M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

20.01.2012 10:59

Kaninn er flottastur.


Hér að neðan eru nokkrar útfærslur af 750 Hondum eftir að Kanarnir eru búnir að fara um þær höndum.Þetta er ein dellan sem er í tísku núna í USA breita þeim í Bobbera.Og Chopperinn er alltaf jafn vinsæll hjá Ameríkananum.Þessi hefur nú verið að herma eftir Óla bruna, en flott púst.Hér er einn með Race fílinginn á tæru.Og annar líka.Þessi myndi leggjast út sem Café racerÞessi Cafe Racer er kanski líkari Ólahjóli bara með betri mótor.Svona hluti vorum við nú að gera hér í Eyjum í kringum 1975- 1980Þessi 750 Honda gæti nú hentað mér vel í spyrnuni gegn Nortoninum hans Bigga Jóns enda segir hann að nú megi ég passa mig svo öflugur er Nortonin í dag.Hér er ein blá eins og mínKaninn kann sko að græja græjurnar það má hann eiga.Hér er ein vel speisuð.Þeir ýmist hækka þær upp eða lækka niður í götu.En hvað um það þá finnst mér þær bestar svona orginal enda orðin orginal dellu kall með árunum og eftir að þessar elskur urðu þrítugar og heilla samt enn gamla kalla upp úr skónum.Hér er svo frumútgáfan sem kom árið 1969. Eru þær bara ekki flottastar þegar ekki er búið að fikta neitt í þeim?

Eldra efni

Flettingar í dag: 1346
Gestir í dag: 1031
Flettingar í gær: 368
Gestir í gær: 159
Samtals flettingar: 4839395
Samtals gestir: 635005
Tölur uppfærðar: 25.2.2020 22:25:07