Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]
Blog records: 2013 N/A Blog|Month_9
29.09.2013 22:16
Honda
Öll setjum við okkur markmið í lífinu, og nú hefur Tryggvi sett sér nýtt markmið....
Að eignast svona græju......
27.09.2013 19:00
Flottur mótor.
Set hér inn eina mynd af flottum mótor. Ekki veit ég úr hvernig hjóli hann er en kanski þekkir Óli bruni hann og getur þá upplýst okkur úr hvernig hjóli hann er.
25.09.2013 00:12
Brunapistill #4
Vatnskældur Harley Davidson 2014
Jæja síðasta vígið er fallið því komin er á markað fyrir árið 2014 vatnskældur Harley Davidson í touring útgáfunni (ferðahjól/pylsuvagn/rútubíll). Það var sagt í hjólablöðum í USA að H.D. verksmiðjurnar hefðu í raun hent sprengju inná Harley markaðinn með því að kynna vatnskældan Harley, jú við vitum öll um V-Rod en fæstir telja það með alvöru Harley hjólum, eflaust útaf því að V-Rod er aflmeiri og með betri akstureiginleika en öll önnur Harley hjól er það ekki, en það er nú allt önnur saga frá Þýskalandi. Þetta leyndarmál Harley verksmiðjunar um að nýja ferðahjólið með 103 c.inc. mótor væri vatnskælt hafði verið haldið mjög vel, þannig að blaðamenn á kynningu 2014 hjólanna stóðu með opin munn af undrun. Einnig að við kynninguna var ekkert verið að flagga þessu sérstaklega og eins og sjá má á þessum vatnskældu hjólum þá er þessi frágangur mjög vel falinn, skrýtið að fela þetta svona því þetta er í raun ein mesta framþróun (já já veit afturför) Harley sem sést hefur í mjög mjög mörg ár. Þetta leyndarmál er kallað Project Rushmore, kaninn kann að finna upp nöfn, samanber nafnið New York steak á Z1 Kawasaki hjólinu áður en það var kynnt almenningi.
Í raun hafa orðið miklar stjórnunarbreytingar hjá Harley frá árinu 2009, þróunardeild þeirra fær nú bara þrjú ár í hverja hönnun í stað fimm ára áður. Auðvitað var þetta bara tímaspursmál hvenær H.D. hefði neyðst hvort er eð til að koma með vatnskældan mótor, því hitavandamál og annað hafa plagað þessi hjól í nokkuð mörg ár, sem og krafa um minni mengun. Það er 103 c.inc mótor í öllum ferðahjólum H.D. fyrir árið 2014 sú vél hefur verið "uppfærð" en aðeins Ultra Limited og Tri Glide þríhjólið (heyrst hefur að Tryggvi ætli að kaupa sér H.D. þríhjól) eru með vatnskælingunni, en H.D. kallar þessi hjól Twin-Cooled, samanber Twin Cam vélina, ekki mál gleyma CVO Screaming Eagle touring hjólinu með 110 c.inc, mótornum það er líka vatnskælt= Tví kælt ! Nýju 103 c.inc. vélarnar eru sagðar koma með aflaukningu uppá ca. 5-7%, en H.D. gefur aldrei út hestaflatölu, spurning af hverju !! En tog er sagt 105.5 lb.ft á 3750 rpm/snúningum. Harley menn segja þ.e. verksmiðjunar, að mesti munur finnist við framúrakstur og það muni einni heilli sekúndu að fara úr 60 mph í 80 mph, ja sem þú ert fljótari !! Stóra spurning er hvort hinn almenni Harley eigandi og/eða áhugamaður vilji vatnskældan Harley? Allavega var ekki mikill áhugi fyrir V-Rod meðal "hard"core Harley manna, en tíminn mun leiða þetta í ljós, en eflaust bara tímaspursmál að öll hjól frá Harley verði vatnskæld. Eins og flestir eigendur Harley ferðahjóla, allavega síðustu ár hafa orðið varir við þá verður hressilega heitt í kringum vélina, bæði fyrir ökumann og ef farþegi er með. Harley verksmiðjurnar hafa sett vindhlífar til að beina köldu lofti að vélinni (spjöld á grind) og síðan færðu þeir pústgreinar, ádrepi á aftari cylinder ofl. Með vatnskælingunni segjast verksmiðjurnar líka náð betri aflnýtingu (ekki veitir af segja sumir). Það þarf ekki að leita langt til að sjá að þetta vandamál hefur plagað fleiri framleiðendur mótorhjóla, því BMW er komin með vatnskældan R1200GS. Á nýja ferðahjóli Harley fer vatnskælingin eingöngu í gegnum "heddið" og á að kæla útblásturventla (þ.e. ef ég skilið þetta rétt, hef ekki mikið vit á mótorhjólum). Síðan eru tveir vatnskassar faldir sitthvoru megin í neðri fóthlífum fyrir framan ökumann, vatnslás og vatnsdæla eru neðarlega á grind að framan, allt virkilega vel falið ! Blaðamenn í USA segja að eflaust munu alvöru Harleymenn og konur froðufella yfir þessu, eins gott bara að fá sér Væng frá Hondu. En verksmiðjur benda á að vatnskælingin sé jafnvel minna áberandi en gamla olíukælingin. Einn prufuökumaður sem ók bæði nýja vatnskælda hjólinu og því hefðbundna með 103 c.inc. mótornum sagðist í raun finna engan mun á þessum hjólum, hvorki í afli né öðru. Eina sem hann bætti við að honum hefði fundist betra afl í USA útgáfunni en þeirri sem fer til annarra landa. En segir nýja hjólið "höndla" vel, frábært tog og nokkuð góða hröðun við framúrakstur. Segir að hljóð sé svona aðeins mildara í þeim vatnskælda. Segir einnig frá smá bilun í Ride by wire bensíngjöfinni= engir barkar, þannig að viðkomandi varð að bíða eftir viðgerð tvisvar í sínum fyrsta prufuökutúr, en er þetta ekki bara eins og gengur og gerist með mannanna verk, nema hjá Honda ! Sagt er að nýja hjólið sé framför ekki spurning, en engin gífurlegur munur frá því gamla, góðir hlutir gerast hægt. Að framan eru komnir 49mm framdemparar með stífari fjöðrun, virka vel í hraðari beygjum, en hjólið getur samt tekið aðeins af þér völdin ef hressilega er tekið á því. Sagt er að afturfjöðrun mætti vera betri því í svona stærri misfellum í malbiki slógu afturdemparar saman. En hjólið er í raun létt í meðförum þegar það er komið af stað þó það vikti heil 864 pund. Ekki er flókið að leggja hjólið þannig í beygjum að fótaborð (já fótaborð/floorbords) snerti malbik, en fáum okkur bara önnur hjól ef við ætlum að "reisa". Eins og áður er sagt þetta hjól er frábært ferðahjól, fer vel með ökumann sem og farþega. Bremsur eru sagðar virkilega góðar og er ABS kerfið samtengt milli fram og afturbremsu sem er alveg nýtt hjá H.D. Þetta kerfi kemur inn við hraða yfir 25mph, undir þeim hraða er allt hefðbundið. Aftur er sagt hvort gamlir Harley aðdáendur verði ánægðir með þetta. En ekki spurning að þetta bætir öryggi ökumann verulega og já ekki langt síðan fyrsta Harley hjólið kom með ABS.
Ultra Limited hjólið (það vatnskælda) kemur einnig með vökvakúplingu fyrir árið 2014, Harley verksmiðjurnar eru alltaf að finna upp eitthvað nýtt ! Ekki finnanlegur munur á átaki kúplingshandfangs við skiptingar. Hjólið er með sex gíra kassa og gamla góða "klonkið" er enn til staðar við að skipta hjólinu, en gírkassi er sagður góður, en stundum erfitt að finna hlutlausan, þá aðallega þegar hjólið var heitt. Allur frágangur á hjólinu í heild er góður og það verður að minnast á þær góðu breytingar með hliðartöskur þ.e. að í dag er hægt að opna þær með einni aðgerð/handtaki. Sama á við með farangurskassan að aftan, virkilega góð framför hvor tveggja. Rofahús á stýri hafa einnig verið uppfærð og að auki er komin stór skjár í mælaborð sem er mjög auðvelt að lesa af (er ég að lýsa mælaborði á bíl !). Það fylgja headsett hjólinu og hljóðnemi sem hægt að nota til fyrirmæla ef segja má svo, því þú getur sagt spila: Rolling Stones eða já fyrir þá yngri Coldplay ! Virkar flott er sagt. Mælum hefur einnig verið breytt og gott að lesa af jafnvel í mikilli sól. Á hjólinu er nýr framljósabúnaður bæði aðalljós og kastarar eru með LED perum. Útlitisbreytingar í heild eru ekki svo miklar og þó það er komið gat í vindvörnina (Batwing) fyrir vatnskælinguna, sem og að stýra betur vind frá ökumanni, sem og að heildarhönnun er miðuð við það sem sést hefur í vindgöngum. Einnig eru komnir tveir fljótandi diskar fyrir frambremsuna, lofthreinsarahlíf er líka öðruvísi. En virkar vatnskæling við akstur í heitu veðri sem og við aðrar aðstæður ? Þeir sem hafa ekið vatnsHarleyinum segja að ekki sé neinn stórmunur, en kannski ekki alveg að marka þau orð, því samanburður var frekar takmarkaður miðað við akstur hjóla með eldri hönnunina. En aftur sagt frábært ferðahjól sem hefur tekið miklum framförum á leið sinni inní framtíðina, svo má ekki gleyma samanburði við aðra USA framleiðslu á hjólum sem er Victory og Indian hjólin, en við sjáum til hvort vatnið taki yfirhöndina hjá Harley. Svo er bara að sjá hver verður fyrstur hér á landi að fá sér vatnasvín (bein þýðing á water hog). Um aðrar tæknilegar upplýsingar má lesa betur á netinu.
Stolið og stílfært af netinu: Óli bruni # 173
Og hér eru spekkarnir.
24.09.2013 23:58
Þjóðhátíð 2014
24.09.2013 11:01
Smá upprifjun frá Vestfjarðahring 2009
Hér er verið að leggja á stað í Vestfirði árið 2009 Þetta var fínasta ferð og góð mæting í hana en veðrið lék við okkur allan tímann.
Hér sjáum við í DR Bjössa Grétar Jóns, Hjört Bolla, og Dadda okkar
Dirty Harley part 1.
Og Dirty Harley part 2.
Þarna þurftum við að fara allan Mjóafjörðinn sem nýbúið var að vökva og var þetta 25 km slabb, í dag er búið að brúa fjörðinn og þessi leið því úr söguni.
Hér er Adólf Adólfsson á sínum Harley.
Hörður Snær á sínum Halla.
Og Siggi Árni á sínum Haraldi.
Hér er Helgi Helga á CBX Honduni hans Gétars Márs.
Svenni heitin Matt á V Maxinum sínum.
Aggi krani að fá sér smók.
Hér er gamli á sínum Haraldi og Aggi í miðjuni ekki man ég hver var á sófanum þarna aftast.
Hér er Daddi trukkur á Súkkuni sem hann átti þarna en svona hippar fara honum nú bara vel.
Fimm háskólagráður segir sagan.
Hér eru nokkrir úr hópnum frá vinstri Tryggvi B, DR Bjössi, Siggi Óli, Viggi Gúmm og Alli á Ásláki. Myndin er tekin á Suðureyri við Súgandafjörð.
Hrafnseyrarheiðin í öllu sínu veldi.
Þarna renna Drullusokkar í röðum niður heiðina.
22.09.2013 10:34
Smá upprifjun frá Akureyrarferð 2013.
Hér eru þrjú kvikindi undirritaður og frændi ásamt bróður frænda í föðurætt. Eða bara Trausti Gúri og Beir.
Hér er Sverrir á Ystafelli að virða fyrir sér CB 750
Jakkinn altaf flottur þarna á busuni sinni með einkanúmerinu Led Zep
Hér er Gúri frændi sjálfur á æskuástini sinni en hann er búinn að vera að fikta í henni blessaðari í 37 ár (aumingja hún)
Hér erum við Haukur Sigtryggur ( Bátavinur minn) með tveimur Ringum. Badda og Bidda Ring
Hér er Páll K Pálsson á ofur Bimmanum sínum.
í Skagafirði.
Og enn í Skagafirði.
Ef við myndum nú legga saman öll árin sem þessir hafa átt mótorhjól þá kæmi sennilega út nokkuð há tala.
Monky Bækið hans Stebba Fimboga klikkar ekki.
Hér eru Stebbi Fimboga og frú. Gunnar löggi og Mæja ásamt dóttir þeirra
Og flottu hjónin á Akureyri
Nenni ekki meiru í bili svo ég set hér inn gamlan og góðan miða sem búinn er að vera uppi á vegg í bílskúrnum hjá Hilmari Lúthers í yfir 25 ár en settningin stendur fyllilega enn fyrir sínu og nokkuð mikið notuð á milli okkar félagana.
19.09.2013 22:26
Brunapistill #3
Kawasaki W800
Þessi útfærsla er ansi svöl.
Kawasaki W 800
Erum við alltaf að leita að upphafinu, eða erum við bara stöðnuð, spurning en allavega sína skoðana kannanir það að þau mótorhjól sem talin eru nakin og svona meira "retró" í útliti vekja meiri eftirtekt og já aðdáun en mótorhjól sem fela allt sem gaman er að horfa á. Margar verksmiðjur hafa reynt að ná "retró" útlitinu og með misjöfnum árangri, t.d. Triumph með sína línu af "old style" línu. En sumir gera betur en aðrir og þá komum við að Kawasaki W 800 sem er virkilega vel heppnað hjól í gamla útlitinu og mjög margir halda að þeir séu að horfa á gamlan tveggja cylindra breta frá því í kringum 1965, svona eftirlíking af BSA A10 eða A65, því má reyndar bæta við að á árinu 1999 hafði Kawasaki komið með W 650 hjólið en það náði engum sérstökum áhuga hjá kaupendum, þá aðallega vegna lélegs afls og daprar fjöðrunar, þeirri framleiðslu var hætt 2008. Nýja endurbætta hjólið er með 773cc mótor og er með beinni innspýtingu sem er látin líta út í líkingu við venjulega blöndunga. Mótorinn er með yfirliggjandi knastás sem er knúin með drifskafti frá mótor og hlífin utanum skaftið er vel sjáanlegt og setur skemmtilegan svip á mótor og lítur út eins og hlíf fyrir undirlyftustangir á gömlum breta. Vélin er loftkæld. Til að ná þessu gamla útliti þá er hjólið með tveimur mælum þ.e. hraðamæli og snúningshraðamælir, sem og alls konar viðvörunarljósum og klukku. Sagt er að öll frágangsvinna sé virkilega góð á hjólinu, sem og málning. Það sem vekur kannski mesta athygli er áhugi yngri kaupenda á þessu hjóli sem er meira segja með teinafelgur í "ala" 1960 stíl. Það þarf ekki alltaf bara afl og mikinn hraða til að ná til kaupenda, Kawinn lítur bara út eins og alvöru mótorhjól. En við ökum ekki bara á útlitinu einu, það þarf líka að vera gott að aka hjólinu og afl þarf að vera ásættanlegt og standast samanburð við t.d. aðal keppinautin í þessum flokki sem er Triumph Bonneville, reyndar er Trumphinn aflmeiri, en færu menn nokkurn tíman að keppa á þessum hjólum (ha hvað ??!!). Vélin togar virkilega vel og virkar vel alveg frá 2500 snúningum, þannig að það er í raun aldrei dauður punktur frá þeim snúning, jafnvel í hærri gírum. Hraðaaukning mun ekki valda þér hálsríg en hjólið er flottur "krúser" og ágætis ferðahjól. Á hraðbraut eyðir hjólið svona 6.28 ltr. á 100 km, sem er svo sem ekkert til að hrópa húrra yfir og þá aðallega útaf því að bensíntankur tekur aðeins 14 lítra og viðvörunarljós bensíntanks fer að blikka eftir svona 160 km. En með svona sparakstri gætir þú komist nokkuð mikið lengra. Kawinn höndlar vel og er svona þægilegur, sætið er frekar langt og með góðri ásetu. Fjöðrun er tveir dempara að aftan með einfaldri stillingu, fjöðrun að framan er sögð svona þokkaleg og frampípur eru með gamaldags gúmmí sokkum "gaitors", sem munu verja pakkdósir vel. Þetta er ekkert sporthjól, líður svona í gegnum beygjur svo lengi sem ekki er verið að taka hressilega á því, en með því að aka hjólinu eins og það er hannað þá fer það vel með ökumann. Frambremsa er einn 300mm diskur sem virkar nokkuð vel. Hljóðkútar setja skemmtilegan svip á hjólið svona í nokkurs konar Peashooter stíl, en samt líkar gömlu BSA kútunum. Handföng fyrir kúplingu og handbremsu eru stillanlega, fimm stillingar fyrir kúplingu og fjórar fyrir bremsu. Hægt er að fá hjólið í tveimur stílum svona hefðbundið og svo svona cafe racer útliti, sem má verulega bæta með aukahlutum. Ég held að það séu aðeins tveir W 800 Kawar til á landinu og sagan segir að annar þeirra sé jafnvel til sölu. Sjá meðfylgjandi tæknilegar upplýsingar um Kawann.
Óli bruni # 173
Og hér eru spekkarnir.
Flott samantekt þetta.
18.09.2013 21:59
Oldwing
17.09.2013 14:35
Honda GL 1000 Gold Wing
Smá svona sögubrot frá Honda Gold Wing GL 1000.
Árið 1975 setti Honda á markað nýtt ferðahjól sem hlaut nafnið Honda Gold Wing GL 1000. Þetta var fyrsta hjólið frá þeim sem búið var drifskafti og tvöföldum diska bremsum að framan og diskabremsu að aftan sem þekktist ekki áður auk fjögura cylindra boxer mótor sem búinn var tímareimum á knastásana. Þegar hjólið kom á markað heillaði það alls ekki okkur peyjana, okkur þótti það þunglamlegt stórt og hreinlega klunnalegt með plat bensíntanka sem fram að því þótti eitt helsta skraut mótorhjóla. En við stækkuðum og urðum eldri og í dag er þetta bara græja fyrir okkur gömlu kallana sem erum svolítið mikið öðruvísi en flestir hjólamenn sem kjósa nýmóðins græjur sem er bara gott mál, þótt það henti ekki okkur sérvitringunum. GL 1000 Hondan var framleidd í fjögur ár lítið breitt frá 1975 til 1979 en þá stækkuðu þeir hana og settu fyrst 1100 mótor í hjólið sem var svo stækkaður í 1200cc og seinna í 1500 cc og þá komin með sex cylindra og í dag eru þau með 1800cc mótor og ekki mikið lík upprunalegu Gold Wingunum. En árið 1980 þegar 1100 hjólið kom á markað fóru þeir að setja það strax í það lúkk sem það hefur vaxið í síðan. Nú hefur nýr formaður okkar Drullusokka Darri verslað sér einn gamlan Gold Wing og óska ég honum til hamingju með að vera kominn í svampa gengið eftir að hann verslaði Góldfingerinn af Idda svo við Darri getum farið saman í Dagx ferð á stóru Döxunum okkar í framtíðini. En þeir eru gríðalega mjúkir fyrir gamla og þreitta rassa á sextugsaldri því verður ekki neitað. En kíkjum aðeins nánar á allar fjórar gerðirnar af 1000cc hjólinu.
Hér er 1000 cc GL rokkurinn alveg glerfínn og minnir frekar á bílvél heldur en mótorhjólavél.
Hér er fyrsta árgerðin af GL 1000 en það kom ekkert svona nýtt til landsins árið 1975.
Og hér árg 1976 lítið breitt frá árinu áður. Ekki kom neitt af þessari árg heldur til landsins.
Hér er svo árg 1977 en það kom eitt svona nýtt og fór það á Blönduós en það er hjólið sem Darri var að versla og átti það hjól lengst af Geir heitinn Valgeirsson á Stokkseyri.
Hér er svo 1978 árgerðin af GL 1000 hjólinu þarna varð eina stóra breitingin sem gerð var á 1000 hjólinu þarna eru komnar aðrar felgur mælaborð komið ofan á gerfitankan nýtt pústkerfi ásamt ýmsum öðrum breitingum. Það komu tvö svona ný og fóru bæði til Reykjavíkur eins hafa tvö svona hjól verið flutt inn notuð frá Ameríkuni og á pistlahöfundur annað þeirra.
Hér er svo 1979 árgerðin sem var sú síðasta af GL 1000 hjólinu. Þarna eru ekki mikar breitingar frá árinu áður aðalega stefnuljós og afturljós ásamt handföngum á stýri. Ekki kom nýtt svona hjól til landsins. En eigendur þessara hjóla hafa farið ýmsar leiðir varðandi útlit þeirra. auk þeirra sem eru fastir í orginalinum kíkjum á smá sýnishorn.
Hér er einn sem breitt hefur sínum Góldara í Café raser sem mikið er í tísku varðandi gömul hjól enda mun ódýrara að sprauta allt svart heldur en vera að leita ljósum logum af orginal hlutum út um allan heim sem svo kosta bæði augun úr.
Og önnur kaffihúsagræja glerfín í 101 menninguna. Það væri ekki amalegt að sötra latte í miðborgini með svona mublu fyrir utan gluggann.
Og að lokum eitt GL 1000 hjól sem vel myndi sóma sér á jólatréskemtun eldri borgara. En skyldi eigandinn nokkuð vera glisgjarn maður ?
15.09.2013 17:42
Smá upprifjun frá Færeyjarferð 2011
Í Torshavn
Fremri Röð frá vinstri Hermann, Tryggvi, Gústi og Darri. Aftari röð frá vinstri, Sigurgeir, Daddi, Huginn, Hörður og Hallgrímur.
Þær voru fínar Frönsku pylsurnar í Færeyjum
Stebbi altaf flottur hér á Hallanum sínum hér í Þórshöfn.
Huginn og Darri.
Fyrir utan heimili Baldvins Harðar bróður Smára Harðar
Kvennadeildin Bryndís, Erla og Ágústa
Og ein svona til minninga.
13.09.2013 09:47
Þjóðhátíðarupprifjun.2013
Smá á upprifjun frá síðustu þjóðhátíð.
Daddi, Óli Már og Símon á Stórhöfðanum.
Og enn á Stórhöfða.
Inn í Dal.
Smári Skurðsokkur á Hallanum sínum sem kallinn fékk nýjan árið 2000.
Upp í sveit,,, Upp í sveit.
Halldór barnasokkur ruggar vagninum með erfingjanum innan borðs.
Hvað er hann Jenni að segja þarna ?
Bjartmar með Norsku eiginkonuna sína. En mikið rosalega er hann orðin líkur pabba sínum Jóni Þórðar.
Hér eru Gauji, Davíð og Gauji
Viðar, Darri og Binni.
Nóg í bili.
09.09.2013 15:54
Já smekkurinn er misjafn......
Þetta er víst stúturinn sem fer á RAUÐA BACON- kokteilinn sem við fáum kannski að sjá af þegar líða fer á veturinn.. Hver veit ?
- 1
- 2
Archive
- 2024
- Desember
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- Mars
- February
- January
- 2023
- Desember
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- Mars
- February
- January
- 2022
- Desember
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- Mars
- February
- January
- 2021
- Desember
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- Mars
- February
- January
- 2020
- Desember
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- Mars
- February
- January
- 2019
- Desember
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- Mars
- February
- January
- 2018
- Desember
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- Mars
- February
- January
- 2017
- Desember
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- Mars
- February
- January
- 2016
- Desember
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- Mars
- February
- January
- 2015
- Desember
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- Mars
- February
- January
- 2014
- Desember
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- Mars
- February
- January
- 2013
- Desember
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- Mars
- February
- January
- 2012
- Desember
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- Mars
- February
- January
- 2011
- Desember
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- Mars
- February
- January
- 2010
- Desember
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- Mars
- February
- January
- 2009
- Desember
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- Mars
- February
- January