M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

29.01.2012 13:17

Ummönnun eldri borgara


Farlama ellideild Besta flokksins á Höfuðborgarsvæðinu hafði samband við nokkra mótorhjólaklúbba á landsbyggðini og fór þess á leit við okkur að við finndum græju sem hentaði fyrir 3 gamla en mjög svo erfiða vistmenn á dalarheimilinu Eir, í tilkyninguni er sagt við höfum hér í vist 3 gamla menn sem halda því fram að þeir hafi verið Mótorhjólagæjar í gamla daga ekki vitum við hvort það er rétt en svo mikið eru þessir menn komnir út úr kú að einn þeirra er alltaf að reyna að taka toll af gestum og gangandi svo og starfsfólki, annar er alltaf að reyna að slökkva á öllu sem logar hvort heldur er ljós eða bara eldur á rómó kerti, sá 3 hann er að grafa allstaðar í blómabeðum og meira að segja í ruslafötunum á herbergjunum.
En við fundum út eftir ábendingu að gömlu mennirnir myndu róast mjög ef versluð yrði kósý græja handa þeim þá myndu þeir kanski gleyma fyrri störfum sínum, græjan verður að vera þægileg ásetu þar sem botnar gömlu mannana eru orðnir slttnir enda farið að síga verulega á seinni hluta aldarinar hjá þeim blessuðum.

Hér er græjan sem við í stjórn Drullusokka mælum með fyrir öldungana.Þetta ku vera Excelsior Henderson Custom og árgerðin er 1936


Það færi nú vel um gömlu mennina í þessu það ku vera búið ýmsum aukabúnaði sérstaklega fyrir roskna menn það drepur á sér ef það fer 100 metra frá vistheimilinu það er búið bleyju hólfi pissu skál og bjöllu sem hringir á matartímum.Einnig er þarna neyðarhólf sem eingöngu er undir bláar pillur sem lífga við löngu látin líffæri. En hvað um það hugsum vel um gamlingjana þeir ruddu nú landið á undan okkur sem á eftir komum. 
.

Eldra efni

Flettingar í dag: 1286
Gestir í dag: 1000
Flettingar í gær: 368
Gestir í gær: 159
Samtals flettingar: 4839335
Samtals gestir: 634974
Tölur uppfærðar: 25.2.2020 21:51:30