf, afturgaffall virðist ekki alveg ráða við sexuna, það virðist sem afturgaffall og demparar hafi svona mætt afgangi !!. Hjólið svona fer í svona liðamóta "sving" ef hressilega er tekið á því. En með því að aka hjólinu með réttu hugarfari og ekki kæruleysislega er það ja bara frábært í alla staði. Lítið mál er að ná 120 mílum á beinu köflum. Við inngjöf taka CV blöndungarnir við öllu sem þeim er boðið. Kúpplingsátak er létt og skiptingar eru léttar með svona smá "klonki". Frambremsur eru sagðar virkilega góðar og diskarnir tveir eru 5mm þykkir en bremsudælur eru beint af gamla CBinum.  Af ofurhjóli er öll hönnun í útliti virkilega vel heppnuð og nýtur enn mikilla vinsælda um allan heim, en við Íslendingar eigum hugsanlega metið því ef sagan er rétt eru hátt í 60 CBXar hér á landi. Hjólið er svo sem engin léttavara og er um 600 pund (599.95) fullt af bensíni. Afl hjólsins var mælt reglulega og á heitum tíma dagsins mældist það 85.6 hestöfl við 9000 snúninga og tog var 52.27 pund á fet á 6500 snúningum og á sama tíma var þarna ein Zeta og hún mældist um 79 hestöfl, besta mæling CBXins var 89 hestar á 9000 snúningum og þá á venjulegu bensíni. Kveikja hjólsins eru ekki platínur og hönnuðir Honda sögðu að eiginlega hefðu mestu vandamálin með CB 750 hjólið þ.e. með afl hefði mátt rekja til gamla kveikjudótsins. Blöndungar eru sex og eru 28mm frá Keihin og er blöndur nr. 3 tengdur við dælu og svo er þetta allt tengt saman, eins og sagan segir ekkert mál að stilla einn Amal, aðeins meira vesen tveir, þrír eru hausverkur, svo það ætti ekkert mál vera að stilla SEX Keihin blöndunga !!! Á ¼ mílunni voru skráðar ýmsar tölur og þar á meðal 11.62 sek og endahraði 117.49, geri aðrir betur á standard græju beint úr kassanum. En í hvað hentar þessi græja, jú svona sport touring. Komum nú aftur að mótornum þeir segja að hann gangi á 250 snúningum kaldur !! og síðan er hann í 700 snúningum heitur, draumur margra en þá hætta þessar græjur að smyrja sig grunar mig. Allavega hefur CBXinn heldur betur sannað sig á klakanum því eins og áður sagt þá eru um 60 stk. til á landinu og svona smá saga með: Því fyrir nokkrum árum langaði mig jafnvel í CBX og hringdi útaf einum á ebay í USA og karlinn sem svaraði var ekki lengi að koma því að hvort ég væri frá Íslandi, því hann hefði heyrt að við værum að kaupa alla CBX Ameríku til Íslands !! Lesa má betur um allt tæknilegt og sögu hjólsins á netinu, eða bara hringja norður.
Stolið og stílfært af netinu:
Óli bruni.





Til viðbótar þessari finu grein frá Óla þá má bæta við að í upphafi komu aðeins 3 CBX Hondur til landsins árið 1979 en í dag eru um 60 stykki af CBX á klakanum eins og Óli bendir réttilega á. En af þessum 3 sem komu nýjar áttu tvær sér sögu hér í eyjum Einar Sigþórs átti þá einu rauðu sem kom ný og Gunnar Hreins, ásamt þeim Óskari Eggerts og Oddgeiri Úranussyni áttu hina sem var silfurgrá í upphafinu. Í dag eru 3 Honda CBX  hér í Eyjum Darri á eina Grétar Már á eina og svo sú nýjasta i flóruni er svo Hondan sem Addi Steini var að versla sér.



Hér sést vel aflið í CBX inum þarna eru buxurnar hjá Einari Sigþórs búnar að snúast hálfann hring svo að saumurinn á hliðunum er komin aftur á kálfana aflið í hjólinu er búið að toga þær í 90 gráður. Myndin er frá árinu 1980 og hjólið því rétt ársgamalt þarna.



Hér er svo nýjasta CBX hjól Eyjana ásamt eiganda þess. Nú eru að verða komnir tveir mánuðir frá aðalfundi okkar en þar lofuðu einir 3 drullusokkar að henda inn efni með okkur Sæþóri en ekki hefur bólað á einni einustu færslu frá þeim enn. Það er ekki gott þegar menn eru boðnir og búnir að leggja síðuni lið og gera fjölbreittari og gera svo hreinlega ekki neitt. Þeir taka þetta bara til sín sem eiga. En Óli okkar slökkvimaður er heldur betur búin að koma hér með hvern pistilinn á fætur öðrum og er varla hægt að þakka honum nóg fyrir það. Svo ég segi bara fyrir mig Takk Óli fyrir að koma hér með hvern póstinn á fætur öðrum.

27.10.2013 10:04

Tvær 40 ára Zetur





Hér er ein frá árinu 1987 og eru báðir þessir Kawar af árg 1973.

27.10.2013 09:56

Tveir Bonneville frá árinu 1967.




Hér eru tvö Triumph Bonneville 650 cc hjól af árg 1967 en bæði komu ný til Eyja á sínum tíma og áttu þau þá, Silfraða hjólið Guðmundur Tegeder og þetta rauða og hvíta átti Sverrir Jónsson . Bæði þessi hjól eru enn í toppstandi og eins og ný þótt orðin séu tæplega fimtug Flotta græjur síns tíma.

25.10.2013 17:15

Gamall en handónýtur Löggutugti




Þessi var flottur fír og er reyndar enn Gumundur leigubílstjóri eða eins og Steini Tótu sagði "Skölli" sjálfur á Harley Davidsson gömlum löggu Halla sem var útkeyrður og reyndar alveg handónýtur. En ég man ég spurði Skölla um gripinn og sagði hann mér að mótorinn  væri nýuppekinn og eins og nýr. Það má sjá á pústinu sagði ég og þá brosti Skölli sínu breiðasta svo allar tennurnar sáust. Myndina tók ég á Skógum árið 1991. Steini sagði mér að kappinn væri með mun fleiri tennur en skötuselur.
Flettingar í dag: 148
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 557
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 1227398
Samtals gestir: 78204
Tölur uppfærðar: 12.9.2024 01:54:03