M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

30.07.2012 13:06

Ameríkupistill frá Óla Bruna # 173


Óli bruni sendi okkur þennan pistil en hann fór ásamt nokkrum skuttlum til Ameríku að hjóla og má því segja að Óli gamli hafi verið eins og hani í hænsnahóp, því hann var jú þarna einn ásamt hópi kvenna og öll vorum við á alvöru hjólum sagði Óli enda bara Harley Davidson það eina sem kom til greina undir þessa ýtur fögru bottna ( Óla bottnn þó undanskilinn ) En fallegt er þarna það má nú segja.Þessi gæti nú verið tekin úr myndini Easy Rider.

Kaninn var hrifinn af merki okkar og útskýrði Óli það að klúbburinn okkar héti Dirtsuckers, og því til útskýringar þá þýddi það að hjólafólk sýgur í sig rik flugur og annað úr umferðini á þjóðvegunum. Kaninn var sáttur við þær útskýrngar og þóttu þeim merkið okkar mjög svo flott,

Læt hér fylgja með textann sem Óli sendi með þessu.

Sæll Hr. Drullusokkur nr. 1,

Bara svona að gamni ef efni vantar á síðu Drullusokka um ferðalög erlendis (reyndar á Harley) og ég var í Drullusokkabol uppá hvern dag var reyndar orðin dulítið lykt af honum á fimmtánda degi, en hvað gerir maður ekki fyrir rétta "lúkkið" já að vera rétt merktur. Menn spurðu hvort ég væri í mótorhjóla MC klúbb pípulagningamanna heima á Íslandi, en nei sagði ég þetta er hardcor MC klúbbur og nafnið þýðir: Dirtsuckers, það skildu allir þ.e.a.s þeir sem voru á mótorhjólum því alltaf öndum við að okkur ryki o.s.frv. Ferðalagið stóð frá 16 júní til 2. júlí af því vorum við tólf daga að hjóla í gegnum fjögur fylki þarna í USA, flogið til Denver Colorado og síðan hjólað um Colorado, síðan Utah þaðan til Arizona, áfram til New Mexico og að lokum aftur til Denver Colorado, meiriháttar ferðalag alltaf sól og hiti og mjög þurrt loft. Læt fylgja örfáar myndir og nóg til enn, Sæþór nefndi við mig einhverntíma að fá myndir úr Route 66 ferð minni hér fyrir nokkrum árum. Þú skoðar þetta og kær kveðja á suðureyjuna stóru, þar sem alltaf er eitthvað að gerast.

Eldra efni

Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 63
Flettingar í gær: 428
Gestir í gær: 83
Samtals flettingar: 5246302
Samtals gestir: 673906
Tölur uppfærðar: 7.3.2021 08:36:25