M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

Blog records: 2012 N/A Blog|Month_6

30.06.2012 23:04


Hvar var Egill?????

Valla fannst allavega.

Goldwing

V-maxinn töff með R1 framenda og nýja afturfelgu.

ZX-12R "00 & CBR1000RR "08

30.06.2012 22:47

Matchless ferðalangar

Hilmar Adólfs rakst á hjón frá Hollandi sem eru að keyra hringinn á gömlum Matchless hjólum, hann sendi okkur myndir af hjólunum.





Ekki veit ég gerð og árgerðir þessara massa, en það eru sjálfssagt einhverjir gestir síðunnar sem geta frætt mig um það.

30.06.2012 10:10

Meira af ferðafélögunum




Hér er Biggi Jóns á gallabuxunum á Rakettuni árið 2012.



Og Siggi Árni á gallabuxum einnig, enda frændi Bigga flottur Hallinn hjá peyjanum.



Gamli á stóra Daxinum



Og Darri á 1200 Kawanum sem orðin er 12 ára þótt þess sjáist nú enginn merki enda hjólið eins og nýtt.



Sæþór á Honda CBR hjóli sínu.



Og Bryndís Gísla eina daman í hópnum, hún stóð sig vel einstæð með 14 litla Kúta með sér í ferðini. Og Daddinn á bak og burtu enda hvegi sjáanlegur.


29.06.2012 14:20

Nokkrir af ferðafélögunum




Hér er Hermann Haraldsson við V Maxinn sinn sem er af árg 1985 og hjólið því orðið 27 ára gamalt, Hermann er búinn að endusmíða Maxinn frá grunni eins og sjá má á myndini.



Hér eru svo frændurnir Darri og Hermann en þeir eru systrasynir og báðir harðir hjólarar frá unga aldri



Hér er Símon með fullfermi sjálfan docktorinn og allt hanns hafurtask aftan á eldflaugini og svo hvarf afturdekkið á leiðini niður í Borgarnes.



Kási flottur að vanda.



Áður en lagt var í ann heim á leið.

29.06.2012 10:00

Keli og frú í Langholti


Við vegamót á Snæfellsnesi hittum við vertinn á gistiheimilinu Langholti en þau hjónin eru hjólafólk.



Hér eru þau við konuhjólið Harley Davidson Sportster 883 cc






Hér er svo eðalgræjan hans Kela BMW 1000 cc af bestu gerð,það verður að segjast eins og er að hjólið myndast mun betur heldur en það lítur raunverulega út enda segir Keli að þetta séu útihjól. Keli sló í gegn í sjónvarpsþættinum Útsvari nú í vetur og fór allur tíminn í það svo bón og svoleiðis dót var ekki inni í myndini hjá kappanum.

27.06.2012 18:48

Snæfellsnes-túr

Við fórum nú lengra en á select stöðina, þannig að hér höldum við áfram með söguna.

Ein gamaldags af old-wingnum.

Næsta stopp var eftir Hvalfjarðargöngin, það var yfirleitt stoppað ört en menn voru að furða sig á því að Stebbi á cafe maría fékk sér að borða í hverju einasta stoppi, og var þetta stopp engin undantekning.

Menn að ræða málin í Borgarnesi og komumst að því að sumir í hópnum áttu fleiri pabba í hópnum en eðlilegt þykir.

En þá er ég að tala um Sigga Árna, 13.33% af ferðalöngunum eru pabbar Sigga, sem þykir nokkuð hátt hlutfall í 15 manna hóp.

Kási að tala við kaffibollann og Bryndís að, ja ég veit það ekki.

Meira síðar.

27.06.2012 11:38

Hópurinn sem fór á Snæfellsnesið






Hér er allur hópurinn talið frá vinstri aftari röð , Bryndís Gísla,Stebbi Óla, Kási, Sæþór, Viggi Eggerts, Hermann Haralds, Darri, Knútur Kjartans, DR Bjössi, fremri röð frá vinstri Símon Þór, Siggi Árni, Tryggvi, Biggi, Hilmar Adólfs, og Siggi Sigg.

26.06.2012 19:31

Snæfellsnes-túrinn



Hér er formaðurinn eða liðþjálfinn eins og hann var kallaður í ferðinni (sumir segja meiri að segja að hann hafi gerst liðhlaupi áður en ferðin kláraðist) að binda hjólið (orustuskipið) í Herjólfi.

Hér eru græjurnar sem komu frá eyjum á laugardagsmorgninum.

2 helv... drullusokkar á Selfossi

Select stöðin í Reykjavík þar sem við hittumst í hádeginu á laugardaginn.

Biggi og Bryndís.

Meira síðar.

25.06.2012 21:52

Mynd frá ljósmyndara Skessuhorns


Við lentum í myndatöku fyrir framan hótelið á Grundarfirði.
Þar kom hann Sverrir ljósmyndari og smellti nokkrum myndum af hópnum sem var að klára morgunmatinn á hótelinu.
Sverrir sendi okkur nokkrar myndir, og þökkum við honum fyrir það.

25.06.2012 18:42

Bræður í heimsókn

Í síðustu viku heimsóttu bræðurnir Hilmar og Adólf Adólfssynir okkur til eyja og þeir renndu við í Braggann og þökkum við þeim fyrir komuna.

Þau eru fín hjólin hjá bræðrunum. Spurning hvort að Harleyinn hans Adólfs endi eins og Katanan sem hann átti um árið, það byrtust myndir af henni hér á síðunni fyrir stuttu.



Hilmar aðeins búinn að föndra, en hann kom svo með Snæfellsnesrúntinn um helgina en meira um það ferðalag síðar.

23.06.2012 01:25

Ein gömul en góð.




Hér er ein frá árinu 1976 en þá fórum við þrír ég undirritaður, Steini Tótu og Einar Arnarsson á mótorhjólunum okkar til Akureyrar ég og Steini á 750 Hondum og Einar á 500 Hondu, þetta var mikil svaðilför við allir kornungir að árum samt með ólæknandi mótorhjóladellu eins og hún gerist verst, þarna var Tótu Steini 16 ára og próflaus, Einar 17 ára gamall og ég 19 ára. Á þessum árum endaði malbikið í Ártúnsbrekkuni engin Borgarfjarðarbrú komin hvað þá Hvalfjarðargöng fatnaðurinn gallabuxur og leðurjakki en Einar var að vísu bara í taujakka. En gaman var þetta allt og rifjum við frændurnir oft upp sögur úr þessari ferð, en þær voru sko margar og sumar alls ekki prenthæfar. Nú um helgina verðum við Drullusokkar á faraldsfæti um Snæfellsnes svo lítið verður um færslur hér næstu sólahringana.

22.06.2012 10:29

Ein frá 1980




Hér er ein mynd sem ég tók árið 1980 eða fyrir 32 árum síðan, samt man ég öll hjólin og eins hverjir voru eigendurnir á þessum tíma

21.06.2012 11:51

Fundur í kvöld


Minni á fimtudagsfund okkar í kvöld kl 20,00 í Gullborgarkró. Þar verður farið yfir væntanlega ferð okkar á Snæfellsnesið um helgina en spáin er eins og áður sagði góð



Læt eina fljóta hér með frá fundi í vetur.



Öldungadeildin spáir í spilin



Hér er svo ein frá ferð Drullusokka í Borgarnes þegar Raftar heldu árlega mótorhjólasýningu sína, þarna var bautt en nú er bara lofað brakandi þurki.
Today's page views: 684
Today's unique visitors: 36
Yesterday's page views: 2950
Yesterday's unique visitors: 55
Total page views: 1439368
Total unique visitors: 87499
Updated numbers: 4.12.2024 10:12:10