M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

Blog records: 2013 N/A Blog|Month_8

27.08.2013 08:42

Aðalfundur Drullusokka 2013


Eins og komið hefur fram áður að þá verður aðalfundur drullusokka fyrir árið 2013 haldin næskomandi laugardag í Gullborgarkró kl 1800. Svo gerum við eitthvað skemtilegt saman að vanda förum út að borða og opnum nokkra bauka og tökum smá bull saman . Það verður vonandi veður fyrir Herjólf svo félagar ofan að landi komist, en það eru þó nokkrir búnir að boða komu sína á fundinn

Með kveðju stjórn Drullusokka MC.

27.08.2013 08:37

Svampurinn fastur í sandi.


 Það mátti litlu muna að ég hefði mist af síðustu ferð Herjólfs í gær, en ég hélt að gamli Góldfingerinn minn væri upplagður í að fara í fjöruferð við Landeyjar, Þetta gekk bara vel í fyrstu en svo sökk blessaður Daxinn en hann er stór og þungur og ekki viðlit að ná honum upp einn, svo gamli þurfti að labba töluverða leið til baka að Herjólfshúsinu og sækja sér aðstoð við að koma Old Winginum á flot aftur, og náði ég að komast um borð í tæka tíð. Það hefði ekki verið flott að þurfa að sofa á sandinum og bíða eftir að Herjólfur kæmi aftur um morguninn.




Hér situr 300 kílóa hlúnkurinn á mótornum og ekki viðlit að hreifa hann einn.



En mikið djöfull getur kallinn nú verið ruglaður. Enda mikill munur á krossara og Gold Wing

26.08.2013 15:47

Kvartmíla


b&b kristinsson

Skráning í fjórðu umferð íslandsmeistaramótsins í kvartmílu er hafin.
 
Skráningarfrestur rennur út á miðvikudaginn 28 ágúst kl. 22:00
 
Keppnin fer fram laugardaginn 31 ágúst

Dagskrá:
 
9:30 - 10:30   Mæting Keppanda og skoðun
10:30      Pittur lokar
11:00      Fundur með keppendum
11:15 - 12:10   Æfingarferðir
12:10      Tímatökur hefjast
13:20      Tímatökum lýkur
13:20 - 13:50   Hádegishlé
13:50      Keppendur Mættir við sín tæki
14:00      Keppni Hefst
15:30      Keppni lýkur - Kærufrestur Hefst
16:00      Kærufrestur liðinn
16:30      Verðlaunaafhenting á pallinum


26.08.2013 09:36

Meira af Samförini.




Það var fjölmennt í samför okkar Drullusokka og Gaflara á laugardaginn þrátt fyrir að veður væri ekki alveg upp á það besta en við vorum á 40 hjólum. Það rigndi ekki á okkur en það var oft úði og þetta slapp allt vel og allir komust heilir heim af aflokini ferð sem var bara flott í alla staði. Þetta er í þriðja sinn sem við förum svona dagsferð saman og fjölgar í henni ár frá ári. Set hér inn nokkrar af þeim myndum sem ég tók. Fyrst er hér mynd af hópnum eftir þvílíkt Humarsúpu át hópsins og þurfti að laga sérstaklega meira af súpu enda á meðal oss margir mathákar í toppklassa.



Í Þorlákshöfn fundum við Ragga Power gamlan mótorhjóladút í toppklassa en Raggi var einn af þeim í harðari kantinum hér í den. Það má segja að allir á myndini hafi verið alvöru 750 hondu menn á lífsleiðini og flestir z1 900 Kawakallar líka.



Djöfull standa þeir sig vel þessir, það má nú segja. Frá vinstri Óli bruni. Daddi trukkur, Sigurjón yfirgaflari og Gulli gjalkeri og 750 eigandi.



Það er ekki mikið um að þrír bræður séu í drullusokkum en hér eru samt Valli, Guðni og Bergur allir sokkar með stæl.



Hér höfum við Dobúl Wogs, Þorsteinn og Símon Waagfjörð.



Þrír sokkar. Tóti Man, Arnar og Stebbi.



Símon. Hilmar, Kári og Gauji.



Hér eru gamlir skipsfélagar af Náttfara RE 75 Gummi Dolla og Arnar Sig.



Hér eru svo Höfuð og Hendur Gaflara Sigurjón og Gulli. Kem með meira síðar úr þessari fínu ferð okkar.

25.08.2013 12:56

Samförin

Það voru þónokkrir Sokkar og Gaflarar sem sameinuðust í þrælfínan túr í gær í regni og blíðu. Mest voru 40 hjól að ég held.  Við vorum 13 sem fórum með fyrstu ferð með Herjólfi í gærmorgun og hittum 3stk Víkursokka á Hvolsvelli, þaðan var afleggjarinn að Gaulverjabæ tekinn og næsta stopp í Þorlákshöfn þar sem nokkrir Norðureyjarsokkar ásamt Göflurunum voru mættir. Svo var Suðurstrandarvegur keyrður til Grindavíkur og svo var Garðurinn heimsóttir og restin af  Reykjanesbæjunum þræddir. Því næst fóru flestir í Hafnarfjörðinn en ég og þrír aðrir Sokkar brunuðum þá til baka í skipið til að ná 19 ferðinni.
Ég setti heimsmet í sauðshætti hvað myndavélina varðar í gær, byrjaði á að gleyma minniskortinu heima, en Tryggvi reddaði mér öðru, en þá gleymdi ég vélinni í gangi í töskunni hjá mér þannig að hún var batteríslaus, húrra fyrir mér.
En ég tók nokkrar myndir á símakvikindið og svo tók nr 1. með e-ð af myndum.
En takk kærlega fólk fyrir flottan túr.

Svo er það aðalfundurinn næst, laugardaginn 31.08.13.

Sjáumst þá.


Þorlákshöfn.

Fyrir utan kaffihúsið á bryggjunni í Grindavík þar sem svangir hjólarar slátruðu 200 lítrum af humarsúpu.



Stopp við "landamærin"

Hér erum við stopp í Garðinum

Blade-ið virðulegt við vitann....

23.08.2013 18:50

Samförin á morgun.

 SAMFÖRIN 2013

Í fyrramálið ætlum við nokkrir að fara með fyrstu ferð með Herjólfi og halda okkar striki með ferðina en það vill svo skríngilega til að það spáir þuru á Reykjanesinu. Við sameinumst svo Göflurum í Þorlákshöfn um hálf ellefu leitið og ættum að geta þá lagt í hann um kl 1100. Þetta gæti orðið síðasta ferð sem við plönum að fara saman fyrir haustið sem er snemma á ferðini þetta árið. Við reynum svo bara að gera þetta Drullu Gafla gaman saman.

22.08.2013 19:59

Jæja, smá hugleiðing....

Nú fer að líða að aðalfundi okkar Drullusokka og þá þurfa menn að fara huga að þeim málum sem þurfa fram að koma á fundinum.
Eitt af þeim málum er framtíð okkar ágætu heimasíðu, hvað vilja menn gera í þeim málum ?
Heimsóknirnar eru yfirleitt um 200 á dag sem þykir ágætt á okkar mælikvarða enda er síðan yfirleitt uppfærð 6-7 sinnum í viku en samt sem áður tjá menn sig ekki mikið hér, en kannski er þessi tegund af heimasíðu bara að deyja út, maður spyr sig.
En ég er búinn að vera í þessu heimasíðu "djobbi" síðastliðin tvö ár og hef oft haft gaman af, en tíminn sem fer í þetta er sjálfsagt meiri en margan grunar.
Tryggvi hefur verið duglegur að setja inn færslur með mér (og hann sjálfur frá stofnun síðunnar).En staðan er þannig hjá mér að ég er orðinn svolítið hugmyndasnauður og þá er ekki eins gaman að þessu, ég vill alls ekki að síðan fari að dala þannig að mín hugmynd er að fleiri yrðu virkir í færslum á síðunni, ef það yrðu 5-6 manns sem kæmu að síðunni þá yrði hún fjölbreyttari og skemmtilegri og hver og einn þyrfti ekki að eyða ótæpilegum tíma fyrir framan skjáinn í "færslusköpun".
Þannig að á næsta fundi gef ég ekki kost á mér í vefsíðugerð nema að....... fleiri séu til í að taka þátt í djobbinu með okkur Tryggva.
Ég er til í að taka þátt í svona samvinnu því að síðan sem og síðustjórar verða þreytt/ir ef djobbið hvílir aðeins á tveimur meðlimum.

Vonandi taka menn vel í þessa hugmynd eða koma með aðra miklu betri hugmynd á aðalfundinum. Já eða í athugasemdum hér fyrir neðan.

Virðingarfyllst

Sæþór....

19.08.2013 23:43

Nýr Busu-sokkur

Skarpi var að versla 2007 model af Hayabusu, ansi heillegt og flott hjól hjá karlinum.

Yoshimura slip on kútar....................



Sko sjáið hvað Skarpi er ánægður með græjuna.....

19.08.2013 20:23

Fyrir utan Nöðrukot um helgina síðustu.


Hjólafólk er búið að vera duglegt við að heimsækja okkur hér í eyjum í sumar og nú er komið að okkur að sækja heim norðurey um næstu helgi en þá stendur til að taka Rekyjanesið fyrir ásamt Göflurum og stefnir bara í góða þáttöku ef veður verður hagstætt. Hér eru myndir sem ég tók um liðna helgi.





Hér eru bræðurnir frá Stokkseyri Gunni Gr.ði og Júlli





Hér er Iddi við 1200 Gold Winginn sinn en nú er spurning hvernig hann hefur það í löppini eftir að hafa sett hana óvart undir teppið stóra á myndini.

15.08.2013 11:24

Kvartmíla 27.07.13

Hér er flott klippa af kvartmílubrautinni sem tekin var 27.07 síðastliðinn. Þetta eru spyrnur úr tveimur keppnum, fyrst úr 3. umferð íslandsmótsins og svo á minútu 6:26 á klippunni er skipt yfir í King of the street keppnina.
Fyrir áhugasama þá er smá útskýring á skiltunum. Fyrsta talan sem kemur á skiltin er viðbragðstími ökumannsins, í íslandsmótinu má tíminn ekki fara undir 0.500sek þá er þjófstart, þannig að hið fullkomna start er 0,500sek. en í KOTS keppninni má viðbragðstíminn ekki fara undir 0,400sek því að þá er þjófstart. Svo þegar hjólin fara yfir endalínuna þá er efri talan tíminn og neðri talan endahraðinn í mílum.
Í videóinu sjást tveir Drullusokkar bregða fyrir öðruhverju, ég á Fireblade Hondu merkt S3 og Hörður Snær á MvAugusta merkt R1.

14.08.2013 10:49

Smá myndagáta.


Þessi ætti ekki að vefjast fyrir mörgum.
En hér er verið að spyrja um hjólaviðskipti sem áttu sér stað nýlega, en nöfn (viðurnefni) (viðskipta) mannana eru falin í myndinni.

13.08.2013 21:52

Já einmitt


10.08.2013 21:41

Peyjarnir hjá HONDA.

Hér er flott klippa úr Discovery þætti, þar sem Honda verksmiðjurnar eru heimsóttar. Þarna er CBR600RR (ameríkuhjóli) fylgt eftir í framleiðsluferlinu og svo í restina er farið yfir sögu Goldfingersins í stuttu máli.

09.08.2013 20:28

Samförin 2013

 Samför Drullusokka og Gaflara 2013

Undanfarin ár höfum við Drullusokkar og Gaflarar farið eina dagsferð saman og verður engin undantekning í ár. Við erum að spá í laugardeginum 24 ágúst og taka fyrir Suðurstrandarveg og Reykjanesið eins og það leggur sig. Við Sokkar tækjum þá fyrstu ferð á laugardeginum og hittum þá félagana í Þorlákshöfn um hálf ellefuleitið um morguninn og bruna svo barasta af stað saman kíkja við í smá heimsóknir og hafa bara gaman af. Það væri nú toppurinn ef menn létu vita af þáttöku í ferðina en við höfum alla tíð átt mjög erfitt með tjáningar og tilkynningar hér á síðuni þótt menn mali út í eitt á fésbókini eins og gamlar kjaftakellingar gerðu hér á árum áður en Fésið er bara að ganga frá öllum svona síðum dauðum og kanski bara gott mál og tími þessara síðna eins og þessarar bara á enda, það eru jú stöðugar breitingar í lífinu hjá okkur öllum.

Svo er það stóra spurningin um aðalfundin okkar fyrir árið 2013. Sennilegast er best að halda fundinn laugardaginn 31 ágúst en þá er rétt ár frá síðasta aðalfunndi sem tókst með miklum ágætum og óvæntum uppákomum. þAð er smá spurning hvort betra sé að halda fundinn þann 6 sept en það á bara eftir að koma í ljós.



Set hér með eina mynd af hópnum sem fór í Samför klúbbana í fyrra.
Today's page views: 842
Today's unique visitors: 41
Yesterday's page views: 2950
Yesterday's unique visitors: 55
Total page views: 1439526
Total unique visitors: 87504
Updated numbers: 4.12.2024 10:33:20