M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

Blog records: 2012 N/A Blog|Month_1

31.01.2012 17:13

Topp21 fallegustu hjól 20. aldar !!!

Hér að neðan er Youtube klippa af topp21 fallegustu hjól 21. aldar að mati einhvers youtube-plebba. Þarna eru þau mörg ansi töff, en menn geta sjálfsagt deilt um uppröðunina.


30.01.2012 18:34

Alltaf eru afturdekkin að breikka




Hvar endar þetta með breiddina á afturdekkjunum það er alltaf verið að breikka afurhlutan á þessum mótorhjólum. Hvernig finnst ykkur nú annars svona breið dekk ?

29.01.2012 21:03

BMW R7 árg 1934






Hér er eitt flott BMW hjól af árgerð 1934 og er þetta Prototýpa og kallaðist R 7,en miðað við árgerð að þá er það svolítið framúrstefnulegt og þá ætti Daddý Kool að líka það.

29.01.2012 13:17

Ummönnun eldri borgara


Farlama ellideild Besta flokksins á Höfuðborgarsvæðinu hafði samband við nokkra mótorhjólaklúbba á landsbyggðini og fór þess á leit við okkur að við finndum græju sem hentaði fyrir 3 gamla en mjög svo erfiða vistmenn á dalarheimilinu Eir, í tilkyninguni er sagt við höfum hér í vist 3 gamla menn sem halda því fram að þeir hafi verið Mótorhjólagæjar í gamla daga ekki vitum við hvort það er rétt en svo mikið eru þessir menn komnir út úr kú að einn þeirra er alltaf að reyna að taka toll af gestum og gangandi svo og starfsfólki, annar er alltaf að reyna að slökkva á öllu sem logar hvort heldur er ljós eða bara eldur á rómó kerti, sá 3 hann er að grafa allstaðar í blómabeðum og meira að segja í ruslafötunum á herbergjunum.
En við fundum út eftir ábendingu að gömlu mennirnir myndu róast mjög ef versluð yrði kósý græja handa þeim þá myndu þeir kanski gleyma fyrri störfum sínum, græjan verður að vera þægileg ásetu þar sem botnar gömlu mannana eru orðnir slttnir enda farið að síga verulega á seinni hluta aldarinar hjá þeim blessuðum.

Hér er græjan sem við í stjórn Drullusokka mælum með fyrir öldungana.



Þetta ku vera Excelsior Henderson Custom og árgerðin er 1936


Það færi nú vel um gömlu mennina í þessu það ku vera búið ýmsum aukabúnaði sérstaklega fyrir roskna menn það drepur á sér ef það fer 100 metra frá vistheimilinu það er búið bleyju hólfi pissu skál og bjöllu sem hringir á matartímum.Einnig er þarna neyðarhólf sem eingöngu er undir bláar pillur sem lífga við löngu látin líffæri. En hvað um það hugsum vel um gamlingjana þeir ruddu nú landið á undan okkur sem á eftir komum. 
.

29.01.2012 10:37

Já þetta er til....


 Evolve Xenon er rafmagnshjól sem Parker Brothers Choppers og Evolve motorcycle eru búnir að setja á markað. Útlitshugmyndin kom úr kvikmyndinni Tron:Legacy og Parker Brothers sáu um útlitshönnunina á meðan Evolve græjuðu kramið, Evolve er rafmagnshjólafyrirtæki sem að selur vespur frá $2.900 og uppúr, en grunnverðið á Xenon hjólinu er $55.000 en svo er hægt að fá XR útgáfu með batteríi sem dugir tvöfalt á við standart útgáfuna, þá kemst hjólið 160km. á hleðslunni og nær 115km. hraða, en hjólið er drifið áfram með 40.000w mótor.


Hér er svo video af apparatinu.

27.01.2012 21:24

Harley Cafe Racer

Fyrirtækið Storz Performace hefur hannað nýja cafe racer línu á Harley Davidson Sportser 2004-12. Þeir settu saman sýningarhjól til að kynna aukahlutina sem eru í boði frá þeim á sportserinn. Álbensíntankur og fiberglass road race afturhluti. Clip on stýri frá Driven, Storz framdemparar, tveir stillanlegir öhlins demparar að aftan. Storz notaði 2007 883 Sportser sem þeir boruðu út í 1200cc og fengu stimpla frá Wiseco. BUB/Storz tveir í tvo pústkerfi. Hjólið er á 18" felgum að framan og aftan. Þessir aukahlutir ásamt mörgum fleirum á Storz Performance síðunni.




26.01.2012 20:10

Hvar er Doctorinn okkar?


Lítið hefur spurst til Dr Bjössa undanfarna mánuði og svo mikið verið að gera hjá kalli að menn eru farnir að spyrjast fyrir um Bjössa ekki veit ég hvað hann er að bardússa þessa mánuðina en grunur minn reyndist á rökum reystur eftir að ég fékk njósnara til að gá hvort hann hafi sést eitthvað undanfarna mánuði, Einn velunari síðunar vildi meina að Björn væri lagstur í vetrardvala líkt og bræður sínir á Grænlandi. En svo er aldeilis ekki kallinn er búinn að vera að þefa uppi gamlar Rígur og aðrar petalagræjur til að kjammsa á meðan hann er í híðinu, og viti menn hann fann draumahjólið sitt og hjólar á því HRING eftir HRING meira að segja á svefherbergisgólfinu sínu þegar ófært er úti sökum ófærðar, þetta sleppur segir konan en verst er pústlygtin þegar hann er búinn að djöflast  um á græjuni í 20 mínútur eða svo þá er bara ólíft hér inni segir sú gamla enda orðin þreytt á þessu brölti Doctorsins. Heimildarmaður Drullusokka náði myndum af kappanum á nýja draumahjólinu sínu og sendi okkur.



Það fylgdi söguni að Dr Bjössi sé hér á leið til Sandgerðis að líta eftir forláta Opel Reckord árg 1958 sem hann er búinn að eiga þar í ein 5 ár þetta er bölvað bras að þurfa að fara daglega til Sandgerðis og moka Pellann upp enda ófært að láta hann snjóa niður. Sagan segir að Björn hafi sogið ( þennan forláta bíl sem reyndar er einn sinnar tegundar í landinu) út úr Ugluspeglinum Raymond Doglas Davis en sá er enn í sárum eftir hið mikla og kröftuga sog Doctorsins sem náði líka að sjúga út tvo Páfagauka hálf hárlausa að vísu. Og það allt fyrir eitt stykki NSU skellitík.



Hann tekur sig vel út á tækinu það má hann eiga kallinn.



Þarna er Bjössi upptekin að horfa á hraðarmælinn hvað kemst það nú hratt ?



Já það er gaman að taka hring á svona flottri græju sem virkar vel.


24.01.2012 21:29

Danmörk 1970

Kristján félagi 115 sendi okkur myndir af sér á Honda CB250 sem teknar voru í ferðalagi um Danmörku árið 1970.







Við þökkum fyrir flottar myndir


24.01.2012 21:06

Kominn tími á einn alvöru.........1000

Okkur barst póstur frá  ónefndum félaga í klúbbnum, þar sem hann var búinn að fá sig fullsaddann af umræðum um 1000cc hjól hér á síðunni, hann tjáði óánægju sína með einni einfaldri setningu og mynd.................

Kominn tími á einn alvöru 1000.......

Hann er glæsilegur Kawinn, z1000 1978

23.01.2012 20:26

Victory Judge

Victory var að gefa út súpercool kynningarmyndband um nýja Judge-hjólið,

 "American muscle never died, it just needed handelbars"

Kaninn klikkar ekki á því.


22.01.2012 16:01

Husqvarna concept

Husqvarna kynnti nú um helgina concept útgáfu af baja hjóli á mótorhjólasýningu í NewYork. Hjólið er svona all season græja með 70s lúkki.
Hjólið er 650cc, eins cylenders, vatskælt með beinni innspýtingu, Brembo bremsum 17" afturdekki og 19" framdekki. Mótorinn kemur frá BMW, en BMW á einmitt Husqvarna.



Framljósið er LED og hrikalega töff.

Hér er The king of cool, Steve McQueen á Husqvarna 400 1971 sem svipar til nýja concept hjólsins.


22.01.2012 00:10

Kawinn hans Dadda

Daddi er búinn með allt vetrarprógramið sitt, og hjólið er komið saman hjá karlinum.
Hjólið lítur virkilega vel út hjá honum.
Hann tók felgurnar undan og lét sprauta þær, setti nýjar strípur á þær, lét mála frambrettið, tók hvarfakútinn undan, setti nýjan tank pad, handföngin á stýrið,monster lopapeysu utan um bremsubiðuna fyrir frambremsuna, svo fékk Daddi sér kawasaki græna keðju og slatta af monster límmiðum, eins og ég sagði áðan er hjólið virkilega flott hjá Dadda. Þá er bara að bíða eftir sumrinu.
Myndir

Hér eru félagarnir Daddi og Kawinn.

Handföngin og lopapeysan.

Ekki má gleyma keðjunni.

21.01.2012 08:53

Flottur Norton 850 cc


Það eru líka til flottir Nortonar hér er einn fyrir Bigga Jóns Gylla Úr og Óla Bruna og hina örfáu Norton menn Íslands



Hér eru myndir af Norton Comando Roadster árg 1974











Segiði svo að Bretarnir fái ekki líka pláss á síðuni enda erum við jú allir Drullusokkar. En Þessi Norton er glerflottur

20.01.2012 10:59

Kaninn er flottastur.


Hér að neðan eru nokkrar útfærslur af 750 Hondum eftir að Kanarnir eru búnir að fara um þær höndum.



Þetta er ein dellan sem er í tísku núna í USA breita þeim í Bobbera.



Og Chopperinn er alltaf jafn vinsæll hjá Ameríkananum.



Þessi hefur nú verið að herma eftir Óla bruna, en flott púst.



Hér er einn með Race fílinginn á tæru.



Og annar líka.



Þessi myndi leggjast út sem Café racer



Þessi Cafe Racer er kanski líkari Ólahjóli bara með betri mótor.



Svona hluti vorum við nú að gera hér í Eyjum í kringum 1975- 1980



Þessi 750 Honda gæti nú hentað mér vel í spyrnuni gegn Nortoninum hans Bigga Jóns enda segir hann að nú megi ég passa mig svo öflugur er Nortonin í dag.



Hér er ein blá eins og mín



Kaninn kann sko að græja græjurnar það má hann eiga.



Hér er ein vel speisuð.



Þeir ýmist hækka þær upp eða lækka niður í götu.



En hvað um það þá finnst mér þær bestar svona orginal enda orðin orginal dellu kall með árunum og eftir að þessar elskur urðu þrítugar og heilla samt enn gamla kalla upp úr skónum.



Hér er svo frumútgáfan sem kom árið 1969. Eru þær bara ekki flottastar þegar ekki er búið að fikta neitt í þeim?
Today's page views: 842
Today's unique visitors: 41
Yesterday's page views: 2950
Yesterday's unique visitors: 55
Total page views: 1439526
Total unique visitors: 87504
Updated numbers: 4.12.2024 10:33:20