M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

10.08.2013 21:41

Peyjarnir hjá HONDA.

Hér er flott klippa úr Discovery þætti, þar sem Honda verksmiðjurnar eru heimsóttar. Þarna er CBR600RR (ameríkuhjóli) fylgt eftir í framleiðsluferlinu og svo í restina er farið yfir sögu Goldfingersins í stuttu máli.

09.08.2013 20:28

Samförin 2013

 Samför Drullusokka og Gaflara 2013

Undanfarin ár höfum við Drullusokkar og Gaflarar farið eina dagsferð saman og verður engin undantekning í ár. Við erum að spá í laugardeginum 24 ágúst og taka fyrir Suðurstrandarveg og Reykjanesið eins og það leggur sig. Við Sokkar tækjum þá fyrstu ferð á laugardeginum og hittum þá félagana í Þorlákshöfn um hálf ellefuleitið um morguninn og bruna svo barasta af stað saman kíkja við í smá heimsóknir og hafa bara gaman af. Það væri nú toppurinn ef menn létu vita af þáttöku í ferðina en við höfum alla tíð átt mjög erfitt með tjáningar og tilkynningar hér á síðuni þótt menn mali út í eitt á fésbókini eins og gamlar kjaftakellingar gerðu hér á árum áður en Fésið er bara að ganga frá öllum svona síðum dauðum og kanski bara gott mál og tími þessara síðna eins og þessarar bara á enda, það eru jú stöðugar breitingar í lífinu hjá okkur öllum.

Svo er það stóra spurningin um aðalfundin okkar fyrir árið 2013. Sennilegast er best að halda fundinn laugardaginn 31 ágúst en þá er rétt ár frá síðasta aðalfunndi sem tókst með miklum ágætum og óvæntum uppákomum. þAð er smá spurning hvort betra sé að halda fundinn þann 6 sept en það á bara eftir að koma í ljós.



Set hér með eina mynd af hópnum sem fór í Samför klúbbana í fyrra.

07.08.2013 09:10

Gummi Dolla

Gummi Dola festi nýlega kaup á annari CB750, þannig að nú á karlinn orðið tvær slíkar. Geri aðrir betur !

Hér er græjan.



06.08.2013 22:30

Þjóðhátíðin 2013

Hér að neðan eru nokkrar þjóðó myndir, bæði teknar í hópakstrinum á fimmtudaginn og á sunnudaginn.

Allskonar sokkar og ekki sokkar.

Supermoto-sokkur & Kvartmílu/gaflara-sokkur.

Slökkviliðs-sokkur & Skurð-sokkur.

Furðu-sokkar.

Það var að sjálfsögðu stoppað á Stórhöfða.

Nýja græjan hjá Sigga Ö.



Víkur-sokkarnir létu sig ekki vanta.

Nýja græjan hans Lilla.

Hér er svo sunnudagsmætingin.



Og svo enduðum við í kaffi í tjaldinu..........

02.08.2013 09:15

Fimtudagur fyrir þjóðarann 2013


Hendi inn nokkrum myndum sem ég tók í gær af hittingi og hópkeyrsludegi okkar en það voru eitthvað yfir 30 hjól sem tóku þátt í þessu með okkur í blíðskaparveðri,en spáin er bara flott fyrir helgina.



Hér er hópurinn saman komin áður en lagt var í hópaksturinn um eyjuna sem svo sannarlega skartaði sínu fegursta.






























Gleðilega Þjóðhátíð 2013.

31.07.2013 19:58

ATH breytt dagskrá...


Nú er ég búinn að vera í gífurlegri heimildaöflun og miðað við tjaldskipulagið fyrir morgundaginn ættu flestir að vera búnir að tjalda um kl. 14:00 ( nema þingholtararnir en góður maður sagði mér að þeir yrðu líklega komnir í bjór.) Þannig að við höfum mætingu í Skýlið kl. 14. á morgun
Og svo eins og Knútur sagði þá mætum við í dalinn á sunnudeginum, við skulum hittast uppúr kl. 15 í Skýlinu og keyra svo saman í dalinn um hálffjögur.
Við vonum að þetta henti flestum ágætlega og vonum jafnframt að það verði fínasta mæting.

31.07.2013 14:21

Hópakstur á þjóðhátíð


Við höldum upptektum hætti og tökum smá akstur um bæinn á morgun
,
hittumst í Skýlinu kl. 13:30 og rúntum saman um bæinn í blíðunni.
Svo var ég búinn að heyra af því að þjóðhátíðarnefnd hafi haft samband við Drullusokka um að koma saman á hjólunum niðri í dal á laugardaginn eins og í fyrra, en ég veit lítið um málið, ef einhver veit meira en ég þá væri vel þegið að sá sami myndi tjá sig hér að neðan.

Gleðilega þjóðhátíð.....

31.07.2013 10:22

Ný cb 1100 Honda til eyja.


Um daginn verslaði Sigurbjörn Egilsson sokkur # 99 sér nýja og glæsilega 1100 Hondu sem er svona svipuð og gamla CB 750 Hondan, þessi nýja er eins og það sé búið að stera gömlu upp. En glæsilegt Hjól hjá Sigurbirni og full ástæða að óska honum til hamingju með nýja gripinn sem er bara flottur.









Flottur vélasalurinn í CB 1100 Honduni og gaman að sjá þetta skref sem þeir hjá Honda stigu með framleiðslu á þessu hjóli

29.07.2013 09:05

Smá sog fyrir norðan.




Gamli náði að sjúga út komplett blöndungasett  í Svampinn eða Góldfíngerinn út úr Stebba Fimboga sem þó hafði falið þá vel fyrir suguni, hér er gamli að ná þeim með öflugu sogi.



Allt er þetta að koma.



Að sogi loknu sagði Darri við Stebba " Kallinn er ótrúlegur ef Geirfinnur hefði verið á Hondu 50 þá væri Tryggvi löngu búin að finna hann "

27.07.2013 21:52

Biggi og Hondan.




Ekki mátti maður nú líta af æskuástini þá var Biggi kominn að reyna við hana enda sjúkur í spræka gellu.



Nú er það stóra spurningin. Fær hún að reyna sig við Nortoninn á næsta aðalfundi í  byrjun september. Hún tók hann nú vel í gegn síðast svo nú hefur hann harma að hefna. En mikið tekur hann Biggi sig nú vel út svona líka brosmildur við Honduna ég hef bara ekki séð hann geisla svona af gleði í mörg ár.

25.07.2013 19:50

Míla um helgina



                                                                                                                                                            Mynd B&B Kristinsson
Fyrir þá sem hafa áhuga á að kíkja á kvartmílubrautina um helgina þá verða keyrðar tvær keppnir á laugardaginn. 3. umferðin í íslandsmótinu og King of the street keppnin. Drullusokkarnir eiga þrjá fulltrúa á brautinni um helgina. Hörð Snæ # 8, Bjögga # 65 og Sæþór #234.

Dagskrá dagsins er svohljóðandi:

08:00      Mæting keppenda og skoðun
09:30      Pittur lokar
09:50      Fundur með keppendum
10:00      Tímatökur hefjast fyrir báðar keppnir
11:45      Tímatökum lýkur
11:50      Keppendur Íslandsmóts mættir við sín tæki
12:00      Keppni Íslandsmóts hefst
13:30      Keppni Íslandsmóts lýkur - kærufrestur hefst
13:50      Keppendur KOTS mættir við sín tæki
14:00      Kærufrestur Íslandsmóts liðinn
14:00      Keppni KOTS hefst
16:30      Keppni KOTS lýkur - kærufrestur hefst
17:00      Kærufrestur KOTS liðinn
17:00      Verðlaunaafhending á pallinum

Nánari upplýsingar um King of the Street má finna hér:
http://www.kvartmila.is/is/frett/2013/07/23/king_of_the_street_2013

Þar sem King of the Street er innanfélagsmót ætlum við að bjóða upp á það að menn sem vilja bæta sér við í flokka sem verða keyrðir til verðlauna (flokkar sem fleiri en 3 voru skráðir í þegar skráningu lauk) geta gert það með því að mæta á laugardagsmorguninn á milli 8:00 og 9:30 og skráð sig til keppni.  Þeir flokkar sem þetta er í boði í eru: 4 cyl, 4x4, 8+cyl, 8+ cyl radial, Racer 799cc og minna og Racer 800cc og stærri.

 

Í öllum þessum flokkum verða veittir glæsilegir farandbikarar. einnig verða verðlaun frá BJB og Skeljungi fyrir sigurvegara í hverjum flokk og síðan verða útdráttarverðlaun.

Við hvetjum alla til að mæta á Kvartmílubrautina og fylgjast með í góða veðrinu.

Aðgangseyrir 1.000 kr. og frítt fyrir 12 ára og yngri.

25.07.2013 00:01

Þá er það mannfólkið á Akureyri




Það var að sjálfsögðu mikið af hjólafólki um helgina á Akureyri enda hjóladagar í gangi. En Þessi hjón stálu alveg senuni alveg glerflott bæði tvö og hjóluðu um á gömlum Yamaha Viragó 700 cc sem var að vísu ekki nærri því eins flottur og gömlu.



Hér eru frá vinstri Biggi, Tryggvi Óskar, Darri og Símon



Þessir eru allir flottir. hér eru það Stebbi Fimboga og frú, Darri, Hermann og Steini Tótu.



Hér eru Stebbi og frú, Gunnar Löggi og frú Mæja en Löggi heldur hér um dóttur síns sem ku hafa verið búin til á mótorhjóli enda búin að hrærast í þessu sporti með foreldrunum frá fæðingu.



Biddi Ring og Biggi Jóns, báðir gamlir og glerharðir hjólarar.

24.07.2013 07:43

Við minnismerkið í Skagafiði.




Hér er Darri á CB 750 af árg 1971. Glæsilegt hjól í alla staði en það komu tvær nýjar hingað til lands á sínum tíma árið 1971. í þessum líka fallega rauða lit sem mun heita Candy Ruby Red.



Hér er Hermann Haralds á V Maxinum sínum af árg 1985 en Hermann er búinn að breita hjólinu mikið í gegnum árin og er það nú eins og hann vill hafa það. Traustur ferðafélagi hann Hermann og búinn að fara í flest allar drullusokkaferðir frá upphafi.



Hér er Eyþór Þórðarsson á Susuki busuni sinni sem mun vera 1340 cc svo 300 km + er ekki vandamál  með svona græju á milli lappana.



Minnismerkið smíðaði Heiðar heitin Jóhannsson árið 2005 og heitir það fallið og er gert til minningar um fallna bifhjólamenn. Ári síðar lést Heiddi svo í mótorhjólaslysi í Öræfunum.
Flettingar í dag: 732
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 445
Gestir í gær: 49
Samtals flettingar: 1266997
Samtals gestir: 80259
Tölur uppfærðar: 5.10.2024 21:43:19