Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]
Blog records: 2015 N/A Blog|Month_5
30.05.2015 09:49
Sjómannahelgin
mynd tekin á sjómannadaginn 1971 Sigurgeir.is
Nú fer að líða að sjómannahelginni. Drullusokkarnir verða með smá dagskrá, sem byrjar með skoðunardeginum og pulsugrilli fimmtudaginn 4. júní kl 13:00 og verður fram eftir degi. Á föstudaginn 5. júní ætlum við að hittast á Skipasandi ( planinu þar sem gamli slippurinn var. ) um kvöldið og grilla og snæða saman jafnvel ræða saman líka. Drullusokkarnir bjóða uppá matinn en hver og einn sér um sína drykki. Við vonumst til að sjá sem flesta.
Einnig viljum við hvetja þá landsmótsgesti sem ekki eru búnir að panta í skipið til þess að fara að klára þau mál. Alltaf betra að vera tímalega .
Kveðja stjórnin.
19.05.2015 09:43
Skoðunardagur Frumherja og Drullusokka
Þá fer að koma að skoðunardeginum árlega.
Hann verður fimmtudaginn 4 júní, Jónas byrjar um kl 13:00 og verður fram eftir degi. Pulsurnar verða á sínum stað og ætlar heildsalan að prufukeyra nýja uppskrift af remúlaði og sjá hvernig það fer í belginn á alvöru Drullusokkum og öðru mótorhjólafólki. Við treystum á að Jens hinn rauði verði vel stemmdur á grillinu með nýrakaðan hanakamb.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Stjórnin.
18.05.2015 08:15
Bretatúr
Ferðalag Breskt er Best !!!!
Ferðalag Breskt er Best ??? Það eru ástæður fyrir öllu og ástæða nafns þessarar greinar er sú að fyrir nokkrum dögum ákváðu fjórir aðdáendur/eigendur breskra mótorhjóla að skella sér með östuttum fyrirvara til Englands á mótorhjólasýningu á Stafford, en þarna eru hundruðir sölubása með nýjum og gömlum hlutum í bresk mótorhjól (jú svo þrjár skrúfur í eitthvað annað!!!). Einnig eru til sýnis hundruðir eldri mótorhjóla, þ.e.a.s. hjól sem sýnd eru til að taka þátt í svona "fegurðarkeppni" og svo hjól margra mótorhjólaklúbba, sem og hjól sem bjóða á upp til hæstbjóðanda, svo eru einstaklingar með hjól sýn til sölu, svo það er nóg að skoða og gera. Ekki má gleyma að alltaf eru frægir mótorhjóla keppnis ökumenn sem segja sögur sýnar á vissum tíma á þessum tveimur dögum sýningarinnar ofl. ofl.
Það verður að kynna ferðalangana til sögunnar, fyrstan skal kynna mótorhjólamann númer eitt á Íslandi: Hilmar Lúthersson=tæmerinn, gamli, Þverhaus nr. 2, Drullusokkur nr. 0 og Snigill nr. 1, Birgir Jónsson=Biggi Breti, Hjörtur Jónasson skipstjóri. Þessir þrír vita meira um bresk mótorhjól en nokkur annar hér á landi, einnig eru þessir vitringar með betri "mekkum" landsins þegar kemur að uppgerð sem og þegar gera þarf að gera við þessa eðalgripi sem gerist nú nær aldrei þegar þeir hafa farið höndum um þau. Ja svo sögu-höfundur.
Ferðalagið hefst á föstudegi og flugvélin á að fara í loftið kl. 07:40 og þar sem samferða- félagar mínir búa útá landi þá voru þeir mættir tímalega hjá mér !! eða um kl. 04:00 til að missa örugglega ekki af vélinni !! Því vorum við búnir að borða morgunmat í umbreyttri flugstöð þegar við sjáum nokkra menn sem við þekktum. Þarna voru mættir Torfi Hjálmarsson gullsmiður/blikksmiður/blöndungasérfræðingur ofl. og sex aðrir sem hann tjáði okkur að væru trúvillingar því þeir ættu ekki bresk mótorhjól (kannski smá ýkjur). Torfi sagði okkur að þeir væru líka að fara á Stafford sýninguna og hann hefði verið að skipu- leggja þessa ferð í um ár !!! Af hverju svo lengi ?? Jú sko sagði hann varð að finna menn sem hefðu engan áhuga á breskum mótorhjólum og skilyrði að fá að fara með væri að koma með tómar feðartöskur sem hann gæti nýtt sér til að taka með varahluti heim !!! En Torfi á mjög stórt safn mótorhjóla af ýmsum gerðum og nokkur þeirra eru í uppgerð. Við í hópnum Breskt er Best ákváðum með "samþykki" Torfa að hans hópur myndi heita Torfi og Dvergarnir sjö !!
Vélin lendir í London á réttum enskum tíma, en eins og allt annað breskt sem fer hratt yfir þá flýta þeir klukkunni um eina klst. á vorin. Síðan var náð í bílaleigubifreið vora sem átti að vera VW Passat en reyndist vera Ford Mondeo. Síðan var stefnan tekin á Birmingham, en þar er eflaust lang stærsta mótorhjólasafn breskra mótorhjóla í heiminum. Þetta er heimfrægt safn og ekki varð það minna þekkt eftir að stór hluti þess brann og mjög mörg mótorhjól eyðilögðust. Við höfðum held ég allir heimsótt þetta safn bæði fyrir og eftir brunann. Við náðum vel rúmum tveimur tímum þarna, en það má alveg eyða heilum degi þarna og ekki láta sér leiðast. Við fréttum síðar að Torfi og Dvergarnir hefðu náð um tíu mínútum þarna, ja sko þeir komu sko með sömu flugvél !! Ástæða þessa segir sagan er sú að þeir gátu ekki komið sér saman um hvaða litur ætti að vera á bílaleigubifreiðinni !!! Einnig var sagt að þetta hefði fallið á jöfnum atkvæðum= lýðræði gengur ekki. Hjá okkur var þetta einfalt= það er alltaf bara einn skipstjóri á hverju skipi= Hjörtur.
Mættir á hótelið á góðum tíma sem var um þrjátíu mínútum frá sýningunni, síðan var snæddur kvöldverður og farið í háttinn snemma því 3/4 hlutar hópsins telst til eldri borgara eins og sést á aðgöngummiðum þriggja ferðalanga=Senior Citizens !! Mætt var í morgunmat kl. 06:30 þó það væri ekki opnað fyrr en kl. sjö !! Mætt á sýninguna tímanlega (ja svona okkar á milli um einum og hálfum tíma fyrir opnun) en sýning hefst stundvíslega kl. 09:00. Menn voru spenntir og tilbúnir með langa innkaupalista sem og stórar parta-bækur, já allir nema söguhöfundur, hann hafði ekki leyfi fyrir innkaupum, var sko búin að kaupa alltof mikið fyrir sýninguna sem eins og áður er fram komið var ákveðin með mjög skömmum fyrirvara. Það er farið í röð og þegar sýningarhliðið opnar er þetta eins og auglýst stórútsala kjóla fyrir konur !! Nei nei bara smá ýkjur. Það er ákveðið að menn skipti liði og síðan að hittast í hádeginu til að borða. Ég get ekki sagt hvað félagar mínir gerðu þennan fyrri dag, en ég gekk um og skoðaði, spjallaði við þá sem voru að sýna varning og hjól. Á ferðalagi mínu hitti ég af og til nokkra úr Dvergahópnum en ekki Torfa. Þeir voru svona með starandi augnaráð og spurðu mig nokkrum sinnum: Eru virkilega engin japönsk hjól á þessari sýningu !! Ég svara. Nei það er á haustsýningunni. Reyndar fréttist af einu XS650 Yamaha til sölu þarna, en það er bara sæmileg eftirlýking af Breta svo það sleppur ekki rétt.
Hádegi og við Hjörtur hittumst á fyrirfram ákveðnum stað eins og ákveðið var til að snæða, en hvar eru félagar vorir, Hilmar og Biggi ?? Nei sjást ekki og símasamband lélegt við þá. Svo við snæðum einir. Dagurinn líður hratt og klukkan er orðin fimm áður en maður veit af, það er haldið að bílnum og sem betur fer það er stórt farangursrými því félagar mínir hafa fundið þrjár skrúfur sem vonandi passa !! Næsti dagur er eins og sá fyrri mætt snemma í morgunmat og snemma á sýninguna þrátt fyrir að það sé sunnudagur. Nú eru menn í mínum hóp meira afslappaðri og ég fæ að fljóta með Hirti við skoðanir á ýmsu dóti. Við hittum Bigga sem sagði bara T-150, T-150 sem er týpuheiti Triumph Trident. En Biggi er að raða einu svoleiðis saman í rólegheitum eftir að vinur hans plataði útúr honum einn T150 sem Biggi var búin að eiga í tugi ára, skilst að þessi "platari" sé kallaður Bruni og búi á norðureyjunni, jú Biggi hafði einnig fundið bensíntank fyrir Norton Roadster. Ekki löngu fyrir lok sýningar hittum við Torfa sem var eitt sólskinsbros, með fimm poka í hvorri hönd sem og bakpoka. Með honum í för voru nokkrir Dvergar sem sögðu ekki mikið voru svona hálf þreytulegir enda klifjaðir breskum varningi. Þeir voru spurðir um innkaup ?? Torfi á þetta sögðu þeir í einum kór !! Heim var haldið á hótel að skoða innkaup dagsins sem og fyrri dags kaup og nú var veisla, en jú ekki má gleyma að báða dagana mætti Hilmar/Tæmerinn við inngang sýningarinnar nokkru eftir að sýningu lauk, kannski ekki skrýtið því Breskari gerast menn varla og þó hann tali nær enga ensku þá stóð það ekki í karli að versla og versla og versla í Breskt er bara langbest !! Að lokinni skoðun á varning (nema ég keypti ekki neitt !!) þá var snæddur kvöldverður.
Mánudagur er runninn upp og nú skal ferð áfram haldið og nú á að hitta góðan vin Hjartar sem heitir ef ég fer rétt með Ron Hossel og er snillingu í nær öllu sem viðkemur mótorhjólum og þá aðallega Triumph, sama hvort um er að ræða mótorbreytingar eða viðgerðir, var snillingur í að mála bensíntanka (reyndar hættur því). Ron og eiginkona hans taka á móti okkur eins og þau hafi þekkt okkur í fjölda ára, en ég hafði reyndar heimsótt Ron áður ásamt Hirti. Þarna í skúrnum hjá Ron voru nokkur hjól mislangt komin í breytingum og þá aðallega mótorbreytingar. En hann nær vel yfir 100 hestum útúr tveggja strokka Triumph mótor, já mótor með undirlyftustöngum framleiddum einhvern tíma á síðustu öld !!!, geri aðrir betur. Kostar reyndar dulítið. Þarna eyddum við drjúgum tíma í spjall og tíminn leið hratt.
Næst var (vona að ég sé með þetta í réttri röð !!!) haldið í BSA umboð (Betra Seint en Aldrei) þar sem Hilmari vantaði þrjár skrúfur. Þaðan var haldið í fyrrum Mekka vara og aukahluta í Triumph Trident eða til Norman Hyde, en Norman var mesti hugsuður/hönnuðurinn vegna mótora hjá Triumph, karlinn keppti einnig á hjólum og þá aðallega á mílunni. Þarna kom uppá yfirborðið mjög langur listi frá Bigga og sá sem afgreiddi sá fljótt að Norman Hyde myndi fara ásamt fjölskyldu sinni í langt ferðalag á sólarströnd í boði Bigga. Nú var mér farið að leiðast og tuðaði við skipstjórann hvort ekki ætti ekki að skoða eitthvað annað en Triumph og BSA. Jú jú Óli minn bara rólegur, ég á líka alvöru breta !! eins og þú og nú skal haldið í "mekka" Norton, sem er eins og allir vita besta Breska mótorhjólið !!!! Eftir að hafa troðið varningi Bigga í skottið á Mondeo sem virtist hafa verðið nokkuð stórt í upphafi en ekki lengur, þá var haldið sem leið lá til Andover Norton, já loksins loksins eitthvað af viti, nei bara að bulla. Þetta er nokkuð stórt umboð fyrir Norton og aðeins var verslað þarna, já ég meira segja keypti mér húfu merkta Norton og Hilmar líka=Nortonbræðurnir. Nú var Mondeoinn orðin nokkuð rasssíður og farið á síga á seinni hltua þessa dags.
Tveir bretasnillingar á tali,
En veislunni var nú ekki lokið því við ætluðum að gista hjá góðum vini mínum honum Derek Worley. Hann er mótorhjólamaður með stórum Emmi. Á nokkur fræg hjól t.d. P11 Norton og allt eins og nýtt hjá honum. Hann er ekkert að geyma hjólin í einhverjum rökum skúrum eins og algengt er í Bestalandi nei hann er með þau flest í sólstofunni hjá sér. Kvöldið leið hratt eftir góðan kvöldverð á Ítölskum stað. Við vöknuðum snemma að vanda og okkar beið þessi líka glæsilegi morgunverður í boði Derek, höfðingi heim að sækja og góður vinur. Ein heimsókn eftir og það var í Ace Cafe en Biggi hafði ekki komið þar áður, rétt litið við því tíminn leið hratt og ekki ætluðum við að missa af flugi fyrir t.d. einn bensínbarka eða þannig sko. Mondeo skilað óskemmdum nema þá kannski afturfjöðrun. Þessu ferðalagi lokið í félagsskap frábærra félaga og áður en ég loka þessu þá verð ég að koma einu að: Hjörtur vinur minn ók allan tíman eins og honum er einum lagið og hafi hann þökk fyrir, en grunar svona okkar á milli hafi hann talið að eldri borgarar væru betri farþegar en ökumenn og já svo er ekið vitlausu megin, eða réttu megin !! En eins og flestir vita þá voru Bresk mótorhjól eyðilögð árið 1975 því þá ákvað kaninn að öll mótorhjól yrðu að vera með skiptinguna vinstra megin, en bretar höfðu haft þetta réttu megin fram að því þ.e.a.s. hægra megin, en svona er þetta bara, kaninn vissi bara ekki muninn á hægri og vinstri !!!
Þvílíkir meistarar.
P.s. Góður maður sagði mér að Torfi og Dvergarnir sjö hefðu farið heim degi á undan Breskt er Best og ástæða þess hafi verið að ferðafélagar hans hefðu verið farnir að tala um að kaupa sér Bresk mótorhjól, félagi minn hefur strax séð að það gengi ekki= engin að aðstoða við varahluta innflutning !! Svipað gerðist fyrir rúmu ári því þá munaði engu að formaður hjólaklúbbs og Súkku aðdáandi númer eitt hefði keypt sér breskt mótorhjól.
Óli Bruni
14.05.2015 21:58
Landsmótsfréttir
Við vonumst eftir að sjá sem flesta á landsmóti í eyjum. Við vestmannaeyjingar lofum góðri stemmingu og góðu veðri.
Kási snillingur eyddi páskunum + nokkrum kvöldum í smíðar á fjórum landsmótsgrillum. Kási kláraði verkið endanlega í dag og kom sáttur og sagði "nú má landsmótið koma".
Endilega deilið þessu á feisinu svo að flestir sjái.
12.05.2015 19:16
Mr. Burn
Það er löngu kominn tími á einn brunapistil,, ágætishugleiðingar hjá karlinum, og skemmtileg skrif eins og oft áður.
Umræða um landráð !!!!
Á umræða um landráð heima á heimasíðu mótorhjólafélags ?? Nei eflaust ekki !! En það er auðvitað nálægt landráði að segja að mótorhjól framleidd í hrísgrjónalandi eða þar sem Broken Motor Works (BMW) er framleiddur sem og fræg vatnsdæla sem ber nafnið Mótor Gussi séu betri en Bresk (breskt er best) mótorhjól. En svona fullyrðingu las ég fyrir nokkru í ónefndu mótorhjólablaði sem okkar á milli er gefið út í Englandi=Landráð !!
Saga breskra mótorhjóla er auðvitað með þeim elstu og því ætti framleiðsla þeirra og gæði vera langt um fremri en framangreindra, auðvitað vitum við öll að á tímabili voru bretarnir lang lang bestir, það þarf ekki skoða söguna lengi til að sjá það sjáum t.d. Vincent, Brough Superior sem t.d. Lawrence of Arabia taldi besta hjólið í heiminum, síðan má nefna Norton sem á tímabili átti TT keppnina á Isle of Man með Manx-inn, síðan tuga hraðameta sem Triumph átti, svona má mjög lengi telja og allt of langt mál að skrifa um og það þarf auð- vitað ekkert að sannfæra alvöru bretaaðdáendur um Breskt er best.
En síðan breska heimsveldið var uppá sitt besta hefur mikið vatn runnið til sjávar og í nútíma umhverfi og umferð hvort eru betri bresk mótorhjól framleidd fyrir ca. árið 1975, eða japönsk, þýsk og sum hjól frá ítalíu ??? Þarna verður margt að skoða, t.d. viðhald, hvernig er að koma hjólinu í gang, geta bæði kyninn notað græjuna o.s.frv. Stórt er spurt og þetta verður kannski ósanngjarn samanburður, því framleiðsluaðferðir voru svo ólíkar og byggðar á mjög ólíkum ja hefðum. Tökum t.d. byrjun japana í stærri hjólum þ.e.a.s. 450cc og stærri. Þeirra fyrstu hjól voru í raun eftirlíkingar frá Englandi, nema japanir voru með svo til nýjar verksmiðjur og ekkert um verkföll annan hvorn dag!! Síðan voru mótorar settir saman þversum en bretinn setti sýna mótora saman langsöm=meiri hætta á olíuleka.
Japanir voru t.d. ekki lengi að sjá að það væri miklu betra að vera með rafstart (konutakka) heldur en að þurfa að snúa græjunni í gang, reyndar komu mörg hjól frá japan með rafstarti og sveif. Síðan þótti japönum leiðinlegt að vera með bensínlykt af fingrum sýnum svo þeir voru með blöndunga sem ekki þurfti að dæla inná handvirkt, svo fannst þeim líka fljótlega betra að vera með diskabremsur heldur en borðabremsur allavega að framan, yfirliggjandi knastása ofl. Þjóðverjinn var líka á undan bretum með ýmsa tækninýungar á þessum síðustu árum breska heimsveldisins, ég ætla ekkert sérstaklega að tala um spagetti framleiðsluna !!
Hvurslags myndi unglingurinn spyrja er bara verið að "dissa" bretann, ertu búin að skokka á staur eða hvað ??!! Nei BRETAR voru búnir að gera þetta alltsaman, en eigendur t.d. BSA, Norton, Ariel og Triumph fyrirtækjana hugsuðu bara um eitt: peninga og því ættu þeir að breyta einhverju sem hafði gengið í tugi tugi ára. Þó að ungir hönnuðir kæmu með góðar hugmyndir og þær jafnvel reyndar þá endaði þetta alltaf á spurningu eiganda hvað kostar þetta. Svo var auðvitað ekkert mikið hugsað um breska verkalíðinn sem hafði fyrr á árum verið stoltur af sinni framleiðslu og sögu, en það breytist eins og margt annað í sögunni um breska mótorhjólaframleiðslu. Þessar bresku verksmiðjur fóru á hausinn hver á eftir annarri, t.d. fór BSA undir Triumph og síðan Norton og svo bara dó þetta alltsaman= Japönsk heimsyfirráð.
En bökkum aðeins og förum svona ca. til ársins 1968-69, japanir koma með fjögurra strokka (já já Honda) græju, með rafstarti og yfirliggjandi knastás og diskabremsu að framan, bretar svara með þriggja strokka græju (BSA og Triumph), startsveif og borðabremsum að framan og aftan. En hvor hjólin voru betri á kappakstursbrautum heimsins ?? Jú auðvitað bretinn með Triumph Trident og BSA Rocket Three, það tók japani nokkuð mörg ár að ná bretunum og það snerist aðallega um smíði grinda. Það er ekki fyrr en árið 1975 að Triumph Trident T160 og Norton Commando MKIII komu með rafstarti, reyndar hægt að setja spurningamerki við virkni þessa svokallaða rafstarts á Norton. Þessi tvo hjól komu einnig með diska bremsum bæði framan og aftan sem og að skiptipedali var færður á vitlausa hlið þ.e. vinstra megin, sko útaf því að í USA gátu þeir ekki lært muninn á hægri og vinstri hlið. En á þessum tíma var BSA dáið.
Það spyrja margir hvað ekkert rætt um Móto Gussa, Dúkka eða Bimma, ja allavega þrír !!, jú aðeins skal rita um þá, en hér á landi var mjög lítið um þessi hjól og ræðandi um gæði og akturseiginleika ofl., þá má kannski segja að Bimminn átti fullt af gæðum með tveggja strokka voffavélina en kannski ekki mikið meira (jú aðeins), svipað með Gussann, en Dúkkinn átti útlitið og síðan frábæra frammistöðu á kappakstursbrautum, en gæði ja þeirra rafmagns sérfræðingar fengu 10 í rafmagnsfræði frá skóla LUCAS sem fann upp myrkrið, en svona að gamni skoðið myndir af GT dúkka eða SS dúkka frá árunum eftir 1970 og þið sjáið varla fallegri hjól.
En hver er niðurstaðan ?? Allt smekkur manna og jafnvel trúarbrögð, ekki rétt ??!! Hver vill eiga hjól sem lekur olíu og þarf að snúa í gang ?? Hver vill eiga hjól sem er karekterlaust og er bara. Það getur engin í raun sagt að ein tegund sé betri en önnur. Allavega verður sá sem fullyrðir slíkt að getað stutt slíka fullyrðingu með eigin reynslu= að hafa átt og notað viðkomandi tegund. Svona í niðurlagi þá vona ég að einhvern daginn muni öðlingur einn sem heitir Hjörtur Jónasson endurbirta (var í Fréttablaðinu fyrir nokkrum árum minnir mig) ferðalag sitt á Triumph Trident T-160 árg. 1975, þegar hann ók um norðurlöndin sem og hluta evrópu, hann ók um km 10000 og án þess að gera nokkurn tíma við græjuna, síðan bætti hann við ca. 5000 km á fósturjörðinni sama ár, síðan má einnig nefna það að Triumph er að gera virkilega góða hluti í dag og hjól þeirra seljast eins og heitar lummur, allavega annars staðar en hér. Norton er líka endurfæddur og hægt að kaupa slíka græju ef menn eiga slatta af peningum. Læt nokkrar myndir fylgja og tek fram að ég er alveg hlutlaus !!!
Óli bruni
Á bæði gömul bresk sem og janpanskt
08.05.2015 21:14
Flott græja í hringferð
Nú eru gömlu kallarnir áhveðnir í að fara hringinn um landið í sumar það er að segja upp úr miðjum júlí og verðum við að sjálfsögðu á gömlum mótorhjólum. Það væri nú fínt ef einhver kæmi á svona græju með okkur og væri ljúft að fá að skjótast í smá bjútí.... enda eitt það besta sem við gerum í dag.
07.05.2015 08:19
Fleiri frá 1. maí
Helvíti smekklegur breti hér á ferð
GaflarasokkaHonda
Dr-inn á glæsilegri GS750 Súkku
Gvendur Dolla á þessa
Fullt af flottum hjólum á klakanum......
Takk fyrir sendinguna Viggi ( :
05.05.2015 08:16
1.maí 2015
Byrjum á aðal græjunni,,, Zephyr-inn hans Vigga.
50 kúpikin verða að fá að vera með,, Gaman þegar að menn nenna að gera nöðrurnar flott upp.
Þessi HONDA er ansi vígaleg 400 four...
Hér er svo snyrtilegur CBX1000 í dressi af Páli Óskari.
03.05.2015 15:14
Ferðasagan í réttri röð.
Setjum hér inn ferðasöguna alla í réttri tímaröð það er fyrsti kafli efst og svo koll af kolli.
03.05.2015 15:12
Hringferð um ísland á mölini árið 1976
Steini Tótu sendi okkur ferðasögu sem hann skrifaði eftir mynni og smá flettingum í heilabúi mínu.En ferðin var farin í júní mánuði árið 1976. Þar sem þessi grein er stór áhvað Steini að við myndum skipta þessu niður á nokkrar vikur. En hér er sem sagt fysti hlutinn og myndskreittur með myndum úr ferðini. á þessum árum áttum við varla fyrir bensíni á hjólin svo ekki voru myndavélarnar upp á marga fiska á þessum tíma.En gefum Steina orðið.
Partur 1
1976. 3 CB og misgengis Kawi í utanlandsferð.
Smá formáli að sögu sem er svo lýgileg, að ekki er séns í helvíti að skálda annað eins
bull.
Skrifað eftir minni og frekar dregið úr. Fólk sem vill ekki vita sín bernskubrek þarf ekkert að lesa lengra Næsta vor, 2016, verða 40 ár frá þessum túr
Hér er faraskjótinn til útlanda Herjólfur sá fyrsti. Þarna urðum við láta hífa hjólin um borð og binda þau svo utan í lúgukarminn. Enginn ekjuskip
Vertíðin var að klárast og í einhverju rugli fyrr um vorið hafði okkur dottið í hug að fara hringinn um Norðurey. Sem sagt Utanlandsferð.
Tryggvi Bacon á CB 750 ´71 , aldurs forseti ferðalanga, fæddur snemma í árinu, var að verða gamall, alveg orðinn 19.
Fæddur 58 var Tommi í Höfn á misgengis 400 Kawanum og við ungviðið, 59 módel Einar Arnar á Brekku á CB 500 '72 fæddur snemma í árinu og Steini Tótu á CB 750 ´71.
Sögumaður er Steini Tótu, sem hafði bíttað við Kolla í Súkku á aleigunni og þessari Hondu. Kolli fiskaði peyjann um hvað væri til af aurum og það kostaði svo Hondan. Flottur karlinn. Svo lánaði hann fyrir farinu heim.
Ritari varð sem sagt 17 seinna um sumarið. Ferðasagan litast aðeins af þessu gamla rugli að fæðingadagur ráði skírteinis úthlutun.
Hafa skal í huga að á þessum tíma vissum við bara um 9 stk. 4 cyl. Japönsk hjól á landinu. Það voru 5 900 Zetur, 3 750 Four og þessi 500 Einars. Óljóst slúður var af einu CB 350 á Vellinum, en aldrei staðfest.
Ferðalagið byrjaði með fullt af veseni við að smíða bögglabera, sem fengust ekki í búðinni, plana hver ætti að bera tjaldið ( voru helvíti stór þá ) hvað langt o.s.frv. Svefnpokar þessa tíma þurftu Station bíla til að ferðast. Redda þurfti nýjum dekkjum, sem alltaf var stórmál. Nema, þetta var að gerast korter fyrir vor í þvottahúsi Totu, heima hjá Labba á Horninu og annars staðar sem aðstöðu var að fá.
Næsta skref var gamli Herjólfur. Við lentir með opna hjálma a la Vestmannaeyjar, á leið upp Ölfusið, komnir á Norðurey. Framundan var heimurinn allur, á möl.
Þegar komið var í stórborgina Reykjavík, var búið að finna út að opnir hjálmar voru ekkert sérstakir til langferða og farið var í hjálma reddingar og fleira stúss, gott ef menn keyptu ekki vettlinga og dót hjá Hannesi Ólafs og síðan gist einhversstaðar hjá Gó Gó píum sem frændi heimsótti í vinnuna. En þær voru undanfari Panhópsins fræga sem síðar varð.
Fyrsta áning í Hvalfirði smá smókur og aflöppun í gangi þarna.
Fyrsta daginn í hringferðinni vorum við bara þrír, þar sem Tommi var ekki búinn að ganga frá kaupum á hjólinu og ætlaði að koma á eftir okkur og hitta síðar.
Þennan dag komumst við alla leið Borgarnes! Farangur sem ekki vildi tolla á hjólunum töfðu för allverulega auk þess að Beyr fékk stein í olíupönnuna svo að smitaði. Það var stress að vera að tapa olíu og kostaði nokkur stopp. Á Akranesi fundum við svo einskonar Eyjabúð, þar sem Bogi hét reyndar Hannes, hvar við bættum á olíum og slikkeríi fyrir framhaldið.
Vel klyfjaðir af farangri enn í Hvalfirði.
Einar Arnar var okkar Regnbogabarn. Hann tók eineltinu vel en lá sérstaklega vel við höggi, aðallega vegna þess að hann var á litlu eftirlíkingunni af alvöru Hondu, CB 500. Við kölluðum hann okkar á milli Skúffa vegna sterklegs hökulags.
Á einni brúnni undir Hafnarfjalli náði hann ekki að beygja upp úr farinu, frá holu við brúarendann, og beyglaði aftur felguna. Þar sem hann var líka alltaf síðastur í röðinni, fékk hann mesta rykið og drulluna frá okkur hinum og var orðinn vel dökkur í framan. Þegar Tryggvi, í miðju viðgerðar hléi þar sem við dáðumst að beyglunni, sagði að hann væri orðinn eins og niggari í framan og við að spá í felgunni, datt í hausinn á mér betra nafn á Einar. Eftir þetta var alltaf talað um Skúffu-Nigg-Felgan.
Borgnesingar tóku okkur alls ekki fagnandi. Komum í þorpið og tjölduðum. Vorum varla búnir að setja standarann niður í sjoppunni þegar Löggan kom og tilkynnti okkur, kurteisislega og mjög ákveðið, að þeir vildu okkur burt úr bænum. Þeir vildu ekkert með svona mótorhjólagengi hafa að gera í sínum bæ.
Við reyndum að sannfæra þá um að við værum nú bara sjómenn úr Eyjum á ferðalagi, dauðþreyttir eftir langan dag, búnir að keyra allan Hvalfjörðinn, upplönd Borgarfjarðar og allt! Okkur vantaði bara gistingu og eitthvað að borða.
Þeir gáfu pínu eftir. Þó ekki meir en svo, að við fengum fylgd uppúr þorpinu, á tjaldstæðið og langa ræðu um hvað það yrði vont fyrir okkur ef við keyrðum í vitlausa átt morguninn eftir. Alla nóttina rumskuðum við svo í hvert skifti sem þeir keyrðu um tjaldstæðið í eftirliti með Genginu að sunnan. Borgarnes löggur hafa ekki verið í neinu sérstöku uppáhaldi hjá mér, alla tíð síðan. Breyttir tímar í þeirri sveit í dag, sem betur fer.
Framhald síðar.
03.05.2015 15:10
Ferðasaga 1976 part 2
Hér er Partur 2 í ferðasögu Steina Tótu.
Dagur tvö byrjaði með pirringi út í yfirvald heimsins. Okkur hafði sennilega aldrei langað eins mikið í kók, kaffi eða bara sjoppu almennt, en hún var einmitt bara 500m. eða svo í bannaða átt.
Meðan verið var að græja af stað tok svo spenningurinn yfir, því framundan var ævintýri í rykinu, frægur Fjallvegur no.1, Holtavörðuheiðin.
Ferðin yfir heiðina og um Húnaþing vestra var að flestu leiti tíðinda lítil utan sprungið dekk hjá mér í Norðurárdalnum og aftur nærri Staðarskála. Þá kom í ljós að við vorum ekki alveg útbúnir í dekkjaviðgerðir á víðavangi. Það gat verið bísna seinlegt að leita um sveitir eftir verkfærum og lofti.
Þarna er puntering no 2 við Staðarskála þann gamla og þá er bara að fara að rífa afturgjörðina undan og laga. Þær áttu nú eftir að verða mun fleiri dekjasprengingarnar í ferðini.
Fjárhagslegt skipulag ferðarinnar hafði eins og annað skipulag, gleymst.
Þetta kostaði Hvammstanga skrepp, símaklefa og langt spjall við mömmur ferðalanga þar til síma ávísun fékkst fyrir erfiðið. Komið var undir kvöld þegar við loks höfðum aftur fast undir hjólum á brúnni yfir Blöndu. Svo fegin var maður að losna af mölinni nokkra metra að keyrt var nokkrar ferðir fram og til baka á brúnni.
Allt orðið klárt fyrir ferðina til Blönduós. Og hárið á okkur orðið eins og hampur viðkomu eftir stanslausan rikmokstur vegarins.
Blönduós Löggan kom og spjallaði við okkur, aðallega að spyrja frétta af þjóðveginum, hvernig gengi á mölinni og svoleiðis. Alveg fínir gæjar, annað en kollegar þeirra hinu megin við heiðina.
Þarna tjölduðum við í göngufæri við sjoppu og kamar og höfðum það eins og kóngar.
Renolds. Keðjur og kílreimar frá Fálkanum!
Þessi auglýsing sem glumdi oft á Gufunni átti eftir að koma oft upp í hugann áður en dagur þrjú kláraðist. Við vorum sem sagt enn á norðurleið, keyrðum greitt að okkur fannst, en það gekk rólega að komast norður á við vegna lítils hraða í viðgerðastoppum. Við vorum þó komnir niður í ca. klukkutíma á sprungið dekk. Demparar þess tíma voru heldur ósáttir við veginn, sérstaklega hjá þeim sem var með tjaldið á hverjum tíma, og sprakk helst á því hjóli. Hjólin voru líka byrjuð að létta sig sjálf. Dót sem þeim fannst óþarft, vildi losna og yfirgefa samkvæmið.
Þá bar orðið á hönnunar vandamálum í bögglabera smíðinni. Þurfti þess vegna að vingast við vélsmiðjumenn á leiðinni.
Seinnipart dags vorum við í Skagafirðinum, að mig minnir í nágrenni við Silfrastaðarétt við mynni Norðurárdals Nyrðri, þegar heyrist bang og ekkert meira keyr í Hondunni minni.
Þarna var allt steinstopp og keðjan slitin en eftir að skoða og sjá okkur til mikillar skelfingar að keðjan sjálf var ekki stóra vandamálið eins og átti eftir að koma í ljós.
Nýr Renolds keðjulás, verslaður í póstkröfu frá Fálkanum fyrir túrinn hafði slitnað eða opnast , keðjan tvöfaldaðist á fremra tannhjólinu og braut stórt gat á gírkassann. Nú var Tótumann í síðum hægðum. Langt í allar áttir og naddan stopp. Við vorum að velta okkur uppúr þessu dágóða stund þegar aðvífandi kemur bíll og maður spyr hvort eitthvað sé að. Ég hélt það nú. Allt væri í klessu og lífið á leið í hundana. Blessaður vertu maður. Ég er hérna með fínan spotta sem þú getur fengið og félagi þinn bara dregur þig hvert sem þið ætlið!
Þarna birti heldur betur til í tilverunni og við sáum að þetta var alveg gerandi. Okkur leist ekkert á að fara til baka, það var í vitlausa átt, þó styttra væri. Við vorum orðnir svo brattir, með þennan fína spotta að ákveðið var að fara Öxnadalsheiðina á honum.
Þarna var byrjað að græja dráttartogið fyrir dráttinn til Akureyrar og framundan Öxnadalsheiðin með sinni grófu möl og misvel hefluðum þjóðvegi.Það má vel sjá hvar keðjan lafir þarna niður í götu
Þetta gekk bara alveg ótrúlega vel þó Hondan Tryggva þyrfti stundum að hafa helvítis helling fyrir lífinu í bröttustu brekkunum. Heiðin var nefnilega vel kröpp á köflum í denninu og þröngt milli hryggja. Þessi reynsla að hanga í spotta aftan í öðru hjóli hefur síðan oft komið sér vel. Ég hef marg oft dregið menn á hjólum gegnum árin, við klikkaðar aðstæður stundum, og þá er gott að vita hvernig það er að vera á hinum endanum.
Hér er Hondan hans Tryggva kár í hjóladráttinn langa.
Það tók allt kvöldið að komast inn á Akureyri en þegar við loksins komum inn á Torg, rétt undir miðnætti fór ævintýrið á fulla gjöf. Maður spurði hvort menn vissu hvar Heiddi væri.
Heidda hafði ég kynnst á vertíðinni árinu áður í Eyjum, þar sem hann var á Gullborginni, og við smullum saman, og áfram um árin. Auðvitað vissu menn hvar Heiddi væri og einhver spændi niður á Eyri og náði í hann.
Framhald síðar.
03.05.2015 15:08
Ferðasagan 1976. partur 3
Partur 3 Akureyri
Heiddi kom á Torgið og bauð okkur velkomna eins og alla hjólamenn sem til Akureyrar komu í hans tíð, reddaði mönnum og hjólum, alveg í logandi hvelli og vandamál voru geimverur.
Á korteri var búið að græja viðgerð á hjólinu. Bragi Finnboga, eigandi Akureyrar Hondunnar, eins og við kölluðum hana, systir minnar, þ.e. Hin sem kom í sama skipi ´71 og eldri bróðir Stebba Ílu var fenginn í málið og byrjað yrði strax daginn eftir. Einar átti ættingja uppi á Brekku ( tilviljun ) og þar gistum víð í góðum málum.
Daginn eftir var mótorinn tekinn úr Hondunni á bílastæðinu og settur í mekka hendur Braga, sem tók í sundur og reddaði ál-suðumanni til að bralla í mótor helmingana ( Sem eru reyndar frægir í annarri sögu ) og hand slípa planið þar sem keðjan kom inn. Þessi suða er enn í hjólinu tæpum 40 árum síðar og hefur farið víða um lönd og nokkra hringi um Norðurey.
Hér eru allar fjögura cylindra Hondur Islands þessa tíma saman komnar á Akureyri.
Eftir að hafa brölt mótornum í skúrinn til Braga, stóð Hondan úti á plani, hálf nakin og ræfilsleg að okkur fannst og kominn tími á okkur að fara í bað. Það var upplit á sundlaugargestum þegar við skoluðum þjóðveg eitt af okkur og úr síða hárinu. Gólfið í sundlaugar sturtunni varð eins og vigtarplanið heima í loðnulöndun. Svo skolaði maður sokkana og nærfötin,og fór í hitt settið, og hengdi blauta dótið á ofninn um kvöldið.
Einn daginn í skúrnum vorum við að stumra yfir mótornum, Bragi og við frændur, þegar óvenju mikill snúningur heyrist utan frá úr CB 500. Ég stakk upp á að Einar hefði hitt Tugtann og gott væri að opna hurðir fyrir hann. Nei ekki alveg svo. Þarna höfðu hins vegar örlög Einars og framtíð ráðist. Hann stökk af hjólinu, reif af sér vettling hægri handar og tróð hendinni í andlitið á okkur með svip sigurvegarans. Við sniffuðum og fannst lyktin "sérstök". Kom úr dúrnum að Einar hafði fundið sinn lífsförunaut og var ilmurinn af fyrsta alvöru fundi þeirra hjóna.
Hér erum við frændur búnir að rífa mótorinn úr græjuni minni á malarplani sem var í stíl við vegina.
Einhvern vegin úr rykinu byrtist Tommi í bænum tveim nóttum síðar eða svo. Hafði skilið 400 Kawann eftir bensínlausan við Þelamörk og labbað til Akureyris. Fyrir GSM var þetta gert svona en við vissum ekki fyrr en hann bankaði uppá seint um nótt. Bærinn var ekki stærri en svo að hann gekk um þar til hann fann hjólin og bankaði þar! Beyr frændi keyrði hann með brúsa að sækja misgengis græjuna en þá kom í ljós að kúplingin var í steik og Tryggvi tók fram spottann, vanur maður og dröslaði Tomma í bæinn.
Hér er 400 misgengis Kawinn hans Tomma í Höfn.
Stoppið í bænum varð að 10 dögum áður en við vissum af. Hryllilega gaman. Þar sem við þekktum Heidda, var allt í boði sem bærinn hafði að bjóða. Það var hreinlega þjófstart að vera með honum á ferðinni. Allavega var viðhald Bergsættarinnar ekki í hættu. Gekk svo langt að frændi lánaði mér Honduna sína eitt kvöldið til Dalvíkur í brýnt erindi. Hann var stíft hugsi þann daginn.
Eitt kvöldið í tunnuportinu við Sjallann upphófst röð ótrúlegra hendinga lífsins. Verandi í djúpum samræðum við innfæddan tourist guide, farinn úr leddaranum svo henni yrði ekki kalt að sitja á tunnulokinu sem voru úr stáli í denn ( Zinkhúðuð í S & M ), kom í ljós daginn eftir að veskið hafði yfirgefið jakkann meðan enginn leit eftir.
Málið var talsvert snúið þar sem nafn ferðaþjónustu aðilans hafði ekki verið til umræðu svo ég gerði það sem borgarar gera, snéri mér til yfirvalda og tilkynnti veskið týnt. Fór í Ferkantinn við Þórunnarstræti og sagði frá því sem þeir þyrftu að vita um veskið. Kemur að þessum samskiftum síðar.
Og mótorinn klár í að rífa hann sundur. Og 500 Hondan hans Einars lúrir þarna á bakvið.
Mótorinn í Hondunni var kominn saman og í, á viku. Við tók Gann með helling af spæni þangið til dekkið var eiginlega búið. Ekkert nýtt dekk var í boði í Norðurampti það sumarið.
Þegar hér er komið í sögunni kemur Renolds aftur að málum. Þar sem hann er bróðir myrkrahöfðingjans Lucas, er ljóst að bilun getur hæglega haft áhrif á nær umhverfi sitt, þ.e. Bilanir flytjast milli hjóla. Þetta vita hjólamenn. Nipparnir fengu þetta með þegar þeir stálu evrópska hugvitinu um öldina miðja.
Beyr frændi fer að heyra og finna brak í Hondunni þar sem við erum að spóla á glænýju malbikinu á Glerárgötunni. Maður spólaði út annann meðan tjaran var blaut!
Þarna var gúmmað út í eitt eins og engin væri morgundagurinn, tala nú ekki um hvað það var líka erfitt að fá dekk en who keres.
Við sáum ekki samhengið þá, en drátturinn upp Heiðarsporðinn hefur sennilega drepið endaleguna í gírkassanum. Ekki bætti Tomma drátturinn. Allavega, hún var farin og blankur Beyr vildi laga þetta heima. Sem passaði vel fyrir Tomma sem líka var orðinn blankur og treysti sér ekki auralaus austur fyrir land. Flótti var líka að bresta á liðið, yfirvofandi trúlofanir og leiðindi ef menn færu ekki að drífa sig.
Þótt vélin í hjólinu mínu væri sundurrifin í bílskúr úti í bæ þá skemmtum við frændurnir okkur alveg konunglega þessa 10 daga á Akureyri.
Úr varð að Hondan og Misgengis Kawinn voru sett á bíl með þekktum trúarbrögðum bindingamála sem dugðu þó ekki gegn malarvega fjöðrun flutningabíla þegar heim var komið. Sama hvað vel var bundið, þá urðu nudd skemmdir á hjólunum. Tryggvi reyndi svo að keyra til Þorlakshafnar en var rétt kominn niður Þrengslin þegar úrtaks öxullinn yfirgaf gírkassann. Með í för, til andlegs stuðnings , var vinur okkar Steinþór frá Hveragerði, Trabant og Gó Gó eigandi. Hann keyrði niður í þorp. sótti spotta og dró frænda til baka á Trabbanum þar sem dallurinn var farinn. Utanladsferð Tryggva endaði svo með gamla Herjólfi frá Reykjavík, í sinni síðustu ferð til Eyja.
Við Einar ákváðum að hætta ekki í miðju bulli, vera Mano og láta vaða á veginn, sem við gerðum.
Hér er Beyr frændi komin heim til Eyja og búin að skipta um legur og bara hamingjusamur. En við Einar héldum áfram austur með landinu áhveðnir í að klára hringinn.
Maður fór á símstöðina, fékk klefa og hringdi í mömmu Tótu, sem fór í útgerðina, fékk fyrirfram og sendi pening daginn eftir í póstávísun á það pósthús sem næst var vitleysunni hverju sinni. Klikkaði aldrei.
Framhald síðar.
03.05.2015 15:07
Ferðasagan frá 1976
Hringferðin 1976. Partur 4.
Austur
Eftir þetta, með dekkin búin, dempara í drasli og vegina enn verri, sprakk að jafnaði tvisvar á dag. Það var eftirá fín reynsla, en með farangur allan aftan á, þurfti að sleppa uppréttur frá ýmsum útgáfum af sprungnu dekki. Hratt, hægt, beygjur, brekka, framan, aftan o.s.frv. Man ekki með strákana en hjá mér punkteraði (Akureyriskt sprungið dekk ) 15 sinnum að aftan og tvisvar að framan í þessari ferð. Man sérstaklega eftir Mývatns öræfum þar sem ég endaði allur vinstra megin við hjólið, dragandi lappirnar, og hjólið stóð í ruðningnum hægra megin. Beyglað púst og alles.
Hér situr Einar á Honduni minni upp á möðrudalsöræfum sem voru jú skelfilegur vegur á þessum tíma.
Í minningunni held ég að við höfum náð á Egilsstaði í einni atlögu. Kannski sprakk bara tvisvar þann daginn. Til er mynd af punkteringu á Möðrudalsöræfum frá Einari. Allavega, þar var frábært að koma og vera í góðu veðri. Tjaldað og slakað.
Í sól og hita liggur mönnum minna á. Upp kom hugmynd að kíkja á Norðfjörð.
Það væri smá krókur en Neskaupsstaður var hot á Gufunni þessa daga sem hin Höfuðborgin. Mótvægi við borg óttans hvar kapitalistar rændu múginn, sem blómstraði brosandi í vinnuparadísinni á Norðfirði. Ekki dró úr að hafa frétt af öflugum hjólamönnum, þarna hinu megin á stærstu eyju Vestmannaeyja.
Þetta varð gó eftir stutt fundarhöld. Tveir á ferð rétt sleppur við að vera hópur.
Þegar hlutir byrja að fara úrskeiðis, enda þeir gjarnan afsíðis.
Fjallvegurinn Fagridalur var í skýjum, en að koma í Hnúkaþey niður á firðina! Algerlega meitlað í minninguna. 20 stiga hiti og brosandi líf. Föstudagur og allt að gerast. Fréttum af balli í Eigilsbúð meðan við tönkuðum á Eskifirði og horfðum upp brattan að Oddskarði, löngu áður en einhverjum datt í hug bora gat í fjallið, hvað þá tvö svoleiðis.
Í þessum pælingum bar að tvo misgengismenn. Annar á 750 H2, hinn á 400 S3. Sögðust vera Nobbarar og spurðu frétta. Við sögðum þeim hjólasögur að sunnan og fengum prepp fyrir balli og tjaldstæði við vitann hjá þeim. Eftir spjall buðust þeir til að gæda okkur yfir fjallið og kynna okkur fyrir menningu Nekaupsstaðar sem við þáðum, glaðir með hjálpsemi heimamanna.
Hér komnir inn til Egilstaða.
Eftir tvær beygjur eða svo í hjallanum ofan Eskifjarðar hófst algerlega óvænt dauða race yfir skarðið. Keppt var í tveim flokkum, að 500cc og svo 750.
Ekki var nokkur leið að sjá undanfarann í rykmekkinum sem fór ekki neitt í logninu, nema rétt þegar maður mætti honum eftir U beygjurnar sem nóg var af. Maður miðaði bara í mökkinn miðjan, hlustaði á H2, sniffaði 2T og vonaði það besta.
Þetta gekk með helvítis látum upp skarðið og yfir, alveg þangað til það klikkaði á niðurleið hinu megin. Misreiknaði hljóðið og brattann og fór beint meðan slóðin fór í hina áttina.
Það hallaði verulega undan þarna efst í hlíðunum og var alls ekki slétt undir hjólum. Um það bil sem ég ætlaði yfirgefa nödduna og láta hana eina um fjallið, birtist vegurinn aftur eftir síðasta U, þar sem ég lenti eins og fínn maður og var nú á undan.
Þegar 750 keppendurnir stoppuðu við rimlahliðið á bæjarmörkunum, var ekki sagt eitt einasta orð meðan beðið var eftir seinna hollinu. Þegar þeir voru komnir og við svissuðum á, sagði H2. Þú hefur séð þetta þarna? Já já, var svarað og skellt í gír.
Þetta var síðla dags og fegurð fjarðarins endalaus í blíðunni þar sem rúllað var í rólegheitum út fjörð, að bænum.
Þarna um bil tóku örlagadísirnar yfir og fóru að leika sér með okkur drengina.
Þar sem komum að bænum, keyrum við fram á splunku nýtt og afgirt malbik á aðalgötunni. Hey! Spól og spæn, minnugir Glerárgötunnar og við í það, nema infæddir voru greinilega ekkert spenntir fyrir þessu, við skildum ekkert í því þá. Vorum rétt byrjaðir að gúmma, skelli hlæjandi, þegar karl skröggur kemur æpandi og patandi út í loftið. Við sláum af til að heyra hvað hann hafði að segja. Sem var í stuttu máli að hætta þessum skemmdarverkum á eigum bæjarinns í hvínandi hvelli eða við yrðum læstir inni og sektaðir í drep.
Eftir nokkurra sekúndna fund, sem aldrei fór fram var ákveðið að lúffa til að halda frið við þennan klikkara. Okkur fannst dudinn nett fyndinn með allan þennan hávaða út af engu.
Lagður hafði verið malarslóði meðfram þessum framkvæmdum á aðalgötu Nobbfjarðar. Þar stóð karlinn eins og hann ætti fjörðinn og við urðum að rúlla framhjá honum. Í ADHD kasti setti ég í annann og mokaði slóðanum yfir karlinn.
Góð eða slæm ákvörðun? Maður tók ekki ákvarðanir 16 bráðum 17 ára. Maður gerði bara beint af augum!
Fórum gegnum Kaupstaðinn og tjölduðum við vitann. Vorum rétt að koma okkur fyrir þegar Gunna Stína kemur á bling nýju CB 50 sem var kæfandi kraftlaust. Hún var hress og losnaði við innsiglið meðan við spjölluðum saman.
Sjoppan á bakkanum beið. Þar var allt sem ferðalangar þurftu. Samskiftamiðstöð bæjarinns. Rétt lentir þar að troða í okkur, þegar karlinn kemur aftur, sá sami og hafði í hótunum fyrr um daginn.
Núna óð verulega á honum, Tilkynnti fyrir hönd Norðfjarðar að bæjarsamþykkt no. Einhvern andskotann segði að akstur mótorhjóla væri bannaður í bæjarfélaginu eftir kl. 11.00
Ég var í miðri pylsu, með allt í gangi, pjöllur á kantinum og spyr karlinn. Hvurn andskotann hefur þú með það að gera.
Hann átti verulega bágt með sig meðan við föttuðum ekki VALDIÐ sem hann hafði. Hann blés upp, varð skrítinn í framan og sagði. Ég er sko Bæjarfógeti hér!
Ái.
Framhald síðar.
03.05.2015 15:06
Ferðasagan mín frá 1976.
Partur no 5.
Það sljákkaði í okkur við þessar upplýsingar. Allavega um stund en samt náði ég að spyrja karlinn hvort þessar heimsku reglur um mótorhjól eftir kl. 11 væru frá honum komnar?
Hann var við það að froðufella þegar hann sagði að það væru aðrir eins villimenn og við sem voru þenjandi um fjörðinn um stillar nætur sem hefðu komið því á. Bæjarstjórn hafi tekið á málinu og það væri hans að fylgja því eftir og við skildum bara hlíta því. Hjólamenn sem við hittum seinna á ballinu viðurkenndu að þetta væri málið. Bannað eftir 11. Við báðum fógeta að slaka á, við yrðum til fyrirmyndar hér eftir. Hann kvaddi með þekktum frasa.
Það verður sko fylgst með ykkur!
Skömmu síðar vorum við komnir á rúntinn með infæddar farastýrur aftan á, ball að bresta á og allt undan gengið löngu gleymt. Það var til siðs að prjóna fyrir utan ball í okkar uppeldi og við Egilsbúð var ekki gerð að nein undantekning frá því. Reyndar frábær staður þar sem brekka var upp með ballinu og maður náði að setja í annann í loftinu og klára götuna.
Í fjórðu ferð upp með ballinu var klukkan að nálgast hálf tólf og þar sem hjólið kom niður efst í brekkunni, stóðu tveir menn með útréttar hendur. Annar í búning, hinn var fógetinn, vel dimmur. Lærði þarna að rétt viðbrögð í stöðunni voru að gíra niður og botna, gerði það næst, en aðstæður þarna buðu ekki uppá það. Gatan endaði þarna í hægri beygju og löggustöðin var akkúrat þar! Hvernig gátum við vitað það? Hnakkskrautin sögðu ekki orð um það frekar en annað meðan á rúntinum stóð. Við vorum sem sagt handteknir. Sagt að leggja hjólunum og vorum leiddir með þéttu taki um upphandlegg í varðstofu. Fógeti hélt langa ræðu um einbeittan brotavilja, áminningar og svikin loforð um hegðun. Forhertir utanbæjarmenn hefðu ekkert í hans umdæmi að gera. Þess vegna hefði hann í góðmennsku kasti ákveðið að vísa okkur úr bænum frekar en að fangelsa okkur. Búningurinn hélt sig til hlés meðan þetta gekk yfir. Held reyndar að þeir hafi viljað komast heim. Komið að miðnætti, vaktin búin og engann mannskap að hafa til vöktunar á okkur. Allavega, eftir blástur fógeta var komið að erfiða partinum. Spurt var um ökuskírteini.
Insiglið komið úr Cb 50 hjá gelluni. á Norðfirði og hún alsæl með kraftinn.
Einar sýndi sitt í snatri, sveittur eftir lesturinn en agalega fegin að eiga svona Teini og ég átti leik.
Sko: Ég var ekki með það á mér því ég hafði ekki séð Teinið síðan við vorum á Akureyri. Við hefðum ekki leitað fullkomlega í dótinu svo það væri smá möguleiki á að það væri einhversstaðar í tjaldinu en ég var ekki bjartsýnn. Reyndar hafi ég beðið Lögregluna á Akureyri að svipast um eftir veskinu og senda til Eyja ef það kæmi fram. Væri ekki ráð að þeir hefðu samband við kollega sína þar meðan við færum með búningnum út að Vita og leituðum af okkur allan grun í tjaldinu?
Þessi tillaga fékk svo sem engin húrrahróp, en þeir fóru þó afsíðis og ræddu saman. Úr varð að fógeti settist víð símann meðan búningurinn elti okkur í tjaldið og var frekar stífur meðan við gerðum dauðaleit að Teininu góða. Aldrei datt neinum í hug að maður á svona ofurhjóli væri ekki með aldur. Við vorum komnir með draslið okkar út um allt tún með hann yfir okkur þegar flaut heyrðist frá Löggubílnum. Fógeti var í talstöðinni og við heyrðum hvert orð í kvöldkyrrðinni.
Einar Arnars alsæll á monkeybike sem hann átti
Málið var skráð hjá Lögreglunni á Akureyri. Maður með þessu nafni hafði komið þar og spurt eftir veskinu sínu.
Leyfum þeim að sofa þarna og þú fylgir þeim kl.9 í fyrramálið út að bæjarmörkum. Losum okkur við þessa óværu.
Búningurinn kom úr talstöðinni allt annar maður. Var hinn rólegasti og fór að spjalla um ferðalög og hvernig væri að mæta bílum þegar hjólförin væru bæði upptekin af þeim sem maður mætti. Ég sagði honum að þegar sá sem kæmi á móti sýndi enga tilburði til að hægja á, væri stundum gott að fara í vinstra farið og halda gjöf. Þá bognuðu þeir yfirleitt. Þetta fannst honum sniðugt. En því miður yrði hann að leiða okkur út úr bænum í fyrramálið. Skipanir að ofan sagði hann.
Hér erum við frændur að undirbúa ferðina miklu.
Við báðum hann blessaðan að hafa ekki áhyggjur af því. Við ætluðum aldrei að vera hvort sem var, skruppum bara að líta á þennan fræga og fallega fjörð. Hann kvaddi með handabandi og við létum okkur hafa það að labba á ball, fleiri hundruð metra.
Stuðið rétt að byrja og við í fínum málum á vegum yfirvalda fram á morgun. Innfæddir og fleiri á ballinu voru hissa að sjá okkur eftir læti dagsins en voru samferða í fjöri fram á morgun.
Búningurinn mætti á réttum tíma þar sem við vorum að binda á. Sem betur fer ekki með nein blásturs tæki. Við vorum ekkert farnir að sofa. Ekki setja í þriðja! Var aðal málið gegnum kaupstaðinn þennan morgun. Halda 50 og friðinn út að rimlahliði.
framhald síðar.
- 1
- 2
Archive
- 2024
- Desember
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- Mars
- February
- January
- 2023
- Desember
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- Mars
- February
- January
- 2022
- Desember
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- Mars
- February
- January
- 2021
- Desember
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- Mars
- February
- January
- 2020
- Desember
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- Mars
- February
- January
- 2019
- Desember
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- Mars
- February
- January
- 2018
- Desember
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- Mars
- February
- January
- 2017
- Desember
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- Mars
- February
- January
- 2016
- Desember
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- Mars
- February
- January
- 2015
- Desember
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- Mars
- February
- January
- 2014
- Desember
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- Mars
- February
- January
- 2013
- Desember
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- Mars
- February
- January
- 2012
- Desember
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- Mars
- February
- January
- 2011
- Desember
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- Mars
- February
- January
- 2010
- Desember
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- Mars
- February
- January
- 2009
- Desember
- November
- October
- September
- August
- July
- June
- May
- April
- Mars
- February
- January