M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

13.12.2011 19:32

Enn meira reis... frá Herði

Vefnum okkar var að berast fleiri myndir frá útlandaævintýrum Bísa.
Nú eru það myndir frá Almeria á Spáni.
Hörður fór þangað fyrri partinn á þessu ári með þónokkrum íslendingum.
Myndirnar eru skemmtilegar eins og Portimao myndirnar. Þessar ferðir eru sjálfsagt ógleymanlegar hjá Herði og gaman að fá myndirnar hans á síðuna svo að við hin getum látið okkur dreyma. Þess má geta að Neil Hodgson var kennari Harðar á brautinni fyrsta daginn, en Hodgson vann British superbike seríuna árið 2000 og world superbike seríuna árið 2003 og ef þið gúgglið kauða sjáið þið að hann er ansi stórt nafn í kappakstursheiminum, en Hodgson varð að hætta að keppa árið 2010 vegna meiðsla í öxl.
 En Hörður sendu endilega nokkrar myndir frá ljósmyndaranum á drullusokkar@drullusokkar.isFyrir

Eftir (ath ekki eftir Hörð)

Hodgson og Hörður (ábyggilega mjúkur)

Hodgson á Ducati #4 á Oulton park í breska superbike-inu árið 2000

Hodgson árið 2009 í ameríska superbike-inu.

Flettingar í dag: 887
Gestir í dag: 95
Flettingar í gær: 5869
Gestir í gær: 92
Samtals flettingar: 4450645
Samtals gestir: 587335
Tölur uppfærðar: 17.1.2019 15:47:59