M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

Blog records: 2014 N/A Blog|Month_9

30.09.2014 00:00

Easy rider


Harley Davidson hjólið hans Peter Fonda úr easy rider myndinni frá 1969.

Hjólið verður boðið upp í Bandaríkjunum á næstu dögum, talið er að það gæti endað í ca. 1,2 milljón dollara eða 150 milljón kr. íslenskar.
Gerð voru fjögur svona hjól til þess að nota í myndinni en þremur af þeim var stolið og ekkert hefur spurst til þeirra eftir stuldinn.
En þetta hjól átti Fonda sjálfur og gaf mekkanum sem sá um hjólin í myndinni,

En nú er það falt, upp með veskið sokkar......

25.09.2014 07:52

Hmmm



Þessi ætti að skemmta sumum  (=:

25.09.2014 07:47

Allt er fertugum fært.


Í júlí síðastliðinn varð þessi* fertugur og ber hann aldurinn nokkuð vel, virkilega flottur ketill þarna á ferð,
 (
*átt er við hjólið á myndinni)

Kawasaki Z1 900 1974

24.09.2014 23:04

Það er gott að hafa vit fyrir óvitum sem borga jú skatta.




Nýju umferðarlögin banna prjónaskap

Samkvæmt nýjum drögum að umferðarlögum sem lögð hafa verið fyrir Alþingi verður ökumönnum bifhjóla bannað að prjóna á bifhjólum sýnum. Ákvæði 6. mgr. er samhljóða 1. mgr. 42. gr. gildandi laga en bætt er við greinina að farþegi bifhjóls skuli hafa báða fætur á fóthvílum og ökumanni bifhjóls er gert að hafa hjól bifhjólsins að jafnaði á veginum þegar það er á ferð. Er hér vísað til þess að svokallað "prjón" við akstur bifhjóls getur verið mikið hættuspil, sérstaklega í almennri umferð, og er þessu ákvæði ætlað að almennt banna slíkt hátterni. Líklega verður það í höndum lögreglu að dæma hvenær slíkt telst prjón og hvenær ekki, en ökumenn sumra tegunda mótorhjóla beinlínis stóla á að geta lyft framdekki við vissar aðstæður, en það eru ökumenn torfæruhjóla sem stundum þurfa að lyfta framdekki yfir fyrirstöðu. Spurningin er hvort að Drullusokkar í Vestmannaeyjum verði nú að hætta prjónaskap þeim sem stundaður hefur verið þar á hafnarsvæðinu um árabil, eins og sjá má af myndinni hér fyrir ofan.


22.09.2014 19:57

Vignir Ólafsson # 124




Hér er Viggi Ólafs við hjól sitt sem er Kawasaki Zephyr 750 cc og er hjólið af árg 1997. Ég er búinn að setja myndina inn í félagatalið okkar en eitthvað bras er með að skoða myndir þar alla vegana í minni tölvu og verð ég að viðurkenna að ég er ekki nógu kár á tölvu til að redda því. Það verður að koma einhver mér klárari á þessu sviði til hjálpar.

22.09.2014 08:35

Viðar Breiðfjörð.




Hér höfum við listamanninn Húsvíkinginn og móttakara okkar Drullusokka Viðar Breiðfjörð á Suzuki Intruder 1400cc hjóli sínu.



Viðar er einn af þeim duglegri að mæta á fimtudagsfundi okkar og er það bara flott mál enda litríkur persónuleiki sem hugsar jú stundum mjög djúpt.

17.09.2014 22:34

Drullusokkur 131.




Hér koma nokkrar myndir sem Sokkur 131 sendi okkur Kristján Ágústsson heitir hann kallaður Kiddi og er hjólið hans honda Shadow 750 cc.





Hérna við opið rör úti á Eiði.





Flottar myndir hjá Kidda.

16.09.2014 19:32

Meira af klettinum




Þá er það formaður Drullusokka hann Darri á Honda CBX 1000 hjóli sínu af árg 1980



Hjólið lítur út eins og nýtt eftir að Darri gerði það upp á nokkrum árum og mikið var verslað í gripinn.


16.09.2014 07:36

Freddie og Goldwinginn hans Tryggva

Hver man ekki eftir Freddie Mercury í myndbandinu við lagið Crazy little thing called love.

Þar er sviðsmyndinn þessi flotti 1978 Goldwing, þetta gæti þess vegna verið svampurinn hans Tryggva, hver veit ?

15.09.2014 21:58

Í dalnum á laugardaginn


Í blíðuni hér á laugardaginn fórum við Drullusokkar í hópkeyrslu um bæinn okkar og stoppuðum m a í Herjólfsdal. Nokkrir okkar klöngruðust upp á klettinn sem Þjóhátíðin er sett á. við mynduðum og hér er sá fyrsti sem bröllti þarna upp. auðvitað Jenni rauði á henni Maríu sinni sem er Honda CB 550 árg 1976.



Flottur Jenninn á Mæju sinni.





Og ein svona í anda Sigurjóns Sigurðssonar á Freyjuni, en hann lék þetta á sama kletti með 750 Hondu sína árið 1972.

14.09.2014 21:47

Meira af fundinum.

Smá viðbótarfærsla um helgina okkar.


Gauji Gísla, Viðar Breiðfjörð og Addi Steini CBX.

Tankurinn hjá Magna custom-málaður eftir Ýrr.

Bárður, Stebbi, Tryggvi upphengdur af Bigga Jóns, næstur í röðinni er Stebbi bróðir Bigga, mikill hjólamaður í áratugi og Maggi.

Kási og Óli Biggi.

Addi og CBXXX-INNN.

Tryggvi á svo fleiri myndir sem eiga eftir að koma inn.

Við í stjórninni þökkum öllum félagsmönnum fyrir að vera Drullusokkar, því án félagsmanna er að sjálfsögðu ekki til klúbbur. Við erum þokkalega sátt við hvernig til tókst í sumar en alltaf má gera betur. Hjólahelgin um sjómannahelgina kom vel út þó að veðrið hafi ekki verið uppá 10. Næsta hjólahelgi verður bara enn flottari, þá verðum við búin að slípa til nokkur atriði og fáum jafnvel fleiri félagsmenn til að taka þátt í fjörinu.

Svo setjum við einhverjar ferðir á þegar að vorið nálgast, og svo þarf að plana norðureyjahitting og gaman væri að fá hugmyndir frá ykkur.

Það kom líka fram á fundinum að ef þið hafið áhuga á að versla barmmerki, merkt föt eða láta merkja föt sem þið eigið, þá er hægt að tala við Hilmar hjá 66°N [email protected] eða í síma 5356600 og beðið um merkingardeild.
Hann er með logoið klárt í tækjunum sínum og merkin eru vönduð og flott.

14.09.2014 01:57

Aðalfundur Drullusokka 2014




Bárður, Stebbi, Símon, Tryggvi, Biggi, Stebbi, Maggi, Daddi og Dr. Bjössi, topp menn og hver öðrum flottari.

Fundurinn fór fram í gær laugardaginn 13.09.14 (eins og var auglýst hér á síðunni 01.09.14) Við hittumst kl. 14:00 í Friðarhöfninni þar sem hið ótrúlega gerðist, núverandi formaður toppaði fyrrverandi formann í stundvísi og þótti mönnum það virkilega merkilegt. En við fórum af stað í hópakstur um kl. 14:30 í frábæru veðri 14 gráðu hita og logni. Í hópkeyrslunni voru 32 hjól með svipað mörgum ökumönnum/konum.


Pittstopp í dalnum.


Við hittumst kl. 16:00 í Gullborgarhúsinu og þar var aðalfundurinn settur, þar voru hin ýmsu mál rædd og allt fór vel fram.

Hugmynd kom um að fara plana e-ð stórt á áratugsafmæli klúbbsins 2016, t.d. utanlandsferð á hjólunum, hugmynd sem vert er að skoða.

Það var samþykkt að ársgjaldið yrði óbreytt

Númer látinna félaga verða ekki gefin út aftur.

Hugmynd kom upp með að gefa reiðhjólabjöllur á hjóladegi Eykindils, Eimskip og Kiwanis næsta vor,  sú tillaga var samþykkt.

Menn vilja sjá dagatal 2015, stjórnin ætlar að vinna í því máli.

Tillaga kom um að hafa einn hitting á Reykjarvíkursvæðinu næstkomandi sumar, fólki fannst það fínasta hugmynd, þegar að nær dregur þurfum við að fá Drullusokk á Reykjarvíkursvæðinu til að halda utan um slíkan hitting.

Fjórir nýjir félagar voru teknir inn í klúbbinn ; Jackie hans Einars, Ísak Þór Davíðsson #205, Gunnar Þór Guðbjörnsson #160 og Friðrik Ágúst Hjörleifsson #110. Við bjóðum þau velkomin í klúbbinn.

Umræða er um að reyna að halda landsmót bifhjólafólks í Eyjum á næsta ári, það féll í kramið hjá fundargestum, en þetta er hugmynd á byrjunarstigi og er ekkert víst að hún verði að veruleika.

Pælingar eru að færa aðalfundinn á sjómannahelgina (hjólahelgina okkar hér í Eyjum) Það er e-ð sem stjórnin ætlar að funda um og skoða.

Stjórnin verður óbreytt, þ.e.a.s. Darri er formaður, Bryndís varaformaður, Siggi Óli gjaldkeri, Svo er Tryggvi, Jenni og Sæþór ásamt Hermanni (ef hann hefur enn áhuga) einnig í stjórn.

Þetta er svona í grófum dráttum það sem fór fram á fundinum.

Addi að máta 1100 Honduna hans Þorgeirs, meðan að Þorgeir fylgist með.

Næst var fírað upp í grillinu og 9 stk. lambalæri grilluð og étin, svo var spjallað og bullað fram á kvöldið. Takk fyrir góðan dag félagar og takk kærlega fyrir komuna, kannski sérstaklega þeir sem létu sjá sig af fasta landinu.

Darri formaður, Hulda, Bárður og Magni Hauks.


Tryggvi í göngu með hjálminn meðan að það rýkur úr Ómari á kantinum.


Tryggvi, Gauji Engilberts og Jenni,,, og félagarnir Kási og Heimaklettur í bakrunn.

14.09.2014 01:51

Videó frá Gauja

Þá er aðalfundurinn okkar afstaðinn og dagurinn fór virkilega vel fram.
Gauji Engilberts tók saman stutt og skemmtilegt myndskeið í dag.
 

MC Drullusokkar samkoma from GE Verk sf on Vimeo.

13.09.2014 00:34

Tíu mest spennandi hjólin 2014 !!!


Tíu mest spennandi mótorhjólin í byrjun ársins 2014 hvað myndi þig langa í af þessum græjum ??

Þessi skrif eru ekki miðuð við neina sérstaka röð þ.e.a.s. fyrsta hjólið sem fjallað er um er hugsanlega alls ekki það besta og það síðasta sem fjallað er um ekki það versta. Þarna er aðeins verið að skrifa um hvað blaðamönnum sem skrifa um mótorhjól langar mest til að prufa á þessu ári.

BMW R nine T, þarna hafa hönnuðir heldur betur tekið tillit núverandi tískustrauma með því að hanna alvöru Cafe Racer. Þarna er nakið hjól sem BMW ákvað að smíða í tilefni að 90 ára afmæli verksmiðjunnar. Vélin sem er hefðbundin boxervél er 1170cc loft og olíukæld. Þetta hjól er frábærlega vel heppnað og hefur selst upp nær allsstaðar.


Ducati Monster 1200, við könnumst flest við Monster hjólið, því það er búið að vera á markaðinum í tuttugu ár og nýtur mikilla vinsæla. Núverandi græja er með hefðbundna dúkka vél sem er 1198cc og er vatnskæld er sögð 135 hestar standard en 145 hestar í S hjólinu. Það er sami mótorinn og í Diavel, hjólið fær allsstaðar góða dóma hjá blaðamönnum mótorhjólablaða.


Harley Davidson Street 750 og 500, þarna kemur Harley sjálfur með alveg nýtt hjól frá grunni, en þeir hafa ekki gert það í um þrettán ár. Þessi hjól eru miðuð við yngri kaupendur og sögð hluti af framtíð Harley. Þetta eru vatnskæld hjól og mótor er 60gráðu með yfirliggjandi knastásum og fjórum ventlum per. strokk. Nokkuð vel heppnað hjól að sjá miðað við myndir og fær ágæta dóma frá blaðamönnum.


MV Agusta Turismo Veloce 800, þarna er komið frá Ítalanum sport touring hjól og segja þeir sjálfir að  þetta sé alls ekki eftirherma GS BMW hjólsins, þarna sé á ferðinni alveg nýtt hjól, ný grind hönnuð frá grunni, en vélin er eldri hönnun, þriggja strokka og er 789cc, við hana er tengdur tölvubúnaður sem gefur möguleika á átta stillingum um átak  í afturhjól og ýmislegt annað. Vel heppnaður Ítali.


BMW R1200RT þessi Bimmi er nær allur ný hönnun frá BMW, grind er öflugri, áseta, sæti, staðsetning pedala, sætishæð o.fl. Rafstillanleg framrúða og betri vindvörn fyrir ökumann. Mótor er vatns og loftkældur er 1170cc boxermótor og það eru allskonar rafstillingar til að skila afli í afturhjól t.d. brekkuhaldari svo þú rennir ekki afturábak, eða þurfi að láta kúplingu snuða mikið.


KTM RC390 Þegar þetta er skrifað er ekki vitað hvort þetta hjól verði flutt til USA en þeim langar sko í það þarna í guðs eigin landi !! Og alveg skiljanlega því þarna er á ferðinni sérstök græja, mótor er með einum strokk sagður 43 hestar, hjólið vigtar um 150-160 kg og miðað við útlit ætti þetta að draumgræja í beygjum, öflugar bremsur og vigtar nær ekkert, hvað þurfa menn meira.


Honda Valkyrie, ég var farin að heyra spurningar um: Hvað engin Honda í þessari upptalningu, jú og það er er sko sex strokka boxer græja sem margir þekkja. Svona nokkurn veginn nakinn Gullvængur. Mótor er 1832cc vatnskældur, grind er alveg ný úr áli og vigtar hjólið um 80 kg minna en vængurinn. Afturgaffal er svona með "dúkkalúkki" þ.e. bara öðru megin, sætishæð er sögð 28.8 tommur. Það er nútíma útlit á græjunni og allskonar rafmagnsdótarí til að stilla nær allt.


Ducati Superleggera,  hér er alvöru hjól sem gæti hentað þessum tveimur "dúkka" aðdáendum á Íslandi, en öllu bulli slepptu þá eru þeir örugglega miklu fleiri. Þetta heiti á "dúkkanum" þíðir í raun ofurlétt og án bensín og olíu vigtar það aðeins 342 lbs. Vélin er 1198cc og er sögð yfir 200 hestar, þannig að engum ætti að leiðast. Mikið af titanium er notað við smíði hjólsins, jafnvel í pústið. Þetta er í raun sérsmíðað hjól og verðið ættu flestir að ráða við eða um kr. 7.500.000 og þá á eftir að borga tolla og flutning og svona smávegis annað.


Motus MST & MST-R, Hér er á ferðinni svona sport touring hjól framleitt af verksmiðju sem nær engin hefur heyrt um, er framleitt í USA. Vélin er V fjórir en liggur þvert í svona ítölskum Gússi stæl. Togið er hressilegt um 120 pund-fet við 5800 rpm. Vélin snýst um 3000 rpm á 70 mílum. Með Brembo bremsum, Ohlins fjöðrun og OZ felgum, það segir okkur að þarna er ekki verið að spara og það besta notað. Hestöfl er sögð 160 fyrir venjulega hjólið og 180 fyrir R hjólið. Nokkuð spennandi græja þarna á ferð.


Honda CBR1000RR- SP, já sko það eru tvær Hondur í þessari upptalningu og jú reyndar tveir Bimmar, svipuð gæði er það ekki. RR 1000 Hondan hefur ekki verið um tíma hraðskreiðasta lítra hjólið (1000cc), en alltaf verið mjög vinsælt. En SP hjólið kemur með ýmsu góðgæti t.d.  Öhlins fjöðrun, Brembo bremsum, mótor er "blue" printaður og í raun allt sérvalið í hann. Nýtt hedd og púst og verðið því nokkru hærra en standard RR hjól. Eru þetta merki um nýja tíma með þetta skemmtilega hjól eða þarf Sæþór að fara leita sér að annarri tegund en Honda.


Stolið og stílfært af netinu

Óli bruni


Today's page views: 684
Today's unique visitors: 36
Yesterday's page views: 2950
Yesterday's unique visitors: 55
Total page views: 1439368
Total unique visitors: 87499
Updated numbers: 4.12.2024 10:12:10