M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

Blog records: 2016 N/A Blog|Month_2

21.02.2016 13:39

Fallinn félagi



 Þær slæmu fréttir bárust okkur fyrir helgi að Sigurgeir Kristinsson heiðursfélagi #114 (Geiri í Norðurgarði) hafi fallið frá. Geiri var flottur karakter og lét stundum sjá sig á hittingum hér í eyjum þegar að Herjólfur sigldi til Þorlákshafnar þar sem hann var búsettur, því þá var lítið mál fyrir Geira að bruna á Peugeot-inum í skipið og láta sjá sig og sjá aðra. Geiri hélt uppá áttræðisafmæli sitt í desember síðastliðnum.

Hvíldu í friði vinur.

15.02.2016 17:53

Afmælissýningin

Laugardaginn 4 júní munum við Drullusokkar halda uppá 10 ára afmæli klúbbsins með mótorhjólasýningu. Planið er að hafa sýninguna á Skipasandi, ef veður leifir, annars er verið að leggja lokahönd á plan B ef veðurspáin mun ekki vera með okkur í liði þegar að nær dregur.  Það væri flott stemming í því að halda stórsýningu á Skipasandi í flottu veðri, líf og fjör í bænum og húsin hjá Darra, Eyþóri Rabba og Gauja Gilla Vals, opin.
Einnig verður pulsugrill og húllumhæ á meðan sýningu stendur.

Við tökum frá þessa helgi og höfum gaman saman.

Kv. stjórnin.
  • 1
Today's page views: 684
Today's unique visitors: 36
Yesterday's page views: 2950
Yesterday's unique visitors: 55
Total page views: 1439368
Total unique visitors: 87499
Updated numbers: 4.12.2024 10:12:10