Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]
Blog records: 2011 N/A Blog|Month_9
29.09.2011 22:29
Málning á Z1 900 1973
Darri gerði upp gamlan 900 Kawa á nokkrum árum, sem hann kláraði svo í lok árs 2007.
Vinnuklukkustundirnar í hjólinu eru ansi margar og hjólið eftir því alveg stórglæsilegt. Allt var tekið í gegn og hjólið gert upprunalegt, og óhætt að segja að það sé töluvert flottara en nýtt.
Hér fyrir neðan er myndasyrpa af málningarferlinu á bensíntanknum, og sést á þeim að þetta er ábyggilega meiri vinna en flestir gera sér grein fyrir.
Litirnir eru frá House of Kolor og glæran frá Dupont.
Ég vona að einhverjir hafi gaman af því að sjá ferlið.
Tankurinn klár í grunn
Epoxy-grunnur
Fylligrunnur, sem að er svo pússaður
Því næst er tankurinn málaður blásanseraður,glæraður og slípaður.
Svo voru rendurnar teipaðar og málaðar hvítar.
Tankurinn var málaður 7 umferðir af rauðlitaðari glæru (transperernt) , glæraður og slípaður.
Og svo var örfáum grömmum af rauðum glimmerkornum stráð út í glæruna,tankurinn glæraður og slípaður.
Svo var endað á að mála 2 glæru umferðir og þá lítur þetta svona út.
Vinnuklukkustundirnar í hjólinu eru ansi margar og hjólið eftir því alveg stórglæsilegt. Allt var tekið í gegn og hjólið gert upprunalegt, og óhætt að segja að það sé töluvert flottara en nýtt.
Hér fyrir neðan er myndasyrpa af málningarferlinu á bensíntanknum, og sést á þeim að þetta er ábyggilega meiri vinna en flestir gera sér grein fyrir.
Litirnir eru frá House of Kolor og glæran frá Dupont.
Ég vona að einhverjir hafi gaman af því að sjá ferlið.
Tankurinn klár í grunn
Epoxy-grunnur
Fylligrunnur, sem að er svo pússaður
Því næst er tankurinn málaður blásanseraður,glæraður og slípaður.
Svo voru rendurnar teipaðar og málaðar hvítar.
Tankurinn var málaður 7 umferðir af rauðlitaðari glæru (transperernt) , glæraður og slípaður.
Og svo var örfáum grömmum af rauðum glimmerkornum stráð út í glæruna,tankurinn glæraður og slípaður.
Svo var endað á að mála 2 glæru umferðir og þá lítur þetta svona út.
Written by Sæþór
28.09.2011 22:20
Fyrir og eftir
Hér eru fyrir og eftir myndir af Repsol Hondunni hjá múraranum, breytingarnar eru ekki miklar en setja samt svip á hjólið.
Gummi keypi sér innra bretti yfir afturhjólið (hugger) og það var málað í sömu litum og hjólið síðastl.sumar.
Fyrir
Eftir
Huggerinn setur hellings svip á múrara reppann.
ps. Hörður, þessi HONDA færsla er fyrir þig.
Gummi keypi sér innra bretti yfir afturhjólið (hugger) og það var málað í sömu litum og hjólið síðastl.sumar.
Fyrir
Eftir
Huggerinn setur hellings svip á múrara reppann.
ps. Hörður, þessi HONDA færsla er fyrir þig.
Written by Sæþór
28.09.2011 20:18
Já Honda CB 160cc
Eigum við ekki að skella inn myndum af CB 160 árg.1965
Þessi CB 160 var ein af þremur sem komu nýjar hingað. Eigendur þessa hjóls voru í réttri röð svona.
1. Róbert Sigurmundsson
2. Ægir Jónsson
3.Ólafur Sigurvinsson
4. Muggur Pálsson
5. Konnráð Jónsson
6. Kristinn Jónsson
7. Símon Þór Wagfjörð
8.Kristján Hilmarsson.
Endalokin voru þau að hjólið var urðað upp í Þykkvabæ við Bæjinn Unhól einhvertíman um 1975, ef einhver hefur áhuga að fá sér gröfu og leita. Það sem ég tek eftir að af 8 eigendum þessa hjóls að þá eru enn 6 þeirra enn hjólandi nú 45 árum eftir að græjan kom ný og líftíminn náði ekki 10 árum. það eru bara fyrsti og síðasti eigandin sem ekki eru hjólamenn i dag. Það má kanski segja að þessi milli mÓtorhjól hafi verið stökkpallur ínn í framtíðina fyrir unga drengi og stærri hjól sem komu síðar.
28.09.2011 09:00
Honda CB 160
Það geta fleiri en Hondu-Afi gert upp Hondur....Bruce Brainard vinur minn er að gera upp þessa CB 160, mér sýnist þetta lofa góðu hjá karlinum...:)
Written by Dr.Bjössi
26.09.2011 23:58
Hvað ungur nemur gamall temur.
Já hvað ungur nemur gamall temur eigum við ekki bara að láta þetta vera svar mitt við myndunum sem birtust nú nýlega
Written by Tryggvi
26.09.2011 13:04
Einn sá alflottasti ever
Hér sjáum við þann fræga mann Hjört L Jónsson betur þekktan sem Líklegan og er hann hér með skelfilegt apparat við munnvikin já gjallhorn er það og magnar það bullið í kalli hátt og skýrt. Eitthvað hefur almættið nú mótmælt þessu hjá Hirti og gefið honum væna drulluklessu í andlitið kanski bara til að reyna að þagga niður í honum en það þarf nú meira til en það til að stoppa vaðalinn í honum .
Written by Tryggvi
25.09.2011 10:45
2012 Harley-Davidson VRSCDX V-Rod 10th Anniversary Edition
Árið 2012 verða 10 ár frá því að Harley-Davidson kom með V-rod hjólið á markað, að því tilefni hafa þeir kynnt 10 ára afmælisútgáfu af hjólinu.
Hjólið er í grunninn það sama og kom 2002, en með fullt af smávægilegum breytingum.
Hjólið verður með 1250cc 125 hö. vél, þeir segja að það verði útbúið með slip-kúplingu og val um ABS-bremsukerfi.
Hjólið verður silfurlitað og á eingöngu að vera til í þessum lit 2012, einnig eru fleiri hlutir póleraðir og krómaðir en hefur þekkst á undanförum hjólsins.
Afturhluti hjólsins er einnig nýr og kemur skemmtilega út.
Hér eru svo tvær myndir af gripnum.
Felgurnar eru nýjar.
Hér sést nýji afturendinn vel, kemur flott út.
Hjólið er í grunninn það sama og kom 2002, en með fullt af smávægilegum breytingum.
Hjólið verður með 1250cc 125 hö. vél, þeir segja að það verði útbúið með slip-kúplingu og val um ABS-bremsukerfi.
Hjólið verður silfurlitað og á eingöngu að vera til í þessum lit 2012, einnig eru fleiri hlutir póleraðir og krómaðir en hefur þekkst á undanförum hjólsins.
Afturhluti hjólsins er einnig nýr og kemur skemmtilega út.
Hér eru svo tvær myndir af gripnum.
Felgurnar eru nýjar.
Hér sést nýji afturendinn vel, kemur flott út.
Written by Sæþór
25.09.2011 01:00
Aldurinn...........
Það spratt upp sá orðrómur hér á síðunni að Óli bruni hafi verslað sér peyja-hjól og að hugsanlega sé hann of gamall fyrir svona nýmóðins græju.
Það væri eðlilegra að sjá Honda Fireblade á myndunum hér að ofan, er ekki spurning um að fleiri versli sér hjól sem hentar í svona fjör..
Maður spyr sig.
Það væri eðlilegra að sjá Honda Fireblade á myndunum hér að ofan, er ekki spurning um að fleiri versli sér hjól sem hentar í svona fjör..
Maður spyr sig.
Written by Sæþór
24.09.2011 18:07
Enn bætir Óli bruni við sig.
Já enn bætir kallinn hann Óli bruni í safnið sitt nú voru að bætast við 2 st, Hondur enda fékk kallinn Hondu vírusinn þegar hann sniffaði sætið á gömlu 750 Honduni í Þykkvabænum í sumar, þetta var svo sterkur skammtur sem hann fékk að það dugði ekki ein Honda handa kalli heldur þurfti hann tvær eina í hvora nös og nú er hann alsæll með nýju vímuna sína.
Hér er afi gamli raeiser á Honda CBR 1000 RR árg 2008
Þetta er nú eiginlega ekki gammelgogga græja og kanski full öflugt fyrir eldri borgara
Hér er svo gamli með nýjustu græjuna sína skyrlitaða Hondu CBF 1000 af árg 2011. Hann er flottur á því hann Óli það má nú segja.
23.09.2011 23:45
HONDA CB1100
Viggi #124 er allur í retro-hjólunum, hann sendi okkur myndir og upplýsingar um nýtt/gamalt hjól sem að Honda kom með á markað 2004 (að ég held).
Hjólið heitir Honda CB1100, og er í þessum retro stíl, sem sagt nýtt hjól með nýju tækninni í gamla stílnum. Hjólið er hið glæsilegasta og fær þrusugóða dóma í blöðunum, hér eru smá upplýsingar um tækið:
Hjólið er 1140cc 4.cyl. vatnskælt
5.gíra og keðjudrifið.
240 kg. með vökvum.
Þetta hjól er frábært keyrsluhjól ef þú stimplar það strax inní hausinn á þér að það er ekki eins sprækt og öflugt og nýju sporthjólin, það á ekki að vera það. Það hefur ekki sama ruddapowerið niðri eins og sporthjólin í þessari stærð, einnig er hjólið á 18" felgum að framan og aftan (í stað 17" á flestum öðrum hjólum í dag), það gerir það að verkum að það svarar ekki eins fljótt í beygjum, en lúkkar eins og 70s hjól.
Helstu gallar hjólsins eru að það er frekar lítill bensíntankur á því 14,6 l. og sætið er frekar hart fyrir langkeyrslu, en yfir heildina er CB1100 vel heppnuð og skemmtileg græja með útlit sem að minnir á gömlu 70s hjólin.
Takið eftir pústgreinunum
Ekki ósvipaðar og á CB400 four 1975
Og miðjan á tanknum minnir heldur betur á gamla CBX tankinn
Hjólið kom í þessari útfærslu 2010.
Hjólið heitir Honda CB1100, og er í þessum retro stíl, sem sagt nýtt hjól með nýju tækninni í gamla stílnum. Hjólið er hið glæsilegasta og fær þrusugóða dóma í blöðunum, hér eru smá upplýsingar um tækið:
Hjólið er 1140cc 4.cyl. vatnskælt
5.gíra og keðjudrifið.
240 kg. með vökvum.
Þetta hjól er frábært keyrsluhjól ef þú stimplar það strax inní hausinn á þér að það er ekki eins sprækt og öflugt og nýju sporthjólin, það á ekki að vera það. Það hefur ekki sama ruddapowerið niðri eins og sporthjólin í þessari stærð, einnig er hjólið á 18" felgum að framan og aftan (í stað 17" á flestum öðrum hjólum í dag), það gerir það að verkum að það svarar ekki eins fljótt í beygjum, en lúkkar eins og 70s hjól.
Helstu gallar hjólsins eru að það er frekar lítill bensíntankur á því 14,6 l. og sætið er frekar hart fyrir langkeyrslu, en yfir heildina er CB1100 vel heppnuð og skemmtileg græja með útlit sem að minnir á gömlu 70s hjólin.
Takið eftir pústgreinunum
Ekki ósvipaðar og á CB400 four 1975
Og miðjan á tanknum minnir heldur betur á gamla CBX tankinn
Hjólið kom í þessari útfærslu 2010.
Written by Sæþór
21.09.2011 12:23
Honda CB650 custom 1981
Okkur bárust myndir af uppgerð á Honda CB650 custom, frá félaga #191.
Þetta hjól var flutt inn frá Hollandi 2009, og Örn tók hjólið svo allt í gegn síðastliðinn vetur.
Hér er smá syrpa frá uppgerðinni.
Fyrir skver.
Eins og sést er svaka munur á græjunni.
Það eru fleiri myndir í "hjól meðlima"
Þetta hjól var flutt inn frá Hollandi 2009, og Örn tók hjólið svo allt í gegn síðastliðinn vetur.
Hér er smá syrpa frá uppgerðinni.
Fyrir skver.
Eins og sést er svaka munur á græjunni.
Það eru fleiri myndir í "hjól meðlima"
21.09.2011 10:01
Vélhjólaklúbburinn Elding
Upp úr 1960 var stofnaður skellinöðru klúbburinn Elding í Reykjavík og voru á fyrstu árunum aðalega hjól af gerðunum NSU, KK, Tempó, og Victoría, En eftir að Gunnar Bernhard gullsmiður fór að flytja inn Hondur frá Japan árið 1963 að þá urðu þær fljótlega allsráðandi ekki bara í RVK heldur einig út um allt land. Honda 50 var ný sýn stráka á skellinöðrurnar þær voru mun öflugri fyrst fjögura gíra fótskiptar með fjórgengismótor og mun sportlegri en gömlu nöðrurnar sem voru allar handskiptar og með petulum sem þótti efir Hondu innreiðina bara hallarislegt og urðu þær (petalagræjurnar) undir sem sagt púkó, annað en Hondurnar sem voru gríðarlega vinsælar, Á þessari mynd sést vel að Hondan er búin að taka yfir nöðrumarkaðinn algjörlega. Það var svo ekki fyr en árið 1969 að Ólafur Kr Sigurðsson fór að flytja inn Suzuki skellinöðrur að Honda fór að fá samkeppni um markaðinn hér heima,
Hér í Vestmannaeyjum var aldrei til formlegur nöðruklúbbur þótt mikið hafi verið af Honda 50 á götum bæjarins. En samt var hér stofnaður einn fyrsti mótorhjóla klúbbur landsins en hann hét því virðulega nafni Gný Ernir en þessi kúbbur var stofnaður árið 1965 og var hann til í nokkur ár,
Written by Tryggvi
19.09.2011 14:01
Sami guttinn og sama hjólið
Hér eru nokkrar myndir af Matchless 500 sem undirritður gerði upp á sínum tíma og situr Siggi Árni # 6 á hjólinu það eru 25 ár á milli fyrstu myndar og þeirrar síðustu í syrpu þessari.
Það á nú að vera til eldri mynd en þetta af þeim Sigga og Massanum en þessi er frá árinu 1987
Hér er ein frá árinu 1992
Og hér er ein frá 1996
Og svo ein frá árinu 2009. eftir því sem árin líða að þá virðist Matchlessinn mínka en að sama skapi vex óþekktin í guttanum.
Og í lokin ein sem ég tók um daginn en nú er Matchless hjólið orðið stofumubla enda 65 ára gamalt og í topp standi bara að setja olíu og bensín á og svo út að rúnta
Written by Tryggvi
18.09.2011 11:52
Sýning í Laugardalshöll 1994 og fl. gamlar myndir
Ég komst í gamlar myndir hjá Jóni Steinari og skannaði nokkrar skemmtilegar inn, þar á meðal af hjólum sem hann hefur átt í gegnum tíðina og myndir sem voru teknar á mótorhjólasýningunni sem haldin var í Laugardalshöll 1994.
Hér er fyrsta hjólið hans Jóns Steinars Kawasaki Z1 900 1973, hjól sem hann keypti af Darra bróðir sínum 1989, og seldi honum það reyndar aftur tveimur árum seinna, Darri á það enn í dag.
Næsta hjól var svo Kawasaki GPz 900 1984, sem að hann átti ekki lengi og seldi Þóri pípara það, Þórir tilkeyrði það svo í nokkur ár.......
1991 keypti hann þessa GPz-u af Darra bróðir sínum ,hjólið sem að ég á í dag.
1993 skipti hann á GPz-unni og þessum "92 ZZR-1100 Kawa sem Oddgeir Úr. átti nýjan.
Binni Gísla á þennan Kawa í dag.
Í dag á Jón GPz 900 "84 og Honda Blackbird 2005.
Svo eru það myndirnar frá sýningunni 1994.
2.stk. Fireblade
Bísan fyrrv. hans Tryggva #1 og núverandi hans Hjartar #119
Z1 900 1973, Darri #61 átti það á þessum tíma, Tryggvi og Maggi breti þar á undan.
Þarna er CBX-inn sem Darri á í dag, og FZR Yamminn sem Davíð #206 á í dag.
1.stk. CBX og mér sýnist glitta í Ninjuna hans Dr.Bjössa #105 þarn fyrir aftan.
Ein góð í restina af Agli #133 eiturhressum...
Hér eru svo fleiri skemmtilegar myndir......
Hér er fyrsta hjólið hans Jóns Steinars Kawasaki Z1 900 1973, hjól sem hann keypti af Darra bróðir sínum 1989, og seldi honum það reyndar aftur tveimur árum seinna, Darri á það enn í dag.
Næsta hjól var svo Kawasaki GPz 900 1984, sem að hann átti ekki lengi og seldi Þóri pípara það, Þórir tilkeyrði það svo í nokkur ár.......
1991 keypti hann þessa GPz-u af Darra bróðir sínum ,hjólið sem að ég á í dag.
1993 skipti hann á GPz-unni og þessum "92 ZZR-1100 Kawa sem Oddgeir Úr. átti nýjan.
Binni Gísla á þennan Kawa í dag.
Í dag á Jón GPz 900 "84 og Honda Blackbird 2005.
Svo eru það myndirnar frá sýningunni 1994.
2.stk. Fireblade
Bísan fyrrv. hans Tryggva #1 og núverandi hans Hjartar #119
Z1 900 1973, Darri #61 átti það á þessum tíma, Tryggvi og Maggi breti þar á undan.
Þarna er CBX-inn sem Darri á í dag, og FZR Yamminn sem Davíð #206 á í dag.
1.stk. CBX og mér sýnist glitta í Ninjuna hans Dr.Bjössa #105 þarn fyrir aftan.
Ein góð í restina af Agli #133 eiturhressum...
Hér eru svo fleiri skemmtilegar myndir......
Written by Sæþór
18.09.2011 01:30
Meira fyrir og eftir
Er ekki spurning um að fá nokkrar fyrir og eftir myndir af félagsmönnum.
Óli bruni 1994
Og hér höfum við hann aftur 2011, klikkar ekki á lúkkinu, hjólið glæsilegt og karlinn í stíl....
Sæþór og Kawinn 1989
Og hér eru þeir saman aftur 2011,,
Jenni 2003
Jenni 2011
Það er gaman af þessu...........................
Written by Sæþór
Archive
- 2024
- Desember
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- Mars
- February
- January
- 2023
- Desember
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- Mars
- February
- January
- 2022
- Desember
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- Mars
- February
- January
- 2021
- Desember
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- Mars
- February
- January
- 2020
- Desember
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- Mars
- February
- January
- 2019
- Desember
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- Mars
- February
- January
- 2018
- Desember
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- Mars
- February
- January
- 2017
- Desember
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- Mars
- February
- January
- 2016
- Desember
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- Mars
- February
- January
- 2015
- Desember
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- Mars
- February
- January
- 2014
- Desember
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- Mars
- February
- January
- 2013
- Desember
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- Mars
- February
- January
- 2012
- Desember
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- Mars
- February
- January
- 2011
- Desember
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- Mars
- February
- January
- 2010
- Desember
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- Mars
- February
- January
- 2009
- Desember
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- Mars
- February
- January