M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

Blogghistorik: 2012 Visa kommentarer

30.07.2012 21:41

Ein færsla fyrir Gylfa.


Ég tók nokkrar myndir fyrir Gylfa Úr. á kvartmílubrautinni um helgina.
Chevrolet BelAir 1955 sem var í hans eigu í nokkur ár.
Bíllinn er vægast sagt hinn glæsilegasti.

Töööööff






30.07.2012 20:12

Kvartmíla 28.07.12

Eftir 100 metra spyrnuna á Akureyri á hjóladögum kviknaði smá della hjá mér sem endaði með því að ég skráði mig í kvartmílumót um síðustu helgi. Það var skemmtileg reynsla, veðrið var snilld og blade-ið svínvirkaði þannig að þetta var bara gaman.

                                                                                          mynd tekin af http://www.flickr.com/photos/bb-kristinsson/

Ég keppti í standart 1000cc flokki, og átti besta tímann í tímatökunni 10.052 sek á 146mílum.

                                                                                        mynd tekin af http://www.flickr.com/photos/bb-kristinsson/
Ég tapaði fyrstu spyrnunni í úrslitum og vann spyrnu nr.2, og þjófstartaði svo í úrslitaspyrnunni, en Ingi Björn (sá sem spyrnti við mig) þjófstartaði reyndar líka, en 0.030 sek. á eftir mér þannig að hann vann, ohh en þetta var virkilega gaman.

Eftir keppnina var svo æfing, ég tók nokkur rennsli þar og fór undir 10.sek. múrinn 9.997sek á 148 mílum, sem ég er virkilega sáttur við á fyrsta degi á brautinni.

                                                                                             mynd tekin af motorsport-photos.net.
Tók tvær ferðir á ZX12R en var e-ð feimnari á slímoni, ég kunni ekki við að hita dekkið nógu vel (svo að pabbi kæmist nú til Eyja á hjólinu.) og missti hjólið í bullandi spól í startinu, útkoman 10.3 sek. en Slímon á helling inni, sudda kraftur í karlinum.

En dagurinn var góður í alla staði, þetta er e-ð sem að hjólamenn verða að prófa einhverntíman á ferlinum.

Ég tók myndir af tveimur ansi skemmtilegum mótorsportsíðum, endilega kíkið á þær.
B&B Kristinsson og Motorsport-photos.net

30.07.2012 13:06

Ameríkupistill frá Óla Bruna # 173


Óli bruni sendi okkur þennan pistil en hann fór ásamt nokkrum skuttlum til Ameríku að hjóla og má því segja að Óli gamli hafi verið eins og hani í hænsnahóp, því hann var jú þarna einn ásamt hópi kvenna og öll vorum við á alvöru hjólum sagði Óli enda bara Harley Davidson það eina sem kom til greina undir þessa ýtur fögru bottna ( Óla bottnn þó undanskilinn ) En fallegt er þarna það má nú segja.



Þessi gæti nú verið tekin úr myndini Easy Rider.









Kaninn var hrifinn af merki okkar og útskýrði Óli það að klúbburinn okkar héti Dirtsuckers, og því til útskýringar þá þýddi það að hjólafólk sýgur í sig rik flugur og annað úr umferðini á þjóðvegunum. Kaninn var sáttur við þær útskýrngar og þóttu þeim merkið okkar mjög svo flott,





Læt hér fylgja með textann sem Óli sendi með þessu.

Sæll Hr. Drullusokkur nr. 1,

Bara svona að gamni ef efni vantar á síðu Drullusokka um ferðalög erlendis (reyndar á Harley) og ég var í Drullusokkabol uppá hvern dag var reyndar orðin dulítið lykt af honum á fimmtánda degi, en hvað gerir maður ekki fyrir rétta "lúkkið" já að vera rétt merktur. Menn spurðu hvort ég væri í mótorhjóla MC klúbb pípulagningamanna heima á Íslandi, en nei sagði ég þetta er hardcor MC klúbbur og nafnið þýðir: Dirtsuckers, það skildu allir þ.e.a.s þeir sem voru á mótorhjólum því alltaf öndum við að okkur ryki o.s.frv. Ferðalagið stóð frá 16 júní til 2. júlí af því vorum við tólf daga að hjóla í gegnum fjögur fylki þarna í USA, flogið til Denver Colorado og síðan hjólað um Colorado, síðan Utah þaðan til Arizona, áfram til New Mexico og að lokum aftur til Denver Colorado, meiriháttar ferðalag alltaf sól og hiti og mjög þurrt loft. Læt fylgja örfáar myndir og nóg til enn, Sæþór nefndi við mig einhverntíma að fá myndir úr Route 66 ferð minni hér fyrir nokkrum árum. Þú skoðar þetta og kær kveðja á suðureyjuna stóru, þar sem alltaf er eitthvað að gerast.

29.07.2012 14:13

Bréf frá Mótorhjólasafni Íslands.

Okkur barst bréf frá Óla á Mótorhjólasafninu fyrir norðan, og hér er það.
Endilega lesið þetta.

Til allra klúbba og félagasamtaka sem tengjast  bifhjólum og
akstursíþróttum af öllu tagi.
Mótorhjólasafn Íslands er risið,  neðri hæð hússins er  komin í
gagnið og hefir verið starfrækt frá 15.maí 2011. Um þessar mundir er
lagt kapp á að klæða húsið að utan og koma rekstri hússins í
horfið.
  Því leitum við á safninu nú til ykkar og biðjum um stuðning.
Stuðning í formi Vildarvinar. Með því að gerast Vildarvinur safnsins
fær maður árskort að safninu. Vildarvinur gerist maður með
mánaðrlegri færslu af kreditkorti. Upphæðin skiptir ekki máli því
margt smátt gerir eitt stórt. Til dæmis 1000.kr mánaðrlega þar til
látið vita um annað ! Ekki það að standi til að predika neitt hér
en þá er þetta eins og einn tóbakspakki eða öl !  Hægt er að segja
þessu upp aftur með einu símtali ef aðstæður manna breytast.
Eyðblöð vegna þessa má nálgast á safninu eða óska eftir að fá
send. Það væri safninu ómetanleg aðstoð að ykkar klúbbur eða
einhverjir úr ykkar röðum sæjju sér fært að styðja safnið á
þennan hátt. Safnið er byggt upp með frjálsum framlögum og
gríðarmikilli sjálfboðavinnu, og viljum við þakka öllum þeim sem
lagt hafa hönd á plóginn, þetta hefði aldrei verið hægt án ykkar og
verður ekki hægt án ykkar. Stöndum saman um þessa menningarlegu
arfleifð okkar !  Frjálsum framlögum má einnig koma til skila á
reiknings númer 0162-26-10026 kt. 601207-2060.
 Safnið er hið glæsilegasta og hýsir mörg einstök hjól en reglulega
er skipt um sýningargripi og stefnt að því að hafa safnið allt eins
lifandi og hægt er. Og skorum við á ykkur sem ekki hafa komið enn að
koma og skoða því sjón er sögu ríkari.

Með kveðju og þökk
Fyrir hönd Mótorhjólasafns Íslands
Ólafur Sveinsson

29.07.2012 10:10

Steini Tótu og púnteringarnar hans.




Hér er snildarmynd af Steina Tótu með afturdekkið í höndunum, en þetta var sko ekki í eina skiptið sem það sprakk (Eða púnteraði eins og þeir segja fyrir norðan ) hjá honum enda vegirnir skelfilegir á þessum árum og eins að þá voru afturdempararnir á 750 Honduni ónýtir og hjó hann slönguna í stórum hvöfum í veginum þegar að það sló saman. En hvað um það myndina tók Einar Arnarson árið 1976.

28.07.2012 09:36

Tveir rauðir




Tveir rauðir traktorar Jenni og Farmallinn báðir í fínu standi

28.07.2012 00:02

Gamall félagi heimsóttur eftir rúm 30 ár.




Þarna er á milli okkar Gúra frænda Einar Arnarson en hann er búinn að vera búsettur á Akureyri í yfir 30 ár og var þetta í fyrsta sinn sem við hittum kallinn. En saman fórum við þrír á mótorhjólum í svaka ferð árið 1976 en sú ferð var til þess að Einar dagaði uppi á Akureyri.



Hér er Einari afhennt merki Drullusokka.



Svo gaman var þetta að formaðurinn missti næstum buxurnar af spenningi yfir þessu öllu saman. Við komumst í fjölda gamalla mynda hjá Einari og verða þær birtar hér síðar.



Þessi númmer hengu upp á vegg hjá Einari ínni í skúr.

27.07.2012 06:24

Jói Mara og gramsið hans part 2.




Jói Mara á Sigló er hjólapartasafnari af öflugustu gerð enda heill gámur af gramsi í skúrnum hjá honum. Jói sagði okkur að hann hafi eitt sinn farið á vertíð í Eyjum og hann hafi ekki verið búin að vera lengi þar þegar helv, Vetmannaeyjingarnir voru búnir að gefa honum nafn " JÓI HÁLFBAKAÐI " kölluðu þeir mig sagði hann og hló.



Það er nóg af hálfbökuðum kumlum þarna hjá Jóa.



Þarna má sjá Honda XL 350 mótora af ýmsum árgerðum.



Þarna eru fiskikörin í stöflum, svo DR Bjössi hvað.



Þarna voru líka togarakassarnir í stöflum fullir af nammi.



Og meira að segja eitt heilt hjól á númmerum.



Þarna gæti Sæþór verið að hugsa......nei er þetta ekki GPZ 900 eins og mín.....



Þarna erum við búnir að sjúga eitthvað drasl út úr Jóa.

26.07.2012 10:29

Meira úr norðanferðinni


Þessi er tekin í Heidda herbergi á hinu glæsilega mótorhjólasafni þeirra norðanmanna.

Honda CB750 1969 sandcast í eigu Stebba Finnboga, einnig tekin á safninu góða.

Í góðum fíling á Siglufirði.

Við fórum í athyglisverða heimsókn til Jóa Mara á Siglufirði, hann á "smá" slátur í hin og þessi hjól, við Drullusokkar vorum vægast sagt örlítið kvumsa á úrvalinu í skúrnum hjá honum Jóa.

Þarna leyndist ein 900GPz

Allt til í skúrnum......

26.07.2012 08:13

Glæsilegt hjól til sölu


Triumph speedmaster 2005, með hjólinu fylgir sissybar og töskur.

Hjólið er ekið 13.700km. og lítur stórglæsilega út.

Tilboð óskast. til greina kemur skipti á Amerískum fornbíl. upplysingar gefur Gylfi Úr. 8971143

25.07.2012 07:33

Akureyri.



Smá stopp eftir Hvalfjarðargöngin.

Blönduós.

Varmahlíð.

24.07.2012 21:11

Byrjun Akureyrarreisurnar.

Þá er ég orðinn nettengdur, þá er um að gera að henda inn smá bulli.
Síðastliðinn fimmtudagsmorgunn fóru 3 sokkar með fyrstu Herjólfsferð frá Eyjum.
Um leið og við komumst uppá fasta landið var farið með hjólið hans Magna í slipp því að karlinn var gersamlega dekkjalaus.

Jón í JHM-sport reddaði Magnanum svo hægt væri að setja stefnuna á Akureyri.

Við töfðumst um ca. 90 min. þannig að nr 1. fékk aðgang að tölvu svo hægt væri að halda 123.is/batarogskip síðunni á lífi.

24.07.2012 20:58

Á hjóladögum 2012












Jenni, Steini Tótu, Einar Sigþórs, Guðni og Gunnar löggi snöggi.



Þarna erum við Jenni með Erni Arnarsyni, Einars á Brekku en  hann er sokkur # 191



Örn, og Jenni.



Hér eru það Baddi Ring, Stebbi Finnboga og Jói Mara,



Hér er Örn # 191 á Honda CB 650 Custom og lítur hjólið þræl vel út hjá Vestmannaeyjingnum norðlenska.

23.07.2012 10:28

Spyrnusokkar á Akureyri 2012


Tók nokkrar myndir af þeim strákum sem tilheyra okkur sokkum og tóku þátt í 100 metra spyrnuni á Akureyri um helgina.





Fyrst er það Gummi Páls á Repsol Honduni 1000 cc.









Og Sæþór Gunnarsson síðustjóri okkar neglir hérna áfram á einu dekki í restina.



Hér eru Það Davíð Einarsson og Jói Rækja nær.



Davíð á 1300 Suzuki Hayjabusa.




 Hér er Akureyringurinn Kristján Skjóldal á nýja VMaxinum


23.07.2012 01:05

Í Héðinsfirði 2




Hér er Siggi Óli við Maxinn sinn.



Og Magni alveg magnaður og sló kall ekkert af alla ferðina þótt votviðri hafi verið á köflum og líka í Sjallanum.



Og önnur hattamynd af Magna en hattin fundum við í Héðinsfirði einhver ólansamur hestamaður sennilega gleymt honum þar. Og í kjölfarið var Magna okkar breitt með hraði í Freddy Kruger úr myndini Nigthmer on Elmstreet.



Davíð á Busuni sinni og það án gullmerkisins.



Sæþór á CBR 1000 Honduni sinni.



Undirbúningur fyrir fluttning á Bókabúðini



Bókó komin um borð í Svampinn eða stóra Daxinn eða bara hvað hann nú heitir aftur.

Antal sidvisningar idag: 631
Antal unika besökare idag: 47
Antal sidvisningar igår: 4447
Antal unika besökare igår: 61
Totalt antal sidvisningar: 1413132
Antal unika besökare totalt: 86312
Uppdaterat antal: 23.11.2024 14:38:45