Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]
Færslur: 2011 Apríl
30.04.2011 13:58
Einar Sigþórs prufar hjálm.
Það var um árið að hann Einar Sigþórs áhvað að versla sér hjálm enda hjálmalögin komin í gildi hann mátaði marga hjálma og þar á meðal þennan,ekki fara af því sögur hvort hann verslaði þennan en hjálmurinn fór honum bara nokkuð vel..
30.04.2011 13:46
Jói Færeyjingur prufar Harley
Það var hér um árið á landsmóti Snígla að nokkrir Svíar komu í heimsókn á rosa Harley hjólum sem þá þóttu sjaldgæf á klakanum,hér mátar Jói Færeyjingur eitt þeirra.
Þetta voru svaka græjur hjá Svíunum.
Á þessum Harley lentu þeir í vandræðum því annað kertið skaust út út mótornum með öllum gengjunum með sem í heddinu voru, stákarnir sögðu mér að það væri búið að tjúna græjuna svo rosalega að þjappan væri orðin svo mikil að heddið gaf sig Ég spurði eins og fáviss kona voru gengjurnar fyrir kertið ekki bara orðnar svona slittnar og rúmmar í mótornum að þær héldu ekki.Nei græjan var bara svona háþrýst.
29.04.2011 20:07
Z 1000 Rotta. ( Rattbike )
Hér er eitt af Kawasaki z 1000 hjólunum 5 sem komu árið 1978.það er nú ekki hægt að segja að það sé vel komið fyrir þessum en hann kom nýr á sínum tíma til eyja, hér er hjólið í dag því hefur verið breitt í rottu sem sumum þykir flott og öðrum ekki.
Hér er framgjörðin af hjólinu en upphaflega var hún á 900 Kawanum sem ég átti hér um árið.
Hér er mótorinn sandblásinn í heilu lagi og eflaust í góðu lagi en þetta voru sterkir og góðir mótorar.
Hér er tankurinn á Z1R stelli.og eigandinn spjallar í símann Ættli hann sé að segja nei það er ekki til sölu ?
Svona til að menn sjái hvernig hjólið leit út í upphafi þá set ég hér eina gamla mynd sem sínir z 1000 eins og það var ( Einu sinni ) Þessir 9 ungu menn á myndini eru orðnir kallar í dag og eru 7 af þeim enn hjólandi 2011 31 ári síðar.
28.04.2011 20:15
Ariel Leader 250 cc
Rétt fyrir árið 1960 keyptu BSA mótorhjólaverksmiðjurnar hina fornfrægu Ariel verksmiðju sem framleitt hafði flott og fræg mótorhjól áratugum saman allt að 1000 cc 4 cylindra hjólum, en eftir yfirtöku BSA að þá var það þetta sem kom sem kom út úr veksmiðjunum og státaði af Ariel merkinu. Niðurlæging Ariel var algjör og nutu BSA menn árangursins með glotti á vör. Sennilega átti Ariel Leader að höfða til jakkafatagæjana með þessu hjóli en aðallinn við það var að það sást ekkert í vélina á græjuni enda passaði það ekki við lúkkið á sparifatastrákunum Það sést í vélina sögðu þeir ojy barasta Þarna var sem sagt komið fram eðal gripur fyrir fínu strákana.
Margar Mótorhjólaverksmiðjur fóru að herma eftir Ariel Leader og meira að segja Honda reyndi við þetta lúkk 30 árum seinna.
Ariel Leader var einig fánanlegur í ljósbláu og voru hvítu hringirnir á dekkjunum vinsælir fyrir lúkkið.
Hér er einn að prufa græjuna fínu og það sést sem betur fer ekkert í vélina.
Hér má svo sjá tilraun Honda við að skapa sinn eigin Ariel Leader en þetta er CBR 1000 Honda af árg 1987 og er mottóið það sama það má alls ekki sjást í vélina .En sem betur fer var hjólið ekki framleitt nema í örfá ár og þá var utlitinu breitt hið snarasta og eru CBR hjólin búin að sína vélina en við gömlu skarfarnir höfum alltaf fundist vélin í mótorhjóli vera aðal skrautið á hverju hjóli svona er nú smekkur manna misjafn.
28.04.2011 09:31
Honda CBR 1000 RR árg 2008
Hér er Sæþór Gunnarsson á hjóli sínu sem er Honda CBR 1000 RR árg 2008.hjólið hjá honum er til mikillar fyrirmyndar í alla staði og gaman að sjá hvað vel er hugsað um það enda er hjólið eins og nýtt þótt það sé orðið 3 ára gamalt.
Strákurinn á ekki langt að sækja snyrtimenskuna en hann er sonur Darra í Bragganum
Því miður að þá er það er ekki oft sem race hjólin eru svona flott útlítandi.og ætti þetta að vera áskorun á guttana sem eiga svona græjur að hugsa nú vel um hlutina sina enda þurfum við að vinna fyrir þeim hörðum höndum.
27.04.2011 19:29
Suzuki Katana 750
Eyjamaðurinn Gísli Eyland Sveinsson nú búsettur á Sauðárkróki sendi okkur þessar myndir af hjóli sínu Suzuki Katana 750 cc árg 1983 en Gísli er búinn að vera að gera hjólið upp nú í vetur og hér koma svo myndirnar frá honum.
Við þökkum Gísla fyrir myndirnar og gaman að sjá hvað menn eru að brasa við, við viljum nota tækifærið og hvetja félagsmenn að senda okkur myndir af hjólum sínum til birtingar hér og er þá alveg sama hvar á landinu þeir búa.
27.04.2011 12:17
Ótitlað
Dauði "Superbikes" yfirvofandi!
Samkvæmt grein í breska Superbike blaðinu þá er allt útlit fyrir að svokölluð "Superbikes" sem við köllum "racera" hér á landi hverfi úr framleiðslu á næstu árum. Ástæðan er síminnkandi sala og áhugi á þessum hjólum. Samkvæmt sölutölum frá Bretlandi þá fór salan úr 22.500 hjólum árið 2006 í 13.100 hjól árið 2010. Sama saga er á Ítalíu og Þýskalandi. Því hafa framleiðendur brugðist við með því að koma með hjól sem hafa aksturseiginleika Superbikes en eru praktískari og aflminni. Eins og framleiðendurnir segja : "Við látum kaupandann fá hjól sem hann þarf og getur í raun notað".
Honda hefur til dæmis hafið framleiðslu á CBR600F aftur og Kawasaki setti á markað síðasta haust Z1000SX sem hefur vakið mikla athygli og áhuga. Það er með 135bhp mótor en hefur flesta eiginleika racer. Það er talið líklegt að aðrir framleiðendur fylgi þessari stefnu og að Superbikes eins og við þekkjum hverfismám saman.
En þótt að þessi hjól (Kawasaki Z1000SX og Honda CBR600F) séu ekki racerar þá falla þau alveg undir upprunalegu skilgreininguna á Super bike, sem varð til þegar Honda CB750 kom fyrst á markað 1969, þ.e.hjól sem skaraði fram úr venjulegum hjólum í afli, aksturseiginleikum og bremsueiginleikum.
Kawasaki Z1000SX
Honda CBR600F
27.04.2011 11:32
Afmælissýning Ernira (eða er það Örna?)
Sælir félagar
Við hjá Örnum ætlum að halda veglega afmælissýningu laugardaginn 14. Maí, langar að biðja ykkur um að kynna þetta í klúbbnum ykkar ef einhver hefði áhuga á að koma, þá verður hinn árlegi skoðunardagur haldinn laugardaginn 28. Maí, að þessu sinni í samvinnu við Aðalskoðun í Reykjanesbæ þar sem tilboð frá þeim var töluvert betra en hjá Frumherja, verð á skoðun er kr. 2000.- á hjól.
Bestu hjólakveðjur
27.04.2011 08:43
Dr Bjössi gerir upp gamalt eyjahjól
Dr Bjössi er þessa stundina að gera upp gamalt Suzuki GS 750 hjól af árg 1978 en þetta hjól kom nýtt hingað til eyja og átti það fyrst Oddgeir Úraníusson
Þetta hjól er sérstakt að því leiti að þetta er fyrsta mótorhjólið sem kom til eyja með steiptar felgur og höfðu eyjaskeggjar aldrei séð neitt annað en teina í gjörðum áður
Auk Oddgeirs áttu þetta hjól um tíma hér Darri í Bragganum og Reynir Jóhannsson hennar Möggu í Klöpp
Þetta er að verða glæsi hjól hjá Doctornum enda maðurinn einn fremsti Súkku skverari í norðurhöfum
26.04.2011 08:58
Ein flott naðra Honda cz 100
Hér er mynd af Honda cz 100 en þetta er 50 cc græja sem flutt var inn af umboðinu árið 1967 og eina svona hjólið sem kom til landsins Myndin er tekin í Lækjargötuni í Rvk og situr eigandinn Óskar Þór Óskarsson á tækinu en Óskar þór er sonur Óskars Matt á Leó.
Margir guttar hér í eyjum áttu hjólið en það var Sigurjón Siguðsson sem kom með það nýtt hingað og lifði græjan af eldgosið 1973. Þessa mynd fékk ég hjá Njáli Gunnlaugssyni en hún birtist í bók hans um 100 ára sögu mótorhjólsins.
Hér situr fyrsti eigandinn Sigurjón Sigurðsson á Flekknum eins og við kölluðum hjólið gjarnan. Þessar nöðrur eru ekki til margar í veröldini og ef þær eru til sölu þá eru þær dýrar svo dýrar að þú getur gleymt því að flytja svona apparat inn.
25.04.2011 20:45
Spaghetti maðurinn gripinn glóðvolgur.
Glæran var ekki þornuð á Dúkkanum þegar MR Spaghetti var kominn í skúrinn hjá Hilmari níska og var hann í vettvangsransókn
Þarna er kvikindið farið að gramsa í skottinu á Löduni.
Hann bókstaflega hvarf ofan í skottið svo mikill er áhuginn.
Hann er þegar byrjarður á skúrnum svo Ladan verði ekki fyrir frekari skemmdum.
MR spaghetti segir að þetta verði lítið mál enda græjan ryðvarinn hjá Ryðvarnarskálanum í Sigtúni 5 en síminn þar er 19400.
Made inn USSR Pabbi segir að það sé best og ekki lýgur Jón Þórðar.
Það er eðal viður í þessum skúr og hefur Hilmar níski ekki sparað við kaup á efni í skúrinn.
Við kveðjum MR Spaghetti í bili og fáum kanski að fylgjast með en annar Sokkur er að græja gamlan Ópel Rekord og ætla þeir svo að spyrna upp hjá krók um næstu helgi.
Hér er svo Ópelinn sem DR Bjössi á en hann mun vera af árg 1958 og ætlar Bjössi að vera klár í spyrnuna um næstu helgi hér stendur fyrri eigandi af Pellanum Ugluspegillinn Raymond D Davis. En DR Bjössi hirti allt af kvikindinu nema nærbrækurnar og Páfagaukinn.
25.04.2011 14:06
Matchless auglýsing frá 1949
Hér er ein Auglýsing frá Bretanum og þarna segir hann Gæði, Kraftur og Áræðanleiki. Þeir kunnu vel að bulla í Bretlandi í den
25.04.2011 12:27
Kraftmesta hjól í heimi árið 1930
Hér eru tvær myndir af Brough Superior með 998 cc tveggja cylindra mótor þetta hjól er af árgerð 1930 og var hámarkshraðinn á hjólinu 100 mph sem er um 161 km hraði og ætti það að hafa þótt gott á þessm tíma þegar flestir bílar náðu hámarki 60 km hraða.
Hér er svo ein af 1934 árgerðini sport útgáfa með bæði pústin sömu meginn og var þessi gerð kölluð SS 100 en hún var sú vandaðasta og dýrasta sem þeir framleiddu.Brough Superior var framleitt í Englandi á árunum 1919 til 1939 og var kallað Rolls Royce mótorhjólana
24.04.2011 23:37
Spaghetti maðurinn glærar tankann
Hér er alveg ný aðferð við að glæra bensíntanka og er hann hafður á hjólinu við gjörninginn sem Biggi fékk uppgefinn upp úr Ítölsku vagúmm tímariti en verksmiðjan er sérhönnð til pökkunar á spaghetti til útflutnings.
Hér er verið að vinna undir glæruna
Allt vel inn pakkað í plast og undirbúningur á lokastigi.
Þetta er ekki plat kallinn er bara orðinn eins og Jón þórðar þegar hann handmálaði gamla Moskvítis bílinn sinn úti á bletti í den.
Hér er svo vagúmm græjan öll innpökkuð og tankurinn á sínum stað klár í glærun.
Og svo er bara að láta vaða á tankann nýrri glæru og sá gamli bar alsæll með þetta enda tankinn í réttri hæð svona eins og hann sagði sjálfur.Birgir ólst upp á Boðaslóðini beint á móti Hilmari gamla níska sem málaði Mosann sinn með menju úr slippnum og lærði Biggi lökkun hjá honum með góðum árangri.
24.04.2011 12:29
Nýja Triumph hjólið hans Laugja
Hér er nýasta hjólið í bænum Triumph Rocket 2300 cc og er hjólið af árg 2009 en Laugi flutti það inn núna í vetur
Hér er vélasalurinn í græjuni og nóg af hestum þarna inni.
Hér er svo kappinn við hjólið sitt. Biggi segir loksins sá hann ljósið.
Eldra efni
- 2024
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2008
- Desember
- Nóvember