M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

Blog records: 2013 N/A Blog|Month_4

30.04.2013 18:28

Grams


Höldum aðeins áfram að róta í albúmunum okkar, nóg er til af myndum þannig að um að gera að birta nokkrar gamlar og góðar á forsíðunni.

Stjáni Nínon og Sigurjón Sigurðs á sitthvorri 650 Bísunni.

Siggi Árni á 600 Súkku að spara framdekkið.

Tveir góðir......

Hvar er Dolli ???

Þrír góðir; frændurnir Darri og Gunni og þessi fíni lappi fyrir aftan þá.

Suzuki Bandit Gúmm-edition.

30.04.2013 11:31

Flakkað á ebay

Það er hægt að finna ýmislegt sniðugt á ebay.
Hér að neðan er mótorhjólafatnaður sem hentar sumum félagsmönnum okkar ágætlega.

Alpinestars galli á  $900.

Dainese jakki á $330

Hausskál á $50

Íþróttaálfagalli á $53

Þessir fínu sanddalar á $20


Alltaf hægt að gera góð kaup á ebay.......

29.04.2013 19:40

John McGuinness

Hér eru nokkrar myndir af þessum grjótharða TT keppnismanni ; John McGuinness.
Hann er fæddur 16.apríl 1972 í Englandi. Hann hefur keppt á Mön frá 1996-2000 og 2002-til dagsins í dag, hann hefur unnið 19 TT titla á ferlinum í hinum ýmsu flokkum og er óhætt að segja að hann sé lifandi goðsögn í roadrace heiminum. Hann var fyrsti maðurinn til að ná hringnum á Mön á yfir 130 mílna meðalhraða (árið2007) og á núgildandi hraðamet frá 2009 sem er 131,578 mph ( ca. 211 km meðalhraði á einum hring.) Aðeins einn maður hefur unnið fleiri TT titla en McGuinness eða 26, það er Joey Dunlop sem vann þessa titla frá 1977-2000.











28.04.2013 15:23

Einn jútjúpari í viðbót með crash þema.

28.04.2013 14:57

Hugsanlega fyrstu mótorhjólastöntararnir sem náðust á filmu.

Hér er stunt video frá árinu 1938, tekið á vegi í Oregon í USA.
Strax 1938 voru menn byrjaðir að stönta ógallaðir úti í umferðinni.
Töff klippa og ekki skemmir tónlistin fyrir.
 

28.04.2013 14:44

Indian

Hér er skemmtileg auglýsing frá Indian mótorhjólaframleiðandanum góða.
Ekki er tekið fram síðan hvenar hún er gerð og ekki hef ég nógu góða þekkingu á þessum hjólum svo ég geti sagt til um árgerð, en engu að síður er auglýsingin góð.

26.04.2013 20:22

Þetta er HARD


26.04.2013 20:16

Shhiiiii

26.04.2013 09:30

Fundurinn í gær.


Við Drullusokkar höfum verið að hittast í vetur á fimtudagskvöldum og slá á létta strengi bulla töluvert og bíða sumarsins sem nú er loks að bresta á. Það var góð mæting í gær og voru 3 gestir ofan af Norðurey á svæðinu. Það var aðeins spáð í væntanlegar ferðir okkar en sú stærðsta í ár verður hringferð með helgarstoppi á hjóladögum á Akureyri í júlí næstkomandi. Einig var Jóa Danska gerð góð skil enda litríkur karakter með eindæmum en vonandi verður þetta okkur öllum gott hjólasumar.Hér eru svo myndir sem ég tók í gær.



Hér er hópurinn sem mætti í gær.







Verðum við ekki að hafa eina mynd af Kawanum hans Dadda með en hann ætlar að kenna formanninum að þrífa mótorhjól af hippagerð.

23.04.2013 21:30

Grams


Robbi heitinn í Prýði.

#3 & #1

Z1 900 1973

Guðmundur Tegeder á Triumph Bonneville árg. 1967

22.04.2013 20:50

Hér eru nokkrir góðir


Daddi og Grétar þurfa ekki að hafa stórar áhyggjur af túpugöllunum.

Ekki ef þessir tveir eru sultuslakir yfir perustefnunum sínum.

21.04.2013 19:31

Fokk

19.04.2013 08:50

V Max 1200 cc Til Sölu.


Til Sölu er þetta flotta eintak af Yamaha V Max af árg 2005 hjólið lítur bókstaflega út eins og nýtt og er afmælistýpa eitt sérmerktra hjóla sem framleidd voru í tilefni 20 ára afmælis á framleiðslu V Max





Hjólið er ekið tæplega 18000 km og hefur verið dekurhjól frá því það kom hingað til Eyja árið 2007.



 



Upplýsingar gefur Harpa Gísladóttir í síma 861-0133.
Today's page views: 684
Today's unique visitors: 36
Yesterday's page views: 2950
Yesterday's unique visitors: 55
Total page views: 1439368
Total unique visitors: 87499
Updated numbers: 4.12.2024 10:12:10