M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

Blog records: 2011 N/A Blog|Month_12

30.12.2011 10:20

Dagatalið 2012


Nú er að berast í hús dagatal Drullusokka fyrir árið 2012 og ætti að fara í póst nú næstu daga flestir hér á Suðurhafseyjuni ættu að vera búnir að fá dagatal í hendurnar.



Hér eru þeir félagar og fóstbræður Biggi Jóns og Gylli Úra með fyrstu eintökin af dagatalinu góða



Að sjálfsögðu fengu þeir félagar sérprentað dagatal þar sem eingöngu var til tjaldað myndum af Hondu CB 750 four enda er það hjól þeim báðum ofarlega í huga og draumur þeirra beggja að eignast eitt slíkt hjól, við félagar í Drullusokkum óskum þess að þeir Bretabræður  nái að láta stóra drauminn rætast á nýja almanaksárinu.
ps. Biggi hvíslaði í eyra mitt Honda four ever.

27.12.2011 21:07

Úr myndasafni Gylfa #14



Tískan var öðruvísi í gamla daga, Triumph sem að Gylfa átti, sérkennilegar breytingar, einnig er sætisbakið á Kawanum fyrir aftan snyrtilegt.

Biggi að láta sig dreyma á Mön.

Gömul ökutæki á Boðaslóðinni

Ltd1000 á Mön, Kawi sem þótti hrikalegur á sínum tíma, hann vissi ekki hvort hann ætti að vera hippagræja eða ekki.

MÖN


24.12.2011 10:40

Jólakveðjur Drullusokka 2011




Mótorhjólaklúbburinn M/C Drullusokkar Vestmannaeyjum óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Hér er svo mynd af 65 ára gömlu jólatréi formannsins í ár.



Hér er svo sveinki að pumpa í dekk eða.........hvað ?

23.12.2011 15:10

Upprifjun frá því 2008

Þessi færsla er tileinkuð Dadda, smá upprifjun frá 2008 til að koma okkur í jólagírinn.

23.12.2011 11:03

Nokkur Kawasaki H1 500 hjól.




Það vall nú oft oulíusósan aftur úr þessum  græjum og var sósan eins og úr óhreinni tóbakspípu



Svona litu fyrstu 500 H1 hjólin út sem komu hingað til lands en þau voru  af árg 1971,en lítið var þó um þau hér í eyjum en þó átti Dolli # 10 eitt svona sem kom hingað gamalt , sennilega voru 5 svona 500 hjól flutt inn til landsins á sínum tíma og eitt síðar sem er flott eintak í dag en það hjól á Toffi á Norfirði.



Þessi gæti verið af árg 1970



Hér er svo 1974 módelið hann er orðin svolítið nútímalegri þarna kominn með diskabremsu og alles,og litaúrvalið hjá Kawasaki á þessum árum frábært.



Hér er 500 Kawasaki hjólið hans Einars Pústviðgerðarmanns Ólafssonar, hjólið er hið glæsilegasta í þessum fallega sanseraða rauða lit

21.12.2011 21:51

Hraðskreiðasti líkbíll/hjól heims.

Draumar manna eru misjafnir, en prestur nokkur í Kanada lét sinn einkennilega draum rætast, hann útbjó hraðskreiðasta líkvagn heims. Karlinn fékk sér Triumph Rocket 2008 þríhjól, og græjaði líkvagn aftan á hjólið.
Hann kom sér í heimsmetabók Guinness með því að ná 114m/klst (182 km/klst) hraða með kistu aftan í. Hann leigir hjólið svo út í líkakstur dags daglega.
Magnað áhugamál.


21.12.2011 21:27

Nýr Trumpi væntanlegur ?

Triumph er með 1050cc þriggja cylendra naked sporthjól á teikniborðinu, og er markmiðið að koma því á markað í lok næsta árs.
Hér er ein mynd af Trumpanum, en þetta er ekki endanlegt útlit.

18.12.2011 20:00

Vesen á 123.is

Ég er búinn að vera að brasa í að setja inn myndir, en e-ð vesen er á 123 síðunni því að það virðist ómöglegt. Þið verðið þá bara að sætta ykkur við annað youtube video á meðan við bíðum eftir að kerfið komist í lag.

Born to be wild !!!!!!


16.12.2011 12:29

Heitustu Jólagjafirnar 2011


Jólagjöfin í ár fyrir Drullusokkinn.

Merkti Drullusokkavarningurinn er til sölu í Bragganum hjá Sæþóri og Darra
einnig er hægt að nálgast vörurnar í Reykjavík hjá Hermanni Haraldssyni í síma 892-0420. Þetta er snilldar jólagjöf fyrir Drullusokkinn í ár.





Bolur 2500 kr.
Glas 1200 kr.
Kanna 1300 kr.

Bolirnir eru til í : M, L, XL, og XXL

15.12.2011 18:55

Smá klúður

Þetta er að ég held fáránlegasta crash sem ég hef nokkru sinni séð....

14.12.2011 11:22

Verða mótorhjólin virkilega svona í framtíðini ?




Hér er það Suzuki. Er þetta flott ?



Og hér er það Ferrari. Ég ætla að vona að ég verði komin á elliheimilið þegar þessi verða orðin allsráðandi á götunum.

13.12.2011 19:32

Enn meira reis... frá Herði

Vefnum okkar var að berast fleiri myndir frá útlandaævintýrum Bísa.
Nú eru það myndir frá Almeria á Spáni.
Hörður fór þangað fyrri partinn á þessu ári með þónokkrum íslendingum.
Myndirnar eru skemmtilegar eins og Portimao myndirnar. Þessar ferðir eru sjálfsagt ógleymanlegar hjá Herði og gaman að fá myndirnar hans á síðuna svo að við hin getum látið okkur dreyma. Þess má geta að Neil Hodgson var kennari Harðar á brautinni fyrsta daginn, en Hodgson vann British superbike seríuna árið 2000 og world superbike seríuna árið 2003 og ef þið gúgglið kauða sjáið þið að hann er ansi stórt nafn í kappakstursheiminum, en Hodgson varð að hætta að keppa árið 2010 vegna meiðsla í öxl.
 En Hörður sendu endilega nokkrar myndir frá ljósmyndaranum á [email protected]



Fyrir

Eftir (ath ekki eftir Hörð)

Hodgson og Hörður (ábyggilega mjúkur)

Hodgson á Ducati #4 á Oulton park í breska superbike-inu árið 2000

Hodgson árið 2009 í ameríska superbike-inu.

10.12.2011 21:31

Burnout.............

Svona á að sýna peyjunum.

09.12.2011 22:00

Meira frá Portimao

Hér eru nokkrar myndir í viðbót frá Herði.



Nettur afturendinn á Apriliunni.

Ekki slæmur farkostur þetta.

Þessi er að dást að CBR-inu sínu, já eða að skíta í sig, samt ábyggilega frekar að dást af CBR-inu.

# 8

Svo ef menn eru of blankir til að leigja hjól á braut, þá er um að gera að grúbba sig saman með nokkrum góðum félögum og leigja eitt hjól saman.

08.12.2011 20:11

Eitt með ljósin í lagi




Ætli Hlynur Sigmunds hafi séð þetta glæsilega Gold Wing hjól. En það væri nú gaman að sjá það koma í svarta myrkri upp Skólaveginn. Ef þetta er ekki öfgar í Ameríku þá hvað.
Today's page views: 684
Today's unique visitors: 36
Yesterday's page views: 2950
Yesterday's unique visitors: 55
Total page views: 1439368
Total unique visitors: 87499
Updated numbers: 4.12.2024 10:12:10