M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

26.01.2012 20:10

Hvar er Doctorinn okkar?


Lítið hefur spurst til Dr Bjössa undanfarna mánuði og svo mikið verið að gera hjá kalli að menn eru farnir að spyrjast fyrir um Bjössa ekki veit ég hvað hann er að bardússa þessa mánuðina en grunur minn reyndist á rökum reystur eftir að ég fékk njósnara til að gá hvort hann hafi sést eitthvað undanfarna mánuði, Einn velunari síðunar vildi meina að Björn væri lagstur í vetrardvala líkt og bræður sínir á Grænlandi. En svo er aldeilis ekki kallinn er búinn að vera að þefa uppi gamlar Rígur og aðrar petalagræjur til að kjammsa á meðan hann er í híðinu, og viti menn hann fann draumahjólið sitt og hjólar á því HRING eftir HRING meira að segja á svefherbergisgólfinu sínu þegar ófært er úti sökum ófærðar, þetta sleppur segir konan en verst er pústlygtin þegar hann er búinn að djöflast  um á græjuni í 20 mínútur eða svo þá er bara ólíft hér inni segir sú gamla enda orðin þreytt á þessu brölti Doctorsins. Heimildarmaður Drullusokka náði myndum af kappanum á nýja draumahjólinu sínu og sendi okkur.



Það fylgdi söguni að Dr Bjössi sé hér á leið til Sandgerðis að líta eftir forláta Opel Reckord árg 1958 sem hann er búinn að eiga þar í ein 5 ár þetta er bölvað bras að þurfa að fara daglega til Sandgerðis og moka Pellann upp enda ófært að láta hann snjóa niður. Sagan segir að Björn hafi sogið ( þennan forláta bíl sem reyndar er einn sinnar tegundar í landinu) út úr Ugluspeglinum Raymond Doglas Davis en sá er enn í sárum eftir hið mikla og kröftuga sog Doctorsins sem náði líka að sjúga út tvo Páfagauka hálf hárlausa að vísu. Og það allt fyrir eitt stykki NSU skellitík.



Hann tekur sig vel út á tækinu það má hann eiga kallinn.



Þarna er Bjössi upptekin að horfa á hraðarmælinn hvað kemst það nú hratt ?



Já það er gaman að taka hring á svona flottri græju sem virkar vel.


Flettingar í dag: 933
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 1437
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 789382
Samtals gestir: 55921
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 12:36:40