M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

Blogghistorik: 2011 Denna post är låst. Klicka för att öppna.

31.08.2011 12:17

Aðalfundur 2011



Aðalfundur MC Drullusokka fyrir árið 2011

Jæja þá er komið að aðalfundi MC Drullusokka en hann verður haldinn í Gullborgarkrónni laugardaginn næstkomandi 3 september. Dagskráin er eitthvað á þessa leið, um kl 14,00 hittumst við inn við Friðarhafnar skýlið spjöllum saman og tökum hópferð um eyjuna okkar grænu. Um kl 1700 verður fundurinn settur og kosið til nýrrar stjórnar og farið yfir sumarið sem er að líða. Einnig tökum við hin ýmsu mál fyrir sem snúa beint að okkur varðandi ferðir og uppakomur sem við viljum standa fyrir einnig skoðum við reglur klúbbsins svo og félagsgjöldin sem verið hafa þau sömu frá upphafi.

Eftir fundin er svo matur með öllu og í áframhaldinu fáum við svo okkur í aðra tánna svona til að hafa bara gaman af þessu öllu því jú þetta snýst um að hafa gaman og glens það hafa þó nokkrir félagar boðað komu sína ofan af landi er þið hér heima verðið að vera duglegri að láta vita af komu ykkar við þurfum að gefa upp í fyrramálið hve margir verða í mat svo kokkurinn hinn snjalli Einsi Kaldi geti gefið okkur upp verð per mann og eins hve mikinn bjór við þurfum að redda í hófið.

Ef þið eruð ekki þegar búin að láta vita þá er það einlæg ósk okkar að hafa samband hér á síðuni eins er hægt að hringja í 896-3429 Tryggvi eða í 895-4006 Viggi.

Koma svo kæru félagar tilkynnið komu ykkar í tíma

Stjórn Drullusokka MC.

ps. Gott væri að fá aðstoð við að græja fundarhúsnæðið eftir hádegi á föstudaginn

30.08.2011 09:40

Heyrst hefur um Kristían Norton




Heyrst hefur að það sé bara einn Islendingur sem sé skráður með lögheimili á bensínstöð en það mun vera þessi frægi Norton sérfræðingur Kristían Norton Willers, Við tókum hann tali sem reyndar er erfitt þar sem hann malar enis og köttur allan daginn en við náðum því þó út að lögheimilið væri við Reykjavíkurveg á bensínstöð Orkunar sem áður var Shell. Kristían lætur vel af vistini og er þakklátur starfsmanni stöðvarinar Hauk Richardssyni en svo mikið þykir honum vænt um Kristian að hann hreinlega ættleiddi kappann.






Hér er svo mynd af feðgunum fyrir utan lögheimili Kristíans og má vel sjá að báðir eru ánægðir með ættleiðinguna sem gekk fljótt fyrir sig. Ég náði sambandi við Hauk og hann sagði við mig brosandi ég á hann ekki þú ha ha ha.svo mörg orð voru það. Ef þið viljið hitta Kristían þá er það lítið mál bara að renna við á bensínstöðina hann er alltaf heima.

29.08.2011 09:55

Draumahjólið hans Viðars Breiðfjörð.


Í bílskúrnum hjá Hilmari Lútherssyni leindist hjól af gerðini NSU Kviklý og er það af árg 1966, Viðar Breiðfjörð kolféll fyrir græjuni og upphófust samningar um kaup og kjör á græjuni, og svo var að prufa gripinn góða.



Viðar er hér á gripnum góða og talar um að fá sér hvít jakkaföt svo hann lúkki  nú betur á Nussuni þegar hann fer í bakaríið



Viðar undraðist aflið í græjuni



Hann lét formanninn prufa og viti menn Nussan rauk upp á afturhjólið með það sama svo Kviklý var hún.



Svo ákafur var Viðar að fá hjólið strax heim að hann tróð því aftan á bögglaberaran á Harley hjólinu mínu



Svo var bara að bruna frá Selfossi í Landeyjarhöfn með gripinn góða.

28.08.2011 12:08

Samför Gaflara og Drullusokka


Farin var dagsferð um uppsveitir Árnessyslu í gær og var þetta fyrsta sameiginlega ferð vinaklúbbana Gaflara úr Hafnarfirði og Drullusokkana úr Eyjum. Þetta var frábær dagur þar sem veðrið lék við okkur það voru 22 hjólamenn sem fóru í ferðina og skiptist þetta jafnt niður 11 Sokkar og 11 Gaflarar. Hér eru svo nokkrar myndir sem teknar voru í ferðini en það eru fleiri myndir í albúmi merktu ferðini.



Hér er hópurinn við fossinn Faxa í Biskupstungum



















Hér eru formenn klúbbana með gamla Hilmar Lút sem varð 73 ára gamall daginn áður





Hér er ein tekin á Flúðum í sólini en það eru meira af myndum í albúmi af ferðini.

26.08.2011 14:20

Suðurlandsrúntur


Jæja nú fer hver að vera síðastur að taka góðan rúnt um norðurey fyrir haustið sem nú nálgast hratt. Í fyrramálð ( laugardag ) ætla nokkrir Sokkar að taka Herjólf kl 08,30 og hjóla um uppsveitir Árnessýslu, nokkrir sokkar svo og Gaflarar sameinast svo hópnum og taka daginn saman en spáin er góð fyrir helgina.
Gaflarar ásamt nokkrum sokkum leggja af stað frá Olís við Rauðavatn kl 10,30.
Nú er tækifærið að taka góðan rúnt í góðu veðri svona fyrir haustið sem bíður upp á kuldabola og nóg af Rigningu koma svo bull og hjól fyrir jól eins og Steini Tótu myndi segja.

25.08.2011 18:47

Drullusokkur # 193




Hér er sokkur # 193 Heiða Björk Marinósdóttir kominn á nýtt hjól sem er Yamaha Vírago 1100 árg 1992 hjólið lítur bara þræl vel út af 19 ára gömlu hjóli að vera.Við Drullusokkar óskum Heiðu til hamingju með gripinn.




24.08.2011 15:34

Superbike test

Í nýlegri útgáfu af danska blaðinu Bike voru testuð sex 1000cc superbike. Yamaha R1, Kawasaki ZX10R, BMWS1000 RR, MV Augusta F4R, HondaCBR1000RRA , Suzuki GSX-R1000 og KTM RC8R.

Mælingar á hestöflum sýndu að BMW hjólið skilaði mestu afli eða 205hö (mælt á sveifarás),  næstur kom Kawinn með  195,6hö,  og lakast var Yamaha R1 með 176,7hö.

Sneggsta hjólið var MV Augusta með 2,9sek  0-100 km/klst  og 10,9 sek frá  0-250km/klst!

Heildareinkunnargjöf var metin eftir 9  þáttum svo sem  t.d. afl, lipurleika, bremsum, gírum og stöðugleika í beygjum.

Þegar allir þættir voru teknir inn í einkunnargjöfina þá fékk BMW hjólið hæstu einkunnina  og Kawinn var í öðru sæti, og í  þriðja sæti var Honda CBR.

En eins og sérfræðingarnir segja, þá eru þessi hjól svo kraftmikil að venjulegir ökumenn ná aldrei að nýta allt það afl sem er til reiðu, þannig að munurinn er ekki mikill í raun, -nema kannski á braut hjá vönum ökumönnum. Meðaljóninn í venjulegum akstri fyndi kannski ekki svo mikinn mun.

Þeim tókst ekki að fá Aprilia RSV4 hjól með í prófunina sem er miður, því á síðasta ári þá var það kosið superbike ársins af lesendum mórohjólablaða í 12 löndum, og sigraði með nokkrum yfirburðum. Það hefði því verið gaman að sjá 2011 hjólið þarna með í hópnum.


.
BMW S1000RR


Kawasaki ZX-10R


Aprilia RSV4

23.08.2011 22:02

Freyr Atla

...ég frétti að Freyr Atla , væri orðinn svo lélegur til fótana , að hann réði ílla við Hallan sinn og væri orðinn heitur fyrir þessum nýja   . . . . . .



Harley Davidson Penster Trike Prototypes

23.08.2011 20:40

Hjólaflotinn hans Idda




Hér eru nokkrar myndir af Suzuki GS 750 hjólinu sem hann Isleifur Ástþórsson  á Selfossi er búinn að vera að gera upp undanfarið.









Hér situr kallinn á græjuni og lætur sig dreyma.



Iddi er líka með tvær Hondur 1000 GL Gold Wing árg 1977 og 1200 Gold Wing af árg 1982


20.08.2011 11:58

Aðalfundur 2011



Aðalfundur MC Drullusokka fyrir árið 2011 verður haldinn helgina 2 - 4 september næstkomandi.
Kosið verður til nýrrar stjórnar og farið yfir sumarið. Einnig stendur til á föstudeginum 2. sept að halda
myndakvöld úr Færeyjaferð okkar sem farin var í júní. Gaman væri ef menn tilkynntu um komu sína svo
gera megi ráðstafanir varðandi mat á laugardagskvöldið.
Með von um að sjá sem flesta Drullusokka á fundinum.

Stjórnin

19.08.2011 21:12

leynist frægur Mótorhjólakappi í klúbbnum okkar ?













Okkur var að berast ábending að frægur kappi leyndist innan raða okkar Drullusokka sjálfur foringi Black Widows  Mótorhjólagengisins sem barðist við Clint Eastwood í den en hvort þetta er sá rétti er ekki aveg á hreinu en líkir eru þeir. nú er spurt vitið þið hver maðurinn er sem gæti verið tvífarinn. En líkir eru þeir það er sko á hreinu.

18.08.2011 20:31

Varasamir Gamlingjar


Ég tók mig til og fór upp á elliheimilið Eir og falaðist eftir að fá nokkra vistmenn með mér í dagsferð austur fyrir fjall, eftir talsvert stapp við forstöðukonuna á heimilinu að þá tók hún af mér loforð um að ég myndi skila þeim aftur heim síðdegis. En gömlu mennirnir plötuðu mig illilega.



Svo ánægðir voru þeir gömlu með að ég skyldi fá þá lánaða að þeir ekki bara föðmuðu mig heldur föðmuðu þeir hjólið mitt líka.



Og meira að segja kisstu það svo mikil var gleði gömlu mannana að sleppa út í eina dagstund.



Gleðin skín úr augum þeirra við smá frelsi, en Adam var ekki lengi í Paradís.



Því þarna kom mjög svo varasamur nagli sem hreinlega stal Gamlingjunum frá mér á meðan ég brá mér á salernið, þeir hurfu út í buskann og það síðasta sem heyrðist af kvikindunum var að þeir hafi sést í Grímsnesinu pakksaddir eftir grillveislu svo síðar um nóttina sáut þeir aftur alveg rammviltir og þríhjólagæjinn á bak og burtu sá sem stal þeim í upphafinu og svo fékk ég bara skammir í hattinn fyrir að hafa tínt vistmönnunum af Eir og kerlinginn alveg band bráluð.



En þessum tveimur náði ég samt á hlaupum út á stóru túni innan um karöflugrös og stafnum náði ég líka þótt hann hafi einig reynt að stinga af.



Já þeir Hilmar og Húni reyndu að fela sig bak við kartöflugras en klikkuðu á því að vera of hávaxnir svo kartöflugasið náði ekki að fela þá.



Hér erum við með sporhundinn Sníkir en hann klikkaði á því að finna Eirbúana sem voru á bak og burtu.

17.08.2011 18:48

meira úr Þykkvabænum.




Hér er CB 750 Honda árg 1982 flott græja í flottu standi.



Þarna eru Símon þór og Steini Árna að spá í spilin



Hér er uppgerður Harley Davidson sennilega frá 1958 eða nærri því ekki er ég viss hvort Einar Malboro á hann eða Dagrún foringi.







Þarna er KZ 1300 Kawasaki hjól sem ég hef ekki séð áður

15.08.2011 10:50

Aðalfundur Gamlingja í Þykkvabæ nú um nýliðna helgi


Það var margt um manninn í Þykkvabænum hjá foringjanum Dagrúni og mörg gömul en glæsileg hjólin sem félagsmenn mættu á, en þetta var sennilega eini fundurinn sem enginn Bresk hjól mættu á svæðið því flórann var öll ættuð frá Japan kíkjum á nokkur eintök. En sem gamlingi sakna ég Bretana Triumph BSA og Norton sem voru allsráðandi þegar við vorum börn.





Hér eru tvær myndir af Kawasaki Z1 900 árg 1974 en þetta hjól flutti Ólafur Magnússon ( Óli Bruni ) inn frá Þýskalandi í fyrra, og var hjóliðí þessu toppástandi sem það vissulega er.



Þessi 900 Kawi kom nýr til landsins árið 1973 og er hjólið eiganda sínum Sigurjóni Stefánssyni til mikils sóma






Hér er Z 1000 árg 1978 og flutti eigandinn Haukur Richardsson hjólið inn frá Þýskalandi fyrir nokkrum árum siðan og er Haukurinn búinn áð nostra vel við gripinn sem er gullfallegur í alla staði.



Hér er ein Honda cb 750 árg 1973 eigandi er Doddi Borgnesingur og fer Hondan hjá honum battnandi með hverju árinu sem maður sér hana.



Hér er Kawasaki GPZ 900 árg 1986 en þetta hjól á Tæmerinn gamli ( Hilmar Lúthersson ) hann átti það nýtt á sínum tíma en seldi og verslaði svo aftur nokkrum árum síðar og gerði fínt aftur.



Hér er hópmynd af Gamlingjum  sem farnir eru flestir að eldast eins og Tæmer segir



Hér eru svo umsækendurnir í ár en það vekur ath að helmingurinn af þeim eru Vestmannaeyjingar og allir drullusokkar lika. Það er aldrei að vita nema ég komi með meira frá þessum fundi síðar og jafnvel bulla svolítið lika með því.

14.08.2011 10:15

Smá eyja antík


Aðalfundur vélhjólafélags Gamlingja var haldinn í Þykkvabæ nú um helgina og var fundurinn vel sóttur, þarna var margt um manninn og margir á antíkk hjólum sem mættu, það er orðin góð flóra af hjólum til og mörg þeirra stór glæsileg, ég kem með myndir frá þessu síðar en það voru tvö gömul Japönsk á rúntinum nú í vikuni hér í eyjum og tók ég þá þessar myndir á bryggjuni sem var vinsælasti spyrnustaður þessara hjóla fyrir einum 30 árum síðan. Það væri nú flott ef við eldumst svona vel eins og blessuð fornhjólin okkar en það er langur vegur frá því miður.



Hér eru það z1 900 árg 1973 og CB 750 árg 1974



Ég er ekki viss um að hjólin hafi litið betur út þegar þau rúlluðu út af færibandinu í Japan á sínum tíma.





En við komum fljótlega með myndir af hittingnum í Þykkvabæ þar sem aðalfundur Gamlingjana fór fram um helgina.
Antal sidvisningar idag: 554
Antal unika besökare idag: 47
Antal sidvisningar igår: 4447
Antal unika besökare igår: 61
Totalt antal sidvisningar: 1413055
Antal unika besökare totalt: 86312
Uppdaterat antal: 23.11.2024 14:17:41