M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

18.09.2011 11:52

Sýning í Laugardalshöll 1994 og fl. gamlar myndir

Ég komst í gamlar myndir hjá Jóni Steinari og skannaði nokkrar skemmtilegar inn, þar á meðal af hjólum sem hann hefur átt í gegnum tíðina og myndir sem voru teknar á mótorhjólasýningunni sem haldin var í Laugardalshöll 1994.

Hér er fyrsta hjólið hans Jóns Steinars Kawasaki Z1 900 1973, hjól sem hann keypti af Darra bróðir sínum 1989, og seldi honum það reyndar aftur  tveimur árum seinna, Darri á það enn í dag.

Næsta hjól var svo Kawasaki GPz 900 1984, sem að hann átti ekki lengi og seldi Þóri pípara það, Þórir tilkeyrði það svo í nokkur ár.......

1991 keypti hann þessa GPz-u af Darra bróðir sínum ,hjólið sem að ég á í dag.

1993 skipti hann á GPz-unni og þessum "92 ZZR-1100 Kawa sem Oddgeir Úr. átti nýjan.
Binni Gísla á þennan Kawa í dag.
Í dag á Jón GPz 900 "84 og Honda Blackbird 2005.

Svo eru það myndirnar frá sýningunni 1994.


2.stk. Fireblade

Bísan fyrrv. hans Tryggva #1 og núverandi hans Hjartar #119

Z1 900 1973, Darri #61 átti það á þessum tíma, Tryggvi og Maggi breti þar á undan.

Þarna er CBX-inn sem Darri á í dag, og FZR Yamminn sem Davíð #206 á í dag.

1.stk. CBX og mér sýnist glitta í Ninjuna hans Dr.Bjössa #105 þarn fyrir aftan.


Ein góð í restina af Agli #133 eiturhressum...


Hér eru svo fleiri skemmtilegar myndir......


Eldra efni

Flettingar í dag: 762
Gestir í dag: 117
Flettingar í gær: 821
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 5048948
Samtals gestir: 657382
Tölur uppfærðar: 24.9.2020 23:02:43