M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

15.10.2014 07:15

Ducati Scrambler

Hér er smá video  brot af flottum Dúkka sem kemur á markaðinn 2015.

Flott hjól.

13.10.2014 13:26

Magni Hauks á Hondu auðvitað.
Hér er sjálfur Magni Hauksson á Honda Shadow hjóli sínu sem er 750 ccMagni er nýbúinn að láta custom mála hjá sér bensíntankann og kemur það bara þræl vel út með hauskúpu og alles on.

09.10.2014 09:29

Enn eru það Hondur að sjálfsögðu.
Hér er það síðustjórinn okkar Sæþór Gunnarsson á 1000cc Hondu CBR (Að sjálfsögðu) hjólið hans er bókstaflega eins og nýtt úr kassanum þótt orðið sé 6 ára gamaltFlott græja sem gert hefur góða hluti á kvartmílubrautini í Kapplahrauni. En Sæþór hefur náð þrusu flottum tímum þar.

04.10.2014 18:54

Mike the bike


Hér er grein sem var birt í nóvember í fyrra á síðunni okkar, en birtum hana aftur hér aðeins til að skerpa á mönnum.


Mike "the bike" Hailwood


Hver man ekki eftir ofangreindum kappakstursökumanni mótorhjóla, ef ekki þá hafa menn hugsanlega gleymt að lesa um mótorhjól svona almennt (smá grín). Mike Hailwood er og verður besti hjólaökumaður heimsins og eflaust segja margir hvað með alla hina sem keppt hafa á undan og eftir að Mike dó, eins og t.d. Giacomo Agostini sem reyndar Mike keppti við í mörg skipti, eða Doohan, Valentino Rossi, Phil Read o.fl. o.fl. Það verður að skoða þetta í réttu samhengi og miða einnig við hvaða hjólum menn voru að keppa á. En Mike var einn af þessum mönnum sem bara settist uppá hjólið sem nota átti í viðkomandi kappakstur og ók af stað, varð yfirleitt nr. eitt nema eitthvað bilaði. Af hverju var hann kallaður The bike, jú hann gat ekið öllu með stæl. Hann var ekkert mikið fyrir að kvarta yfir hinu og þessu, það bara reyndi á hans eiginleika. Hann var af ríku fólki komin og pabbi hans keypti allt það besta í mótorhjólaheiminum í upphafi fyrir hinn unga son, en gamli maðurinn hafði einnig keppt í kappakstri á sínum yngri árum, en þegar Mike var að vaxa úr grasi rak pabbi hans mótorhjólaumboð. Mike byrjaði á minibike á grasflötum nærri heimili sýnu, mjög svo ungur.  Mike reyndi fyrir sér á menntabrautinni en hætti fljótlega, fór síðan að vinna hjá pabba gamla og síðan hjá Triumph firmanu. Vegna ríkidæmis  Mikes eða réttara sagt pabba hans, varð það miklu erfiðara fyrir Mike að sanna sig í upphafi fyrir öllum hinum sem nær alltaf komu úr fátæku umhverfi. En það tók Mike yfirleitt ekki langan tíma að sanna sig, bæði á brautinni sem utan hennar, því hann var talin með skemmtilegri mönnum=hrókur alls fagnaðar og aldrei nein "prímadonna". Mike var fæddur 2. Apríl 1940 og dó í bílslysi ásamt dóttur sinni 23. mars 1981 aðeins fjörtíu ára gamall. Hvenær hófst svo saga hans á kappakstursbrautum heimsins jú á því herrans ári 1957 og þá á Oulton Park og var hann rétt orðin 17 ára, náði þá strax ellefta sæti. Strax á árinu 1958 vann hann sinn fyrsta kappakstur þá þolaksturskeppni í Thruxton 500. Hann hélt áfram að taka menn í nefið, en síðan kom að því að Honda menn sáu til Mikes og hann fór að keppa fyrir þá árið 1961. Og strax sama ár var Mike fyrsti maðurinn í sögunni til að vinna þrjá kappastra á Isle of Mann þegar hann vann í 125cc, 250cc og líka 500cc flokknum. Hann hefði líka unnið fjórða kappaksturinn ef keðja hefði ekki slitnað á 350cc AJS hjólinu hans hefði ekki slitnað. Það var síðan sama ár eða 1961 að Mike Hailwood varð 250cc heimsmeistari á fjögurra strokka Hondu. Árið eftir gekk Mike til liðs við MV Augusta og varð heimsmeistari með þeim fjögur ár í röð í 500cc flokknum. Síðan fór Mike aftur til Honda  og vann fjóra heimsmeistaratitla í viðbót í 250cc og 350cc flokkunum. Framagreint er bara hluti af því á þessum árum sem hann vann, t.d. árið 1965 vann hann Hutchinson 100  kappaksturinn á Silverstone á BSA Lightning Clubman svo það þurfti ekki Hondu til að vinna. En þessi kappakstur fór fram í mígandi rigningu og þarna sló hann við t.d. Triumph Bonneville verksmiðju "preppuðu" hjólunum. Meðalhraði Mike í þessari keppni var 134 km/klst. Eflaust er Hailwood þekktastur fyrir alla sýna vinninga í TT keppnum á Isle of Man (eða Manarkappaksturinn eins og ég las nýlega í nýrri Íslenskri mótorhjólabók), því þegar árið 1967 gekk í garð hafði Mike unnið þarna tólf sinnum, en frægsta keppni hans var eflaust sú á árinu 1967 þegar hann og Agostini áttust við í Senior TT, en endaði með því að Mike vann, meðalhraði hans voru 175.05 km/klst. og það met stóð í ein átta ár, þessa keppni vann hann á Hondu RC181. Áður en lengra er haldið þá hætti Mike að keppa á mótorhjólum og sneri sér að kappakstri bíla og gerði góða hluti þar bæði í Formúlu Eitt og World Sport Cars, vann t.d. árið 1972 Formúlu tvö Evrópu titilinn og komst á pall árið 1969 í 24 tíma keppni Le Mans, lesa má betur á internetinu um afrek Mike í bifreiðakappakstri, en hann hætti að keppa á bílum árið 1974 eftir að hafa slasast nokkuð mikið í keppni í þýska Grand Prix í Nurburghringnum. En Mike var sko ekki hættur því 3. Júní 1978 kom hann til baka og keppti aftur í Isle of Man TT hjólakappakstrinum, þá búin að vera hættur í ellefu ár. Hann var orðin 38 ára og nær allir töldu að hann ætti engan möguleika á verðlaunasæti eftir svo langa fjarveru. Hann fékk hjól frá Ducati umboði í Manchester sem hét Sports Motorcycles, hjólið var Ducati 900SS með feringum og Mike kom öllum á óvart nema þeim sem þekktu hann og vann kappaksturinn með stæl, við gífurlegan fögnuð áhorfenda. Hann kom aftur árið á eftir í sömu keppni og ók þá "tútattara " Suzuki RG500 og vann. Mætti síðan síðar þessa helgi á sama hjóli í Unlimited Classic keppina og slóst um fyrsta sætið við Alex nokkurn George sem ók 1100 Hondu og þar munaði aðeins tveim sekúndum á milli þeirra félaga en Alex vann. Eftir að Mike hætti keppni þá opnaði hann Hondu umboð í Birmingham í Englandi og hét það Hailwood and Gould (Rodney Gould einnig kappaksturhetja). Það var síðan sunnudaginn 21. Mars 1981 að Mike var að aka með börnum sínum tveimur þeim Michelle og David og á leiðinni að ná sér í fisk og franskar, þegar ökumaður stórar vörubifreiðar tók ranga ákvörðun og ók í veg fyrir Mike, dóttir hans Michelle lést samstundis en Mike og sonur hans voru fluttir á sjúkrahús þar sem Mike lést tveimur dögum síðar af meiðslum sínum, hann var 40 ára gamall, sonur hans David slapp með smávægileg meiðsli. Þess má geta að ökumaður vörubifreiðarinnar var aðeins sektaður um 100 pund. Sagan segir að Mike hefði sagt konu sinni sem og spákonu einni að hann myndi deyja 40 ára gamall í bifreiðaslysi og þá ekki í kappakstri. Saga Mike "The bike" lifir góðu lífi og er margt gert til að minnast hans t.d. árleg Mike Hailwood Memorial Run í mars á hverju ári frá fyrrverandi Norton verksmiðjunum í Birmingham. Hailwood vann 76 Grand Prix kappakstra og komst 112 sinnum á pall í þeim kappakstri, 14 Isle of Man TT, 9 heimsmeistaratitla ofl. ofl. ofl. Ducati heiðraði minningu hans með því að smíða Ducati 900ss Hailwood replicu og voru seld um 7000 þannig hjól, Ducati endurtók reyndar leikinn aftur nokkuð mörgum árum síðar. Margt annað hefur verið gert til að minnast þessa heiðurs-manns t.d. var hann heiðursfélagi í AMA Motorcycle Hall of Fame árið 2000 og ári síðar International Motorsports Hall of Fame og minning hans lifir um ókomin ár.


Stolið og stílfært af netinu:  Óli bruni

 Þetta er sko alvöru mótorhjólagæji.


02.10.2014 17:54

Smá getraun


Hér er ein hrikalega flott mynd.

Og við spyrjum :
  • Hver er ökumaðurinn?
  • Hvernig hjól er á myndinni?
  • (Og ein bónusspurning) Hvar er myndin tekin?

01.10.2014 23:52

Peter Fonda

Jæja, smá meira af Fonda og Easy rider,
Mr. Burn kom með spurningu, af hverju þurfti fjögur hjól í myndina ?
Hér svarar sjálfur Peter Fonda spurningunni hans Óla.
Það voru reyndar bara tvö hjól fyrir Fonda og tvö hjól fyrir Nicholson, þannig að
það voru fjögur hjól í heildina.

Þetta viðtal er tekið við Peter Fonda í fyrra, og er hann að tala um hvernig myndin
Easy rider varð til, skemmtilegt viðtal við alvöru eilífðartöffara.


30.09.2014 00:00

Easy rider


Harley Davidson hjólið hans Peter Fonda úr easy rider myndinni frá 1969.

Hjólið verður boðið upp í Bandaríkjunum á næstu dögum, talið er að það gæti endað í ca. 1,2 milljón dollara eða 150 milljón kr. íslenskar.
Gerð voru fjögur svona hjól til þess að nota í myndinni en þremur af þeim var stolið og ekkert hefur spurst til þeirra eftir stuldinn.
En þetta hjól átti Fonda sjálfur og gaf mekkanum sem sá um hjólin í myndinni,

En nú er það falt, upp með veskið sokkar......

25.09.2014 07:52

HmmmÞessi ætti að skemmta sumum  (=:

25.09.2014 07:47

Allt er fertugum fært.


Í júlí síðastliðinn varð þessi* fertugur og ber hann aldurinn nokkuð vel, virkilega flottur ketill þarna á ferð,
 (
*átt er við hjólið á myndinni)

Kawasaki Z1 900 1974

24.09.2014 23:04

Það er gott að hafa vit fyrir óvitum sem borga jú skatta.
Nýju umferðarlögin banna prjónaskap

Samkvæmt nýjum drögum að umferðarlögum sem lögð hafa verið fyrir Alþingi verður ökumönnum bifhjóla bannað að prjóna á bifhjólum sýnum. Ákvæði 6. mgr. er samhljóða 1. mgr. 42. gr. gildandi laga en bætt er við greinina að farþegi bifhjóls skuli hafa báða fætur á fóthvílum og ökumanni bifhjóls er gert að hafa hjól bifhjólsins að jafnaði á veginum þegar það er á ferð. Er hér vísað til þess að svokallað "prjón" við akstur bifhjóls getur verið mikið hættuspil, sérstaklega í almennri umferð, og er þessu ákvæði ætlað að almennt banna slíkt hátterni. Líklega verður það í höndum lögreglu að dæma hvenær slíkt telst prjón og hvenær ekki, en ökumenn sumra tegunda mótorhjóla beinlínis stóla á að geta lyft framdekki við vissar aðstæður, en það eru ökumenn torfæruhjóla sem stundum þurfa að lyfta framdekki yfir fyrirstöðu. Spurningin er hvort að Drullusokkar í Vestmannaeyjum verði nú að hætta prjónaskap þeim sem stundaður hefur verið þar á hafnarsvæðinu um árabil, eins og sjá má af myndinni hér fyrir ofan.


22.09.2014 19:57

Vignir Ólafsson # 124
Hér er Viggi Ólafs við hjól sitt sem er Kawasaki Zephyr 750 cc og er hjólið af árg 1997. Ég er búinn að setja myndina inn í félagatalið okkar en eitthvað bras er með að skoða myndir þar alla vegana í minni tölvu og verð ég að viðurkenna að ég er ekki nógu kár á tölvu til að redda því. Það verður að koma einhver mér klárari á þessu sviði til hjálpar.

22.09.2014 08:35

Viðar Breiðfjörð.
Hér höfum við listamanninn Húsvíkinginn og móttakara okkar Drullusokka Viðar Breiðfjörð á Suzuki Intruder 1400cc hjóli sínu.Viðar er einn af þeim duglegri að mæta á fimtudagsfundi okkar og er það bara flott mál enda litríkur persónuleiki sem hugsar jú stundum mjög djúpt.

17.09.2014 22:34

Drullusokkur 131.
Hér koma nokkrar myndir sem Sokkur 131 sendi okkur Kristján Ágústsson heitir hann kallaður Kiddi og er hjólið hans honda Shadow 750 cc.

Hérna við opið rör úti á Eiði.

Flottar myndir hjá Kidda.
Flettingar í dag: 2673
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 1498
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 1074697
Samtals gestir: 73925
Tölur uppfærðar: 15.7.2024 16:32:34