M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

18.07.2013 11:22

Hjóladagar 2013

Hér er dagskrá hjóladaga fyrir þá sem ætla norður, veðrið fyrir norðan ætti að vera flott, en stóra spurningin er veðrið á leiðinni.

Dagskrá 2013

Fimmtudagur 18.07.13:

hópakstur og endað á Safninu í vöfflum

Við ætlum að  hittast á Ráðhústorgi upp úr klukkan 19, hópakstur fer af stað klukkan 20.00 og endar á mótorhjólasafni Íslands í vöfflukaffi. 1000kr aðgangeyrir að safninu og vöfflur og kaffi.


Föstudagur 19.07.13:

Grillferð safnast verður saman á Ráðhústorgi klukkan 16.00, lagt verður af stað í grillferð til Hauganess klukkan 16.30


Laugardagur 20.07.13:

Markaðstorg á ráðhústorgi, swap-meet, þrautabraut, pylsuátskeppni á milli 13:00 og 17:00

Keppni í pylsuáti hefst klukkan 14, keppni í þrautabraut hefst klukkan 14.45

 

tónleikarnir á Græna Hattinum, Andrea Gylfa ásamt hljómsveit 50 ára afmælistónleikar. Tónleikarnir hefjast klukkan 22.00

Hægt verður að nálgast miða í forsölu hjá Tíunni, við verðum með míða í hópkeyrslunni á fimmtudeginum, grillferðinni á föstudeginum og á markaðstorginu á á laugardeginum.

 

Einnig verður áhöfnin á Húna með tónleika á Akureyri á laugardeginum.
En engin hjólaspyrna !
Flettingar í dag: 696
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 982
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 824513
Samtals gestir: 57673
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 12:35:17