M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

24.07.2012 21:11

Byrjun Akureyrarreisurnar.

Þá er ég orðinn nettengdur, þá er um að gera að henda inn smá bulli.
Síðastliðinn fimmtudagsmorgunn fóru 3 sokkar með fyrstu Herjólfsferð frá Eyjum.
Um leið og við komumst uppá fasta landið var farið með hjólið hans Magna í slipp því að karlinn var gersamlega dekkjalaus.

Jón í JHM-sport reddaði Magnanum svo hægt væri að setja stefnuna á Akureyri.

Við töfðumst um ca. 90 min. þannig að nr 1. fékk aðgang að tölvu svo hægt væri að halda 123.is/batarogskip síðunni á lífi.

Eldra efni

Flettingar í dag: 36
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 257
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 4884096
Samtals gestir: 645277
Tölur uppfærðar: 26.5.2020 01:53:52