M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

23.06.2012 01:25

Ein gömul en góð.
Hér er ein frá árinu 1976 en þá fórum við þrír ég undirritaður, Steini Tótu og Einar Arnarsson á mótorhjólunum okkar til Akureyrar ég og Steini á 750 Hondum og Einar á 500 Hondu, þetta var mikil svaðilför við allir kornungir að árum samt með ólæknandi mótorhjóladellu eins og hún gerist verst, þarna var Tótu Steini 16 ára og próflaus, Einar 17 ára gamall og ég 19 ára. Á þessum árum endaði malbikið í Ártúnsbrekkuni engin Borgarfjarðarbrú komin hvað þá Hvalfjarðargöng fatnaðurinn gallabuxur og leðurjakki en Einar var að vísu bara í taujakka. En gaman var þetta allt og rifjum við frændurnir oft upp sögur úr þessari ferð, en þær voru sko margar og sumar alls ekki prenthæfar. Nú um helgina verðum við Drullusokkar á faraldsfæti um Snæfellsnes svo lítið verður um færslur hér næstu sólahringana.

Eldra efni

Flettingar í dag: 750
Gestir í dag: 116
Flettingar í gær: 725
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 5053271
Samtals gestir: 658157
Tölur uppfærðar: 30.9.2020 21:57:27