M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

24.09.2014 23:04

Það er gott að hafa vit fyrir óvitum sem borga jú skatta.




Nýju umferðarlögin banna prjónaskap

Samkvæmt nýjum drögum að umferðarlögum sem lögð hafa verið fyrir Alþingi verður ökumönnum bifhjóla bannað að prjóna á bifhjólum sýnum. Ákvæði 6. mgr. er samhljóða 1. mgr. 42. gr. gildandi laga en bætt er við greinina að farþegi bifhjóls skuli hafa báða fætur á fóthvílum og ökumanni bifhjóls er gert að hafa hjól bifhjólsins að jafnaði á veginum þegar það er á ferð. Er hér vísað til þess að svokallað "prjón" við akstur bifhjóls getur verið mikið hættuspil, sérstaklega í almennri umferð, og er þessu ákvæði ætlað að almennt banna slíkt hátterni. Líklega verður það í höndum lögreglu að dæma hvenær slíkt telst prjón og hvenær ekki, en ökumenn sumra tegunda mótorhjóla beinlínis stóla á að geta lyft framdekki við vissar aðstæður, en það eru ökumenn torfæruhjóla sem stundum þurfa að lyfta framdekki yfir fyrirstöðu. Spurningin er hvort að Drullusokkar í Vestmannaeyjum verði nú að hætta prjónaskap þeim sem stundaður hefur verið þar á hafnarsvæðinu um árabil, eins og sjá má af myndinni hér fyrir ofan.


Flettingar í dag: 1143
Gestir í dag: 101
Flettingar í gær: 982
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 824960
Samtals gestir: 57709
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 20:19:10