M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

Blog records: 2015 N/A Blog|Month_11

26.11.2015 08:26

Á döfinni



Nú fer að detta í jólamánuðinn hvað og hverju og eins og ákveðið var á aðalfundinum í september, þá ætlum við að hittast eitthvað kvöldið í desember og éta einhvern viðbjóð og hlusta á ameríkusöguna hjá sennilega hæsta manni klúbbsins.
Semsagt Geir Jón og Simmi í Viking tours keyrðu route66 fyrir nokkrum árum, þeir ætla að segja okkur frá ferðinni og sína okkur myndir.

Svo er verið að skipuleggja afmælissýningu klúbbsins sem haldin verður næsta vor, meira um það síðar. Klúbburinn verður jú 10 ára árið 2016.

Svo minnum við á fimmtudagshittinginn í kvöld kl 20:00.

09.11.2015 18:40

Siggi Óli hefur verið duglegur að halda lífi á síðunni með upprifjun á mótorhjólasögu Vestmannaeyja síðustu 40 árin. Þvílíkt gull þessar myndir, alltaf jafn gaman að skoða þær þó svo að maður hafi séð þær oft áður, sennilega enn skemmtilegra fyrir risaeðlurnar sem muna þessa tíma.

Svavar í Þór kom til okkar í síðustu viku með myndir sem hann tók á ferðalagi um Ameríku nú fyrir stuttu. Svavar er harður endurohjólamaður hér í eyjum, en hugsaði til okkar malbikspeyjanna úti og smellti nokkrum myndum fyrir okkur.


Hugmynd af breytingu fyrir Magga Valgeirs (Maggi er gaur sem bjó eitt sinn í eyjum).



Uppblásin hjólageymsla.

Uppblásin hjólageymsla, dýrari gerðin.

Ef það er til, þá er það í Bandaríkjunum. Við notum nú flest ramp til að koma hjólum á pallinn, en hver hefur ekki séð youtube videó af allskyns slysum við að koma hjólum á pallinn með því að nota ramp......


Þarna hugsaði Svavar til okkar í Bragganum ( HONDA )

CBR 600 RR



Honda 50 1966-67, eldri 50cc fjórgengismótorinn.

BMW og svo verður Óli bruni að koma með betri upplýsingar um hjólið.

Svo verðum við að hafa drullumallara fyrir Svavar.

  • 1
Today's page views: 842
Today's unique visitors: 41
Yesterday's page views: 2950
Yesterday's unique visitors: 55
Total page views: 1439526
Total unique visitors: 87504
Updated numbers: 4.12.2024 10:33:20