M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

06.11.2012 18:50

Nokkrar gamlar auglýsingar.

Það er alltaf gaman af gömlum auglýsingabæklingum, og ábyggilega enn meira gaman ef maður er orðinn það aldraður að muna eftir þeim frá því að þeir voru nýjir.


HONDA CBX1000



Kawasaki H1 500 two stroke



Skítt með Súkkuna, djöfull er gallinn sem gellan er í töff, úr hverju ætli hann sé.



Bretarnir verða að fá að fljóta með.



Ariel Leader, já eða Honda CBR1000 "87

05.11.2012 20:11

Nokkrar vetrarlegar myndir.


Maður veltir því fyrir sér hvað skildi hafa farið úrskeiðis hér .... Hmmmm

Nú væri gott að vera með hita í handföngunum eins og Bryndís er með á Hornetinu.

Svo er spurning að fá almennilegar skrúfur í blöðrunar.

Þetta er ansi svalt....

03.11.2012 20:14

Ein með afturdekkið á tæru.




Hvar endar þetta með afturdekkin ? Þau bara breikka og breikka.

02.11.2012 17:14

Bræðurnir Biggi og Stebbi.






Hér eru tvær myndir sem ég tók árið 1987 af þeim bræðrum inní í Herjólfsdal og báðir á Triumph hjólum.





Og svo tvær teknar síðasliðið sumar hér er Stebbi kominn á Harley en Biggi á Triumph að sjálfsögðu.



Og svo ein hér af þeim bræðrum ásamt Símoni Waagfjörð, undirrituðum og Gylfa Úranussyni blessuðum.

02.11.2012 00:10

Með eina vel búttaða aftan á.




Þessi er flottur með gömlu aftan á, og og neistaflugið aftan úr Ja það er nú það....

01.11.2012 08:41

HONDA MT50



Nú þarf #1 að fá Bókabúðina til að panta eina svona fyrir Bísann.

Hvað skildu margir skilja þessa færslu ?

31.10.2012 20:25

MotoGp Honda museum collection Motegi

Vá hvað maður gæti eytt mörgum klukkutímum, dögum, já eða vikum á þessu safni. Þarna er öll flóran frá Helga Fagra og uppí MotoGp hjólin.

Þá er bara að drífa sig til Japan.
 

Honda Collection Hall Motorcycle Museum Review by motousa

31.10.2012 10:36

Frá suðurlandsferð árið 2008






Hér eru myndir sem teknar eru á Flúðum árið 2008, í dag eru 3 af félögum okkar á myndunum horfnir yfir móðuna miklu. En þarna eru þeir Svenni Matt, Haukur Richards og Geir Valgeirsson.



Og hér ein úr sömu ferð myndin er tekin á Þingvöllum og bregðum við hér á leik ég og Haukur Richards.

30.10.2012 20:00

Meira af Zundappinu.




Hann er vel hvítur þarna hann Óli Venna bara drullusokkurinn svartur eins og vera ber.



Hér er ein tekin fyrir utan Helgafellsbraut 25, og sýnist Óli Venna vera þarna við hliðina á Dappinu.



Hér upp í brekku í Herjólfsdal en Honda 50 komst ekki nærri svona hátt upp. Eftir því sem gömlu mennirni segja á þá hafi Dappið verið 100 cc svo það er ekki furða að það hafi spænt upp gaggabrekkuna með farþega aftan á, meðan Honda 50 átti í bölvuðu brasi með það og það án aukamanns.



Hér aftur Óli Venna á græjuni en þeir sem áttu hjólið hér mér vitanlega voru fyrst Raggi Jóns svo Óli Venna og að endingu Þorvaldur heitinn Waagfjörð

29.10.2012 20:54

2013 Triumph Speed Triple R



Triumph Speed Triple R 2013




28.10.2012 09:00

Zundappið eina og sanna.




Hér er hið forn fræga Zundapp hjól sem við hér í eyjum muna vel eftir, alla vega þeir sem komnir eru á sextugsaldurinn



Vélarsalurinn í Zundappinu tútaktari af eðal gerð



Á þessari mynd má sjá að Honda 50 þessa tíma var mun minna hjól en Zundappið sem var með emeleraðan bensíntank. Fyrir þá sem ekki vita hvað emelerað er þá vitna ég bara í gömlu hlandkoppana. Meira um Zundappið seinna.




27.10.2012 14:18

Sokkar árið 2007 part 3.




Biggi Jóns á Triumph Trident 750cc hjólinu sem hann átti þarna.



Og gamli á Harley Davidson 1445cc hjóli sínu.



Jenni Rauði á Yamaha 1100cc Dragstar hjóli sínu.



Óskar í Hellugerðini á CB 900 Honduni sinni.



Steini Trausta á Yamaha 1300cc hjólinu sem hann átti þarna.



Óli G á Yamaha 1300cc hjóli sínu.



Sigurbjörn Egils á 750cc Hondu sinni.



Og hér að endingu Hófí á Hondu 750cc sem hún átti þarna árið 2007. En hún er eina manneskjan sem ekki var í Drullusokkunum á þessum myndum.
Flettingar í dag: 690
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 445
Gestir í gær: 49
Samtals flettingar: 1266955
Samtals gestir: 80259
Tölur uppfærðar: 5.10.2024 20:31:15