M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
drullusokkur1@simnet.is og/eða bjarteyg@internet.is

19.11.2014 12:03

Hann glansar vel BMW inn
Hann glansar vel hjá Darra BMW inn en þetta er orðin 25 ára gömul mynd

18.11.2014 16:00

Smá meira Honda nú boxari.
Hér er gamli á gamla Old Winginum þeim sama og hreinlega gældi við rassvöðvana þegar við fórum hringinn í sumar. Og aumingja Addi Steini sem sat á grjótharðri fjölini á CBX inum og gat ekki sitið í mánuð eftir túrinn svo aumur var hann blessaður í sitjandanum eftir Xinn.
14.11.2014 20:52

Drullusokkar


Mér varð à að hlunkast í sófann áðan og útsvar var á í imbanum, og sá að við DRULLUSOKKAR rötuðum í þàttinn í einhverjum orðaleik, ásamt þremur öðrum mótorhjólaklúbbum, gaman af því...

11.11.2014 17:22

Honda og aftur Honda hvað annað ?


Maður er orðin leiður á þessari færslu um Honduna í vetrargeymsluni svo þá er bara að halda áfram með Hondur.Hér er Addi Steini á CBX inu sínum í sumar seinn því þarna er hann kominn með orginal pústið undir græjuna.Mikið væri nú gaman að stilla upp við hliðina á græjuni næsta sumar og útkljá keppnina í eitt skipti fyrir öll í þuru og góðu veðri.

04.11.2014 14:52

Það er misjöfn vetrargeymsla mótorhjóla í Eyjum.


Já það er mismikill áhugi hjá sumum mótorhjólaeigendum varðandi góðar vetrargeymslur undir mótorhjól sín. En þessar myndir hér að neðan tók ég nú áðan af forláta CB 900 Hondu í vetrardvala. Ekki reyna að falast eftir gripnum því eigandinn lítur á þetta sem gullmola mikinn og ekki í umræðuni að láta það. En skoðum þetta aðeins nánar.Hér liggur græjan á hliðini en hafði þó staðið á standaranum í nokkra mánuði.

Þetta var flott hjól Honda cb 900 F árg 1982.

02.11.2014 21:16

Ugly motorcycle

Úr því að maður er dottinn í smá netflakk þá er hér að neðan nokkrar myndir sem poppa upp á Google með leitarorðunum "ugly motorcycle".

Addi Steini gæti fengið hugmyndir fyrir næstu keppni í  Bræður berjast mótaröðinni.

Snyrtileg vindhlíf á þessu apparati.

Já einmitt......

Þessi mynd er óborganleg, gaurinn þarf allavega ekki að strappa hjólið.

02.11.2014 21:00

Cadwell park

Hér eru nokkrar flottar myndir teknar á "the mountain" á Cadwell park brautinni é Bretlandi, en á þessari braut er keppt á í breska superbike-inu.
28.10.2014 20:01

Lean angle

Hér er annað video frá MotoGP rásinni á youtube, hér er verið að tala um hvað GP dúddarnir leggja hjólin, en þau fara í allt að 64° halla, og flöturinn á dekkjunum sem snertir jörðina er á stærð við kredit kort, þetta er hálf ótrúlegt, gaman að sjá þessa klippu.

27.10.2014 23:04

Mögulega flottasta stoppie ever !!!

Smá klippa af Dani Pedrosa á æfingu á Motegi brautinni í Japan 10. okt síðastliðinn.
Hann kemur á ca 280-290 km/klst og bremsar niðurí 90 km/klst....


15.10.2014 07:15

Ducati Scrambler

Hér er smá video  brot af flottum Dúkka sem kemur á markaðinn 2015.

Flott hjól.

13.10.2014 13:26

Magni Hauks á Hondu auðvitað.
Hér er sjálfur Magni Hauksson á Honda Shadow hjóli sínu sem er 750 ccMagni er nýbúinn að láta custom mála hjá sér bensíntankann og kemur það bara þræl vel út með hauskúpu og alles on.

09.10.2014 09:29

Enn eru það Hondur að sjálfsögðu.
Hér er það síðustjórinn okkar Sæþór Gunnarsson á 1000cc Hondu CBR (Að sjálfsögðu) hjólið hans er bókstaflega eins og nýtt úr kassanum þótt orðið sé 6 ára gamaltFlott græja sem gert hefur góða hluti á kvartmílubrautini í Kapplahrauni. En Sæþór hefur náð þrusu flottum tímum þar.
Flettingar í dag: 739
Gestir í dag: 130
Flettingar í gær: 855
Gestir í gær: 152
Samtals flettingar: 2288226
Samtals gestir: 425741
Tölur uppfærðar: 20.11.2014 18:47:56