M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

29.09.2011 22:29

Málning á Z1 900 1973

Darri gerði upp gamlan 900 Kawa á nokkrum árum, sem hann kláraði svo í lok árs 2007.
Vinnuklukkustundirnar í hjólinu eru ansi margar og hjólið eftir því alveg stórglæsilegt. Allt var tekið í gegn og hjólið gert upprunalegt, og óhætt að segja að það sé töluvert flottara en nýtt.
Hér fyrir neðan er myndasyrpa af málningarferlinu á bensíntanknum, og sést á þeim að þet
ta er ábyggilega meiri vinna en flestir gera sér grein fyrir.
Litirnir eru frá House of Kolor og glæran frá Dupont.
Ég vona að einhverjir hafi gaman af því að sjá ferlið.

Tankurinn klár í grunn

Epoxy-grunnur

Fylligrunnur, sem að er svo pússaður

Því næst er tankurinn málaður blásanseraður,glæraður og slípaður.

Svo voru rendurnar teipaðar og málaðar hvítar.

Tankurinn var málaður 7 umferðir af rauðlitaðari glæru (transperernt) , glæraður og slípaður.

Og svo var örfáum grömmum af rauðum glimmerkornum stráð út í glæruna,tankurinn glæraður og slípaður.

Svo var endað á að mála 2 glæru umferðir og þá lítur þetta svona út.

Eldra efni

Flettingar í dag: 31
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 783
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 5049000
Samtals gestir: 657405
Tölur uppfærðar: 25.9.2020 00:29:07