M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

24.10.2013 11:28

Kawasaki og aftur Kawasaki.


Óli bruni bað um eitthvað annað en endalausar Hondur. Hm það gæti nú verið áhugavert að eiga eina endalausa Hondu enda mun hún úr þessu fylgja mér út lífið hversu langt það verður veit nú engin en er á meðan er. Bíddu átti þetta ekki að vera um Kawasaki....Hér er undiritaður að keppa í fyrstu löglegu kvartmílukeppni Íslands árið 1979 En þarna er gamli rétt orðinn tvítugur á Kawasaki z1 900.Og hér ásamt Sigurjóni Ingvars og Inga bróður sem snýr þarna baki í myndavélina.Svo ein frá árinu 1980 en þarna var maður byrjaður að breita út í eitt og rétt byrjaður þarna. á þessu hjóli gerði maður nú ýmsa hluti á nýjunda áratug síðustu aldar en hjólið seldi ég árið 1989 og þá tók við GSXR 1100 Suzuki tímabilið. sem var nokkuð vilt tímabil en nú er maður farin að róast eldast og þroskast sama sem Honda CB 750 Four Ever.Og enn var breitt og breitt enda gerði maður það sem manni langaði á þessum árum. Ég átti nú hjólið Óli minn. Myndin er frá árinu 1981 og gamli komin með steiptar felgur og diskabremsu á aftan sem breitti miklu og hætti þá að heyrast í bremsunum eins og gömlum Volvó strætó sem Ískraði út í eitt. En svo liðu árin og ég frelsaðist sá ljósið og tók upp Hondutrú sem ég hafði jú eitthvað kukklað átt við áður. Enda segir einhverstaðar " Í endirnum skal upphafið skoðað"

22.10.2013 15:20

Frí hjá mér.

Ég verð næstu daga í tölvulausu fríi, þannig að ef þið eruð með innsent efni þá getið þið notað [email protected] og Tryggvi byrtir efnið.
Það hefur einn maður verið virkilega duglegur í að senda okkur bull í bland við flott efni og erum við í stjórninni virkilega þakklátir fyrir það, og gaman væri að hafa fleiri virka í þeim efnum.

22.10.2013 15:11

Scrambler 2009

Nýtt hjól í klúbbinn...

Triumph Scrambler 900 árg. 2009.

Og eigandinn tja.....


Hver annar en Hr. breskt er bezt.

Öðruvísi, já en stórglæsileg græja hér á ferð.

Takið eftir verkfæratöskunni fyrir ofan ljósið,, Breskt er bezt......

Svo um merkinguna á hliðinni, þá er talan 4 mikilvæg í lífi Óla, bæði vegna þess að þetta er fjórði bretinn sem ratar beint frá Bretlandi og í skúrinn hjá Óla og svo vegna þess að slagorð karlsins er Triumph 4 ever.

Tudda græja.


22.10.2013 15:04

Yamaha FJR1300 2013

Hérna fáið þið samantekt um FJR1300 og að sjálfsögðu frá Brunakallinum okkar.


Yamaha FJR 1300 árgerð 2013

 

Úr því lögreglan getur notað þetta hjól og tók það framyfir Harley Davidson þá hlítur FJRinn að vera gott hjól, jafnvel til að vinna á. Útlitið segir okkur að þarna er á ferðinni ferðahjól með stóru effi. Þessi týpa hjóla hafa verið framleidd af mörgum verksmiðjum í gegnum árin og þar má nefna t.d. BMW R100RT og K100RT, Kawasaki Concours ZG1000 og Yamaha FJ1000, öll þekkt hjól frá fyrri árum og ekki má gleyma Triumph Trophy 1200 sem kom nokkrum árum seinna, öll þekkt sem alveg ágæt ferðahjól. Þróun ferðahjóla hefur verið mjög mikil frá því ofangreind hjól komu fyrst á markað. FJR1300 hjólið kom fyrst á markað árið 2003 og þá þegar var það léttara en flest hin ferðahjólin, en að auki með vatnskælingu, beina innspýtingu og 1298 cc línumótor. Hjólið var knúið áfram með drifskafti og það var úr V-Max hjólinu. Hjólið kom þá þegar með hörðum töskum, bögglabera og rafmagnsframrúðu, sem hægt var að hækka eða lækka allt eftir aðstæðum. Bensíntankur tók um 25 ltr. af bensíni og hægt var að fá hjólið þarna í upphafi með ABS bremsum. Hjólið var valið Riders motorcycle of the year árið 2003. FJRinn hefur verið í stöðugri framþróun frá fyrsta árinu og árunum 2006 til 2008 voru gerðar miklar breytingar til batnaðar þá aðallega vegna hitavandamála mótors, bensíninngjafar (þekkt vandamál á hjólum með beina innspýtingu!) þannig að hún var ekki eins viðkvæm og betur útfært ABS bremsukerfi. Nú árið 2013 eru enn endurbætur þar sem hjólið er komið með Ride by wire (engin bensínbarki), cruise control= sjálfrennireiðsstilling, hægt að stilla afl til afturhjóls, átaksstýring á afturhjól við inngjög þannig að ökumaður eigi ekki á hættu að spóla hjólinu undan sér (traction control) nýtt head, nýtt mælaborð og gírkassi. Demparar eru stillanlegir og hefur fjöðrun verið endurbætt bæði aftan og framan. Hjólið sagt "höndla" vel og bremsur virki mjög vel, áseta er góð þó hjólið teljist frekar hátt í sæti. Það hefur líka verið "flikkað" uppá útlitið, en grunnur hjólisins er sá sami í raun, því afhverju að laga eitthvað sem virkar vel. Hjólið viktar um 663 lbs og er engin léttavara, en sagt mjög þægilegt í meðförum og þá sérstaklega þegar komið er á smá hraða (snillingar þessir blaðamenn að fatta svona).  Vindhlífar og framrúða skýla ökumanni ágætlega og hjólið er sagt með mjög sportlega eiginleika. Gallar jú alltaf hægt að finna eitthvað að, bent er á að það séu alltof mikið af stillingum á handföngum, geti truflað ökumann í akstri við að leita að réttri takka ! Allavega hjól sem hentar í nær allt, ferðahjól með töskum, sporthjól þegar það á við, lítið mál að taka með sér farþega, hvað vilja menn meira. Hjólablöð í USA gefa hjólinu allavega nær fulla stjörnugjöf þó hönnun teljist orðin nokkuð gömul.


Eins og sést er Yamminn sekúndur á kvartmílunni !

20.10.2013 23:05

Heimsmeistarinn

Það eru nú ekki allir mótorhjólaklúbbar sem geta státað sig af því að hafa 1.stk. heimsmeistara í klúbbnum. En við Drullusokkar getum það með góðri samvisku, því að Hermann Haralds varð nú nýlega heimsmeistari í bekkpressu í sínum flokki, frábær árangur hjá karlinum og óskum við honum til hamingju með titilinn. Hann náðist á videó að æfa deadlift, ekki er hægt að segja að það hafi gengið eins vel, en hér er linkur á það. Hermann er þetta ekki annars þú ?

20.10.2013 22:46

Helgi Fagri

Tveir flottir idiotar í sandölum (mótorhjólaskóm) á nýmóðins Helga Fagra.

20.10.2013 21:02

Z1 1974 (breytingaplön)


Kannanir sýna að á heimasíðunni hafi komið 9878 ljósmyndir af Hondu, næsta tegund nær innan við 1000 (enda eru allir sammála um að Honda eru bestu hjólin). En til að vega aðeins uppá móti þá er hér ljósmynd af fyrirmynd vetrarverkefnis hjá ónefndum félaga.
Nú á að taka Z1A 74 í gegn !!!


19.10.2013 23:38

Myndir frá Gauja Engilberts.

Gauji og eiginkona tóku sitthvort hjólið á leigu á Spáni nú á dögunum og brúmmuðu um í útlandinu.
Gauji sendi okkur myndir til að reyna létta lundina í Bigga Jóns og Óla Bruna.
þ.e.a.s. myndir af þessum líka fína breta.

2014 model af Bonneville Trumpa.

Með feik blöndungum bara til að halda lúkkinu, en þarna á bakvið er þessi fína (japanska) beina innspýting.

Takk fyrir myndirnar Gauji, gaman að þessu.

19.10.2013 23:33

Á ljóshraða, takk fyrir.

Sælir félagar,

Vegna skrifa um Hondu (Deep Throat skýrð eftir gamalli klámmyndi), aldrei þessu vant !!!! þá er alltaf gaman að bulla aðeins eins og nr. 1 (sem er að eigin sögn mjög hrifin af afturendum/pústkerfum) og því er hér ljósmynd
af alvöru japana Kawasaki Z1 á ljóshraða og myndinni fylgir sá texti að einhversstaðar þarna langt fyrir aftan sé Honda CB 750 og ökumaður Hondunnar hafi aðeins séð afturenda Kawans !!! Annars allt gott.

19.10.2013 23:22

Enn ein góð frá Brunanum


Fyrsta súperbæk heimsins Vincent Black Shadow.

Stór fullyrðing en það gætu fáir rengt hana, því Vincentinn var langt langt á undan sínum tíma bæði í stærð mótors, afli og akturseiginleikum, ég tala nú ekki um útlit hjólsins sem enn í dag láta menn og konur snúa sér í marga hringi þegar þau sjá hjólið aka framhjá. Framleiðslu hjólsins var reyndar hætt fyrir örfáum árum eða 1955, þó reyndar hafi nokkrir haldið áfram að framleiða nokkrar útgáfur af hjólinu, þ.e.a.s. notað Vincent mótorinn. Frægasti Vincentinn var eflaust The Black Shadow (Honda hefur stolið hluta nafnsins) var kynntur til sögunnar árið 1948, með 998 cc  V mótor. Aðrir á markaðinum eins og Norton, BSA, Triumph og jafnvel Brough Superior verksmiðjurnar áttu engan mótleik og voru langt frá í öllu í samanburði við Vincent hjólin. Þegar Shadowinn var prufaður af ökumanni frá Motor Cycle blaðinu náði ökumaður 122 mílna hraða og gleymum ekki að á þeim tíma var eina bensínið á markaðinum í Englandi 72 octane og blandað með steinolíu, þjappa mótors var 7.3 á móti 1. Á þeim tíma var meðalhraði ökutækja og þar á meðal annarra mótorhjóla um 40-50 mílur á klst. og þau aflmestu náðu kannski 80 mílum, reyndar var sagt að Ariel Square four hjólið næði tonninu þ.e. 100 mílum, jú svo náðu viss hjól frá Norton og Triumph tonninu sem var talið takmark hjá alvöru hjólamönnum, en Vincentinn fór létt með að ná því og gott betur og var kallað á sínum tíma hraðskreiðasta mótorhjól heimsins. Upphaf Vincent hjólsins má rekja til manns að nafni Howard Raymond Davies sem stofnaði mótorhjólafyrirtækið HRD á því herrans ári 1924 ásamt félaga sínum E.J.Massey. Þeir hófu framleiðslu á HRD mótorhjólum og oftast var notaður JAP mótor í þessi hjól. Síðan var það árið 1928 að Philip Vincent kaupir HRD og skráir fyrirtækið undir nýju nafni Vincent HRD co.ltd. En fljótlega varð nafninu breytt í The Vincent því sumir vildu rugla HRD við Harley nokkurn Davíðsson. Fyrstu mótorhjól Vincent voru áfram með eins cylindra JAP vélum sem og Rudge-Python vélum, en vegna slæmrar reynslu með þessa mótora og þá sérstaklega í keppnum þá ákvað Philip ásamt manni að nafni Phil Irving að smíða sína eigin vélar. Philip reyndi einnig fyrir sér í smíði þriggja hjóla öku- tækja. Það var síðan árið 1931 að fyrsta nýi mótorinn hannaður af Phil Irving leit dagsins ljós og var það 500 cc eins strokka mótor. Phil þessi hætti síðan en kom aftur til baka árið 1943. Vincent verksmiðjurnar framleiddu nokkrar týpur af hjólum frá upphafi t.d. Meteor, Comet, Rapide ofl. Það var síðan árið 1936 að sú vél sem notuð var til árisins 1955 leit dagsins ljós og það var 998 cc V mótor 47.5 gráður bil/halli og yfirliggjandi ventlar (knastás niðri, undirlyftu-stangir og rokkerarmar). Þessi mótor var 84 X 90mm, þjappa var 6.8:1 og sagður 45 bhp. Blöndungur var frá Amal, gírkassi var fjögurra gíra frá Burman og notuð var blautkúpling. Þessi fyrstu hjól voru sögð ná 180 km hraða. Það var síðan árið 1948 að fyrsta súperbæk þess tíma kom á markaðinn frá Vincent og það var hið fræga Black Shadow með sömu CC stærð en 50 gráðu mótor, þjappa hafði verið hækkuð í 7.3:1 Grindin var notuð sem olíutankur og vélin var notuð sem hluti af grind. Framendi var það sem kallað var Girdraulic, frambremsur  var það sem kallað er singleleading  en tveggja borða. Hámarkshraði var sagður 201 km á klst. með þessum 54 bhp mótor. Á sama tíma var framleitt kappaksturhjól sem var í raun eins og Shadowinn en kallað Lightning, en létt verulega önnur gíring eftir brautum o.s.frv. Eins og áður sagt var ekkert hjól í heiminum sem var með tærnar þar sem Shadowinn var með hælana, yfirburðir þessa súperbæks voru gífurlegir.

 

 

 

 Ekki má gleyma sögulegri stund þegar Rolland "Rollie" Free slóð hraðametið árið 1948 á Vincent á Bonnieville saltsléttunum í USA,  klæddur sundskýlu og strigaskóm og myndin af Rollie er talin ein frægasta mótorhjólamynd allra tíma (nú er öruggt að við fáum mynd af Tryggva íklæddum sundskýlu á HONDU). Og svo var það Russel Wright sem setti annað hraðamet árið 1955 á Vincent mældur hraði var 297. 46 km á klst.  Smíði síðasta Vincent mótorhjólsins lauk í desember 1955, en sögu þessa fræga mótorhjóls var alls ekki lokið því hinir ýmsu aðilar hafa notað þennan einstaka mótor í smíði mótorhjóla sinna t.d. Egli.

Óli bruni # 173


18.10.2013 10:36

Til sölu Kawasaki w 800 special edition..
Til sölu er þetta hjól sem er Kawasaki w 800 special edition árg 2011 ásett verð er 1500 þúsund og er áhvílandi á því ca. helmingur.Upplýsingar gefur Lilja Hermannsdóttir í síma. 899 - 2800

17.10.2013 10:28

Ein fyrir Óla Bruna..........
Hér er ein virkilega góð fyrir Óla bruna en textinn fyrir ofan myndina segir allt sem segja þarf. Hún tekur blessunin gamla Nortona alveg upp að hjöltum og munar ekkert um það, ekki málið fyrir þessa elsku.

13.10.2013 14:40

Smá frá nöðrukoti
Það er oft gestkvæmt í nöðrukoti en staðurinn er í alfaraleið og margir flottir fírar sem mæta þarna það er að segja þegar kvikindið er í landi. Frá vinstri Siggi Óli, Jenni Rauði,Tói Vídó, Viðar Breiðfjörð, Sigþór Ingvars, Siggi Easy og Viggi Gúmm.Gamli kominn með nýtt svart sett á Góldfingerinn og já nýja afturdepara og svo eru gommur af pökkum á leiðini.Nú er bara eftir að prufa hvort Vængurinn verði eins mjúkur með nýju dempurunum. Kanski verður hann ekki eins svagur eins og sagt var um gömlu spítubátana.Með tveimur flottum fírum af bestu gerð.


11.10.2013 20:44

Jæja Biggi minn, það kom að því.....Brunapistill #7, og nú er það innrás frá BretlandiNorton Commando eina mótorhjól heimsins sem valið var fimm sinnum mótorhjól ársins í Englandi.

Rekja má sögu Norton aftur til ársins 1898 þegar James nokkur Norton byrjaði að smíða mótorhjól. James hafði mikinn áhuga á öllu sem fór hratt og var ekki lengi að slá hraðamet árið 1923 með hjóli sem náði 82.67 mílna meðalhraða á einni klst. og á einum km náði það 89.22 mílna hraða. Ári seinna var James komin með race hóp í nafni Norton. Það fylgdi Norton alltaf í gegnum árin að það var bara ekki hraðinn sem Norton hjólin voru orðuð við, nei líka frábæra aksturs eiginleika. Það var ekki fyrr en 33. árum seinna sem Norton hætti kappakstri og þá aðallega vegna "innrásar" fjölcylindra  japanskra hjóla. Norton varð vinningshafi í 34 Tourist Trophy keppnum og tugum ef ekki hundruðum  Grand prix akstursmóta. Af þessum keppnishjólum var Manx hjólið það frægasta, en framleiðslu þess hjóls var hætt 1963. Sex árum seinna kom það hjól sem við ætlum að fjalla um á markað þ.e.a.s. Norton Villiers Commando 750cc og það hjól varð strax vinsælt meðal kaupanda um allan heim. Hvað gerir Commando hjólið svona skemmtilegt, jú allir blaðamenn mótorhjólablaða þess tíma voru sammála um eitt það voru frábærir aksturseiginleikar og nær engin eftirbátur Triumph Trident sem var þó þriggja cylindra. Commando hjólið vigtar um 425 pund með bensíni og eitt af léttustum súperbækum þess tíma. Hjólið fer frábærlega gegnum beygjur án þess að ökumaður þurfi að taka mikið á hjólinu, bara horfa í rétta átt og hjólið eltir þá stefnu án átaka. Nær útilokað að láta nokkuð snerta, hvorki standpedala né púst. Það var aldrei hægt að láta hjólið "hrista" hausinn hvorki útúr beygjum né þegar snögglega var slegið af. Áseta var þægileg, jafnvel á kappakstursbraut og það breytti engu þó farþega væri bætt við. Þarna árið 1969 var hjólið enn með borðabremsum bæði að framan og aftan, en samt sögðu þeir sem prufuðu hjólin að frambremsa væri bara góð og þá jafnvel í neyðarhemlun, (innskot svona hægjur virka eins og ABS !!). Átak á frambremsu er létt og þarf í raun aðeins tvo putta til að taka vel á henni. Afturbremsa er sögð ágæt og hjólið hoppaði ekkert að ráði að aftan við stífa hemlun. Í samanburða prófi við CB Hondu, Yamaha, Kawasaki, Triumph ofl. varð Commando í fjórða sæti með vegalengd í nauðhemlun frá 65 mílna hraða, borðabremsur geta sko virkað. Fjöðrun er sögð góð bæði framan og aftan, sem kemur ekki á óvart miðað við það sem sagt eru um aksturseiginleika hjólsins. Nú er Biggi breti farin að brosa út að eyrum og aðallega útaf því að Honda er varla nefnd á nafn. Ein mesta nýjung þessa hjól eru útfærslan á mótorpúða kerfinu, sem einangrar mótor frá grind, kerfi þetta er kallað Isolastic, þetta kerfi kemur í veg fyrir titring uppí stýri, sæti og standpedala. Jú hjólið titrar í hægagangi og ekki er gott að sjá hvað er í baksýnisspeglum fyrr en hjólið er komið svona í 2500-3000 snúninga. Hjólið er í raun sett saman úr tveimur einingum með þessu kerfi. Þ.e. grind er ein eining, síðan mótor, gírkassi og afturgafall ein eining. Þetta kerfi sér einnig til þess að afturhjól og gírkassa tannhjól eru alltaf í línu. Í hægagangi titrar hjólið eins og stóðhestur fyrir utan merargirðingu (bara að endurtaka skrif erlendra blaðamanna), síðan er bara að taka aðeins í bensíngjöf og hjólið er eins og stóðhesturinn eftir að hliðið að merunum er opnað. Aðeins smá titringur uppí standpedala þegar komið er á góða snúning, en varla til óþæginda. En hugsanlega verða þessir gúmmí mótorpúðar (isolastic system) til leiðinda þegar þeir fara að slitna en það er síðara tíma vandamál. Commando hjólið er með 4. gíra gírkassa og með mjög góðum hlutföllum, í samanburða prufu voru öll önnur hjól með 5. gíra kassa nema þá Harley Sporster, ekki leiðum að líkjast. Kúppling er létt í átaki og ekkert snuð þó vel sé tekið á hjólinu. Þá er komið að því sem allir vilja helst vita þ.e. afl Commando hjólsins í raunverulegri notkun ekki bara tölur á blaði frá framleiðanda. ¼ míluna fór hjólið á 12.92 og náði Commando hjólið næst besta tíma á eftir Kawasaki Mach IV og þá aðeins 0.26 hærri tíma, en eins og áður sagt voru þarna Hondur, Ymmar og Tridentar, Sporster o.s.frv.. Endahraði mældist 103.21 mph. Prufuökumaður sagði hjólið aðeins vera laust við startið þ.e. náði ekki alveg nógu góðu gripi, hjólinu var snúið í 7000 rpm áður en skipt var (ég þarf að spyrja Bigga breta um þetta), en afl kemur inn við 3000 rpm. Sagt er að hraðamælir Commando hjólsins sé sá nákvæmasti af prufuðum hjólum, en ekki alveg hægt að segja það sama um snúningshraða mæli. Síðan mætti vera Trip stillingar möguleiki á hraðamælir því engin er bensínmælir. Hjólið er aðeins með kickstarti, það er sveif fyrir karlmenn til að setja í gang, rafstart var aðeins hugsað fyrir konur á þessum tíma  !! (og hugsanlega enn). En því má bæta við að Norton Commando hjólið kom ekki með rafstarti fyrr en 1975 og þá var það kallað Rafmagnsaðstoð og virkaði yfirleitt ekki nema þegar hjólið var heitt og rafgeymir í toppstandi. En Commando hjólið fór yfirleitt í gang á fyrsta Kicki, jafnvel kalt þ.e. þegar búið var að prima blöndunga (eldri borgarar vita hvað er að prima blöndunga). Hjólið þ.e. mótor er sagður frekar hljóðlátur af tveggja cylindra breta að vera, en hljóð frá hljóðkútum er óborganlegt og frekar hávært, eina hjólið sem lét hærra var Mach IV Kawinn, var ekki Sporster þarna líka ?? Áseta er sögð nokkuð góð, en menn með stuttar lappir gætu lent í vandræðum, en sæti talið aðeins of mjótt. Með hjólinu kemur ágætis verkfærasett (ekki veitir af segja eigendur japanskra hjóla á þessum tíma). Bensíntankur er frekar lítill tekur um 2 ¾ gallon og aka má um 100 mílur áður en sett er á varatank. Málningarvinna er sögð mjög góð. Sjálfsmyrjandi olíukeðja þ.e. einhver tæknileg útgáfa frá olíutank (Kawasaki Z1 kemur uppí hugann) og sagt er að þetta sé bara ein. viðbót við olíuleka (mín orð !!) en tæknimenn Norton séu að leita leiða til að lagfæra þennan ágalla, því olíublettir eru alltaf fyrir neðan keðju þegar stöðvað er. Niðurstaða: Commando Roadsterinn er frábært mótorhjól og á mikla framtíð fyrir sér, þrátt fyrir stífa samkeppni frá Japan, með sínum fjögurra cylindra hjólum, með rafstarti, diskabremsum og svoleiðis dóti, því Commando hjólið var valið mótorhjól ársins fimm ár í röð í Englandi, engin hefur leikið það eftir, semsagt Breskt er best.

Óli bruni # 173


Hér eru svo spekkarnir,, greinilega suddatæki á sínum tíma og í dag einstaklega flott klassík.


09.10.2013 23:13

Meira af Kawasaki

                                                
Úr því að við erum komnir í Kawasaki deildina þá ætla ég að dusta rykið af þessari tveggja ára gömlu samantekt af skemmtilegu og áhrifamiklu hjóli í sögunni. ( síðasti alvöru Kawinn emoticon  )

 
                             Kawaski GPz 900R

                                                                   (1984-1996)

                     

                              Kawasaki GPz900R (eða ZX900R Ninja eins og það hét á USA markað) árg. 1984

   Mér hefur lengi langað til að setja saman smá grein á íslensku um eitt sögufrægasta mótorhjól seinni tíma, Kawasaki GPz900R.

"The godfather of superbikes"

    Ég á sjálfur eitt slíkt hjól, árg. 1986 A3 model og er það í miklu uppáhaldi hjá mér. Enn þann dag í dag 27 árum eftir að 900 GPz-an kom fyrst á markað er þræl fínt að keyra það, þægileg áseta, ágætis kraftur og fínustu aksturseiginleikar þó svo að það haldi ekki í við nýju hjólin.

  Í desember 1983, rúmlega áratug eftir að Kawasaki kynnti Z1 900 og tveimur árum eftir að þeir komu fyrst með GPz línuna á markað, kynntu þeir nýasta vopnið sitt fyrir mótorhjólaheiminum á Laguna seca kappakstursbrautinni í Bandaríkjunum, GPz900R fyrsta "NINJA-an".

  Hjólið skilaði 115 hestöflum við 9500 sn/min(ca. 0,5 hö/kg), endahraða um 260 km/klst, og kvartmílutíma uppá 10:55 sek á 200 km/klst. Með þessu hjóli breyttist þýðing orðsins sportmótorhjól, hjólið kom svo á markað fyrir almenning í apríl 1984.


Tom Cruise við 1985 Gpz sem notuð var í TopGun myndinni.

  Þetta var fyrsta "superbike-ið" með vatnskælda 4.cylendra línuvél með fjórum ventlum á cylinder.Tímakeðjunni var komið fyrir á vinstri hlið vélarinnar og alternatorinn settur aftan við vélina , til þess að gera vélina fyrirferðaminni og auðveldari til viðhalds. Vélin er svo burðarhluti af stellinu. 

  Þetta sama ár sannaði hjólið sig í Isle of Man TT kappakstrinum þar sem að þrjú lið notuðu 900 GPz-una í flokki óbreittra hjóla (TT 1984 Production 751-1500cc) og enduðu þau í sætum : 1, 2 & 5.


  Hér er mynd af hjólinu sem vann á Mön 1984,myndin var tekin 2009, hjólið var aðeins notað í eina keppni og svo varðveitt ,ökumaðurinn var Geoff Johnson meðalhraði hans í keppninni var 105,28 mílur (169,43 km/klst)

Hjólið var framleitt sem A1-A6 frá 1984-1989 með smávægilegum breytingum á milli ára, A7 modelið kom svo 1990, þá var búið að gera töluverðar breytingar á hjólinu og þá helst var önnur framfjöðrun, 17" framfelga (í stað 16"), betri frambremsur og smávægileg breyting á blöndungum. A8 modelið kom svo 1991-1996, þó ætlaði Kawasaki að hætta með hjólið 1994, en vegna mikilla eftirspurna framleiddu þeir hjólið einnig 1995 og 1996 áfram sem A8 model.

 

               Hér er verið að prófa það á kvartmílu í des. "83 áður en það kom á markað

Kawasaki tók ákvörðun um að koma með nýtt hjól á markað í September 1980. Fyrsta prótótýpan var klár ári seinna. Loftkælt 6 cylendra hjól með tvöföldum yfirliggjandi kambásum (doch) og tveimur ventlum á cylinder, sem að uppfyllti þróunarmarkmiðið um öflugt en samt mjúkt hjól. Þó svo að hjólið hafi skilað 100 hestöflum þótti Kawasaki mönnum það of mjúkt og fyrirsjáanlegt, þannig að þeir hættu við þessa vél og snéru sér að því að þróa 4 cylendra línuvél með tvöföldum yfirliggjandi kambásum og fjórum ventlum á cylinder sem að hafði ekki verið reynt áður á sporthjólamarkaðnum. Þannig var prótótýpa nr.2 útbúin. Þetta hjól átti við hitavandamál að stríða, vélin var orðin of öflug til þess að vera loftkæld. Í lok ársins 1982 áratug eftir að Z1 900 kom á markað varð fyrsta vatnskælda prótótýpan að veruleika, 4.cyl. doch, 4 ventlar á cyl. Tímakeðjan var færð frá því að vera í miðjunni á milli cylenders 2 & 3 yfir í að vera á vinstri hlið vélarinnar, svo að vélin yrði minni um sig, þar að leiðandi léttari og gaf meira pláss fyri kælikerfið. Með þessari breytingu og það að alternatorinn var færður aftan við vélina (hann var upphaflega inní vinstri vélarhlíf vélarinnar líkt og í Z1) og að vatnskælingu var komið fyrir var langþráðum draumi um að smíða litla, létta og öfluga vél náð.

Nýja vélin var 5.kg.léttari (með vatnskassa og olíukæli)  og u.þ.b. 30 hestöflum öflugri en Z1 vélin.


  Á þessum tíma þótti stellið mjög nýstárlegt, þá sérstaklega vegna þess að aftara stellið (subframe-ið)var úr léttmálmi. Annað sem þótti merkilegt var að nota 16" framgjörð (svo að hjólið svaraði betur og hraðar í beygjum) einnig var AVDS kerfið á framdempurunum nýjung og afturfjöðrunin var svo kölluð UniTrak fjöðrun sem hafði reyndar verið þróuð á GPz750 og 1100 hjólunum. Svo var útlitshönnunin  merkileg að því leiti að þetta er fyrsta "plasthjólið" sem kom á markað . Markmiðið var að hanna töff hjól sem á sama tíma tæki á sig lítinn vind.

Sú þróunarvinna tók langan tíma og tók hjólið miklum breytingum frá fyrstu hugmyndinni, en úr varð vel útlítandi græja sem að kom mjög vel útúr vindgangaprófunum. Markmiðinu var svo loks náð, mótorhjól sem var létt eins og 750cc og með kraft eins og 1100cc hjól.


  Fyrstu árin var hjólið kraftmikið sporthjól sem að var öflugt og þægilegt jafnt á braut sem og á þjóðveginum, en þegar að árin liðu og framleiðendur héldu þróunarvinnunni áfram færðist 900Gpz-an í sportferðahjólaflokkinn.

  Ég ætla að enda þessa stuttu samantekt mína á þessu merkilega hjóli á töflu sem að sínir hvernig hjólið breyttist á milli ára.

1984. ZX900A1 júní; hitamælirinn endurbættur, ágúst; afturbretti endurbætt(til að koma í veg fyrir að drulla safnaðist fyrir í loftsíuboxinu) blöndungar uppfærðir(til að auka bensíngjafarsvörunina á lágum snúning)

1985. ZX900A2 apríl; 6 af 10 cylendersheddboltum voru stækkaðir úr 10mm í 11mm

1986. ZX900A3 apríl; flauturnar endurbættar(plastið á þeim átti það til að bráðna) júní; efri boltinn í afturdemparanum var stækkaður úr 10mm í 12mm. ágúst; olíulagnir uppí heddið endurbættar(til að auka olíflæðið til rokkerarmanna) Nýju lagnirnar komu standart frá og með vélarnúmeri ZX900AE045399

1987. ZX900A4 júní; tímakeðjustrekkjari og sleði endurbættur.

1988. ZX900A5 óbreitt

1989. ZX900A6 júní; kælingu komið fyrir í gegnum blöndungana, og A1-A5 hjólin innkölluð út af þessari breytingu.

1990. ZX900A7 ; AVDS dempararnir hurfu,nýjir 41mm demparar settir í staðinn, nyjar felgur 120/70-17 að framan(var 120/80-16) og 150/70-18 að aftan(var 130/80-18),

fljótandi bremsudiskar að framan með tveggja stimpla dælum(í stað eins stimpils dælna),

stillanleg kúplings- og bremsuhandföng, einnig öðruvísi loftsíubox, krafturinn minnkaði úr 115hö. Í 110hö.

1991-1996. ZX900A8 óbreytt.

         

 


Flettingar í dag: 2400
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 1498
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 1074424
Samtals gestir: 73924
Tölur uppfærðar: 15.7.2024 15:50:28