M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

Færslur: 2012 Júlí

10.07.2012 18:47

Frá síðasta fimmtudagsfundi

Það voru nokkrir sokkar sem hittust síðastliðið fimmtudagskvöld þar sem nýju drullusokkanælurnar voru frumsýndar.

Málin rædd

Eyþór mætti á Busuni sem hann keypti nýlega, glæsileg græja hjá Eyþóri.

Fiddi að fara (samt ekki í fýlu)

Gylfi #14 mætti og fékk þetta glæsilega heiðursmerki.

Merkið kemur flott út.

Busa.....

CB750 1971

10.07.2012 14:36

Smá upprifjun fyrir Akureyri 2012
Þessi er tekin fyrir utan Staðarskála í Hrútafirði árið 1976 þarna eru frændurnir Steini Tótu og Tryggvi Bacon báðir óku þeir um á 750 Hondum en í miðjuna er 500 Hondan hans Einars Arnars á Brekku.Þessi var tekin í Skagafirði og vegirnir æði á þessum árum rik skítur og drulla og nóg af því, þeir hefðu nú verið ánægðir með þetta enduró gaurarnir heima í Eyjum í dag. En við hinir vorum þolinmóðir og biðum eftir malbikinu til að hjóla á og það með stórt smæl á smettinu.Þarna er gamla 750 Hondan sem undirritaður átti á árunum 1975- 1979. En þetta hjól er enn til og er í Reyjavík í dag.Á þessum árum var ferðast með tjöld svefnpoka og alles.

08.07.2012 20:46

Bergur Guðna á nýja hjólinu.

Bergur skipti um hjól á dögunum, hann átti áður Honda VT 750 sem hann setti uppí þennan Suzuki Intruder 1800.

Þessi græja er fullorðins enda 1050cc stærra en gamla hjólið.

07.07.2012 10:59

Smá rest úr síðustu ferð.

 

Nú fara myndirnar úr síðustu ferð okkar Drullusokka á Snæfellsnes að vera uppunrnar, enda eins gott því það líður að næstu og stærðstu ferð okkar á árinu sem við ætlum að leggja í þann 19 júli og er meinigin að fara til Akueryrar og dvelja þar í þrjár nætur og þvælast eitthvað um nágrannasveitirnar, Þann hátturinn verður nú á að hver sér um sína gistingu, en þegar eru komnir einir átta manns í þessa ferð allir með gistingu og vonandi höfum við bara gaman af því að hitta vini okkar fyrir norðan. En nánar um þessa ferð síðar svo og samför okkar og vinaklúbbs okkar  Gaflara, en þar er um að ræða dagsferð seinnipartinn í ágúst en svoleiðis ferð var farin í fyrra og tókst hún þrælvel í alla staði.
 


Við funndum Völlu á Hellisandi og þá var gaman hjá Bigga eftir svipnum á honum að dæma.Hér er Siggi Árni að telja á puttum annarar handar hve marga pabba hann átti í ferðini.Heyrðu jú þið eruð tveir.Já svona getur lífið stundum verið skrítið.

05.07.2012 11:57

Barmmerki Drullusokka komin í hús.


Okkur voru að berast þessi líka flottu Drullusokka merki sem næld eru í jakka.
merkin eru til sölu og kostar stykkið aðeins 1500 kr.
Hér er fyrsta merkið afhennt Jenna Rauða en hann er frumhvöðull og á heiður skilið fyrir framtakið.Hérna Jenni minn segir formaðurinn og gjalkerinn fylgist vel með.Eins og sjá má að þá eru þetta vönduð merki og drullusokkar geta verið stoltir af að bera þetta á jakkanum sínum.Það eru fínar og traustar festingar á merkjunum. Merkin eru til sölu hjá formanni sokka í síma 8963429. eða á email drullusokkur1@simnet.is

03.07.2012 08:15

Meira af ferðinni..


Beðið á Kaffi59 á meðan Doctorinn var dreginn í land á Grundarfirði.

Saga fyrir alla, sögumiðstöðin á Grundarfirði. Hér er sögumaður nr1. búinn að finna job við hæfi.

Fyrir utan hótelið á Grundarfirði

Hér er svo hann Sverrir ljósmyndari hjá Skessuhorni, hann myndaði okkur fyrir utan hótelið.

Stykkishólmur.

03.07.2012 08:00

Í Stykkishólmi
Þarna var eitt V Max hjól í Hólminum en eigandinn hafði áður átt hjólið hans Hermanns Haralds.Þarna eru Sæþór, Siggi bróðir og sonurinn Siggi ÁrniGL og HD.

Auðvitað var stoppað á bryggjuni í Hólminum.Siggi Sig mátar vænginn.

02.07.2012 15:15

Farmall Cub traktor
Fundum þennan líka fína "Rocket" Farmall Cub traktor
í topp standi í Grundarfirði. Þarna eru Siggi litli bro, Darri og Sæþór.

01.07.2012 20:36

Í Grundarfirði
Hér eru þeir Símon Þór, Siggi Árni, Biggi Jóns og Hermann Haralds eftir matinn í GrundóMaturinn búinn og bjórinn notaður til að skola kverkarnar.Hér er svo flotinn saman kominn áður en flotaforinginn fór að tapa skipum.Þarna má sjá í bakgrunninn Kirkjufell þeirra Grundfirðinga.

Eldra efni

Flettingar í dag: 162
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 428
Gestir í gær: 83
Samtals flettingar: 5246318
Samtals gestir: 673909
Tölur uppfærðar: 7.3.2021 09:08:15