M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

Blog records: 2013 N/A Blog|Month_10

31.10.2013 20:15

Leynivopnið mikla opinberassað





Sælir félagar,

Það á auðvitað ekki að leka svona upplýsingum, en svona er þetta bara, en hér meðfylgjandi er ljósmynd af nýjasta leynivopni NR. 1 og segir sagan
að þessi græja hafi verið í smíði í NÖÐRUKOTI frá opnun þess í lokuðu herbergi, ennfremur að þessi súper HONDA hafi verið smíðuð sérstaklega
fyrir næstu keppni aldarinnar milli NR. 1 og Bigga Breta á Norton, og að Tryggvi hafi viljað jafna leikinn á milli þeirra. Nú bíður maður spenntur.

Með kveðju Óli bruni


31.10.2013 08:55

Gauji Gunnsteins Sokkur # 211




Þá er það Gauji Gunnsteins á 1100 Kawasaki hjóli sínu af árgerð 1982. Já það hefur alla tíð verið mikil prjóndella hér í eyjum og þóttu guttarnir ekki menn með mönnum nema getað hjólað út í eitt á afturhjólinu. Sá fyrsti sem hóf þetta hér í Eyjum var Sigurjón Sigurðsson ( Sigga á Freyjuni ) og má rekja upphafið rúm 40 ár aftur í tímann eða til ársins 1970.



Eins var ótrúlegt hvað menn voru duglegr að spóla þótt dekkjahallari hafi verið í landinu bæði bras að fá dekk og svo kostuðu þau augun úr en samt var spólað út í eitt. Þetta var líka bara svo gaman. Myndirnar eru teknar árið 1982.

30.10.2013 08:26

Jón Trausti Haralds á 1100 Kawa.




Hér er Jón Trausti heitin á GPZ 1100 Kawasaki hjóli sínu af árg 1981. Jón Trausti lést langt fyrir aldur fram árið 2010.

29.10.2013 09:30

Einar Sigþórs á Einu dekki..


Okkur voru að berast töluverður fjöldi mynda frá Gumma Gísla síðan 1981 til 1983. Flestar eru myndirnar prjón myndir af bryggjuni í den en þar lét löggan okkur í friði, svo framarlega að menn höguðu sér eins og menn upp í bæ. En hér eru fyrstu myndirnar frá Gumma.



Hér er Einar Sigþórs á CBX og með Lóu litlu systur aftan á og það á afturdekkinu. Etli hún Lóa amma hafi vitað af þessu það er spurning.



Hér hefur kallinn náð að væla út að fá að fara einn á hjólinu en það var mjög svo (rear) eða bara sjaldgæft enda var systir hörð aftan á og hreinlega eins og akkeri aftan á CBX inum svo notuð séu orðin hans frænda ( Steina Tótu)

27.10.2013 21:00

Loksins Hondupistill frá Óla bruna.



Honda CBX sex strokka ofurhjól.









Hvenær hefst sagan jú eflaust þegar Benelli Sei sex strokka 750cc kom fyrst á markaðinn og gat sagt við vorum fyrstir já langt á undan ykkur !!! þ.e. frá kynningu Sei árið 1972/73, en Sei hjólið var í framleiðslu allt til ársins 1989, fyrst eins og áður sagt 750cc og síðan 1979 þá kom 900cc hjólið. Reyndar verður að bæta því við, þó við ætlum ekki að fjalla um Sei hjólið þá er grunnhugmynd mótor þess hjóls stolið frá Honda og þá í grunninn á CB500 fjögurra strokka. En í dag eru til svo ég viti tvö Sei hjól á Íslandi í eigu sama mannsins. En aftur að CBXinum sem var fyrst kynntur til sögunnar á árinu 1978 og er frábær grein í  febrúar hefti Cycle Magazine, en þar hittir Hr. Tadashi Kume aðal hönnuður Honda blaðamenn og segir eitthvað á þá leið: Við erum búnir að vera með CB 750 frá 1969 og nær ekkert breytt því og 550 er líka það sama og það var 1971. Við getum ekki setið á hliðarlínunni og horft á önnur ofurhjól koma á markaðinn þ.e. frá öðrum framleiðendum og við sitjum eftir (já hreinlega). En nú sagði Hr. Kume erum við komnir með hjól sem allur heimurinn á eftir að taka eftir og það hressilega (nefnir ekkert Benelli). Svo var það fallegan mánudagsmorgun að CBXinn er kynntur til sögunnar við Willow Springs kappaktursbrautina. Blaðamenn vita ekkert og þeir segja við heyrðum í græjunni löngu áður en við sáum hana og hljóð minnti á Porche á fullum snúning, en þarna voru fjórir Hondu mekkar að hita upp Sexuna. Þarna var græjan sex strokka alls 1047cc með fjórum yfirliggjandi knastásum og 24 ventlum og Honda hafði sett stefnuna á að fjöldaframleiða hraðskreiðasta mótorhjól heimsins. Ekki má gleyma öðrum hönnuði mótor hjólsins en það var Shoichiro Irimajiri. Reyndar voru hannaðir tveir mótorar einn sex strokka og einn fjögurra, báðir 1000cc og mjög litlu munaði í mældu afli við sveifarás sexan var mæld 103 hestar en fjarkinn 98 hestar. En sexann varð ofaná því Hondumenn töldu hann eiga meiri framtíð fyrir sér og væri að auki miklu þýðgengari og ýmislegt annað tæknilegt sem engin nennir að lesa um (nema einn á Akureyri). Það var sama hver sá þennan mótor innan Hondu firmans allir urðu þeir ástfangnir ef segja má svo. Að sjálfsögðu komu upp ýmiss vandamál eins og alltaf þegar nýtt hjól er hannað frá grunni. T.d. áseta og pláss fyrir ökumann, þ.e. hné/fótleggi og því var mótor látinn halla einar 33 gráður í grindinni. Svo að koma fyrir startara og alternator, því ekki mátti mótor verða of breiður, en sexan er aðeins tveimur tommum breiðari en CB 750 mótorinn, eða 23.4 tommur. Við fyrstu kynni sögðu blaðamenn að hjólið virkaði virkilega stórt, en um leið og farið var af stað gleymdist þetta allt. Sætið er þægilegt og stýrið sem er dulítið sérstakt liggur vel fyrir ökumanni. Mælar eru vel staðsettir og vel læsilegir ásamt idjótaljósunum. Síðan er tekið af stað með hljóði sem gleymist aldrei, já síðan Hailwood var á sexunni sinni að keppa. Prufuökumenn segja að Willow Springs brautin sé draumur flestra ökumanna, sérstaklega fyrir þá sem þekkja til. Fyrst var farið varlega til að kynnast græjunni. Síðan var farið að taka á því og frá 6500 snúningum að rauða strikinu sem er í kringum 9500 snúninga er mótor alltaf jafn þýður þannig að ökumanni finnst hann aldrei vera á of miklum snúning. Hvernig höndlar hjólið jú er svona viðkvæmt og þá sérstaklega útúr beygjum á fullri gjöf, afturgaffall virðist ekki alveg ráða við sexuna, það virðist sem afturgaffall og demparar hafi svona mætt afgangi !!. Hjólið svona fer í svona liðamóta "sving" ef hressilega er tekið á því. En með því að aka hjólinu með réttu hugarfari og ekki kæruleysislega er það ja bara frábært í alla staði. Lítið mál er að ná 120 mílum á beinu köflum. Við inngjöf taka CV blöndungarnir við öllu sem þeim er boðið. Kúpplingsátak er létt og skiptingar eru léttar með svona smá "klonki". Frambremsur eru sagðar virkilega góðar og diskarnir tveir eru 5mm þykkir en bremsudælur eru beint af gamla CBinum.  Af ofurhjóli er öll hönnun í útliti virkilega vel heppnuð og nýtur enn mikilla vinsælda um allan heim, en við Íslendingar eigum hugsanlega metið því ef sagan er rétt eru hátt í 60 CBXar hér á landi. Hjólið er svo sem engin léttavara og er um 600 pund (599.95) fullt af bensíni. Afl hjólsins var mælt reglulega og á heitum tíma dagsins mældist það 85.6 hestöfl við 9000 snúninga og tog var 52.27 pund á fet á 6500 snúningum og á sama tíma var þarna ein Zeta og hún mældist um 79 hestöfl, besta mæling CBXins var 89 hestar á 9000 snúningum og þá á venjulegu bensíni. Kveikja hjólsins eru ekki platínur og hönnuðir Honda sögðu að eiginlega hefðu mestu vandamálin með CB 750 hjólið þ.e. með afl hefði mátt rekja til gamla kveikjudótsins. Blöndungar eru sex og eru 28mm frá Keihin og er blöndur nr. 3 tengdur við dælu og svo er þetta allt tengt saman, eins og sagan segir ekkert mál að stilla einn Amal, aðeins meira vesen tveir, þrír eru hausverkur, svo það ætti ekkert mál vera að stilla SEX Keihin blöndunga !!! Á ¼ mílunni voru skráðar ýmsar tölur og þar á meðal 11.62 sek og endahraði 117.49, geri aðrir betur á standard græju beint úr kassanum. En í hvað hentar þessi græja, jú svona sport touring. Komum nú aftur að mótornum þeir segja að hann gangi á 250 snúningum kaldur !! og síðan er hann í 700 snúningum heitur, draumur margra en þá hætta þessar græjur að smyrja sig grunar mig. Allavega hefur CBXinn heldur betur sannað sig á klakanum því eins og áður sagt þá eru um 60 stk. til á landinu og svona smá saga með: Því fyrir nokkrum árum langaði mig jafnvel í CBX og hringdi útaf einum á ebay í USA og karlinn sem svaraði var ekki lengi að koma því að hvort ég væri frá Íslandi, því hann hefði heyrt að við værum að kaupa alla CBX Ameríku til Íslands !! Lesa má betur um allt tæknilegt og sögu hjólsins á netinu, eða bara hringja norður.
Stolið og stílfært af netinu:
Óli bruni.





Til viðbótar þessari finu grein frá Óla þá má bæta við að í upphafi komu aðeins 3 CBX Hondur til landsins árið 1979 en í dag eru um 60 stykki af CBX á klakanum eins og Óli bendir réttilega á. En af þessum 3 sem komu nýjar áttu tvær sér sögu hér í eyjum Einar Sigþórs átti þá einu rauðu sem kom ný og Gunnar Hreins, ásamt þeim Óskari Eggerts og Oddgeiri Úranussyni áttu hina sem var silfurgrá í upphafinu. Í dag eru 3 Honda CBX  hér í Eyjum Darri á eina Grétar Már á eina og svo sú nýjasta i flóruni er svo Hondan sem Addi Steini var að versla sér.



Hér sést vel aflið í CBX inum þarna eru buxurnar hjá Einari Sigþórs búnar að snúast hálfann hring svo að saumurinn á hliðunum er komin aftur á kálfana aflið í hjólinu er búið að toga þær í 90 gráður. Myndin er frá árinu 1980 og hjólið því rétt ársgamalt þarna.



Hér er svo nýjasta CBX hjól Eyjana ásamt eiganda þess. Nú eru að verða komnir tveir mánuðir frá aðalfundi okkar en þar lofuðu einir 3 drullusokkar að henda inn efni með okkur Sæþóri en ekki hefur bólað á einni einustu færslu frá þeim enn. Það er ekki gott þegar menn eru boðnir og búnir að leggja síðuni lið og gera fjölbreittari og gera svo hreinlega ekki neitt. Þeir taka þetta bara til sín sem eiga. En Óli okkar slökkvimaður er heldur betur búin að koma hér með hvern pistilinn á fætur öðrum og er varla hægt að þakka honum nóg fyrir það. Svo ég segi bara fyrir mig Takk Óli fyrir að koma hér með hvern póstinn á fætur öðrum.

27.10.2013 10:04

Tvær 40 ára Zetur





Hér er ein frá árinu 1987 og eru báðir þessir Kawar af árg 1973.

27.10.2013 09:56

Tveir Bonneville frá árinu 1967.




Hér eru tvö Triumph Bonneville 650 cc hjól af árg 1967 en bæði komu ný til Eyja á sínum tíma og áttu þau þá, Silfraða hjólið Guðmundur Tegeder og þetta rauða og hvíta átti Sverrir Jónsson . Bæði þessi hjól eru enn í toppstandi og eins og ný þótt orðin séu tæplega fimtug Flotta græjur síns tíma.

25.10.2013 17:15

Gamall en handónýtur Löggutugti




Þessi var flottur fír og er reyndar enn Gumundur leigubílstjóri eða eins og Steini Tótu sagði "Skölli" sjálfur á Harley Davidsson gömlum löggu Halla sem var útkeyrður og reyndar alveg handónýtur. En ég man ég spurði Skölla um gripinn og sagði hann mér að mótorinn  væri nýuppekinn og eins og nýr. Það má sjá á pústinu sagði ég og þá brosti Skölli sínu breiðasta svo allar tennurnar sáust. Myndina tók ég á Skógum árið 1991. Steini sagði mér að kappinn væri með mun fleiri tennur en skötuselur.

24.10.2013 11:28

Kawasaki og aftur Kawasaki.


Óli bruni bað um eitthvað annað en endalausar Hondur. Hm það gæti nú verið áhugavert að eiga eina endalausa Hondu enda mun hún úr þessu fylgja mér út lífið hversu langt það verður veit nú engin en er á meðan er. Bíddu átti þetta ekki að vera um Kawasaki....



Hér er undiritaður að keppa í fyrstu löglegu kvartmílukeppni Íslands árið 1979 En þarna er gamli rétt orðinn tvítugur á Kawasaki z1 900.



Og hér ásamt Sigurjóni Ingvars og Inga bróður sem snýr þarna baki í myndavélina.



Svo ein frá árinu 1980 en þarna var maður byrjaður að breita út í eitt og rétt byrjaður þarna. á þessu hjóli gerði maður nú ýmsa hluti á nýjunda áratug síðustu aldar en hjólið seldi ég árið 1989 og þá tók við GSXR 1100 Suzuki tímabilið. sem var nokkuð vilt tímabil en nú er maður farin að róast eldast og þroskast sama sem Honda CB 750 Four Ever.



Og enn var breitt og breitt enda gerði maður það sem manni langaði á þessum árum. Ég átti nú hjólið Óli minn. Myndin er frá árinu 1981 og gamli komin með steiptar felgur og diskabremsu á aftan sem breitti miklu og hætti þá að heyrast í bremsunum eins og gömlum Volvó strætó sem Ískraði út í eitt. En svo liðu árin og ég frelsaðist sá ljósið og tók upp Hondutrú sem ég hafði jú eitthvað kukklað átt við áður. Enda segir einhverstaðar " Í endirnum skal upphafið skoðað"

22.10.2013 15:20

Frí hjá mér.

Ég verð næstu daga í tölvulausu fríi, þannig að ef þið eruð með innsent efni þá getið þið notað [email protected] og Tryggvi byrtir efnið.
Það hefur einn maður verið virkilega duglegur í að senda okkur bull í bland við flott efni og erum við í stjórninni virkilega þakklátir fyrir það, og gaman væri að hafa fleiri virka í þeim efnum.

22.10.2013 15:11

Scrambler 2009

Nýtt hjól í klúbbinn...

Triumph Scrambler 900 árg. 2009.

Og eigandinn tja.....


Hver annar en Hr. breskt er bezt.

Öðruvísi, já en stórglæsileg græja hér á ferð.

Takið eftir verkfæratöskunni fyrir ofan ljósið,, Breskt er bezt......

Svo um merkinguna á hliðinni, þá er talan 4 mikilvæg í lífi Óla, bæði vegna þess að þetta er fjórði bretinn sem ratar beint frá Bretlandi og í skúrinn hjá Óla og svo vegna þess að slagorð karlsins er Triumph 4 ever.

Tudda græja.


22.10.2013 15:04

Yamaha FJR1300 2013

Hérna fáið þið samantekt um FJR1300 og að sjálfsögðu frá Brunakallinum okkar.


Yamaha FJR 1300 árgerð 2013

 

Úr því lögreglan getur notað þetta hjól og tók það framyfir Harley Davidson þá hlítur FJRinn að vera gott hjól, jafnvel til að vinna á. Útlitið segir okkur að þarna er á ferðinni ferðahjól með stóru effi. Þessi týpa hjóla hafa verið framleidd af mörgum verksmiðjum í gegnum árin og þar má nefna t.d. BMW R100RT og K100RT, Kawasaki Concours ZG1000 og Yamaha FJ1000, öll þekkt hjól frá fyrri árum og ekki má gleyma Triumph Trophy 1200 sem kom nokkrum árum seinna, öll þekkt sem alveg ágæt ferðahjól. Þróun ferðahjóla hefur verið mjög mikil frá því ofangreind hjól komu fyrst á markað. FJR1300 hjólið kom fyrst á markað árið 2003 og þá þegar var það léttara en flest hin ferðahjólin, en að auki með vatnskælingu, beina innspýtingu og 1298 cc línumótor. Hjólið var knúið áfram með drifskafti og það var úr V-Max hjólinu. Hjólið kom þá þegar með hörðum töskum, bögglabera og rafmagnsframrúðu, sem hægt var að hækka eða lækka allt eftir aðstæðum. Bensíntankur tók um 25 ltr. af bensíni og hægt var að fá hjólið þarna í upphafi með ABS bremsum. Hjólið var valið Riders motorcycle of the year árið 2003. FJRinn hefur verið í stöðugri framþróun frá fyrsta árinu og árunum 2006 til 2008 voru gerðar miklar breytingar til batnaðar þá aðallega vegna hitavandamála mótors, bensíninngjafar (þekkt vandamál á hjólum með beina innspýtingu!) þannig að hún var ekki eins viðkvæm og betur útfært ABS bremsukerfi. Nú árið 2013 eru enn endurbætur þar sem hjólið er komið með Ride by wire (engin bensínbarki), cruise control= sjálfrennireiðsstilling, hægt að stilla afl til afturhjóls, átaksstýring á afturhjól við inngjög þannig að ökumaður eigi ekki á hættu að spóla hjólinu undan sér (traction control) nýtt head, nýtt mælaborð og gírkassi. Demparar eru stillanlegir og hefur fjöðrun verið endurbætt bæði aftan og framan. Hjólið sagt "höndla" vel og bremsur virki mjög vel, áseta er góð þó hjólið teljist frekar hátt í sæti. Það hefur líka verið "flikkað" uppá útlitið, en grunnur hjólisins er sá sami í raun, því afhverju að laga eitthvað sem virkar vel. Hjólið viktar um 663 lbs og er engin léttavara, en sagt mjög þægilegt í meðförum og þá sérstaklega þegar komið er á smá hraða (snillingar þessir blaðamenn að fatta svona).  Vindhlífar og framrúða skýla ökumanni ágætlega og hjólið er sagt með mjög sportlega eiginleika. Gallar jú alltaf hægt að finna eitthvað að, bent er á að það séu alltof mikið af stillingum á handföngum, geti truflað ökumann í akstri við að leita að réttri takka ! Allavega hjól sem hentar í nær allt, ferðahjól með töskum, sporthjól þegar það á við, lítið mál að taka með sér farþega, hvað vilja menn meira. Hjólablöð í USA gefa hjólinu allavega nær fulla stjörnugjöf þó hönnun teljist orðin nokkuð gömul.


Eins og sést er Yamminn sekúndur á kvartmílunni !

20.10.2013 23:05

Heimsmeistarinn

Það eru nú ekki allir mótorhjólaklúbbar sem geta státað sig af því að hafa 1.stk. heimsmeistara í klúbbnum. En við Drullusokkar getum það með góðri samvisku, því að Hermann Haralds varð nú nýlega heimsmeistari í bekkpressu í sínum flokki, frábær árangur hjá karlinum og óskum við honum til hamingju með titilinn. Hann náðist á videó að æfa deadlift, ekki er hægt að segja að það hafi gengið eins vel, en hér er linkur á það. Hermann er þetta ekki annars þú ?

20.10.2013 22:46

Helgi Fagri

Tveir flottir idiotar í sandölum (mótorhjólaskóm) á nýmóðins Helga Fagra.

20.10.2013 21:02

Z1 1974 (breytingaplön)


Kannanir sýna að á heimasíðunni hafi komið 9878 ljósmyndir af Hondu, næsta tegund nær innan við 1000 (enda eru allir sammála um að Honda eru bestu hjólin). En til að vega aðeins uppá móti þá er hér ljósmynd af fyrirmynd vetrarverkefnis hjá ónefndum félaga.
Nú á að taka Z1A 74 í gegn !!!


Today's page views: 842
Today's unique visitors: 41
Yesterday's page views: 2950
Yesterday's unique visitors: 55
Total page views: 1439526
Total unique visitors: 87504
Updated numbers: 4.12.2024 10:33:20