M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

24.10.2013 11:28

Kawasaki og aftur Kawasaki.


Óli bruni bað um eitthvað annað en endalausar Hondur. Hm það gæti nú verið áhugavert að eiga eina endalausa Hondu enda mun hún úr þessu fylgja mér út lífið hversu langt það verður veit nú engin en er á meðan er. Bíddu átti þetta ekki að vera um Kawasaki....



Hér er undiritaður að keppa í fyrstu löglegu kvartmílukeppni Íslands árið 1979 En þarna er gamli rétt orðinn tvítugur á Kawasaki z1 900.



Og hér ásamt Sigurjóni Ingvars og Inga bróður sem snýr þarna baki í myndavélina.



Svo ein frá árinu 1980 en þarna var maður byrjaður að breita út í eitt og rétt byrjaður þarna. á þessu hjóli gerði maður nú ýmsa hluti á nýjunda áratug síðustu aldar en hjólið seldi ég árið 1989 og þá tók við GSXR 1100 Suzuki tímabilið. sem var nokkuð vilt tímabil en nú er maður farin að róast eldast og þroskast sama sem Honda CB 750 Four Ever.



Og enn var breitt og breitt enda gerði maður það sem manni langaði á þessum árum. Ég átti nú hjólið Óli minn. Myndin er frá árinu 1981 og gamli komin með steiptar felgur og diskabremsu á aftan sem breitti miklu og hætti þá að heyrast í bremsunum eins og gömlum Volvó strætó sem Ískraði út í eitt. En svo liðu árin og ég frelsaðist sá ljósið og tók upp Hondutrú sem ég hafði jú eitthvað kukklað átt við áður. Enda segir einhverstaðar " Í endirnum skal upphafið skoðað"
Flettingar í dag: 580
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 875
Gestir í gær: 135
Samtals flettingar: 829812
Samtals gestir: 58156
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 13:43:13